Fréttablaðið - 09.04.2019, Blaðsíða 1

Fréttablaðið - 09.04.2019, Blaðsíða 1
— M E S T L E S N A DAG B L A Ð Á Í S L A N D I * —8 4 . T Ö L U B L A Ð 1 9 . Á R G A N G U R Þ R I Ð J U D A G U R 9 . A P R Í L 2 0 1 9 Mikið úrval fyrir ferminguna Iceland Mini-pizzur 18 stk 799 KR/PK Iceland Eftirréttaplatti 64 stk 1399 KR/PK Iceland Vorrúllur með önd 10 stk 299 KR/PK Iceland Vatnsdeigskökur 599 KR/PK 12 stk Iceland Stórar tempura rækjur 799 KR/PK 16 stk Þingmenn Miðf lokksins mæltu harðlega gegn orkupakkanum á Alþingi í gær. Aðrir þingmenn sem tóku til máls snerust á sveif með utanríkisráðherra í málinu. FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR ARI SKEMMTANIR Hálfu ári eftir að árs- hátíð Stjórnarráðsins var frestað að undirlagi Katrínar Jakobsdóttur for- sætisráðherra og Lilju Alfreðsdóttur, mennta- og menningarmálaráð- herra, varð loksins af veislunni um helgina. Fréttablaðið greindi frá því í haust að hátíðin var blásin af vegna þess að tímasetning hennar þótti með ein- dæmum óheppileg. Til stóð að halda árshátíð- ina þann 6. október, á tíu ára afmæli íslenska ef na hag sh r u nsi ns . Sóttu 550 gestir hátíð- ina. Heildarkostn- aður  liggur ekki fyrir samkvæmt svari mennta- málaráðuneytisins sem annaðist skipulagninguna. – smj / sjá síðu 2 Loksins partí í Stjórnarráðinu STJÓRNMÁL „Það er mín eindregna skoðun að við höfum unnið heima- vinnuna okkar vel,“ sagði Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra þegar umræða um þriðja orkupakk- ann hófst á Alþingi í gær. Útlit er fyrir ítarlega umræðu um málið á Alþingi en nokkrum mínútum eftir að utanríkisráðherra steig í ræðustól höfðu á þriðja tug þingmanna sett sig á mælendaskrá. Þegar þingfundi var slitið laust fyrir klukkan átta í gærkvöldi voru enn 22 á mælendaskrá. Þingmenn Miðflokksins og Flokks fólksins hafa alla tíð lýst áhyggjum af málinu, fullveldi þjóðarinnar og stjórnarskránni. Nýstofnuð samtök opnuðu nýtt vefsvæði í gær þar sem skorað er á þingmenn að hafna orku- pakkanum. Þingmenn annarra flokka snerust hins vegar á sveif með utanríkisráð- herra í umræðunni í gær til að hrekja fullyrðingar um framsal valdheim- ilda umfram heimildir stjórnarskrár og meinta skyldu Íslands til að leggja sæstreng til Evrópu. Margir þingmenn eru fjarverandi vegna alþjóðastarfs þingsins, þeirra á meðal  Sigmundur Davíð Gunn- laugsson, formaður Miðflokksins. Þorsteinn Sæmundsson, þingmaður Miðflokksins, lét í ræðu sinni í gær að því liggja að tímasetning umræð- unnar hefði jafnvel verið ákveðin með fjarveru Sigmundar í huga. „Bara svo allir séu upplýstir um það þá var tímasetning þessarar umræðu ákveðin í samráði við for- ystumenn Miðflokksins og ég hafði sjálfur beina aðkomu að því,“ sagði Guðlaugur Þór Þórðarson utan- ríkisráðherra. Hann lýsti furðu yfir forgangsröðun formanns Miðflokks- ins í ljósi afstöðu hans til málsins en sjálfur þurfti utanríkisráðherra að senda varamann á fund sinn með Vladímír Pútín forseta Rússlands til að geta mælt fyrir innleiðingu orku- pakkans á þingi í gær. – aá / sjá síðu 4 Orkuátökin hafin á Alþingi Umræða um þriðja orkupakkann er hafin á Alþingi. Stuðningur við málið nær til flestra flokka á Al- þingi. Andstaða er í Miðflokknum og Flokki fólksins. Helsti andstæðingur málsins á þingi er í Katar. Bara svo allir séu upplýstir um það þá var tímasetning þessarar umræðu ákveðin í samráði við forystumenn Miðflokks- ins og ég hafði sjálfur beina aðkomu að því. Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra 0 9 -0 4 -2 0 1 9 0 8 :4 2 F B 0 3 2 s _ P 0 3 2 K .p 1 .p d f F B 0 3 2 s _ P 0 2 5 K .p 1 .p d f F B 0 3 2 s _ P 0 0 1 K .p 1 .p d f F B 0 3 2 s _ P 0 0 8 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 2 2 C 5 -1 5 3 C 2 2 C 5 -1 4 0 0 2 2 C 5 -1 2 C 4 2 2 C 5 -1 1 8 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 1 A F B 0 3 2 s _ 8 _ 4 _ 2 0 1 9 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.