Fréttablaðið - 09.04.2019, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 09.04.2019, Blaðsíða 12
ÍR - Stjarnan 85-76 ÍR: Kevin Capers 32, Matthías Orri Sig- urðarson 20, Gerald Robinson 15, Sigurður Gunnar Þorsteinsson 12, Sigurkarl Róbert Jóhannesson 6. Stjarnan: Hlynur Elías Bæringsson 22, Ægir Þór Steinarsson 15, Antti Kanervo 12, Collin Anthony Pryor 11, Brandon Rozzell 9. Staðan í einvígi liðanna er jöfn 1-1 en liðin mætast í þriðja leik sínum á föstudaginn. Nýjast Domino’s-deild karla Haukar - Valur 20-24 Haukar: Berta Rut Harðardóttir 5, Karen Helga Díönudóttir 5, Maria Pereira 4, Hekla Rún Ámundadóttir 2, Ramune Pekarskyte 2. Valur: Anna Úrsúla Guðmundsdóttir 4, Sandra Erlingsdóttir 4, Íris Ásta Pétursdóttir 4, Ragnhildur Edda Þórðardóttir 3, Morgan Marie Þorkelsdóttir 3. Valur er þar með komið í 2-0 í baráttu liðanna um að komast í úrslitaeinvígið. Hafa þarf betur í þremur leikjum. ÍBV - Fram 29-34 ÍBV: Ester Óskarsdóttir 8, Arna Sif Páls- dóttir 6, Greta Kavaliuskaite 6, Sandra Dís Sigurðardóttir 3, Sunna Jónsdóttir 3. Fram: Ragnheiður Júlíusdóttir 13, Steinunn Björnsdóttir 7, Þórey Rósa Stefánsdóttir 6, Unnur Ómarsdóttir 3, Karen Knútsdóttir 2. Fram komst með þessum sigri 2-0 yfir í einvígi liðanna en vinna þarf þrjá til þess að komast í úrslitaviðureignina. Olís-deild kvenna Undanúrslit Undanúrslit Ég er vanur því að spila undir pressu og þannig líður mér best. Það hræðir mig ekkert að vera með boltann þegar mikið er undir. Martin Hermannsson Enska úrvalsdeildin Chelsea - West Ham 2-0 1-0 Eden Hazard (24.), 2-0 Eden Hazard (90.). KÖRFUBOLTI Martin Hermannsson og liðsfélagar hans hjá þýska liðinu Alba Berlin leika til úrslita í Evr- ópubikarnum í körfubolta en and- stæðingur liðsins þar er spænska liðið Valencia. Martin hefur leikið einkar vel á sínu fyrsta keppnis- tímabili með Berlínarliðinu en auk þess að vera komið í úrslit á þessum vettvangi tapaði liðið á sárgræti- legan hátt í úrslitaleik þýsku bikar- keppninnar fyrr á leiktíðinni og er í toppbaráttu í þýsku deildinni. Þetta er í annað skipti sem Alba Berlin fer í úrslit keppninnar en liðið laut í lægra haldi fyrir einmitt Valencia vorið 2010. Valencia er öllu reynslumeira á þessu sviði en þetta er sjötti úrslitaleikur spænska liðs- ins í keppninni. Liðið hefur þrisvar sinnum farið með sigur af hólmi og tvisvar tapað í úrslitum. Alba Berlin bætir upp fyrir reynsluleysið með því að hafa afar reynslumikinn mann í brúnni. Það er hinn 72 ára gamli Aito Garcia Reneses sem er í brúnni en hann hefur þjálfað marga af bestu leikmönnum Evrópu og Martin ber honum afar vel söguna. Segir hann mikinn kennara og hafsjó af fróð- leik um körfubolta. Þá sé hann snillingur í að stilla spennustigið rétt fyrir jafna, spennandi og mikil- væga leiki. Martin hefur blómstrað undir stjórn Reneses en hann hefur skipt sköpum í leikjum liðsins í vetur og sýnt stáltaugar á lokamín- útum í mikilvægum leikjum liðsins. Vegna forfalla í leikstjórnendasveit liðsins verður ábyrgðin, sem var mikil fyrir, enn meira á hans herð- um í komandi leikjum í baráttunni um Evrópubikarinn. „Það er auðvitað gríðarlega spenna sem fylgir því að fara í svona stóra leiki, en það er kannski það jákvæða við  mig að ég er lítið að pæla í því hversu umfangsmiklir og stórir þessir leikir eru. Fyrir mér er þetta bara eins og hver annar leikur og það er kannski ekki fyrr en eftir að ég spila svona leiki að ég fer að hugsa um hversu  þýðingarmiklir leikirnir eru. Ég er vanur  því að spila undir pressu og þannig líður mér best. Ég ákvað það strax og ég kom hingað að mig langaði til að bera ábyrgð á því að liðinu gengi vel og það hræðir mig ekkert að vera með boltann í  höndunum þegar mikið er undir og það sé undir mér komið  hvort að liðið vinni eða tapi,“ segir Martin sem frá unga aldri hefur verið í lykilhlut- verki í þeim liðum sem hann hefur leikið með. „Það hefur verið leitað til mín á ögurstundum í vetur og það er við- búið að ég verði í stóru hlutverki í leikjunum gegn Valencia. Það eru forföll í leikstjórnandastöðunni hjá okkur þar sem einn af þeim er meiddur og annar má ekki spila þar sem hann hefur spilað með öðru liði í Evrópubikarnum fyrr á leiktíð- inni. Ég fékk hvíld í deildarleiknum okkar um helgina til  þess að  búa mig undir það að spila í allt að 40 mínútur í þessum þremur leikjum. Það hefur verið mikið álag á okkur undanfarið en næstu daga getum við einbeitt okkur alfarið að leikj- unum við Valencia,“ segir hann um komandi verkefni en leikið verður í Valencia í dag, Berlín á föstudaginn og svo aftur í Valencia á mánudag- inn kemur ef þess þarf. „Ég mun þar af leiðandi vera í róteringunni bæði sem fyrsti leik- stjórnandi og í bakvarðasveitinni og ég hlakka mikið til að axla þessa miklu ábyrgð. Valencia er á svip- uðum stað og Malaga í  spænsku deildinni og við slógum  Malaga út í átta liða úrslitum keppninnar. Ég  held að þetta sé bara  50/50 leikur þar sem bæði lið eiga jafna möguleika á að vinna. Það var auð- vitað stefnan hjá okkur sjálfum að fara alla leið en við erum að koma öðrum á óvart með að vera komnir svona langt. Keppnin er mjög sterk að þessu sinni og ég er mjög stolt- ur af að eiga möguleika á að vinna hana,“ segir þessi hæfileikaríki Vesturbæingur sem getur bæst í hóp með fyrrverandi liðsfélaga sínum, Jóni Arnóri Stefánssyni, sem er eini Íslendingurinn sem hefur borið sigur úr býtum í keppninni.   „Það er mikil stemming fyrir þessum leikjum í Berlín og ég finn það vel hjá stuðningsmönnum okkar að það er spenna fyrir heimaleik num á föstudag inn kemur. Vonandi náum við að vinna í kvöld til þess að geta klárað þetta fyrir framan okkar fólk í höllinni okkar. Foreldrar mínir, systkini og systir mömmu verða á svæðinu í heimaleiknum okkar og þá hafa þó nokkrir Íslendingar sett sig í sam- band við mig með það í huga að fá miða á leikinn í Berlín,“ segir lands- liðsmaðurinn augljóslega spenntur. hjorvaro@frettabladid.is Rík ábyrgð á herðum Martins Martin Hermannsson verður í stóru hlutverki hjá Alba Berlin sem mætir Valencia í úrslitum Evrópubik- arsins í körfubolta. Einvígið hefst í dag en hafa þarf betur í tveimur leikjum til þess að hampa titlinum. Martin leikur í úrslitum Evrópubikarsins næstu daga. NORDICPHOTOS/GETTY FÓTBOLTI Íslenska kvennalands- liðið í knattspyrnu mætir Suður- Kóreu í öðrum vináttulands- leik liðanna á fjórum dögum ytra en íslenska liðið hafði betur 3-2 í viðureign liðanna  á laugardags- morguninn. Nú mætast liðin á nýjan leik á  Chuncheon Songam Stadium sem er glæsilegur leik- vangur og tekur um það bil 20.000 manns í sæti. Berglind Björg Þorvaldsdóttir, sem leikur sem lánsmaður frá Breiðabliki hjá hollenska liðinu PSV Eindhoven þessa stundina, kom íslenska liðinu tveimur mörk- um yfir á laugardaginn. Hún hefur nú skoraði fjögur mörk í þeim 38 landsleikjum sem hún hefur spilað.   Að sögn Jóns Þórs Haukssonar, þjálfara Íslands, var leikur liðsins helst til kaflaskiptur. Slæmur kafli í seinni hálf leik varð til þess að Suður-Kórea jafnaði metin. Það var svo Rakel Hönnudóttir, leik- maður Reading, sem skoraði sigur- mark íslenska liðsins en hún var að leika sinn 98. landsleik og skora átt- unda markið sitt þegar hún tryggði íslenskan sigur í leiknum.   Leiki Fanndís Friðriksdóttir, leik- maður Vals og framherji íslenska liðsins, í þessum leik verður hún áttundi leikmaðurinn til þess að leika  100 leiki eða f leiri fyrir Íslands hönd. Elísa Viðarsdóttir, Arna Sif Ásgrímsdóttir og Svava Rós Guð- mundsdóttir voru ekki með í fyrri leiknum en Jón Þór vonast til þess að Elísa og Arna Sif verði klárar í leikinn sem fram fer í dag. Hæpn- ara er hins vegar að Svava Rós verði búin að hrista af sér meiðsli sín. Jón Þór ýjaði svo að því að hann myndi gera nokkrar breytingar á byrjunarliðinu en hann sagðist í samtali við heimasíðu KSÍ vilja taka með sér jákvæða hluti úr fyrri leiknum, ná heilsteyptari leik í seinni leiknum og fá ferska fætur inn á völlinn. Suður-Kórea er að búa sig undir þátttöku liðsins á heimsmeistara- mótinu í sumar en  leikurinn er liður í undirbúningi Íslands fyrir fyrstu leiki sína í undankeppni EM 2021. Íslenska liðið hefur leik í und- ankeppninni  um mánaðamótin ágúst og september í haust en þá koma Ungverjaland og Slóvakía í heimsókn á Laugardalsvöllinn. Auk þessara liða eru Svíþjóð og Lettland í F-riðli undankeppninnar. – hó Ísland freistar þess að fylgja sigrinum eftir   Ísland hafði betur í fyrri leik liðanna 3-2 en það var þriðji sigurinn í fimm leikjum á þessu ári. Berglind skoraði tvö mörk fyrir Ísland á laugardaginn. NORDICPHOTOS/GETTY FÓTBOLTI Tottenham Hotspur og Manchester City munu gjörþekkja hvort annað þegar apríl rennur sitt skeið. Liðin mætast þrisvar sinnum í mánuðinum en fyrsta viðureignin er í kvöld þegar liðin mætast í fyrri leik sínum í átta liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í knatt- spyrnu karla. Liðin leiða saman hesta sína á nýjum heimavelli Tottenham Hotspur í kvöld. Eftir að rimma þeirra í Meistaradeildinni verður leidd til lykta mætast þau svo í deildinni. Bæði lið slógu þýsk lið úr leik í 16 liða úrslitunum en Tottenham Hotspur fór nokkuð öruggulega áfram í einvígi sínu við Borussia Dortmund og Manchester City gjörsigraði Schalke. Þá mætast Liverpool og Porto á Anfield en liðin mættust í 16 liða úrslitum keppninnar síðasta vor. Þá lagði Liverpool grunninn að því að komast áfram með 5-0 bursti í Porto. Að þessu sinni vann Porto Roma í 16 liða úrslitum og Liver- pool lagði Bayern München að velli á sama stað. – hó Porto-liðið á harma að hefna Mo Salah, leikmaður Liverpool. 9 . A P R Í L 2 0 1 9 Þ R I Ð J U D A G U R12 S P O R T ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð SPORT 0 9 -0 4 -2 0 1 9 0 8 :4 2 F B 0 3 2 s _ P 0 2 1 K .p 1 .p d f F B 0 3 2 s _ P 0 2 0 K .p 1 .p d f F B 0 3 2 s _ P 0 1 2 K .p 1 .p d f F B 0 3 2 s _ P 0 1 3 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 2 C 5 -3 7 C C 2 2 C 5 -3 6 9 0 2 2 C 5 -3 5 5 4 2 2 C 5 -3 4 1 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 4 B F B 0 3 2 s _ 8 _ 4 _ 2 0 1 9 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.