Fréttablaðið - 06.05.2019, Side 35

Fréttablaðið - 06.05.2019, Side 35
Gullaldarlið KR í sérflokki á Íslandi KR er Íslandsmeistari í átjánda sinn og sjötta árið í röð eftir öruggan sigur á ÍR í oddaleik um helgina. Reynslumikið lið KR kaf- færði ÍR snemma leiks og innbyrti öruggan sigur. Þetta er annar meistaratitill KR undir stjórn Inga, nítján árum eftir þann fyrsta. KÖRFUBOLTI KR er Íslandsmeistari í körfubolta árið 2019 eftir 98-70 sigur á ÍR í oddaleik um titilinn á laugardaginn. Þetta er 18. titill KR sem er komið eitt í efsta sætið yfir f lesta meistaratitla og tók með því fram úr Njarðvík. Þá er KR fyrsta körfuboltaliðið til að vinna sex titla í röð. Á sama tíma lengist 42 ára bið ÍR eftir meistaratitli um eitt ár hið minnsta en ljóst er að Breiðhylting- ar hafa úr nógu að moða fyrir næsta ár eftir þetta tímabil. Alls var þetta sjöundi titill KR síðustu tólf ár og kom eftir sigur í oddaleik á heimavelli í þriðja skiptið á síðustu tíu árum. KR-liðið virðist þrífast best í sviðsljósinu og sýndi á löngum köflum allar sínar bestu hliðar um helgina gegn ÍR. Breiðhyltingum tókst að halda í við KR í upphafi leiksins en KR með Michele Di Nunno fremstan í f lokki náði góðu forskoti í öðrum leikhluta og stakk af í þeim þriðja. Það fór svo að KR var búið að tryggja sér Íslandsmeistaratitilinn í upphafi fjórða leikhluta og reynslumiklu liði KR tókst að halda liði ÍR vel í skefjum. ÍR varð fyrir áfalli í aðdraganda leiksins þegar það kom í ljós að Kevin Capers, besti leikmaður liðsins var handleggsbrotinn. Hann þurfti því að fylgjast með í borgaralegum klæðum af vara- mannabekknum í gær. Fyrir vikið hvarf mikil ógn úr sóknarleik ÍR og reyndist fjarvera hans ÍR dýr. „Auðvitað er maður svekktur en á sama tíma er ég afar stoltur af strákunum. Ef maður talar frá hjartanu erum við ekki með besta leikmannahópinn en samt vorum við einum leik frá því að vinna titilinn. Við söknuðum Kevins í kvöld, lykilmennirnir okkar þurftu að spila meira en ég hefði kosið og það tók á. Heilt yfir var þetta gott tímabil, frá því að ég tók við liðinu fyrir fjórum áðan síðan höfum við tekið eitt skref í einu í rétta átt og ég er spenntur fyrir því að ræða við stjórnina og undirbúa næsta tíma- bili,“ sagði Borce Ilievski, þjálfari ÍR, að leikslokum. Meiri pressa í ár Gleðin skein úr augum Inga Þórs Steinþórssonar, þjálfara KR, í leikslok. Hann tók við uppeldis- félaginu sínu af Finni Frey Stefáns- syni síðasta sumar og voru það ansi stórir skór að fylla í. Þetta var annar meistaratitill Inga Þórs með KR-liðið, nítján árum eftir að hann gerði KR að meisturum í fyrsta sinn sem þjálfari. „Það er eins og að bera saman epli og appelsínur, maður getur ekki gert upp á milli barnanna sinna,“ sagði Ingi Þór glaðbeittur þegar Fréttablaðið bað hann um að bera saman titlana tvo. „Þegar ég vinn fyrsta titilinn með KR árið 2000 var ég ungur strákur sem var búinn að gera ágætlega með yngri lið í KR. Ég var óskrifað blað hvað ég gæti gert í meistaraflokki en í dag þekkir maður reynsluna af því að vinna titla og tapa þeim. Maður lærir mikið af því að tapa leikjum. Það var auðvitað meiri pressa fyrir þetta tímabil, að taka við fimm- földum meisturum og eiga að halda því áfram. Það er allt öðruvísi en að koma inn og hafa engu að tapa eins og fyrir nítján árum síðan.“ Aðspurður sagðist Ingi lítið hafa hugsað út í þá pressu sem fælist í því að taka við liði KR síðasta sumar eftir fimm meistaratitla í röð. „Þegar ég hugsa út í það núna þá, ómeðvitað, velti ég mér ekkert upp úr þessu þegar ég tók við. Við töluð- um aldrei um þessa pressu, maður veit af þessari kröfu og lönguninni hjá KR en við framkvæmdum bara hluti og töluðum um það sem skipti máli,“ sagði Ingi sem sagði þakklæti koma fyrst upp í hugann þegar hann var beðinn að lýsa tilfinningunni. „Það er erfitt að lýsa þessu, það er fyrst og fremst þakklæti til allra sem komu að þessu og þessi tilfinn- ing er komin til að vera í smá tíma.“ KR liðið var lengi af stað og bjugg- ust ef laust ekki margir við því í febrúar að meistararnir myndu endurtaka leikinn um vorið. „Það voru miklar breytingar á lið- inu, það voru menn að koma seint inn og við skiptum um erlendan leikmann á meðan önnur lið voru búin að fullmóta liðið sitt. Sem betur fer er mikill þroski, mikil reynsla og margir leiðtogar í liðinu og okkur tókst að finna lausnina sem við vorum að leita að.“ KR ákvað um mitt tímabil að sækja Michele Di Nunno í stað Dino Stpcic. Di Nunno fór á kostum í oddaleiknum og réðu ÍR-ingar ekk- ert við hann. „Hann kom með það sem okkur vantaði, bæði til að bera boltann upp og til að geta skotið ljósin út þegar það þurfti. Við þurftum að hafa smá taumhald á honum en hann nýttist okkur afar vel. Hann er ákveðinn X-factor sem getur búið til sitt eigið skot,“ sagði Ingi sem var ánægður að fá framlag frá Það var auðvitað meiri pressa fyrir þetta tímabil, að taka við fimmföldum meisturum og eiga að halda því áfram. Ingi Þór Steinþórsson, þjálfari KR Heilt yfir var þetta gott tímabil, frá því að ég tók við liðinu fyrir fjórum árum höfum við tek - ið eitt skref í einu í rétta átt. Borce Ilievski, þjálfari ÍR f lestum leikmönnum liðsins. „Alla úrslitakeppnina voru það einhverjir leikmenn sem áttu stóra leiki. Emil var frábær um helgina, Finnur, Helgi og Björn áttu sína leiki þar sem þeir gerðu gæfu- muninn. Jón Arnór átti sigurkörfu í Keflavík og Pavel var með varnar- tilþrif í einvíginu gegn Kef lavík. Svo setti Kristófer niður stór víti í fjórða leik gegn ÍR. Þetta small allt saman og það er ástæða þess að KR er meistari. Svo má ekki gleyma þeim sem voru ekki á gólfinu allan tímann, menn eins og Sigurður Þorvaldsson með alla sína reynslu sem kom með góða punkta. Það er erfitt fyrir þessa keppnismenn að sætta sig við lítið hlutverk en þeir tóku því með sæmd,“ sagði Ingi sem hrósaði þeim sem komu að körfu- boltanum í KR. „Orkan í húsinu, einbeitingin hjá mönnum og undirbúningurinn hjá öllum, frá þjálfarateymi til stjórn- arinnar, það var allt upp á tíu. Hér hafa menn gert þetta áður og það var ró yfir mannskapnum í staðinn fyrir stress þrátt fyrir aðstæður. Það er búið að skapa að sterka hefð hjá KR.“ kristinnpall@frettabladid.is Stuðningsmenn KR eru orðnir góðu vanir enda búnir að fagna Íslandsmeistaratitlinum með sínum mönnum síðustu sex ár. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK KÖRFUBOLTI Jón Arnór Stefánsson, einn af bestu körfuboltamönnum Íslands frá upphafi, var að vinna sinn fimmta titil með uppeldisfélag- inu um helgina þegar KR tryggði sér sautjánda Íslandsmeistaratitilinn með 98-70 sigri á ÍR. Þetta var sjötti meistaratitill KR í röð og sá þriðji í röð hjá Jóni Arnóri sem kom aftur heim til Íslands árið 2016 eftir farsælan feril erlendis. KR átti erfitt uppdráttar í deild- arkeppninni þar sem liðið lenti í fimmta sæti en í úrslitakeppninni sýndi það allar sínar bestu hliðar á leið sinni að meistaratitlinum. „Mér fannst við verða betri eftir því sem leið á úrslitakeppnina. Við vorum með bakið upp við vegg þrisvar í úrslitakeppninni, fórum í tvo erfiða útileiki í Breiðholtið eftir að hafa tapað heimaleikjunum, það var erfitt andlega. Þá fannst mér við stíga upp og við fundum gæðin og stemminguna í liðinu. Það var ekki sama orka og gæði í okkar spila- mennsku í fyrstu tveimur leikj- unum í DHL-höllinni og þeir áttu fyllilega skilið sigrana hérna en við sýndum kraftinn hérna í dag,“ sagði Jón Arnór og bætti við. „Það kom í ljós, sérstaklega í fjórða leikhluta hvað reynsla er dýr- mæt á þessu stigi. Ég held að ekkert lið hefði stöðvað okkur í þessum ham.“ Jón Arnór gaf það út í upphafi tímabils að þetta yrði hans síðasta hér á Íslandi. Hann lagði landsliðs- skóna á hilluna fyrr á árinu en segir að það hafi verið mistök að tilkynna það snemma að hann væri að hætta. „Það var ákveðið hugsunarleysi, í raun algjör byrjendamistök að tilkynna þetta svona,“ sagði hann hlæjandi og hélt áfram: „Ég á eftir að hugsa minn gang. Það er auðvitað erfitt að hætta, sér- staklega eftir titil. Ég tek mér tíma núna í að fagna þessu og sé svo til hvernig mér líður, bæði andlega og líkamlega. Ég er náttúrulega farinn að eldast og það er farið að hægjast á mér. Ég á erfitt með að sætta mig við það en ef ég næ því þá gæti vel verið að ég taki eitt ár í viðbót,“ sagði Jón sem jánkaði því að hann gæti farið að klæja í lófana í ágúst að halda áfram. „Mjög líklega, já. Þegar ég hugsa til þess hljómar það vel en það er margt sem þarf að huga að. Þetta er búið að vera langur tími frá fjöl- skyldunni, það er leiðinlegt að vera alltaf frá á æfingu á matartíma en þau fá örugglega leiða á mér þegar maður hættir þessu. Við verðum bara að sjá til,“ sagði Jón glaðbeittur að lokum. – kpt Byrjendamistök að tilkynna það snemma að ég væri að hætta Jón Arnór fékk að lyfta bikarnum sem fyrirliði KR. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK S P O R T ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð 15M Á N U D A G U R 6 . M A Í 2 0 1 9 0 6 -0 5 -2 0 1 9 0 7 :4 6 F B 0 4 8 s _ P 0 3 5 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 2 6 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 1 4 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 2 3 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 2 E E -7 B 9 4 2 2 E E -7 A 5 8 2 2 E E -7 9 1 C 2 2 E E -7 7 E 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 2 B F B 0 4 8 s _ 5 _ 5 _ 2 0 1 9 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.