Fréttablaðið - 06.05.2019, Page 10
Frá degi til dags
Halldór
ÚTGÁFUFÉLAG: Torg ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Einar Þór Sverrisson FORSTJÓRI: Ingibjörg Stefanía Pálmadóttir ÚTGEFANDI: Kristín Þorsteinsdóttir kristin@frettabladid.is
RITSTJÓRAR: Kjartan Hreinn Njálssson kjartanh@frettabladid.is, Ólöf Skaftadóttir olof@frettabladid.is, MARKAÐURINN: Hörður Ægisson hordur@frettabladid.is FRÉTTABLAÐIÐ.IS: Sunna Karen Sigurþórsdóttir sunnak@frettabladid.is.
Fréttablaðið kemur út í 85.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslun um á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum
án endurgjalds. ISSN 1670-3871 FRÉTTABLAÐIÐ Kalkofnsvegur 2, 101 Reykjavík Sími: 550 5000, ritstjorn@frettabladid.is HELGARBLAÐ: Kristjana Björg Guðbrandsdóttir kristjanabjorg@frettabladid.is
MENNING: Kolbrún Bergþórsdóttir kolbrunb@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Anton Brink anton@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Sæmundur Freyr Árnason sfa@frettabladid.is
Kolbrún
Bergþórsdóttir
kolbrunb@frettabladid.is
Það er
óhuggulegt
að þing-
maðurinn
skuli hafa
komist að
þessari
niðurstöðu.
Við munum
lyfta mál-
efnum
hafsins í
okkar for-
mennskutíð
og beina
sérstaklega
kastljósinu
að plast-
mengun í
norður-
höfum.
Furðulegar ræður er stundum haldnar Alþingi og ein slík var einmitt f lutt á dögunum. Þar steig í pontu þingmaður Miðflokksins, Birgir Þórarinsson, sem var undrandi á því að Guðlaugur Þór Þórðar-
son utanríkisráðherra hefði á vettvangi Mannrétt-
indaráðs Sameinuðu þjóðanna gagnrýnt stjórnvöld
á Filippseyjum fyrir mannréttindabrot. Birgi fannst
þessi gagnrýni ósanngjörn enda hefði stjórnvöldum
á Filippseyjum tekist að snarlækka glæpatíðni.
Forseti Filippseyja er Rodrigo Dutarte og í valdatíð
hans hafa mörg þúsund fíkniefnasalar og neytendur
verið teknir af lífi án dóms og laga. Forsetinn hefur
hvatt til slíkra morða og sjálfur sagst hafa tekið fólk
af lífi þegar hann var borgarstjóri. Hver sem séð
hefur sjónvarpsmyndir þar sem þessi maður tjáir sig
hlýtur að átta sig á því að hann er stórhættulegur.
Þingmaður Miðflokksins sagði að Dutarte forseti
nyti mikils stuðnings meðal landsmanna sinna.
Ólíklegt er þó að konur í landinu hafi hann í sérstök-
um hávegum eftir að hann sagði í ræðu að feg urð
kvenna út skýrði fjölda nauðgana í land inu. Eflaust á
hann þó sína aðdáendur, en sá stuðningur segir ekk-
ert um mannkosti hans eða hæfni til að gegna starfi
sínu. Það er ekkert nýtt að þjóð hafi grimma leiðtoga
í hávegum. Í nýlegri könnun í Rússlandi sögðu 70
prósent aðspurðra að þáttur Jósefs Stalíns í Rúss-
landi hafi verið algjörlega eða að mestu jákvæður.
Þeir þátttakendur sem þarna hneigðu höfuð sitt í
þakkarskuld við Stalín eru örugglega margir afkom-
endur fólks sem lét lífið í skelfilegum hreinsunum
hans. Núverandi forseti, Vladímír Pútín, sem síst
verður flokkaður sem talsmaður tjáningarfrelsis
og mannréttinda, nýtur stuðnings landsmanna
sinna. Í Bandaríkjunum á forseti, sem hefur sett
fram rúmlega 10.000 röng eða misvísandi ummæli
á rúmlega 800 dögum í embætti, góða möguleika á
endurkjöri. Og talandi um Trump þá haga þingmenn
Miðflokksins máli sínu stundum eins og þeir séu
sérstakir sendiherrar Donalds Trump hér á landi. Í
þessari furðulegu ræðu þar sem Birgir Þórarinsson
lýsti vonbrigðum með gagnrýni utanríkisráðherra
á stjórnvöld á Filippseyjum notaði hann ítrekað
orðið „falsfréttir“. Hans skoðun er sú að umræðan
um ástandið á Filippseyjum sé lituð af falsfréttum,
settum fram til að sverta stjórnvöld þar í landi. Það
er óhuggulegt að þingmaðurinn skuli hafa komist að
þessari niðurstöðu.
Það ætti að teljast til siðferðilegrar skyldu hvers
þingmanns að hlusta á fulltrúa mannréttindasam-
taka sem vara við ástandi í löndum þar sem mann-
réttindi eru fótum troðin. Það er ískyggilegt að
íslenskur þingmaður skuli gera tilraun til að flokka
slíkt sem falsfréttir. Það er því gott að vita til þess
að annar þingmaður, Kolbeinn Óttarsson Proppé,
þingmaður Vinstri grænna, hafi ekki setið þegjandi
undir stórundarlegri ræðu þingmanns Miðflokks-
ins. Kolbeinn, sem er með hjartað á réttum stað,
sagði að sér væri misboðið. Þar talaði hann fyrir
hönd fjölmargra.
Furðuleg ræða
Á morgun renna upp tímamót á sviði norður-slóðasamvinnunnar þegar Ísland tekur við for-mennsku í Norðurskautsráðinu til næstu tveggja
ára. Fullyrða má að hlutverk ráðsins hafi aldrei verið
brýnna en nú og athygli á málefnum norðurslóða aldrei
meiri samfara hlýnun loftslags og sviptinga í alþjóða-
stjórnmálum.
Undir yfirskriftinni „Saman til sjálfbærni á norður-
slóðum“ leggur Ísland áherslu á sjálfbæra þróun í
efnahagslegu, umhverfislegu og félagslegu tilliti og
beinir sjónum sérstaklega að málefnum hafsins, lofts-
lagsmálum og grænum orkulausnum, svo og fólkinu á
norðurslóðum.
Á vettvangi Norðurskautsráðsins hefur um ára-
bil verið unnið mikilvægt starf við að meta ástand
hafsins. Við munum lyfta málefnum hafsins í okkar
formennskutíð og beina sérstaklega kastljósinu að
plastmengun í norðurhöfum, sem og bláa hagkerfinu
og nýsköpun sem til dæmis lýtur að fullnýtingu
sjávarafurða.
Ummerki um loftslagsbreytingar eru hvergi jafn
sýnileg og á norðurslóðum þar sem hitastigið hefur
hækkað tvöfalt meira en heimsmeðaltalið. Um leið
hækkar sjávarhitinn, hafís minnkar og jöklar hopa. Í
formennskutíð Íslands verður lögð áhersla á vöktun og
greiningu og unnið að hagkvæmum lausnum til orku-
skipta í litlum og afskekktum samfélögum samhliða
áframhaldandi vinnu við að draga úr losun skammlífra
mengunarefna.
Síðast en ekki síst verður að styðja við sjálfbæra efna-
hagsþróun á norðurslóðum í þágu þeirra fjögurra millj-
óna sem búa á svæðinu. Grípa þarf tækifæri sem felast
í tækniþróun og bættum samgöngum til að styrkja
nýsköpun og fjölbreytta atvinnuvegi. Á formennsku-
tímanum heldur Ísland enn fremur áfram að leiða
verkefni um jafnrétti kynjanna á norðurslóðum.
Framundan eru ærnar áskoranir sem ekki verður tek-
ist á við nema með samvinnu og sjálfbærni að leiðar-
ljósi. Á þessum stefjum byggist formennska Íslands.
Saman til sjálfbærni á
norðurslóðum
Guðlaugur Þór
Þórðarson
utanríkis
ráðherra
Orkulítið íhald
Sjálfstæðisflokkurinn virðist
eiga í nokkrum erfiðleikum
með hinn sívinsæla þriðja
orkupakka. Popúlistar virðast
vera að höggva nokkuð í þann
hóp sem hefur í áratugi kosið
Sjálfstæðisflokkinn af gömlum
vana og er annt um fálkann í
brjósti sínu. Margir úr svokall-
aðri grasrót flokksins eru afar
óánægðir með flokkinn sinn að
standa ekki í lappirnar þegar
kemur að þessum vágesti sem
orkupakkinn kann að vera. Nú
geti sambandið seilst í íslenska
strauminn í gegnum sæstreng.
Hatur margra í garð ESB virðist
nú vera að smitast yfir á EES-
samninginn og því gætu næstu
misseri verið mjög athyglisverð
í utanríkispólitík Íslands. Mikið
mun mæða á Guðlaugi Þór það
sem eftir er kjörtímabilsins.
Trússhestur ei meir
Einn þeirra sem hafa sagt skilið
við flokkinn er Geir Jón Þóris-
son, fyrrum yfirlögregluþjónn.
„Kristilegt uppeldi mitt segir að
ekki skal treysta þeim sem fara
með falsspár og því hefur mér
ekki þóknast að fylgja þeim sem
fara á svig við hið heilnæma orð,“
segir Geir Jón og segir bless við
ránfuglinn eftir að hafa bundið
trúss sitt við téðan flokk í fimm
áratugi. Hins vegar er áhugavert
að nú skuli hann fara úr flokkn-
um út af Evróputilskipun. Nægar
hafa nú ástæðurnar getað verið á
þessum fimm áratugum.
sveinn@frettabladid.is
6 . M A Í 2 0 1 9 M Á N U D A G U R10 S K O Ð U N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
SKOÐUN
0
6
-0
5
-2
0
1
9
0
7
:4
6
F
B
0
4
8
s
_
P
0
4
6
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
3
9
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
0
3
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
1
0
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
2
2
E
E
-8
0
8
4
2
2
E
E
-7
F
4
8
2
2
E
E
-7
E
0
C
2
2
E
E
-7
C
D
0
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
3
A
F
B
0
4
8
s
_
5
_
5
_
2
0
1
9
C
M
Y
K