Fréttablaðið - 03.05.2019, Side 8

Fréttablaðið - 03.05.2019, Side 8
Skipið sem um ræðir er í eigu Vísindakirkjunnar en hún hefur ekki viljað tjá sig um málið. VENESÚELA Nicolás Maduro, for- seti Venesúela, birtist í gær í venesúelsku sjónvarpi með valda- mestu mönnum hersins og reyndi þannig að hrekja fullyrðingar Bandaríkjamanna um  að það styttist í að herstjórar myndu snúast gegn honum. Tímasetningin er væntanlega engin tilviljum. Fyrr í vikunni birti Juan Guaidó, forseti þingsins og samkvæmt þinginu starfandi forseti, myndband með herfor- ingjum þar sem hann sást með einkennisklæddum hermönnum fyrir utan La Carlota-herstöðina í höfuðborginni Karakas. Guaidó sagði að hermenn hefðu svarað kalli stjórnarandstöð- unnar og sagði að gærdagurinn markaði „endalok valdaráns“ Maduro en þingið telur hann hafa svindlað í forsetakosningum síð- asta árs og því ekki réttkjörinn. Maduro hafnar þessu og álítur þingið valdalaust eftir stofnun stjórnlaga ráðs sem er einvörð- ungu skipað samf lokksmönnum Maduro. Maduro birti sömuleiðis ávarp á samfélagsmiðlum í gær. Þar sagði hann að herinn stæði saman, þétt við bakið á forsetanum. Þetta stangast á við greiningu Elliotts Abrams, erindreka Banda- ríkjanna í Venesúela. Bandaríkja- menn álíta Guaidó réttmætan, starfandi forseta en Abrams telur að Maduro geti ekki treyst her- stjórum. „Jafnvel ef þeir segjast ætla að halda tryggð við forsetann getur hann ekki treyst þeim,“ sagði erindrekinn en aðrir banda- rískir embættismenn hafa fullyrt að æðsta yfirstjórn hersins hafi átt í viðræðum við bæði hæstarétt og fulltrúa Guaidó að undanförnu um afsögn Maduro. – þea Maduro sýnir styrk sinn með herinn sér við hlið Maduro í útsendingunni sem sýnd var í gær. NORDICPHOTOS/AFP BRETLAND Julian Assange, stofnandi WikiLeaks, mætti fyrir dóm í gær þar sem beiðni Bandaríkjastjórnar um framsal hans frá Bretlandi var til umræðu. Assange sagðist ekki vilja vera framseldur. „Ég er blaðamaður sem hefur unnið til fjölmargra verð- launa og verndað fjölmarga,“ sagði hann. Saksóknarar í Bandaríkjunum hafa ákært Assange fyrir samsæri um að fremja stafrænan glæp og á hann yfir höfði sér fimm ára fang- elsisdóm verði hann sakfelldur, að sögn bandaríska dómsmálaráðu- neytisins. „Þessi ákæra snýst um einn stærsta þjófnað leyniskjala í sögu Bandaríkjanna,“ hafði Reuters eftir Ben Brandon, lögmanni banda- ríska ríkisins. Hann sagði málið snúast um meint samráð Assange við Chelsea Manning. Árið 2010 starfaði Manning við greiningu upplýsinga fyrir banda- ríska herinn og tók ólögleg afrit af 90.000 skjölum sem tengdust stríð- inu í Afganistan, 400.000 sem tengd- ust Íraksstríðinu, 800 um fanga í Guantanamo og 250.000 skjölum bandarískra erindreka. Stærstur hluti þessara skjala var síðar birtur á WikiLeaks. Að sögn Brandons áttu Mann- ing og Assange í stafrænum sam- skiptum um að brjóta upp læstan gagnagrunn og þannig komast yfir leyniskjöl. Það er hinn meinti glæpur Assange. Jennifer Robinson, lögmaður Ass- ange, sagði að málið snerist ekki um tölvuhökkun. „Þetta mál snýst um blaðamann og útgefanda sem átti í samræðum við heimildarmann um aðgengi að upplýsingum. Blaða- mann sem hvatti heimildarmann sinn til þess að verða sér úti um efni og um það hvernig hægt væri að tryggja nafnleynd heimildar- mannsins. Þetta er verndað athæfi sem blaðamenn stunda daglega.“ Manning var sjálf í varðhaldi frá 2010 en dæmd í 35 ára fangelsi fyrir njósnir árið 2013. Hún sat inni í tæp sjö ár áður en Barack Obama forseti fyrirskipaði að leysa hana úr haldi. Hlé var í gær gert á meðferð máls- ins. Reuters hafði eftir Michael Snow dómara að mánuðir væru þangað til niðurstaða fengist í málinu. Hins vegar er búið að dæma í máli breska ríkisins gegn Assange. Hann var á miðvikudag dæmdur í fimmtíu vikna fangelsi fyrir að hafa brotið gegn skilmálum lausnar gegn trygg- ingu. Assange var sakfelldur fyrir að hafa flúið í ekvadorska sendiráðið og sótt þar um pólitískt hæli til þess að forðast framsal til Svíþjóðar þar sem hann var sakaður um kyn- ferðislegt of beldi. Hinn ástralski Assange dvaldi í sendiráðinu í sjö ár áður en honum var úthýst í apríl síðastliðnum. Kristinn Hrafnsson, ritstjóri WikiLeaks, var staddur fyrir utan dómhúsið á miðvikudag. „Þetta er er spurning um líf eða dauða fyrir Assange. Þetta er einnig spurning um líf eða dauða fyrir grundvallar- gildi blaðamennsku,“ sagði ritstjór- inn við blaðamenn á staðnum. Ef Assange verður framseldur til Bandaríkjanna er ekki loku fyrir það skotið að bandarísk stjórnvöld ákæri hann fyrir fleiri meinta glæpi, samkvæmt lögfróðum sérfræðing- um sem The New York Times ræddi við. Þá er ekki heldur ómögulegt að rannsókn á máli Assange í Svíþjóð verði tekin upp á nýjan leik. thorgnyr@frettabladid.is Assange sagðist hafa verndað marga er hann kom fyrir dóm Stofnandi WikiLeaks leggst alfarið gegn framsali til Bandaríkjanna. Lögmaður bandaríska ríkisins segir málið snúast um einn stærsta þjófnað leyniskjala í bandarískri sögu. Lögmaður Assange segir málið hins vegar snúast um verndaða starfshætti blaðamanna. Assange gæti verið ákærður fyrir fleiri meinta glæpi. Þetta er ekki Assange sjálfur heldur kínverski listamaðurinn Ai Weiwei sem styður Ástralann. NORDICPHOTOS/AFP Ég er blaðamaður sem hefur unnið til fjölmargra verðlauna og verndað fjölmarga. Julian Assange, stofnandi WikiLeaks Þessi ákæra snýst um einn stærsta þjófnað leyniskjala í sögu Bandaríkjanna. Ben Brandon, lögmaður bandaríska ríkisins BANDARÍKIN Demókratar í fulltrúa- deild bandaríska þingsins, sem eru í meirihluta, kölluðu í gær eftir því að þingið lýsti því yfir að William P. Barr dómsmálaráðherra hefði sýnt þing- inu lítilsvirðingu með því að mæta hvorki fyrir dómsmálanefnd fulltrúa- deildarinnar til að svara spurningum né afhenda óritskoðaða skýrslu um rannsókn Roberts Mueller, sérstaks saksóknara, á Rússa málinu fyrir til- skilinn skilafrest. Samkvæmt The New York Times vakti bréf Muellers til dómsmálaráð- herrans, þar sem hann sagði að Barr hafi ekki sagt rétt frá niðurstöðum rannsóknarinnar um hvort Donald Trump forseti hafi hindrað fram- gang réttvísinnar, reiði Demókrata. Barr sagði í tvígang við þingnefndir að hann vissi ekki af neinni óánægju Muellers með minnisblaðið. „Það alvarlega í þessu máli er að dómsmálaráðherra Bandaríkjanna sagði fulltrúadeild bandaríska þingsins ósatt,“ sagði Nancy Pelosi, demókrati og forseti fulltrúadeildar- innar, við blaðamenn í gær og bætti því við að slíkt væri ólöglegt. Kerri Kupec, upplýsingafull- trúi ráðuneytisins, var ósammála túlkun Pelosi. „Tilhæfulausar ásak- anir Pelosi forseta á hendur dóms- málaráðherranum eru alvarlegar, óábyrgar og rangar.“ – þea Demókratar í hart gegn Barr MAROKKÓ Réttarhöld hófust í gær yfir 24 einstaklingum í Marokkó sem sakaðir eru um að stofna hryðjuverkasellu og að leggja á ráðin um að myrða þær Louisu Vester ager Jespersen, 24 ára Dana, og Maren Ueland, 28 ára Norð- mann, í Atlasfjöllum í desember síðastliðnum. Þrír sakborningar eru sérstaklega sakaðir um að hafa svarið hryðju- verkasamtökunum sem kenna sig við Íslamskt ríki hollustueið og að hafa framið morðin. Þeir eiga yfir höfði sér dauðarefsingu. Samkvæmt breska ríkisútvarpinu samþykktu Marokkómenn tíma- bundið að hætta aftökum árið 1993 og er sú samþykkt enn í gildi þótt af og til falli dauðadómar. Hins vegar hefur nokkur fjöldi undirskrifta- safnana farið af stað að undanförnu þar sem þess er krafist að sakborn- ingarnir þrír verði teknir af lífi verði þeir sakfelldir. – þea Réttarhöldin hafin í Marokkó Fórnarlömbin. NORDICPHOTOS/AFP William P. Barr dómsmála­ ráðherra SANKTI LÚSÍA Bandarískt skemmti- ferðaskip var sett í sóttkví á eyrík- inu Sankti Lúsíu í Karíbahafi í gær eftir að tilkynnt var um mislinga- tilfelli um borð. Frá þessu greindi Merlene Fredericks James, land- læknir á Sankti Lúsíu, í tilkynn- ingu sem hún birti á myndbanda- veitunni YouTube í gær. James sagði að aðrir möguleikar hafi ekki verið á borðinu eftir að tvær tilkynningar bárust um smitið þar sem mislingar eru bráð- smitandi. „Ein sýkt manneskja getur auðveldlega smitað aðra með því að hnerra, hósta eða skilja eftir svita einhvers staðar. Þann- ig að hættan á frekara smiti olli því að okkur þótti skynsamlegast að ákveða að leyfa engum að fara frá borði eins og stendur,“ sagði læknirinn. Bandaríski fréttamiðillinn NBC News hafði eftir landhelgisgæslu á Sankti Lúsíu að skipið væri starf- rækt af og í eigu Vísindakirkjunnar. Skipið var sagt heita Freewinds og á að vera með um 300 farþega innanborðs. Þetta rímar við það sem sjá mátti á vefsíðunni Marine- Traffic.com í gærkvöldi. Vísinda- kirkjan hafði hvorki sent frá sér yfirlýsingu um málið né tjáð sig um það með öðrum hætti þegar Frétta- blaðið fór í prentun. Að sögn James staðfesti skips- læknirinn að sjúklingurinn hefði ekki yfirgefið skipið og því ekki smitað neinn á eyjunni. Aukin- heldur sagði James að mislinga- sjúklingurinn væri ekki í lífshættu vegna sjúkdómsins. – þea Skemmtiferðaskip í sóttkví vegna mislingasmits 3 . M A Í 2 0 1 9 F Ö S T U D A G U R8 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð 0 3 -0 5 -2 0 1 9 0 8 :3 8 F B 0 3 2 s _ P 0 3 2 K .p 1 .p d f F B 0 3 2 s _ P 0 2 5 K .p 1 .p d f F B 0 3 2 s _ P 0 0 1 K .p 1 .p d f F B 0 3 2 s _ P 0 0 8 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 2 E B -C D 4 4 2 2 E B -C C 0 8 2 2 E B -C A C C 2 2 E B -C 9 9 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 1 A F B 0 3 2 s _ 2 _ 5 _ 2 0 1 9 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.