Fréttablaðið - 03.05.2019, Síða 6

Fréttablaðið - 03.05.2019, Síða 6
Gunnar Jóhann neitar að hafa myrt hálfbróður sinn en játar aðild að dauða hans. LÖGREGLUMÁL Búið er að yfirheyra Gunnar Jóhann Gunnars son sem grunaður er um að hafa myrt hálf- bróður sinn, Gísla Þór Þórarins- son, á laugardagsmorgun í bænum Mehamn í Noregi. Í tilkynningu frá lögreglunni í Finnmörk í Nor- egi í gær segir að hann neiti sök í morði hálf bróður síns, en játi aðild að málinu. Þar kemur enn fremur fram að hinn Íslendingurinn sem sakaður er um aðild að morðinu hafi einn- ig verið yfirheyrður í gær og hann neiti allri sök í málinu, líkt og hann hefur gert frá upphafi. „Við erum búin að fá mynd af því sem gerðist á þeim tíma áður en morðið var framið. Við höfum yfir- heyrt vitni sem þekktu hinn látna og þann grunaða, eða sem voru með hinum grunuðu tímana áður. Við höfum einnig rætt við vitni sem geta lýst tengslum hins látna og þeirra grunuðu og hvernig þau voru aftur í tímann,“ segir Torstein Petter sen hjá lögreglunni í Finn- mörku. Búið er að yf irheyra um 40 manns í tengslum við morðið. Rannsókn er enn í fullum gangi og vinnur lögregla að því að kortleggja ferðir hinna grunuðu fyrir og eftir glæpinn og safnar frekari vitnis- burðum. Í yfirlýsingu lögreglu segir að komin sé mynd af atburðarásinni sem átti sér stað áður en morðið var framið. Þar kemur einnig fram að rannsókn á vettvangi sé lokið og að öll sýni hafi verið send til grein- ingar. Lögreglan hefur lagt hald á eitt skotvopn og bíður niðurstöðu rannsóknar sem mun sýna fram á hvort um morðvopnið sé að ræða. Þannig er fyrsta hluta rannsókn- ar lögreglu að ljúka og mun hún í framhaldinu einbeita sér að því að fá skýrari mynd af atburðarásinni. Í yfirlýsingunni  segir einnig að í framhaldi af því að fyrsta hluta sé lokið þurfi að takmarka upplýs- ingagjöf til almennings. – la Lögreglan í Noregi yfirheyrt Gunnar Jóhann og fjörutíu aðra í Mehamn Ársfundur 2019 Ársfundur Lífeyrissjóðs starfsmanna Reykjavíkurborgar verður haldinn þriðjudaginn 14. maí kl. 17.30 í húsakynnum Brúar lífeyrissjóðs að Sigtúni 42 í Reykjavík. Lífeyrissjóður starfsmanna Reykjavíkurborgar Bi rt m eð fy rir va ra u m p re nt vil lu r. Yfirlit yfir a omu ársins 2018 Breyting á hreinni eign í m.kr. 2018 2017 Iðgjöld 2.780 2.566 Lífeyrir -4.988 -4.446 Hreinar Šárfestingatekjur 4.561 4.671 Rekstrarkostnaður -200 -190 _________ ________ Breyting á hreinni eign 2.153 2.601 Hrein eign frá fyrra ári 76.662 74.061 _________ _________ Hrein eign til greiðslu lífeyris 78.815 76.662 _________ _________ Efnahagsreikningur í m.kr. Eignarhlutir í félögum og sjóðum 8.723 8.902 Skuldabréf 69.815 67.492 Bundnar bankainnstæður 0 60 Kröfur 182 217 Handbært fé 437 533 Ýmsar skuldir -342 -542 _________ _________ Hrein eign til greiðslu lífeyris 78.815 76.662 _________ _________ Kennitölur Nafnávöxtun 5,8% 6,1% Raunávöxtun 2,4% 4,3% Raunávöxtun 5 ára meðaltal 3,7% 4,0% Raunávöxtun 10 ára meðaltal 3,5% 3,5% Hrein eign umfram heildarskuldbindingar 19,8% 20,7% Virkir sjóðfélagar 343 392 Fjöldi lífeyrisþega 3.254 3.151 Sjóðfélagar í árslok 16.397 16.577 Á árinu 2018 greiddu að meðaltali 343 sjóðfélagar iðgjöld til sjóðsins og námu heildariðgjöld ársins 2.780 m.kr. með auka- framlagi launagreiðenda. Að meðaltali fengu 3.254 einstaklingar greiddan lífeyri frá sjóðnum og nam hann 4.988 m.kr. Rekstrarkostnaður ársins var um 200 m.kr. Hreinar Šárfestinga- tekjur ársins voru 4.561 m.kr. Nafnávöxtun sjóðsins var 5,8% en raunávöxtun 2,4%. Hrein eign til greiðslu lífeyris hækkaði um 2.152 m.kr. á árinu og nam 78.815 m.kr. í árslok. Tryggingafræðileg athugun sjóðsins sýnir að heildareignir sjóðsins umfram heildarskuldbindingar eru um 21.143 m.kr. Enginn starfsmaður var á launaskrá hjá sjóðnum, en Brú lífeyrissjóður hefur annast rekstur sjóðsins frá 1998. Allir sjóðfélagar, fulltrúar launagreiðenda og viðkomandi sté©arfélaga eiga ré© til fundarsetu á ársfundinum. Sjóðfélagar eru hva©ir til að mæta á fundinn. Reykjavík, 12. apríl 2019 Stjórn Lífeyrissjóðs starfsmanna Reykjavíkurborgar Í stjórn sjóðsins sitja: Þórdís Lóa Þórhallsdó©ir, formaður stjórnar, Ása Clausen, Janus Arn Guðmundsson, Rannveig Ernudó©ir og Þorgrímur Hallgrímsson Framkvæmdastjóri: Gerður Guðjónsdó©ir Dagskrá 1. Skýrsla stjórnar 2. Ársreikningur 2018 3. Tryggingafræðileg athugun 4. Fjárfestingastefna sjóðsins kynnt 5. Tilnefning stjórnarmanna og varamanna 6. Kynning á breytingum samþykkta sjóðsins 7. Önnur mál DÓMSMÁL Búast má við að réttar- höldum í lagastuldarmáli vegna laganna Söknuðar og You Raise Me Up verði ekki lokið fyrr en eftir um eitt ár. Lögmenn fyrirtækja sem Jóhann Helgason hefur stefnt segja bæði lögin byggja á sömu gömlu tónsmíðunum, sérstaklega  írska þjóðlaginu Danny Boy.  Þetta segir í skjali sem lagt var fyrir alríkisdómstól í Los Angeles fyrir viku. Um er að ræða sameigin- legt skjal þar sem lögmaður Jóhanns Helgasonar annars vegar og lög- menn ýmissa stórfyrirtækja sem Jóhann hefur stefnt hins vegar fara yfir meginsjónarmið sín í málinu. Eins og fram hefur komið hefur Jóhann Helgason stefnt norska lagahöfundinum Rolf Løvland og stórfyrirtækjum á borð við Warner, Universal, Apple og Spotify vegna meints stuldar á laginu Söknuði frá árinu 1977. Það hafi verið gert með laginu You Raise Me Up sem fyrst kom út 2001. Vegna fyrningarreglna kemur fram að Jóhann fer ekki fram á hlutdeild í tekjum sem sköpuðust vegna You Raise Me Up nema þrjú ár aftur í tímann frá því stefna var lögð fram 29. nóvember síðastlið- inn. Ofan á þetta gerir Jóhann hins vegar kröfu um bætur. Lögmenn fyrirtækjanna segjast munu skila inn yfirliti yfir tekjur sem You Raise Me Up skilað frá og með 29. nóvem- ber 2015. Þau Ava Badiee, Barry I. Slotnick og Tal E. Dickstein, lögmenn sem fara með málið fyrir hönd Univer- sal, Warner Bros, UMG Recordings og Peermusic, Ltd., segja það ekki koma sér á óvart að Jóhann hafi ekki sett fram stefnu í málinu öll þau ár sem liðin séu frá því You Raise Me Up náði heimsfrægð í flutningi Josh Groban árið 2003. Þau litlu tón- listarlegu líkindi sem séu með lög- unum tveimur megi einnig finna í vinsælum lögum sem séu eldri en bæði umrædd lög, sérstaklega í írska þjóðlaginu Danny Boy. „Greining tónlist arsér f ræð- ings staðfestir, í ljósi þess hversu aðgengileg eldri lög eru, að stefn- andi [Jóhann] getur ekki komist nálægt því að sýna fram á markverð líkindi,“ segja lögmennirnir. „Jafn- vel þótt stefnandi gæti sýnt fram á að Løvland hafi einhvern tíma heyrt Söknuð þá væri það ekki nóg til að setja fram kröfu um lagastuld þegar markverð líkindi eru ekki fyrir hendi.“ Í þessu ljósi boða Badiee, Slotnick og Dickstein kröfu um frávísun en lögmenn beggja aðila eiga að mæta fyrir dómara í Los Angeles eftir viku eða í framhaldi af því. Þau segja að kostnaðarsamt og tímafrekt yrði að að komast að því hvort Løvland hafi haft aðgang að Söknuði og hvort um sjálfstæð sköpunarverk væri að ræða og fullyrða að hvorugt þessara atriða ætti að hafa áhrif á ákvörðun um að vísa málinu frá. Þá setja lögmenn fyrirtækjanna fram efasemdir um lagið Söknuð. Segja þeir Jóhann „halda því fram“ að hann hafi samið Söknuð sem „hafi að sögn“ komið út á Íslandi árið 1977. Fram kemur í skjalinu að ekki hafi tekist að birta Rolf Løvland sjálfum stefnuna. Lögmaður Jóhanns segir Løvland í tvígang hafa endursent stefnuna óundirritaða. Unnið sé að því að stefna Norðmanninum sam- kvæmt alþjóðlegum samningum. Því eigi að vera lokið í síðasta lagi 26. júní næstkomandi. Samkvæmt skjalinu hafa lög- mennirnir rætt möguleikann á sátt í málinu. „Aðilarnir hafa átt forvið- ræður um sátt sem ekki báru ávöxt,“ segir um þetta atriði. Verði af frek- ari sáttaviðræðum kjósi þeir að ráða einkamálamiðlara til að taka þátt í þeim. Þann tíunda maí eiga fulltrúar málsaðilanna að mæta fyrir Andre Birotte Jr. dómara til að ákveða dagskrá málsins í framhaldinu. Lögmaður Jóhanns gerir fyrir sitt leyti kröfu um að málið verði rekið frammi fyrir kviðdómi. Miðað við tímaáætlun í margnefndu skjali verður málið ekki til lykta leitt fyrr en eftir eitt ár með réttarhöldum sem gætu tekið fimm til sjö daga. Verði af réttarhöldunum boða báðir aðilar að þeir muni kalla til að minnsta kosti sjö vitni. Lög- maður Jóhanns tilgreinir íslenska tónlistarmenn og útvarpsfólk sem hefur haft kynni af Rolf Løvland eða talið er geta varpað ljósi á það hvernig Løvland gæti hafa komist í snertingu við lagið Söknuð á sínum tíma, meðal annars í heimsóknum og vinnuferðum á Íslandi. Meðal þeirra sem eru sérstaklega nefndir á vitnalistanum af hálfu lögmanns Jóhanns er írska söng- konan og fiðuleikarinn Fionnuala Sherry, meðlimur Secret Garden, hljómsveitar Løvlands. gar@frettabladid.is Dregið í efa að Jóhann hafi samið Söknuð Lögmenn fyrirtækja sem Jóhann Helgason stefnir í Bandaríkjunum vegna meints stuldar á laginu Söknuði með útgáfu á laginu You Raise Me Up segja bæði lögin byggð á írska þjóðlaginu Danny Boy og boða kröfu um frávísun. Alríkisdómstóllinn í miðbæ Los Angeles í Kaliforníu. MYND/GOOGLE STREETVIEW Fionnuala Sherry, samstarfsmaður Rolfs Løvland, er á vitnalistanum. MYND/WIKIPEDIA 3 . M A Í 2 0 1 9 F Ö S T U D A G U R6 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð 0 3 -0 5 -2 0 1 9 0 8 :3 8 F B 0 3 2 s _ P 0 3 0 K .p 1 .p d f F B 0 3 2 s _ P 0 2 7 K .p 1 .p d f F B 0 3 2 s _ P 0 0 3 K .p 1 .p d f F B 0 3 2 s _ P 0 0 6 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 2 E B -E 1 0 4 2 2 E B -D F C 8 2 2 E B -D E 8 C 2 2 E B -D D 5 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 3 A F B 0 3 2 s _ 2 _ 5 _ 2 0 1 9 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.