Fylkir


Fylkir - 01.12.2017, Side 13

Fylkir - 01.12.2017, Side 13
FYLKIR - jólin 2017   13 málastjórnar um frekari malartöku í Helgafelli. Málið kemur á dagskrá nefndarinnar vorið 1965, beiðninni er synjað, en það síðan að engu haft. Í bókun Freymóðs Þorsteins- sonar bæjarfógeta og Skarphéðins Vilmundarsonar fl ugvallarstjóra á fundinum segir m.a.: „Helgafell er höfuðprýði Eyjanna og myndu margir telja mjög miður farið, ef fellinu yrði eytt eða það lýtt meira en þegar hefur verið gert. Gerum við ráð fyrir að svo muni einnig komandi kynslóðir líta á. Nafn fellsins gefur bendingu um viðhorf þeirrar kynslóðar, sem nafngiftinni réði. …“ Þessar deilur fóru einkum fram á síðum Framsóknablaðsins og Fylkis en einnig í Eyjablaðinu. Jóhann Björnsson, póstmeistari og síðar bæjarfulltrúi, ritaði (1965) í Framsóknarblaðið: Þegar hafi zt var handa um fl ug- vallargerð hér, var tekinn ofaní- burður austan í Helgafelli. Þar blasir enn við opin gryfja, eins og ör eftir brunasár á fallegu and- liti. Og enn skal höggvið í sama knérunn. Nú vantar tilfi nnanlega ofaníburð í austasta kafl a fl ug- vallarins. Bæjaryfi rvöld sækja fast á ... en náttúruverndarnefnd bæj- arins, eða meirihluti hennar, hefur neitað um leyfi . Bæjarráð mun ekki vilja una þessari neitun, og hefur leitað ásjár á hærri stöðum. Sveinn Guðmundsson, hinn gamli baráttumaður náttúruverndar, tók í sama streng í Framsóknarblaðinu fjórum árum síðar (1969): Helgafell hefur þegar verið sært stóru sári og höggvið er enn í þann sama knérunn. ... Þetta er á sama tíma og mikill áhugi er meðal náttúrufræðinga og náttúruunn- enda um að viðhalda og frið- lýsa fegurstu náttúrufyrirbrigði í jarðsögu landsins. Það sem hér er til meðferðar og úrlausnar er aðkallandi nauðsyn á öfl un bygg- ingarefnis og ofaníburðar í vegi og fl ugvöllinn, eftir öðrum leiðum en hingað til hefur verið farin. Frekari spjöll á Helgafelli verður að stöðva, og því fyrr því betra. Þegar hér var komið sögu voru málefni Helgafells víða á dag- skrá, hjá fl ugmálastjórn, bæjar- yfi rvöldum, náttúruverndarnefnd, stjórnmálafl okkum og frjálsum félagasamtökum. Það er eins og snögglega hafi hitnað undir fjall- inu. Umræðan var stundum óvæg- in og persónuleg þótt ekki bæri mikið á milli í afstöðu manna til Helgafells. Guðjón Ármann Eyjólfs- son, skólastjóri Stýrimannaskólans, og Jóhann Björnsson póstmeistari, sem báðir áttu sæti í náttúruvernd- arnefnd, sendu hvor öðrum tóninn í málgögnum sjálfstæðismanna og framsóknar, Fylki og Fram- sóknarblaðinu. Báðir sáu fyrir sér að innan skamms myndi Helgafell hverfa af sjónarsviðinu ef framhald yrði á malartökunni, en sökuðu hvor annan um að láta stjórnast af pólitískum stundarhagsmunum. Guðjón Ármann fullyrti (1969) að allur þorri manna væri á einu máli: Helgafell væri „allt of dýrmætt náttúrufyrirbæri til að splundra því til fl ugvallargerðar“. Sökudólg- arnir voru ýmist fl ugmálastjórn eða bæjaryfi rvöld, allt eftir því hvernig pólitískir vindar blésu í bæjarfélag- inu. Jóhann sagði (1969) að „eyðing Helgafells yrði Vestmannaeyingum til ævarandi hneisu og skammar“. „Þjóðgarður Eyjanna.“ Árið 1971 voru reifaðar athyglis- verðar skoðanir á malartökumálinu í bæjarblöðum. Sveinn Guðmunds- son er enn í baráttuhug og sakaði bæjarbúa um uppgjöf í grein í Framsóknarblaðinu (1971): Naumast hittast svo þrír menn á förnum vegi og talið berist að malartekjunni í Helgafelli, að tveir fordæmi það með öllu, en hinn þriðji muldri ef til vill ofan í barm- inn: Við höfum ekki í annað hús að venda. ... En versti Þrándur í götu fyrir algerri stöðvun malar- náms í Helgafelli er sinnuleysi bæjarbúa sjálfra. Jón Gunnlaugsson frá Gjábakka, sem var óbilandi baráttumaður fyrir náttúruvernd allt sitt líf, minnti í grein í Fylki (1971) á almenn mark- mið í umhverfi smálum: Menn geta stundum brotið borg- araleg lög, að ósekju, en aldrei náttúrulögmálin. Það er alltaf að koma betur og betur í ljós að jafn- vægið í náttúrunni má sem allra minnst fara úr skorðum, ef ekki á illa að fara. ... Er nokkur staður á eyjunni betur til fundinn en Helga- fell með nágrenni „Þjóðgarður Eyjanna“? Steingrímur Arnar, þá orðinn fl ug- vallarstjóri, sá um framkvæmdir í Eyjum við völlinn. Hann taldi sig tilneyddan að segja sína skoðun á malarnámi í Helgafelli. Í grein í Fylki (1971) sakaði hann „vini Helgafells“ um óviðeigandi tilfi nningasemi, brýnt væri að gera „vísindalega“ könnun á öðrum kostum: … tómt mál væri að tala um verndun fellsins og uppgræðslu þess, fyrr en fundin væri - og gerð að veruleika - leið til að afl a malar í stórum stíl á annan hátt. ... Komi í ljós, að Vestmannaeyingar al- mennt vilja fórna milljónatugum til verndunar Helgafelli, ofan á allar þær hömlulausu álögur, sem fyrir eru, og svo til daglega eru auknar og endurbættar af lítilli fyrirhyggju, þá skal ekki standa á mér að greiða minn hlut. Nokkrir þeirra sem höfðu fjallað um verndun Helgafells – þeirra á meðal Jóhann Björnsson (1971) – tóku undir það sjónarmið að leita þyrfti annarra kosta; malartaka í Hánni kæmi til greina og sömuleiðis möl- un á hrauni eða öðru grjóti. Nútíminn heldur innreið sína: mótmælastaða við Helgafell Páll Steingrímsson, hin fjölhæfi listamaður og náttúruverndarsinni, hafði sterkar skoðanir á malarnám- inu. Hann veitti um þessar mundir forstöðu myndlistarskóla í Eyjum. Páll kveikti nú mikinn eldmóð hjá nemendum skólans og öðrum sem voru honum sammála og efndi til friðsamlegrar mótmælastöðu við athafnasvæðið í suðurhlíðum Helgafells fi mmtudaginn 4. nóvem- ber 1971. Nemendur bjuggu til mótmælaspjöld þar sem krafi st var að malartöku yrði hætt og frekari spjöllum á Helgafelli. Með mótmælastöð- unni var komið í veg fyrir að vöru- bílar, sem voru að aka möl úr fell- inu, kæmust að malargryfjunni. Fremstir í fl okki, og þeir sem sjá má á myndum frá þessu atburði, voru Páll sjálfur, Jóhann Jónsson (Jói listó), Ragnar Sigurjónsson (Raggi Sjonna) og þáverandi kona hans, Margrét Klara Jóhannsdóttir, bæði í myndlistarskólanum, Guð- jón Jónsson frá Látrum, en einnig önnur þekkt andlit, baráttumað- urinn Jón á Gjábakka, Ólafur Gränz, Ragnar Hafl iðason (Raggi á Hressó), Sigríður Högnadóttir (Sísí) og fl eiri. Mótmælin voru ekki auglýst en fyrirætlanir spurðust út og þátt- takendur urðu um 30, segir í mynd- skreyttri frásögn Morgunblaðsins. Guðni Hermansen sést ekki á myndum, en Jóhann segir að þó að hann væri „rósemdarmaður“ hafi hann ekki legið á liði sínu, og senni- lega eru þetta einu mótmælin sem hann tók þátt í á ævi sinni. Sama segja börn Guðna. Mótmælin voru undirbúin með viku fyrirvara. Þeir sem voru í vinnu tilkynntu aðeins að þeir þyrftu að bregða sér frá. Um kl. 12 á hádegi hittist hópurinn í myndlistaskólanum í Arnardrangi við Hilmisgötu. Pantaður var bíll af Vörubílastöðinni, Jens Ólafsson kom, og settust menn upp á pall- inn með kröfuspjöldin í hönd, en líka stóla og bekki til að loka veg- inum. Síðan haldið af stað suður fyrir Helgafell. Í VG-blaðinu 2013 segir Magnús Guðjónsson frá Reykjum, lengi bíl- stjóri á Vörubílastöðinni, kostulega frá mótmælunum og viðbrögðum bílstjóranna, sem allir voru fullorðn- ir menn og óviðbúnir mótmælaað- gerðum. Sumir þeirra höfðu samúð með mótmælendum en aðrir voru fullir efasemda: Einn spurði: „Er komið stríð, er ég hernuminn?“ Og bætti við: „Þetta hafi ð þið lært af helv… sjónvarpinu!“ Mótmælin fóru friðsamlega fram, fjórir bílar voru stöðvaðir, og eftir stutt þóf og nokkrar glósur milli manna, hurfu mótmælendur frá. Aðgerðin hafði heppnast vel, margar myndir teknar og rækileg athygli vakin á þeim náttúruspjöll- um sem þarna fóru fram. Fjallið leysti svo þessar deilur með sögulegu gosi rúmu ári síðar. Þá var loks boðið upp á gnægð byggingarefnis á Heimaey í nánustu framtíð. Nú þurftu Eyjamenn fremur að leita leiða til að losna við gjallið sem dreifðist yfi r Heimaey á dögum gossins en „leita annarra kosta“ við malarnám. Var þetta hefnd eða rausnarleg gjöf? Guðni A. Hermansen málar mynd sína „Einbúann“, eld og rennandi hraun. Hann vann við myndina kvöldið fyrir gosið, 22. jan. 1973. Mynd: Sigurgeir Jónasson. Sárin í hlíðum Helgafells eftir áratuga langa malartöku, í miðju gosi 1973. Mynd: Jóhann Jónsson. Jóhanna Hermannsdóttir afhendir málverkið ”Hefnd Helgafells” á heimili sínu í New Jersey. Með henni á myndinni eru Stefán Haukur Jóhannesson sendiherra og eiginkona hans, Halldóra Hermannsdóttir. Ljósmynd: Einar Gunnarsson. Fjallið leysti svo þessar deilur með sögulegu gosi rúmu ári síðar. Þá var loks boðið upp á gnægð byggingarefnis á Heimaey í nánustu framtíð. Nú þurftu Eyjamenn fremur að leita leiða til að losna við gjallið sem dreifðist yfir Heimaey á dögum gossins en „leita annarra kosta“ við malarnám.

x

Fylkir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fylkir
https://timarit.is/publication/878

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.