Fréttablaðið - 06.05.2019, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 06.05.2019, Blaðsíða 8
Í því erindi óskar Hveragerði eftir því að land sem hingað til hefur tilheyrt Sveitarfélaginu Ölfusi verði afhent Hvera- gerði. Bæjarráð Ölfuss Bremsutilboð! Hraðþjónusta! Það er mikilvægt öryggisatriði að hafa bremsurnar á bílnum í lagi. HEKLA leggur sitt af mörkum til að tryggja öryggi ökumanna þegar ekið er inn í sumarið og býður 15% afslátt af bremsuvarahlutum og 10% afslátt af vinnu. Bókaðu tíma hjá HEKLU í síma 590 5000 eða renndu við. Hlökkum til að sjá þig! Við bjóðum upp á hraðþjónustu fyrir allar minniháttar viðgerðir og skoðanir þar sem þú einfaldlega rennur við á Laugavegi og bíður á meðan við athugum málið. 15% afslátturaf bremsuvarahlutumog 10% afsláttur af vinnu! HEKLA · Laugavegi 170-174 · Reykjavík · Sími 590 5000 · www.hekla.is/timabokanir Engar tímapantanir! SVEITARSTJÓRNIR „Bæjarráð vill fullyrða að hagsmunir íbúa séu ekki hafðir að leiðarljósi þegar jafn afdráttarlaust er hafnað beiðni um viðræður um breytingu á sveitar­ félagamörkum og hér hefur verið gert,“ segir í bókun bæjarráðs Hveragerðis vegna ákvörðunar bæjarráðs Ölfuss um að hafna við­ ræðum um færslu á mörkum sveitar­ félaganna. Hveragerði er umlukt Sveitar­ félaginu Ölfusi sem meðal annars allt land austan Varmár tilheyrir. Ósk Hvergerðinga er sú að spilda austan bæjarins, handan Varmár og að fjallsrótum, verði færð undir lög­ sögu þeirra. Í bókun bæjarráðs Hveragerðis kemur fram að erindi um viðræður um breytinguna á mörkum sveitar­ félaganna hafi upphaf lega verið sent árið 2015. Lýsti bæjarráðið yfir miklum vonbrigðum með afstöðu bæjarfulltrúa í Ölfusi við beiðninni. „Það getur aldrei verið slæmt að ræða málin með það að markmiði að ná niðurstöðu sem allir geta sætt sig við. Það hafa bæjarfulltrúar Hveragerðisbæjar ítrekað gert þegar kemur að því að veita íbúum í dreif­ býli Ölfuss þjónustu,“ segir í bókun bæjarráðs. Nærtækast sé að rifja upp gerð samkomulags um að börnum í dreifbýli Ölfuss bjóðist leikskóla­ pláss á leikskólum bæjarins til jafns við Hvergerðinga. „Slíkt samkomu­ lag var gert því hagsmunir íbúa voru hafðir að leiðarljósi.“ Af þessum sökum segjast Hver­ gerðingar enn óska eftir endurupp­ töku á málinu í sveitarstjórn Ölfuss „með það fyrir augum að farsæl lausn finnist sem fyrst“. Bæjarráð Ölfuss segir í svari að í erindi frá í maí 2016 hafi Hvera­ gerði óskað „eftir því að land sem hingað til hefur tilheyrt Sveitarfélag­ inu Ölfusi verði afhent Hveragerði“. Minnt er á að sams konar erindi hafi verið rætt á fundi  bæjarstjórnar Ölfuss í júní 2015. „Þar fékk málið þá afgreiðslu að miðað við þau gögn og forsendur sem fyrir lágu sæi bæjarstjórn ekki möguleika á að því að verða við því. Bæjarstjórn ítrekaði vilja til áfram­ haldandi góðs samstarfs og sá ekki núverandi sveitarfélagamörk koma í veg fyrir það,“ segir bæjarráðið sem kveður ekkert nýtt hafa komið fram sem kalli á endurskoðun á þessari afstöðu. gar@frettabladid.is Ölfus hafnar að gefa Hveragerði eftir land Land austan Varmár færist ekki úr lögsögu Ölfuss til Hveragerðis. Hagsmunir íbúa eru ekki hafðir að leiðarljósi segja Hvergerðingar. Ölfus segir núverandi sveitarfélagamörk ekki eiga að koma í veg fyrir áframhaldandi gott samstarf. Land austan Hveragerðis, handan Varmár, heyrir undir lögsögu Ölfuss sem vill halda því þannig. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Aldís Hafsteins- dóttir, bæjar- stjóri Hvera- gerðis. Elliði Vignis- son, bæjarstjóri Ölfuss. ÍSRAEL Hörðustu átök Ísraelsmanna og Palestínumanna í fimm ár hafa brotist út á Gaza­ströndinni síðustu daga. Benjamín Netanjahú, forsætis­ ráðherra Ísraels, sagði í gær að hann hefði fyrirskipað stórsókn gegn því sem hann kallar hryðjuverkaógn á Gaza­ströndinni. Um 20 Palestínumenn og 4 Ísra­ elar hafa fallið í átökunum síðustu daga og hundruð eru særð. Palest­ ínumenn hafa samkvæmt frétta­ f lutningi af svæðinu og tilkynn­ ingum ísraelskra stjórnvalda reynt að skjóta rúmlega 500 eldflaugum að Ísraelum síðustu daga. Palestínsk heilbrigðisyfirvöld segja tvær barnshafandi konur og tvö ung börn hafa fallið í árás ísra­ elska hersins í gær. Ísraelski herinn neitaði hins vegar að hafa verið valdur að dauða einnar þungaðrar konu og barns hennar. Taldi herinn að palestínsk eldflaug hefði geigað og drepið mæðgurnar. Antonio Guterres, aðalritari Sam­ einuðu þjóðanna, sagði þróunina sorglega og hafði „þungar áhyggjur“ af stöðu mála. Einnig taldi hann hættu á frekari neikvæðri þróun á svæðinu með meira mannfalli í aðdraganda Ramadan, hins heilaga mánaðar múhameðstrúarmanna. Ísraelar kenna Hamas venjulega um hernaðarátök á svæðinu og telja að þeirra sé sökin á átökum á svæðinu. Hins vegar hafa þeir einnig kennt annarri fjölmennri hreyfingu, herskáum múhameðstrúarmönn­ um (PIJ), um átökin á svæðinu nú. Benjamín Netanjahú hélt rúmlega fjögurra klukkustunda neyðarríkis­ stjórnarfund í gær þar sem hann bað yfirmenn hersins að auka við herafla sinn og koma f leiri skrið­ drekum á svæðið umhverfis Gaza og að vera tilbúnir fyrir næsta stig. „Hamas bera ábyrgð, ekki bara á eigin árásum heldur bera þeir einn­ ig ábyrgð á aðgerðum herskárra múhameðstrúarmanna og munu þeir gjalda það dýru verði,“ segði ísraelski forsætisráðherrann í gær. Árásir Ísraelsmanna hafa verið gagnrýndar af fjölda ríkja á meðan önnur, til dæmis Bandaríkin, hafa sagt Ísraelsmenn í fullum rétti til að verja sig. Írönsk stjórnvöld segja hins vegar árásir Ísraelsmanna á hernumdu landi vera glæpi. Gagn­ rýna stjórnvöld í Íran einnig Banda­ ríkjamenn fyrir að loka augunum gegn glæpum Ísraelsmanna. sveinn@frettabladid.is Hörðustu átök í fimm ár á Gaza-ströndinni Ættingjar syrgja látin ungmenni á Gaza í gær. NORDICPHOTOS/GETTTY STANGVEIÐI Veiðimaðurinn Atli Bergmann var við veiðar í Elliða­ ánum í gærmorgun. Þegar hann kom niður að Höfuðhyl, einum þekktasta veiðistaðnum í ánni, blasti við honum ófögur sjón. Þrír veiðiþjófar stóðu þar með spúna­ stangir og köstuðu í hylinn. „Ég kallaði og þeir hlupu þegar ég tók mynd – og brunuðu svo í burtu,“ segir Atli við Fréttablaðið. Hann hafði keypt veiðileyfi og því áttu engir aðrir að vera að veiða á svæðinu. Spurður hvort hann telji að mennirnir, sem hann náði ekki tali af, hafi verið lengi við iðju sína svarar Atli því til að sennilega hafi þeir ekki verið lengi. „Ég var að skipta um taum og sat í sirka tíu til tólf mínútur. Þegar ég stóð upp og ætlaði að fara að kasta þá voru þeir þarna að spúna Höfuðhylinn,“ segir hann. Spúnaveiði er bönnuð í Elliðaánum. Atli veiddi fimm urriða á vakt­ inni í morgun, þrjá væna en tvo smáa. – bg Stóð veiðiþjófa að verki 6 . M A Í 2 0 1 9 M Á N U D A G U R8 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð 0 6 -0 5 -2 0 1 9 0 7 :4 6 F B 0 4 8 s _ P 0 4 4 K -N Y .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 4 1 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 0 5 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 0 8 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 2 E E -9 4 4 4 2 2 E E -9 3 0 8 2 2 E E -9 1 C C 2 2 E E -9 0 9 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 5 A F B 0 4 8 s _ 5 _ 5 _ 2 0 1 9 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.