Fréttablaðið - 03.05.2019, Page 2

Fréttablaðið - 03.05.2019, Page 2
Veður Vægt næturfrost norðan og aust- an til. Snýst í suðlæga eða breyti- lega átt 3-8 í dag með lítils háttar skúrum á Suður- og Vesturlandi, en rofar smám saman til fyrir norðan og austan. Hiti víða 3 til 8 stig. SJÁ SÍÐU 18 Gæði og glæsileiki endalaust úrval af hágæða flísumFlísabúðin Stórhöfða 21 | s: 545 5500 | flis.is Gæði og glæs ileiki endalaust úrval af hágæ ða flísum Finndu okkur á facebook BORGARMÁL „Það hefur aldrei leikið neinn vafi á því að Secret Solstice mun fara fram í Laugardalnum í lok júní,“ segir Víkingur Heiðar Arnórs- son, framkvæmdastjóri tónlistarhá- tíðarinnar Secret Solstice. Nokkur óvissa hefur verið um afdrif hátíðarinnar vegna kröfu borgarinnar um að nýir eigendur greiði skuld fyrri eigenda upp á 10 milljónir, sagði Þórdís Lóa Þórhalls- dóttir, formaður borgarráðs, að ef skuldin verði ekki greidd muni hátíðin ekki fara fram. „Samtalið hófst við Reykjavíkur- borg síðasta haust, við fengum þau skilaboð frá borgaryfirvöldum í september að við mættum fara af stað með miðasölu ásamt skilyrðum borgarinnar. Í nóvember var fyrsta útgáfa af samningnum tilbúin. Nú er verið að klára nokkur formsatriði og verður gengið frá samningum á næsta fundi hjá borgarráði,“ segir Víkingur. „Þetta tekur allt sinn tíma. Við værum ekki að auglýsa hátíðina nema við vissum að hún færi fram.“ Þórdís Lóa vildi lítið tjá sig um málið. Málefni tónlistarhátíðarinn- ar voru ekki rædd á fundi borgar- ráðs í gær. „Við erum búin að vera í viðræðum og þær hafa bara gengið vel. Þegar þeim viðræðum lýkur þá munum við leggja málið fyrir í borgarráði.“ Guðrún B. Ágústsdóttir, f jöl- skylduráðgjafi hjá Foreldrahúsi, segir foreldra barna í vímuefna- neyslu hafa miklar áhyggjur af hátíðinni. „Þessir foreldrar eiga allir eitt kvíðaefni sameiginlegt, það er Secret Solstice. “ Hún seg ist ek k i get a sag t nákvæmlega hvers vegna Secret Solstice sker sig úr. „Einhverra hluta vegna virðist vera meira um vímu- efnanotkun unglinga þarna. Það er auðveldara fyrir þau að komast inn á svæðið. Það er stutt fyrir þau að fara, þetta er inni í Reykjavík,“ segir Guðrún. „Og einhverra hluta vegna tekst þeim ekki að halda nógu vel utan um eftirlitið. Börnum hefur verið hleypt þarna inn og þau getað keypt vímuefni.“ Víkingur segir allt gert til þess að stuðla að forvörnum og að lögum og reglum sé fylgt. „Gæslan okkar er betri en í Leifsstöð. Einnig verð- ur forvarnarstarfið í ár unnið náið með Reykjavíkurborg. Aðeins 11% af íbúum við Laugardalinn hafa eitt- hvað við hljómstyrk tónlistarinn- ar að athuga. Mikill áhugi hefur verið frá íbúum Laugardals fyrir sérstökum „nágrannamiðum“ sem segir okkur að flestir eru ánægðir.“ Hlustað sé á allar athugasemdir og búið sé að koma til móts við allar sem hægt er og núna í ár verði geng- ið enn harðar til verks. „Við verðum með sérstök áfengisarmbönd, þau eiga að tryggja að enginn undir 20 ára geti verslað á barnum. Svo verða mismunandi armbönd fyrir hvern dag til að gera fólki erfiðara fyrir að fá armband frá þriðja aðila.“ arib@frettabladid.is Enginn vafi að Secret Solstice fer fram í júní Framkvæmdastjóri tónlistarhátíðarinnar Secret Solstice segir að gengið verði frá samningum við Reykjavíkurborg á næsta fundi borgarráðs. Ráðgjafi hjá Foreldrahúsi segir foreldra barna í vímuefnaneyslu kvíða tónlistarhátíðinni. Fjöldi mætti á Secret Solstice í fyrra. Framkvæmdastjóri hátíðarinnar segir gæsluna í ár verða betri en í Leifsstöð. FRÉTTABLAÐIÐ/ÞÓRSTEINN SIGURÐSSON Við erum búin að vera í viðræðum og þær hafa bara gengið vel. Þegar þeim viðræðum lýkur þá munum við leggja málið fyrir í borgar- ráði. Þórdís Lóa Þór- hallsdóttir, formaður borgarráðs STJÓRNMÁL Ungliðahreyfing Mið- f lokksins var formlega stofnuð um liðna helgi. Karl Liljendal Hólmgeirsson, varaþingmaður f lokksins, var kjörinn formaður. Karl settist á þing fyrir f lokkinn síðasta sumar og varð þá yngsti þingmaður frá upphafi, 20 ára og 355 daga gamall. Nok k ur aðdragandi var að stofnun ungliðahreyfingarinnar, fyrst var auglýstur stofnfundur í október í fyrra og síðan aftur í mars. Karl segir núverandi stjórn vera til bráðabirgða fram að næsta landsþingi Miðf lokksins sem fer fram á næsta ári. Fram undan bíður stórt verk- efni. „Það þarf að koma félaginu af stað, fá f leiri til liðs við okkur og gera það sýnilegt. Ég ætla að byggja félagið upp til að það geti lifað til lengri tíma,“ segir Karl. „Við erum í góðu sambandi við stjórn f lokksins. Nú eru erfiðir tímar og við þurfum að sækja fram af dugnaði.“ – ab Karl leiðir unga Miðflokksmenn Pepsi Max-deild kvenna í knattspyrnu hófst í gær með fjórum leikjum. Í Árbænum mættu Kef lvíkingar í heimsókn. Fylkiskonur komust yfir á annarri mínútu en gestirnir jöfnuðu mínútu síðar. Hart var barist en Fylkir uppskar sigurmark í byrjun síðari hálf leiks FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK Barist í byrjun móts FJÖLMIÐLAR Landspítali varði um 4,6 milljónum króna í auglýsingar á samfélagsmiðlum í fyrra. Þetta kemur fram í svari heilbrigðisráð- herra við fyrirspurn Björns Levís Gunnarssonar á þingi. Deildarstjóri samskiptadeildar spítalans segir að með því að færa auglýsingar á samfélagsmiðla sparist um tíu milljónir króna árlega. Til samanburðar var samanlagður kostnaður Landlæknisembættis, Sjúkratrygginga Íslands, Heilsu- gæslu höfuðborgarsvæðisins, Lyfja- stofnunar og Heilbrigðisstofnunar Norðurlands einungis rúm ein millj- ón króna. „Útgjöld Landspítala til aug- lýsinga í samfélagsmiðlum eru ekki nema um 20 prósent af því sem útgjöldin voru áður til prentmiðla. Auglýsingar í rafrænum miðlum eru árangursríkari og skilvirkari. Þessi þróun snýst alfarið um fag- legri vinnubrögð og sparnað,“ segir Stefán Hrafn Hagalín, deildarstjóri samskiptadeildar Landspítala. Björn Leví spurði ráðherra hvort kaup á auglýsingum á erlendum samfélagsmiðlum samræmdust stefnu stjórnvalda um að ef la íslenska fjölmiðla. Heilbrigðisráð- herra svaraði því til að kaup á aug- lýsingum væru ekki leið til að efla íslenska fjölmiðla. „Til þess þurfi að fara aðrar leiðir sem hafi það tiltekna markmið, byggist á skýrri stefnu og feli í sér sanngirni og jafnræði.“ – sa Spara tíu milljónir LSH auglýsir fyrir 400 þúsund á mánuði á samfélagsmiðlum. 3 . M A Í 2 0 1 9 F Ö S T U D A G U R2 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð 0 3 -0 5 -2 0 1 9 0 8 :3 8 F B 0 3 2 s _ P 0 3 1 K .p 1 .p d f F B 0 3 2 s _ P 0 2 6 K .p 1 .p d f F B 0 3 2 s _ P 0 0 2 K .p 1 .p d f F B 0 3 2 s _ P 0 0 7 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 2 E B -D 2 3 4 2 2 E B -D 0 F 8 2 2 E B -C F B C 2 2 E B -C E 8 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 1 B F B 0 3 2 s _ 2 _ 5 _ 2 0 1 9 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.