Fylkir - 01.12.2017, Síða 5
FYLKIR - jólin 2017
5
Hann er lágvaxinn, brosmildur og
kvikur í spori enda á hann margar
ferðir í Elliðaey að baki, ásamt
daglegum gönguferðum á Heima-
ey og ekki að sjá að kominn sé á
níræðisaldur. Hann var verkstjóri
þegar unnið var að því að koma
vatnslögninni til Eyja og einnig í
forsvari við hreinsun bæjarins
eftir gos, sem verkstjóri hjá bæn-
um en lét af störfum fyrir rúmum
áratug. Þetta er Hávarður Birgir
Sigurðsson, af fl estum þekktur
sem Væi, áhugamaður um söng,
úteyjalíf, örnefni og fugla. Sigur-
geir Jónsson ræddi við hann um
lífi ð og tilveruna.
Ættaður úr Mýrdalnum
„Ég er fæddur 27. júlí 1934 að Hróf-
bergi við Skólaveg, yngstur fjögurra
systkina,“ segir Hávarður þegar við
höfum komið okkur fyrir í fallegri
og snyrtilegri stofunni á heimili
hans við Bröttugötuna. „Foreldrar
mínir voru Sigurður Þórðarson og
Margrét Stefánsdóttir en þau fl utt-
ust til Eyja frá Vík í Mýrdal árið 1923.
Þá var eldri bróðir minn, Sigurgeir,
fæddur, hann fæddist 1920 og var
lengst af ævinni verkstjóri og línu-
maður hjá Símanum. Magnús var
fæddur 1924, var sjómaður í Eyjum
og á hér marga afkomendur. Sigur-
björg, sem alltaf var kölluð Stella,
fæddist 1929 og býr á Seltjarnar-
nesi en þeir Sigurgeir og Magnús
eru látnir fyrir allnokkrum árum,“
segir Hávarður.
„Við bjuggum að Hrófbergi þegar
ég fæddist og pabbi hafði sótt um
að stækka húsið, þar sem fjölskyld-
an fór stækkandi en fékk neitun frá
bæjaryfi rvöldum þar sem til stóð
að tengja Bessastíg við Skólaveg-
inn. Sú tenging kom svo ekki fyrr
en mörgum árum síðar. Það varð til
þess að foreldrar mínir ákváðu að
byggja sér hús við Boðaslóð 2 sem
varð svo heimili okkar. Þá fl uttu þau
Gúlla og Ansgar ásamt sonum sín-
um að Hrófbergi og þá létu bæjar-
yfi rvöld stækka húsið enda hefði
sá hópur ekki komist fyrir í húsinu
eins og það var,“ segir Hávarður og
brosir við.
Félagsheimili í andakofanum
Hávarður segir að gott hafi verið
að búa á Boðaslóðinni, rétt ofan við
Hásteinsveginn og ekki hafi vantað
leikfélagana. „Beint á móti okkur
voru þeir bræður, Sigurjónssynir,
Sigurpáll, Adolf, Garðar og Gaukur
sem alla tíð voru miklir vinir mínir
og svo fl eiri úr nágrenninu, Einar
og Karl Jónssynir og Lárus Krist-
jánsson frá Heiðarbrún svo ein-
hverjir séu nefndir. Svo man ég líka
eftir eldri strákum sem oft komu að
leika sér með okkur þrátt fyrir að
vera þetta fjórum, fi mm árum eldri.
Aldursmunurinn virtist engu skipta
í þessu samfélagi; ég man t.d. eftir
Didda Mar, Sigursteini Marinóssyni,
sem var sjö árum eldri en ég og
hann var í boltaleikjum með okkur
á túnunum í nágrenninu. Svo var
líka oft farið vestur í Brimhólalaut
þar sem íþróttahúsin okkar standa
núna og þar voru stundaðar alls
konar íþróttir,“ segir Hávarður og
ljóst að hann nýtur þess að rifja
upp þessar æskuminningar frá fyrri
hluta liðinnar aldar.
„Svo stofnuðum við líka peyjafélög
og við vorum svo heppnir í okkar
félagi að þar var Siggi Reim í hópn-
um. Foreldrar hans, þau Reimar og
Anna, voru með alifuglarækt, bæði
hænsni og endur í tveimur kofum
á lóðinni. Svo hættu þau með end-
urnar og þá fengum við peyjarnir
kofann til umráða. Við innréttuðum
hann og þetta var fínasta félags-
heimili. Þarna héldum við svo fundi,
sungum og lékum leikrit. Ég man
að aðalsmiðirnir voru þeir Kobi bíl-
stjóri og Lárus Kristjáns sem síðar
varð svo smiður að atvinnu.“
En vinir og félagar voru ekki bara
úr næsta nágrenni. Þeir voru víðar.
„Við vorum miklir vinir Ási Markús
Þórðarson og ég. Við vorum reynd-
ar náskyldir, bræðra- og systrasynir.
Hann bjó á Sléttabóli við Skólaveg-
inn og við lékum okkur oft saman
á kvöldin, annaðhvort heima hjá
honum eða mér. Aðalgallinn var
sá að við vorum báðir svakalega
myrkfælnir enda var götulýsingin
á þeim árum ekki beysin og allt
í kolniðamyrkri nema ljóstýrur í
gluggum húsa. Við leystum það á
þann hátt að við fylgdum hvor öðr-
um að Aðventkirkjunni við Breka-
stíginn sem var nokkurn veginn
miðpunkturinn milli heimila okkar,
kvöddumst og tókum svo sprettinn
til baka hvor til síns heima. En oft
sló hjartað hratt á þeim stundum,“
segir Hávarður og hlær við.
„Ég var líka Týrari og keppti í fót-
bolta í 3. og 2. fl okki og svo nokkra
leiki með 1. fl okki en þá var þjálfari
hér, akkúrat meðan lundatíminn
stóð yfi r. Ég varð því að gera upp
við mig hvort ég ætti að æfa eða
fara í Elliðaey. Ég tók seinni kostinn
og sá ekki eftir því.“
Varði breyttist í Væi
Eins og áður segir, heitir hann fullu
nafni Hávarður Birgir Sigurðsson.
„Og heima var ég alltaf kallaður
Varði. Hét eftir frænda mínum úr
Mýrdalnum sem líka var kallaður
Varði. Svo fórum við að leika okkur
saman á unga aldri, ég og Adolf
Sigurjónsson og hann átti alltaf í
basli með að segja nafnið mitt, það
varð alltaf „Væi“. Og reyndin varð sú
að þessi útgáfa Adda varð lífseigari,
þetta gælunafn festist við mig á
endanum og ábyggilega fl eiri sem
kannast við mig undir því nafni en
Hávarðsnafninu. Ég hef líka alltaf
kunnað ágætlega við þetta nafn,
það er stutt og laggott,“ segir
Hávarður.
Skólagangan hófst við sjö ára ald-
ur í Barnaskólanum. „Þar var Halldór
Guðjónsson skólastjóri, ákafl ega
virðulegur maður að okkur fannst.
Og af kennurunum man ég helst
eftir þeim Kjartani Ólafssyni, Lýð
Brynjólfssyni, Vigfúsi Ólafssyni,
Þorvaldi Sæmundssyni og Karli
Guðjónssyni sem kenndi söng og
var með barnakór. Þar byrjaði ég að
syngja fyrir alvöru og hef haldið því
áfram fram á þennan dag en söng-
ur hefur verið eitt af aðaláhuga-
málum mínum gegnum tíðina.“
Að loknu barnaskólanámi tók svo
við þriggja ára gagnfræðaskóla-
nám. „Þá var Gagnfræðaskólinn að
Breiðabliki og þar stjórnaði Þor-
steinn Þ. Víglundsson. Eftir það var
ekki um auðugan garð að gresja í
áframhaldandi námi í Vestmanna-
eyjum, helst iðnnám fyrir þá sem
gátu komist sem lærlingar eða stutt
námskeið í skipstjórn og vélstjórn.
En hvorugt heillaði mig og því lauk
Maður þakkar fyrir hvern
góðan dag sem maður fær
segir Hávarður B. Sigurðsson
VIÐTAL:
SIGURGEIR
JÓNSSON
Leikfélagar. Efstir: Gunnar Haraldsson, Engilbert Halldórsson. Miðröð:
Lárus Kristjánsson, Sigurpáll Sigurjónsson, Hávarður Sigurðsson, Ein-
ar Jónsson. Neðsta röð: Adolf Sigurjónsson, Karl Jónsson, Jóna Ben-
ónýsdóttir, Bjarni Jónasson, Eymundur Garðar Sigurjónsson, Gaukur
Geir Sigurjónsson, Óskar Haraldsson.
Leikfélagar á Hásteinsveginum. Húsið til vinstri er Héðinshöfði, þá Málmey, Reykhólar og hús Guðjóns í
Smiðjunni, sést í Litluhóla og Kanastaði. Frá vinstri: Sigurpáll Sigurjónsson, Sigurður Reimarsson með önd
í fanginu, Hávarður Sigurðsson, Adolf Sigurjónsson.
Hávarður og Ástríður.