Fréttablaðið - 09.04.2019, Qupperneq 6
ÍSRAEL Kosið er til ísraelska þings-
ins, Knesset, í dag. Benjamín Net-
anjahú forsætisráðherra freistar
þess að ná fimmta kjörtímabilinu í
embætti. Þótt f lokkur hans, Líkúd,
mælist ekki stærstur benda kann-
anir til að ríkisstjórnin haldi velli.
Annar Benjamín, fyrrverandi
hershöfðinginn Benny Gantz, leiðir
sameinað framboð frjálslyndra
flokka undir nafninu Kahol Lavan.
Sex af níu skoðanakönnunum dag-
ana 4. og 5. apríl benda til þess að
framboðið fái f lest sætiMeðaltal
kannana sýnir Kahol Lavan með
30 sæti af 120, Líkúd með 28.
Samanlagt mælist hægri blokkin
hins vegar með 63 til 66 sæti og
vinstri blokkin með 54 til 57 sæti.
Ísraelska blaðið Haaretz greindi
stöðuna sem svo að úrslitin þyrftu
að koma stórkostlega á óvart, og úr
samhengi við kannanir og söguna,
til þess að hægriflokkarnir myndu
ekki ná meirihluta og Gantz tæki
við forsætisráðuneytinu. Netanja-
hú þarf hins vegar að reiða sig á að
nokkrir smærri f lokkar skríði yfir
3,25 prósenta þröskuldinn og það
gæti mögulega skilað vinstri- og
miðjuflokkunum meirihluta.
Samkvæmt BBC gæti svo farið
að Moshe Feiglin og f lokkur hans,
Zehut, ráði úrslitum. Feiglin hefur
sagt að sér sé alveg sama hvort
Netanjahú eða Gantz verður for-
sætisráðherra. Zehut má flokka til
öfgaþjóðernishyggjuflokka. Feiglin
hefur til að mynda talað fyrir því að
Palestínumenn flytji í burtu af Gasa
og Vesturbakkanum og að sýnagóga
verði byggð á Musterishæðinni, reit
sem bæði múslimar og gyðingar
telja einn þann helgasta í heimi.
Forsætisráðherrann lofaði því
á sunnudag að innlima landtöku-
byggðir Vesturbakkanum inn í
Ísraelsríki ef hann nær endurkjöri.
Um 400.000 Gyðingar búa á Vestur-
bakkanum en um 2,5 milljónir Pal-
estínumanna. Sameinuðu þjóðirnar
álíta landtökubyggðirnar ólöglegar.
Með loforðinu gerir Netanjahú lík-
legra að f lokkarnir yst á íhalds-
vængnum styðji áframhaldandi
veru hans í forsætisráðuneytinu.
Kosningabaráttan hefur meðal
annars einkennst af umræðu um
spillingarákærur gegn Netanjahú.
Ríkissaksóknari segir að forsætis-
ráðherrann verði ákærður fyrir
meinta mútuþægni og fjársvik.
Líkúd hefur hins vegar kallað
eftir því að Gantz verði einnig rann-
sakaður fyrir spillingu. Líkúd-liðar
telja að fyrirtæki Gantz hafi gert
ólöglegan samning við lögreglu.
Kahol Lavan hafnar alfarið slíku;
Netanjahú sé sá sem standi til að
ákæra fyrir spillingu, ekki Gantz.
thorgnyr@frettabladid.is
BANDARÍKIN Donald Trump Banda-
ríkjaforseti ákvað í gær að f lokka
skyldi byltingarvarðasveitir íranska
hersins sem hryðjuverkasamtök.
Þetta er í fyrsta sinn, samkvæmt
Reuters, sem Bandaríkin f lokka
her annars sjálfstæðs ríkis á þann-
ig. Áður voru tugir hópa og einstakl-
inga innan sveitarinnar á svörtum
lista.
„Ef þú stundar viðskipti við bylt-
ingarvarðasveitirnar ert þú að fjár-
magna hryðjuverkastarfsemi,“ sagði
í tilkynningu frá forsetanum.
Sveitirnar voru stofnaðar stuttu
eftir írönsku byltinguna árið 1979.
Þær eiga að standa vörð um stjórn-
kerf i landsins og veita hinum
hefðbundna her ríkisins aðhald.
Samkvæmt BBC eru sveitirnar
nátengdar æðstaklerknum Ali
Khamenei og öðrum valdamönn-
um. Sveitirnar eru einnig veiga-
miklar í írönsku viðskiptalífi og
halda utan um stór styrktar félög.
Íranskir þingmenn samþykktu í
síðustu viku, þegar fjölmiðlar fjöll-
uðu fyrst um að von væri á þessari
ákvörðun Trumps, að svara í sömu
mynt. Seyed Jawad Sadatinejad,
einn þingmanna, sagði við ríkis-
fréttastofuna FARS á laugardag að
málið væri hið heimskulegasta.
Ef Íran svaraði í sömu mynt gætu
bandarískir hermenn á svæðinu
verið litnir sömu augum og liðs-
menn ISIS og al-Kaída. – þea
Kosningabaráttan hefur
meðal annars einkennst af
umræðu um spillingar
ákærur gegn Netanjahú.
RÚMENÍA Ion Iliescu, forseti Rúm-
eníu frá 1989 til 1996, hefur verið
ákærður fyrir glæpi gegn mann-
kyninu. Frá þessu greindi Reuters
í gær en ríkissaksóknari Rúmena
hefur að undanförnu rannsakað
glæpi sem eiga að hafa átt sér stað í
byltingu landsmanna gegn komm-
únismanum árið 1989.
Hundr uð vor u my r t þegar
Nicolae Ceausescu var steypt af
stóli í desember 1989 en Iliescu
hefur lýst sig saklausan af ásökun-
unum.
Iliescu á, samkvæmt saksóknara,
að hafa sett saman hóp byltingar-
sinna sem kom svo á ringulreið í
landinu og leiddi til þess að 862 létu
lífið og 2.150 særðust eftir að Ceau-
sescu var steypt af stóli. – þea
Ákærður vegna
víga í byltingu
Íranar svara
í sömu mynt
Donald Trump
Bandaríkja
forseti.
SAMGÖNGUR Bifreiðaeigendum
sem eiga ekki erindi á fjallvegi er
óhætt að skipta yfir á sumardekk.
Nagladekk eru óheimil frá og með
mánudeginum 15. apríl.
Vakthafandi sérfræðingur hjá
Veðurstofu Íslands segir enga
snjókomu í kortunum svo lengi
sem spárnar séu marktækar, eða
tíu daga fram í tímann. Enn sé
of snemmt að spá um veðrið yfir
páskana. Það sé þá helst þeir sem
eigi leið yfir fjallvegi um páskana
sem hefðu afsökun fyrir því að
skipta ekki út nöglunum.
Í gær var svokallaður grár dagur
í höfuðborginni þar sem svifryk fer
yfir heilsu verndar mörk í kringum
stórar um ferðar æðar. Sólarhrings-
heilsuverndarmörkin fyrir svifryk
eru 50 míkrógrömm á rúmmetra.
Gildin á Grensásvegi voru á bilinu
51-61 míkrógrömm á rúmmetra
eftir hádegi í gær. Svifryksmengun á
Akureyri var töluvert meiri, mæld-
ist styrkurinn 134 míkrógrömm
yfir hádegið í gær, nóttina á undan
var styrkurinn 123 míkrógrömm.
Kristín Lóa Ólafsdóttir, heil-
brigðisfulltrúi hjá Heilbrigðiseftir-
liti Reykjavíkur, segir skýr tengsl
á milli svifryks og nagladekkja.
„Það hefur verið sýnt fram á það að
naglarnir, þrátt fyrir að vera orðnir
miklu betri en þeir voru, tæta upp
malbikið. Naglarnir eru eins og
tætimaskína. Þó það geti verið
grófar agnir þá myljast þær niður
af öðrum dekkjum,“ segir Kristín
Lóa. Hvetur hún alla á nöglum
til að skipta yfir á sumardekk, eða
fara yfir á heilsársdekk. „Naglar eiga
kannski ekki heima innan borgar-
markanna.“
Strætó bauð fólki í gær frían dag-
spassa í Strætóappinu. Ekki liggur
fyrir hversu margir nýttu sér þetta
en meira en 1.400 notendur sóttu
sér appið í gær. „Það kom stökk í
niðurhali eftir að við sendum út
tilkynningu um hádegið á sunnu-
daginn, svo kom annað stórt stökk
um sjöleytið um morguninn,“ segir
Guðmundur Heiðar Helgason, upp-
lýsingafulltrúi Strætó.
Samkvæmt stjórnstöð Strætó var
marktækur munur á umferð síð-
degis í gær, lítið var um seinkanir,
þar á meðal á leið 14 sem lendir iðu-
lega í töfum síðdegis.
Samkvæmt talningu Heilbrigðis-
eftirlitsins frá því í mars voru
46 prósent ökutækja á negldum
dekkjum, sama hlutfall og í janúar.
Það er talsvert meira en oft áður, en
árið 2015 var hlutfallið 34 prósent.
Svo virðist sem borgarbúar trúi
því að snjókoman fyrir viku sé það
síðasta sem þeir sjái af vetrinum.
„Það er búið að vera vitlaust að
gera hjá okkur frá því á föstudag-
inn. Þá myndaðist löng röð. Það var
líka mikið að gera á laugardaginn,“
segir Aron Elfar Jónsson, rekstrar-
stjóri Sólningar á Smiðjuvegi.
Aron telur að verkstæðið hafi
náð að afgreiða um hundrað bíla
fyrri hluta dagsins í gær. Aðspurð-
ur hvernig ökumenn eigi að bera
sig að segir Aron að best sé að mæta
einfaldlega í röðina, best sé að þeir
sem þurfi að panta dekk geri það
þegar þeir mæti svo dekkin séu til-
búin þegar röðin kemur að þeim.
Nóg var að gera þegar ljósmynd-
ara bar að garði í gær. Aðspurður
hvað ökumenn ættu von á að þurfa
að bíða lengi segir Aron það yfir-
leitt ekki meira en hálftíma. „Við
vinnum ansi hratt.“
arib@frettabladid.is
Óhætt að fara á sumardekkin
Bíleigendum sem ekki eiga erindi á fjallvegi er óhætt að skipta yfir á sumardekk. Svifryksmengun var
yfir heilsuverndarmörkum í Reykjavík og á Akureyri í gær. Mikið er að gera á hjólbarðaverkstæðum.
Það er búið að vera
vitlaust að gera hjá
okkur frá því á föstudaginn.
Þá myndaðist löng röð.
Aron Elfar
Jónsson,
rekstrarstjóri
Sólningar á
Smiðjuvegi
Það var í nógu að snúast á dekkjaverkstæðinu Sólningu í gær þar sem um eitt hundrað bílar voru afgreiddir fyrri part dagsins. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK
Líkur á að Líkúd verði ekki stærstur en stýri líklega samt
Netanjahú sést hér einn á vinstra plakatinu en Gantz stendur fyrir framan
aðra leiðtoga Kahol Lavan á plakatinu til hægri. NORDICPHOTOS/AFP
9 . A P R Í L 2 0 1 9 Þ R I Ð J U D A G U R6 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
0
9
-0
4
-2
0
1
9
0
8
:4
2
F
B
0
3
2
s
_
P
0
3
0
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
3
2
s
_
P
0
2
7
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
3
2
s
_
P
0
0
3
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
3
2
s
_
P
0
0
6
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
2
2
C
5
-2
8
F
C
2
2
C
5
-2
7
C
0
2
2
C
5
-2
6
8
4
2
2
C
5
-2
5
4
8
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
3
A
F
B
0
3
2
s
_
8
_
4
_
2
0
1
9
C
M
Y
K