Fylkir


Fylkir - 01.12.2017, Qupperneq 17

Fylkir - 01.12.2017, Qupperneq 17
FYLKIR - jólin 2017   17 Gleðileg jól og farsælt komandi ár þökkum viðskiptin á árinu sem er að líða! Gleðileg jól og farsælt komandi ár þökkum viðskiptin á árinu sem er að líða! foreldra og barna bjó vinnufólk og oft sjómenn á heimilum. Nóg var að gera fyrir vinnandi hendur og dagurinn langur. Elda þurfti og baka í kolaeldavél, þvo þvotta á bretti þar sem nýta þurfti vel hvern einasta vatnsdropa og kvölds og morgna þurfti að mjólka kýr og vinna úr mjólkinni. Margar kon- ur unnu við að vaska fi sk á vorin og var það oft erfi tt og kalsamt. Var fi skurinn síðan lagður í salt. Þegar vetrarvertíð lauk 11. maí voru íbúðarhús gjarnan gerð hrein hátt og lágt. Að því loknu var tímabært að setja niður kartöfl ur og höfðu fl estir skika í garði sínum til þess. Á sumrin var saltaði fi skurinn þurrk- aður á stakkstæðum víða í bænum og við það unnu margar konur. Á haustin var svo slátrað og var það verk kvenna að gera slátur og búa það til geymslu fyrir veturinn. Inn í þessa veröld steig Anna og undir sér vel á Háeyri og alla tíð voru kærleikar með henni og heimilis- fólkinu. Miklar framfarir áttu sér stað í Eyj- um á þessum tíma. Viðleitni var góð meðal ráðandi manna í þá átta að þrífa til í bænum og 1926 var lagt holræsi í Bárugötu en þar var áður opin forarrenna sem vall fram eins og lækur í leysingum. Í skýrslu Ólafs Lárussonar héraðslæknis árið 1926 kemur fram að heilsufar sé almennt gott þó hafi borið á barkabólgu, ein kona sé að ná sér af holdsveiki og berklaveiki sé útbreidd. Anna var hraust og naut lífsins. Hún sótti bíóhúsin en sýningar voru bæði í Nýja- og Gamla bíói. Svo var Kínaefexerinn þjóðfrægi til sölu hjá Gísla J. Johnsen og í Brynj- ólfsbúð fengust 18 tegundir af húðsápu. Jafnaldra sínum, Þórarni Magnús- syni sjómanni sem hét fullu nafni Þórarinn Sigurður Thorlacius og var fæddur 27. nóvember 1906 kynntist Anna eftir komu sína til Eyja og voru þau gefi n saman 12. september 1931, hann til heimilis að Litlu-Grund og hún ráðskona á sama stað. Þórarinn var sonur Margrétar Bjarnadóttur og Magn- úsar Þórðarsonar sem kenndur var við Skansinn. Á brúðarmyndinni heldur Anna brosandi um axlir bónda síns, klædd upphlut og svart hárið vandlega greitt undir húfuna. Svaramenn við hjónavígsluna voru Magnús Þórðarson Miðhúsum og Guðmundur á Háeyri. Anna og Þórarinn bjuggu í húsinu Stapa sín fyrstu hjúskaparár og þar fæddist Guðrún Ársæl, alltaf kölluð Ásta 1932. Árið 1933 eignuðust þau soninn Bergstein Theodór. Um það leyti keyptu þau húsið Eystri- Gjábakka. Í samtali við Ástu kom fram að Eystri-Gjábakki var aðeins tvö herbergi. Í eldhúsinu var kola- eldavél sem dugði til að hita þetta litla hús. Þann 12. nóvember 1939 var norska fl utningaskipið Bisp, sem var mikið í förum við Ísland, statt í Vestmannaeyjum og losaði kol. Þórarinn var harðduglegur sjó- maður og mun vonin um bættan fjárhag hafa ráðið því að hann réði sig á skipið. Ásta man vel þegar þau fylgdu honum til skips. Farangri hans var ekið á handvagni niður að höfninni þar sem skipið lá. Þar kvöddu þau hann og hún sá hann aldrei aftur. Hún var mikil pabbas- telpa og kveðjustundin var henni afar þungbær. Í norska blaðinu „Aftenposten" frá 17. febrúar 1940 er sagt frá því að „Bisp" sé talið af og þar á meðal fjórir Íslendingar; Guðmundur Eiríksson og Þórarinn S. Thorlasius Magnússon, báðir frá Vestmanna- eyjum, Haraldur Bjarnfreðsson frá Efri Steinsmýri í Meðallandi og Hreggviður Þorsteinsson frá Siglu- fi rði. Þegar ljóst var hvað gerst hafði og skipið talið af lagðist sorgin yfi r. Anna var örvilnuð. Hún fór með börnin upp á land til móður sinnar á Eyrarbakka. Þar dvaldi hún í nokkra mánuði og þar hóf Ásta sína skóla- göngu. Þura, móðursystir Ástu sem bjó í Kefl avík vildi svo gjarnan létta undir með systur sinni og úr varð að hún tók Ástu með sér til Kefl a- víkur. Kúta, en svo var bróðir Ástu alltaf kallaður, skildi móðir hennar aldrei við sig, „hann var alltaf litla barnið hennar mömmu“, sagði Ásta og brá fyrir klökkva í rödd hennar. Í nokkrar vikur var Ásta í Kefl avík og gekk þar í skóla. Svo hugði móðir hennar á heimferð og þau héldu aftur til Eyja og lífi ð hélt áfram í litla húsinu Eystri-Gjábakka. „Mamma breyttist eftir lát pabba, hún varð döpur og mátti ekki heyra á hann minnst án þess að tárfella“, sagði Ásta. „Fljótlega fór hún að vinna og vann meðal annars á spítalanum við að þvo þvotta. Hún vann í sólar- hring í einu. Þvotturinn var þveginn í bala og notast við þvottabretti.“ Ásta sagðist mikið hafa verið hjá Magnúsi föðurafa sínum á Skansin- um. Hún átti vinkonu sem stundum fékk að fara í bíó og eitt sinn vogaði hún sér í vinnuna til mömmu sinn- ar til að biðja um aura fyrir bióferð. Mamma hennar neitaði með svip sem sagði henni að slíka ósk skyldi hún ekki bera upp aftur. „Mamma saumaði og prjónaði öll föt á okkur Kúta meðan við vorum lítil“, sagði Ásta. Hún var fámælt og dul en Ásta man eftir vinkonu hennar, Betu frá Háeyri, annars var ekki margt um manninn hjá fjöl- skyldunni á Eystri-Gjábakka. Það var ekki auðvelt að vera ein með tvö börn í þá daga, eina vinnan var við þvotta og hrein- gerningar. Seinna vann Anna í Hraðfrystistöðinni, á elliheimilinu Skálholti og síðast á sjúkrahúsinu. Þetta voru erfi ð og slítandi störf en ekki var um annað að ræða því að í þá daga voru hvorki tryggingar né dagheimili fyrir börn. Ásta giftist íslenskum manni en þau hjónin skildu. Hún giftist aftur, norskum manni og býr nú í Nor- egi. Kúti fór ungur á sjóinn, harð- duglegur og fylginn sér. Reiðarslag dundi yfi r þegar hann slasaðist svo illa um borð í bát að taka þurfti af honum handlegginn. Eftir það seig á ógæfuhlið í lífi hans en móðir hans studdin hann allt til enda. „Hún var buguð af sorg við kistulagningu hans“, sagði Þórarinn Sigurðsson þegar hann minnist Önnu en Þór- arinn Sigurður Thorlacius, maður Önnu var móðurbróðir Þórarins og heitir hann eftir honum. „Hún var mér alltaf afar góð og ég man þegar hún heimsótti mömmu þá strauk hún okkur systkinum, mér og Margréti, mjúklega um vanga og brosti“, bætir hann við. Anna bjó að Eystri-Gjábakka fram að gosi en fl uttist þá í Hveragerði og bjó þar um tíma. Hún fl utti aftur til Eyja 1974 og keypti þá neðri hæð að Hásteinsvegi 22 og bjó þar með syni sínum þar til hann lést árið 1991. Anna naut útiveru og ferðalaga og þegar um hægðist í lífi hennar fór hún í ferðir til Noregs og ferð- aðist þar milli fegurstu staða landsins. Síðustu tvö árin dvaldist hún á elliheimilinu Hraunbúðum í Vestmannaeyjum við góða að- hlynningu. Hún var hæglát kona og æðrulaus, kvartaði aldrei en var alltaf tilbúin að hjálpa ef hún gat. Lífi ð fór ekki mjúkum höndum um Önnu Halldórsdóttir en hún stóð með reisn af sér erfi ðleika sem mættu henni á langri ævi. Hún lést 29. desember 1992, 86 ára að aldri. ...................................................................... Heimildaskrá: Þjóðskjalasafn Íslands (ÞÍ.) Kirknasafn: Stokkseyri BA 2. Prestsþjónustubók 1851-1889. / Stokkseyri BA 6. Prests- þjónustubók 1917-1932. / Torfastaðir BA 4. Prestsþjónustubók 1859-1895. / Torfa- staðir BA 6. Prestsþjónustubók 1896-1930. / Vestmannaeyjar BA 12. Prestsþjón- ustubók 1930-1936. / Villingaholt BA3. / Prestsþjónustubók 1861-1911. Manntöl: Árnessýsla. Manntal 1901. / Árnessýsla. Manntal 1910. / Viðtal: Ásta Þórarinsdóttir 3. apríl 2017. / Þórarinn Sigurðsson 23. ágúst 2017 / Prentaðar heimildir: Guðni Jónsson, Stokkseyringasaga, fyrra bindi. Reykjavík. 1960. / „Þrír Íslendingar farast með norsku skipi“, Morgunblaðið 27. febrúar 1940, bls. 3.Guðrún Ársæl, alltaf kölluð Ásta, ásamt Önnu móður sinni við húsgafl inn á Eystri-Gjábakka. Systkinin Margrét og Þórarinn Sigurður Sigurðarbörn ásamt Önnu á tröppunum við húsið Lágafell við Vestmannabraut. Þórarinn er skírður eftir eiginmanni Önnu, móðurbróður sínum.

x

Fylkir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fylkir
https://timarit.is/publication/878

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.