Fylkir - 01.12.2017, Side 15
FYLKIR - jólin 2017
15
Gleðileg jól
og farsælt komandi ár
þökkum viðskiptin á árinu sem er að líða!
Gleðileg jól
og farsælt komandi ár
þökkum viðskiptin á árinu sem er að líða!
Gleðileg jól
og farsælt komandi ár
þökkum viðskiptin á árinu sem er að líða!
Gleðileg jól
og farsælt komandi ár
þökkum viðskiptin á árinu sem er að líða!
„Þetta leitaði svona
í pensilinn hjá mér …“
Ekki er að efa að þessi átök um
Helgafell hafa haft mikil áhrif á list-
málarann Guðna Hermansen. Þegar
deilurnar blossa upp
aftur 1965 birti Fram-
sóknarblaðið áhrifa-
miklar myndir af
Helgafelli (með grein
eftir Jóhann Björns-
son) þar sem búið
er að má Helgafellið
út („fótósjoppa“) af
suðurhluta Heima-
eyjar. Hlyti ekki fjallið
að taka senn til sinna
ráða?
Guðni sagði í við-
tölum síðar að Surts-
eyjargosið hefði ýtt
hressilega við sér, hann fór að mála
eld og hraun sem „fantasíu-stíll“
hans féll raunar vel að.
„Hefnd Helgafells“ verður senni-
lega til seint á árinu 1971 og hún
er á sýningu sem Guðni hélt í Fær-
eyjum 1972.
Guðna var boðið að sýna verk sín
í Norræna húsinu í febrúar 1973,
aðeins mánuði eftir gosið. „Hefnd
Helgafells“ var ekki á sýningunni, en
hún var nú orðin alþekkt og Guðni
jafnvel kallaður „gosmálarinn úr
Eyjum“ í blöðum. Aðrar myndir sem
sýndu hraun, eld eða Helgafell voru
á sýningunni, þar á meðal mynd af
Helgafelli („Einbúinn“) sem Guðni
vann við kvöldið fyrir gosið, 22. jan.
1973!
Ekki er víst að Guðna hafi þótt
þessi athygli þægileg. Magnús
á Reykjum segir frá því að hann
hafi ásamt fl eira fólki, þar á meðal
Guðna, beðið um stund á biðstofu
framkvæmdastjóra Viðlagasjóðs
í Reykjavík í febrúar 1973. Þegar
framkvæmdarstjórinn kom fram
sneri hann sér að Guðna og sagði:
„Er það rétt sem ég hef heyrt að
það sé þér að kenna hvernig komið
er í Eyjum?“ „Það held ég ekki“ svar-
aði Guðni brosandi.
Jóhanna kaupir
„Hefnd Helgafells“
Jóhanna Hermannsdóttir keypti
myndina „Hefnd Helgafells“ af
Guðna sumarið 1972 þegar hún
var í heimsókn í Eyjum. Benedikt
Ragnarsson sparisjóðsstjóri, frændi
hennar, segir frá því í Dagskrá 1993
þegar hann fór með Jóhönnu heim
til Guðna og Diddu, konu hans, til
að velja mynd hjá listamanninum.
Jóhanna er Vestmanneyingur, af
hinum samstillta 1929-árgangi.
Hún fæddist í húsinu Godthåb, húsi
sem stóð sunnan við Hraðfrysti-
stöðina, reist 1830. Faðir hennar,
Hermann Benediktsson, var þá
verkstjóri hjá Gísla Johnsen. Síðar
bjó fjölskylda hennar lengst af í
Bergholti, Vest-
mannabraut 67.
Hermann var
Mjófi rðingur að
ætt, kom til Eyja
1918, og kvæntist
síðar Helgu Pálm-
ey Benedikts-
dóttur sem var
ættuð úr Skaga-
fi rði. Bróðir Her-
manns var Ragn-
ar, vigtarmaður,
faðir Benedikts
sparisjóðsstjóra;
og milli hans og
Jóhönnu, og Eddu, systur hennar,
var ávallt góður vinskapur. Her-
mann lést 1959, og skömmu síðar
fl uttust þær mæðgur, Helga og
Edda, til Reykjavíkur, en Jóhanna og
Alma, elsta systirin, voru þá löngu
farnar að heiman.
Jóhanna lærði tannsmíði í Eyjum,
en giftist svo 1951 Hannesi Krist-
inssyni efnaverkfræðingi frá Akur-
eyri. Þau bjuggu fyrst í Reykjavík en
fl uttust svo til Bandaríkjanna 1957
þar sem Hannes hafði áður verið
við nám. Þau bjuggu þar æ síðan,
þótt ætlun Hannesar hafi aðeins
verið að fara í nokkurra ára fram-
haldsnám. Þau eignuðust fjögur
börn, en aðeins eitt þeirra er búsett
hér á landi. Hannes lést í ársbyrjun
2007 en Jóhanna er enn í fullu
fjöri, vel ern, og býr í Whiting í New
Jersey.
Jóhönnu og Guðna var vel til vina,
enda á líku reki. Jóhanna segir að
sterk taug sé á milli sín og Eyja. Hún
hafði því lengi hugsað sér að þetta
sérstaka og dulúðuga verk færi aft-
ur til Eyja þar sem það eigi heima.
Hún varð furðu lostin þegar henni
bárust fregnir af gosi í Helgafelli 23.
janúar 1973. Í kjölfarið segist hún
oft hafa setið og horft á málverkið
í stofnu sinni, órafjarri æskustöðv-
um. Einn morguninn, þegar hún
kemur fram í stofu, drjúpa vatns-
perlur af striganum, líkt og myndin
gréti.
Í september sl. fór Eyjamaður-
inn Stefán Haukur Jóhannesson
sendiherra, sem þá var staddur í
New York á allsherjarþingi Sam-
einuðu þjóðanna, ásamt með
Einari Gunnarssyni, fastafulltrúa í
New York, og mökum þeirra, Hall-
dóru Hermannsdóttur og Elísabetu
Þórðardóttur, á heimili Jóhönnu í
Whiting, um tveggja stunda öku-
ferð frá Manhattan, og tóku við
málverkinu „Hefnd Helgafells“ og
voru viðstödd þegar Jóhanna und-
irritaði gjafabréfi ð. Þau gengu frá
myndinni vandlega og hún var svo
geymd á skrifstofu fastanefndar-
innar í New York um nokkurn tíma
fyrir heimferðina.
Málverk Guðna kom á ný til Eyja
15. nóv. sl., fyrir tilstilli og góðvilja
nokkurra fyrirtækja og einstaklinga
sem önnuðust fl utning þess á
heimaslóð, 45 árum eftir brottför.
Listaverkið verður formlega afhent
Vestmannaeyjabæ 23. janúar nk.
Þar með lýkur langri vegferð þess
og sögu, sem á sér djúpar rætur.
Jóhanna Hermannsdóttir frá
Stóra-Bergholti við Vestmanna-
braut 67, af 1929-árgangi. Lengst
af búsett í Bandaríkjunum.
Kári Bjarnason og Sigurgeir Jónasson taka á móti „Hefnd Helgafells“ í
Eyjum um miðjan nóvember sl. Utanríkisþjónustan, Icelandair Cargo
og Flytjandi - og greiðviknir Eyjamenn sem þar starfa - greiddu götu
þess á heimaslóð. Ljósmynd: Guðmundur Jónsson.
Málverk Guðna kom á ný til Eyja
15. nóv. sl., fyrir tilstilli og góðvilja
nokkurra fyrirtækja og einstaklinga
sem önnuðust flutning þess á
heimaslóð, 45 árum eftir brottför.
Listaverkið verður formlega afhent
Vestmannaeyjabæ 23. janúar nk. Þar
með lýkur langri vegferð þess og sögu,
sem á sér djúpar rætur.