Fylkir


Fylkir - 01.12.2017, Side 9

Fylkir - 01.12.2017, Side 9
FYLKIR - jólin 2017   9 „Afi þinn hefur verið einn af þeim sem er salt jarðar. Samviskusam- ur maður sem skilaði vel því sem honum var trúað fyrir. Farsæll og gæfusamur.“ Ég leyfi mér að gera þessi orð séra Kjartans Arnar Sigurbjörnssonar að mínum í upphafi þessarar greinar um húsið Aðalból, sem við í fjöl- skyldunni köllum gjarnan „ættar- óðalið“. Afi var sem sagt Ágúst Þórðarson, lengstum yfi rfi skmats- maður hér í Vestmannaeyjum. Upphafi ð. Ágúst Þórðarson sækir um bygg- ingarleyfi fyrir Aðalbóli með bréfi til bæjarfógetans í Vestmannaeyjum sem dagsett er 16. ágúst 1922. Þar óskar hann eftir að „fá að byggja íbúðarhús í túni Jóhönnu Þórðar- dóttur í Vestra-Stakagerði, og jafn- framt að sækja um lóðarrjettindi á 800 ferálna lóð sem nefnd Jóhanna Þórðardóttir hefi r gefi ð mjer til leyfi s að nota“ Á beiðnina skrifar einnig „nefnd Jóhanna“: „Jeg undirrituð er samþykk ofan- skráðri beiðni. Vestra-Stakagerði 16. ágúst 1922 Jóhanna Þórðardóttir“ „Umboðsmaðurinn yfi r Vest- mannaeyjajörðum“ Kristján Linnet bæjarfógeti í Vestmannaeyjum „Gjörir kunnugt: að jeg hjer með leigi Ágústi Þórðarsyni lóð þá er fylgja ber húseigninni Aðalból í Vestmannaeyjum frá fardögum 1924“ og er leigan til 50 ára. (Þess skal getið að Vestra-Stakagerði var byggt árið 1912 en rifi ð 1996). Þau amma og afi fl ytja svo á Aðalból árið 1923 með þrjú elstu börnin, Betsý Gíslínu sem fædd var 1919, Magnús Þórð fæddur 1921 og Guðmund Siggeir fæddur 1922, en síðan fæddust þar systurnar Elín Jóhanna 1925, Esther 1928 og Viktoría Ágústa 1937. Aðalból stóð við Skólaveg 21c (þannig skráð í fasteignamati 1969) rétt norðan og vestan megin við Safnahúsið þar sem nú hefur verið komið fyrir sýnishorni af stakkstæði og skreið- arhjalli. Ætt og uppruni Ágúst Þórðarson var fæddur 22. ágúst 1893 að Ámundakoti í Fljóts- hlíð. Hann var sonur hjónanna Þórðar Loftssonar og Kristólínu Gísladóttur. Þau hjónin eignuðust 12 börn og hefur oft verið þröngt í búi og erfi ðleikar á stóru heimili. Ágúst var 8 ára þegar hann varð fyrir þeirri sáru sorg að missa föður sinn, og fór þá að Bakka í Austur- Landeyjum og var alinn upp þar. Ágúst var hjá ekkjunni móður sinni á Kirkjulandi 1901, var vinnumaður á Bakka í A-Landeyjum 1910. Ungur að árum fl uttist Ágúst til Vestmannaeyja árið 1911, til bróður síns, Magnúsar í Dal, sem þá var orðinn útgerðarmaður. Þegar Magnús drukknar, fór Ágúst til syst- ur sinnar og mágs í Stakagerði. Enn var höggvið í sama knérunn árið 1920 þegar mágur hans og einn bróðir drukkna. Hann var vinnu- maður í Vestra-Stakagerði 1912. Þannig var lífi ð áhætta, sem krafð- ist fórna. Eftir þessa óhamingju hjálpaði Ágúst systur sinni og tekur við búinu í Stakagerði. Ágúst var mikill gæfumaður í einkalífi . Hann kvæntist Viktoríu Guðmundsdóttur úr Árnessýslu 1918, og varð þeim sex barna auðið. Fyrstu árin var heimili þeirra í Stakagerði, en síðan byggðu þau Aðalból, og fl ytja þangað. Þar var heimili þeirra allt þar til eldgos kom upp á Heimaey 23. janúar 1973, eða í hálfa öld. Börn þeirra hjóna voru í aldursröð: Betsý Gíslína Ágústsdóttir f. 28. nóvember 1919 d. 22. apríl 2016. Magnús Þórður Ágústsson f. 7. maí 1921 d. 17. júlí 1986. Guðmundur Siggeir Ágústsson f. 25. október 1922 d. 17. október 2006. Elín Jóhanna Ágústsdóttir f. 12. júní 1925. Esther Ágústsdóttir f. 30. septem- ber 1928 d. 31. júlí.1967. Viktoría Ágústa Ágústsdóttir f. 9. október.1937. Betsý Gíslína var tvígift, fyrri maður hennar var Karl Kristmanns f. 11. nóvember 1911 d. 19. janúar 1958 umboðsmaður Flugfélags Ís- lands og stórkaupmaður og eru afkomendur þeirra 105 talsins. Seinni maður var Böðvar Jónsson (frá Háagarði), f. 8. desember 1911, d. 18. febrúar 1997. Þess skal getið að eftir gos, nánar tiltekið frá árinu 1974 til 1977, bjuggu þau Magnús Þórður Ágústsson (Dengsi), sem lengst af starfaði sem vörubílstjóri, og Guð- rún Ólafsdóttir á Aðalbóli. Guðrún hélt áfram störfum sem ljósmóðir (starfaði í Eyjum frá 30. apríl 1949 til dauðadags, 22. maí 1978) og leigði Vestmannaeyjabær þeim Magnúsi Aðalból þar sem „Bærinn“ hafði eignast húsið. Dóttir þeirra, Val- gerður Ólöf Magnúsdóttir ásamt eignmanni, Haraldi Júlíussyni, og syninum, Magnúsi Hlyni Haralds- syni, leigðu í kjallaranum. Magnús og Guðrún eiga 14 afkomendur. Guðmundur Siggeir (Bubbur) var starfsmaður hjá Karli mági sínum og síðar matsveinn til sjós. Eftir að hann fl utti til Reykjavíkur vann hann hjá Þ. Þorgrímssyni og Co. Hann var giftur Johnnu Andersen, f. 30. janúar 1931, d. 7. ágúst 1971 og þeirra afkomendur eru orðnir 32. Elín Jóhanna giftist Sighvati Bjarna- syni, gjalkera í Útvegsbanka Íslands. Elín var lengstum húsmóðir, vann á Símanum og eftir að þau fl uttu til Reykjavíkur vann hún í Blómabúð- inni Alaska og hjá Þvottahúi ríkis- spítalanna. Þeirra afkomendur eru alls 16. Esther lærði ljósmyndun í Reykja- vík hjá Lofti Guðmundssyni og vann síðar í New York við fag sitt. Hún var þrígift og eignaðist dreng sem lést 19 daga gamall. Viktoría Ágústa var kennari og húsmóðir og á seinni árum starfs- maður í 22 ár á Bókasafni Vest- mannaeyja. Hún var gift Einari Ólafssyni skipstjóra (f. 23. desember 1933, d. 30. nóvember 2014) og eru afkomendur þeirra 24. Í gosinu fl uttu Viktoría og Ágúst til Reykjavíkur og þar var heimili þeirra upp frá því. Byggingin Fasteignamat fyrir Aðalból var gert 21. október 1969 undirritað af Ólafi Gunnarssyni, tæknifræðingi Vest- mannaeyjabæjar, Óskari Kárasyni, sem var byggingafulltrúi Vest- mannaeyja (frá árinu 1938 til 1971) og Ólafi Á Kristjánssyni, fyrrverandi bæjarstjóra í Vestmannaeyjum (árin 1946-1954). Samkvæmt mat- inu er Aðalból timburhús á steypt- um kjallara og ris, samtals 136,6 m2 að stærð (grunnfl ötur hæðarinnar er 51m2) og byggingarárið er 1922. Í matsgerðinni eru ýmsar nánari Hús og fólk: Aðalból – byggt árið 1922 GREINARHÖFUNDUR: ÁGÚST KARLSSON Jóhanna Þórðardóttir Hér blasir Aðalból við af Stakkagerðistúni. Stærð Aðalbóls er 51m2 samkvæmt uppdrætti sem til er hjá bygging- arfulltrúanum í Vestmannaeyjum og fasteignamatsgerð frá október 1969, og kjallari 42,8m2 og risið sömuleiðis 42,8m2. Fjölskyldan þegar fl utt var á Aðalból 1923: Magnús Þórður, Ágúst, Betsý Gíslína, Viktoría og Guðmundur Siggeir. Aðalból var rifi ð í febrúar árið 2001 ( mynd úr vikublaðinu Dagskrá, 2. mars 2001).

x

Fylkir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fylkir
https://timarit.is/publication/878

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.