Fréttablaðið - 06.05.2019, Page 14
Enska úrvalsdeildin
Staðan
Úrslit 37. umferðar 2018-19
Bournem. - Tottenham 1-0
1-0 Nathan Aké (90.)
Rauð spjöld: Son Heung-Min (43.), Juan
Foyth (48.).
West Ham - Southampt. 3-0
1-0 Marko Arnautovic (16.), 2-0 Arnautovic
(69.), 3-0 Ryan Fredericks (72.).
Wolves - Fulham 1-0
1-0 Leander Dendoncker (75.).
Cardiff - Crystal Palace 2-3
0-1 Wilfried Zaha (28.), 1-1 Martin Kelly,
sjálfsm. (31.), 1-2 Michy Batshuayi (39.),
1-3 Andros Townsend (70.), 2-3 Bobby Reid
(90.).
Newcastle - Liverpool 2-3
0-1 Virgil van Dijk (13.), 1-1 Christian Atsu
(20.), 1-2 Mohamed Salah (28.), 2-2 Salomon
Rondon (54.), 2-3 Divock Origi (86.).
Chelsea - Watford 3-0
1-0 Ruben Loftus-Cheek (48.), 2-0 David
Luiz (51.), 3-0 Gonzalo Higuain (75.).
Huddersf. - Man. United 1-1
0-1 Scott McTominay (9.), 1-1 Isaac Mbenza
(60.).
Arsenal - Brighton 1-1
1-0 Pierre-Emerick Aubameyang, víti (8.),
1-1 Glenn Murray, víti (60.).
FÉLAG L U J T MÖRK S
Liverpool 37 29 7 1 87-22 94
Man. City 36 30 2 4 90-22 92
Chelsea 37 21 8 8 63-39 71
Tottenham 37 23 1 13 65-37 70
Arsenal 37 20 7 10 70-50 67
Man. Utd. 37 19 9 9 65-52 66
Wolves 37 16 9 12 47-44 57
Everton 37 15 8 14 52-44 53
Leicester 36 15 6 15 51-47 51
Watford 37 14 8 15 51-55 50
West Ham 37 14 8 15 48-54 49
C. Palace 37 13 3 17 46-50 46
Bournem. 37 13 6 18 46-50 45
Newcastle 37 11 9 17 38-48 42
Burnley 37 11 7 19 44-65 40
Southam. 37 9 11 17 44-64 38
Brighton 37 9 9 19 34-56 36
Cardiff 37 9 4 24 32-69 31
Fulham 37 7 5 25 34-77 26
Huddersf. 37 3 6 28 21-75 15
Þurfa að fara fjallabaksleiðina
Skytturnar verða að fara erfiðu leiðina til að afla sér þátttökuréttar í Meistaradeild Evrópu á næsta ári
eftir að vonir þeirra um að ná einu af fjórum efstu sætunum í urðu svo gott sem að engu um helgina.
FÓTBOLTI Það er ljóst að Arsenal
þarf að fara erfiðu leiðina til að
af la sér þátttökuréttar í Meistara-
deild Evrópu á næsta ári eftir úrslit
helgarinnar. Erkifjendur Arsenal í
Tottenham misstigu sig í enn eitt
skiptið um helgina en Arsenal gat
ekki innbyrt stigin þrjú gegn slöku
liði Brighton á heimavelli. Þegar
ein umferð er eftir af ensku úrvals-
deildinni eru Skytturnar þremur
stigum á eftir Tottenham og þyrftu
þar að auki að vinna upp átta marka
mun þegar þeir heimsækja Burnley
á sama tíma og Tottenham tekur á
móti Everton um næstu helgi.
Það er því líklegra að Arsenal
þurfi að vinna Evrópudeildina til
þess að komast aftur í deild þeirra
sterkustu í Evrópu. Arsenal er í
lykil stöðu þar eftir 3-1 sigur á Val-
encia fyrr í vikunni . Verður Arsenal
því að teljast ansi líklegt til sigurs
með Unai Emery í brúnni sem hefur
þrisvar stýrt liði til sigurs í Evrópu-
deildinni.
Það kom loks að því að leikja-
álagið sem fylgir því að leika í Evr-
ópudeildinni á fimmtudögum næði
til Arsenal. Aðeins eitt stig er upp-
skeran í síðustu fjórum leikjum hjá
Arsenal og fjögur stig af átján mögu-
legum í síðustu sex leikjum. Mögu-
leikinn var fyrir hendi á að skjótast
fram úr nágrannaliðunum Chelsea
og Tottenham en Arsenal glutraði
því niður með spilamennskunni í
deildinni undanfarnar vikur.
„Það er hægt að segja ýmislegt
um vandræði okkar á þessu tíma-
bili en við verðum að gleyma þessu
og horfa á leikinn gegn Valencia á
Leikmaður helgarinnar
Belginn Eden Hazard bjargaði Chelsea enn einu sinni í 3-0 sigri á Wat-
ford um helgina. Chelsea átti erfitt með að brjóta
ísinn framan af í leiknum en Hazard átti stóran þátt í
fyrstu tveimur mörkum Chelsea ásamt því að skapa
mörg góð færi fyrir liðsfélaga sína.
Belginn hefur verið langbesti leikmaður Chelsea
á tímabilinu og á stóran þátt í því að Chelsea verður
aftur í Meistaradeild Evrópu á næsta ári eftir eins árs
fjarveru. Hann hefur nú komið að 31 marki í ensku
úrvalsdeildinni, skorað sextán og lagt upp fimmtán
fyrir liðsfélaga sína.
Líklegt er að Hazard söðli um og semji við Real
Madrid í sumar eftir sjö farsæl ár á Brúnni. Hazard
á eitt ár eftir af samningi sínum og hefur ekkert
farið leynt með áhuga sinn á að spila einn
daginn fyrir Real Madrid og Zinedine Zidane.
Spænska stórveldið hefur eyrnamerkt
Hazard sem staðgengil Ronaldo og er því
líklegt að þetta hafi verið síðasti heimaleikur
Hazards fyrir Chelsea í ensku úrvalsdeildinni.
Stóru málin
eftir helgina í enska boltanum
Stærstu úrslitin
Chelsea mætti
Watford nokkrum
dögum eftir erf-
iðan leik í Evrópu-
deildinni og tryggði
sér þátttökurétt í
Meistaradeild Evrópu á næsta
tímabili eftir eins árs fjarveru
með 3-0 sigri á Brúnni.
Hvað kom á óvart?
Huddersfield sem er
eitt af lélegustu liðum
sem hafa tekið þátt í
úrvalsdeildinni kvaddi
deildina með stæl á
heimavelli og nældi í
stig gegn stórveldinu
Manchester United.
Mestu vonbrigðin
Arsenal gat nýtt sér
mistök Tottenham
deginum áður og
saxað á nágranna
sína í baráttunni
um eitt af fjórum
efstu sætunum gegn Brighton
sem hefur verið eitt slakasta lið
deildarinnar eftir áramót. Ars-
enal komst yfir snemma leiks en
þurfti að sætta sig við eitt stig á
heimavelli.
Leikmenn Arsenal voru skiljanlega þungir á brún í leikslok eftir dýrkeypt jafntefli í síðasta leik tímabilsins á Emirates-vellinum. NORDICPHOTOS/GETTY
Okkar menn
Íslendingar í efstu tveimur
deildunum í Englandi
Cardiff City
Aron Einar Gunnarsson
Lék allan leikinn í tapi
gegn Crystal Palace.
Reading
Jón Daði Böðvarsson
Ekki í leikmannahóp
Reading í jafntefli.
Aston Villa
Birkir Bjarnason
Lék síðustu mínúturnar í
1-2 tapi gegn Norwich.
fimmtudaginn. Við náðum ekki
okkar markmiðum í deildinni en
það er of snemmt að fara að tala
um markmið næsta tímabils,“ sagði
Unai Emery, knattspyrnustjóri
Arsenal, vonsvikinn eftir leikinn í
gær.
„Evrópudeildin er allt sem er eftir
fyrir okkur, það er leiðin okkar inn
í Meistaradeildina þar sem við
viljum vera á næsta ári. Fremst í
forgangsröðinni er enska úrvals-
deildin og við erum langt á eftir
toppliðunum þar en ætlum okkur
að minnka bilið.“
kristinnpall@frettabladid.is
FÓTBOLTI Það varð ljóst um helgina
að Cardiff fylgir Fulham og Hudd-
ersfield niður í Championship-
deildina fyrir næsta tímabil eftir
tap Cardiff fyrir Crystal Palace. Þá
varð ljóst að Cardiff gat ekki lengur
náð Brighton að stigum.
Tvö af þremur liðunum sem komu
upp síðasta vor fara því beinustu
leið niður aftur.
Úlfarnir sem komu með Cardiff
og Fulham upp síðasta vor eru lík-
legast búnir að tryggja sér sjöunda
sætið eftir sigur á Fulham um helg-
ina. – kpt
Cardiff fallið
eftir helgina
Arsenal fékk 45 stig á
heimavelli á fyrsta tíma-
bilinu undir stjórn Unai
Emery, tveimur stigum
minna en undir stjórn
Arsene Wenger í fyrra.
6 . M A Í 2 0 1 9 M Á N U D A G U R14 S P O R T ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
0
6
-0
5
-2
0
1
9
0
7
:4
6
F
B
0
4
8
s
_
P
0
3
5
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
2
6
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
1
4
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
2
3
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
2
2
E
E
-7
B
9
4
2
2
E
E
-7
A
5
8
2
2
E
E
-7
9
1
C
2
2
E
E
-7
7
E
0
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
2
B
F
B
0
4
8
s
_
5
_
5
_
2
0
1
9
C
M
Y
K