Kraftur - 01.01.2018, Qupperneq 7

Kraftur - 01.01.2018, Qupperneq 7
B ls. 7 Kraftur Í kjölfar krabbameina geta orðið breytingar á útliti og starfsemi líkamans. Jafnvel eru einhverjir sem munu upplifa breytta skynjun eftir meðferðir. Breytt útlit getur haft veruleg áhrif á líkamsímynd fólks. Rannsóknir hafa sýnt fram á að neikvæðari líkamsímynd er tengd við minnkaða virkni í kynlíf- inu, lakara sjálfsmat og minni ánægju í kynlífi. Það er mikilvægt í kjölfar veikinda að endurskoða þá þætti sem saman mynda líkamsímynd og sjálfsmat einstaklinga og skapa svigrúm til þess að ræða þá. Áhrif veikinda á sambönd geta einnig verið á ýmsan hátt. Við erum þannig gerð af náttúrunn- ar hendi að þegar við tengjum ást við umönnun hættum við að tengja hana við erótík eða kynlíf. Þetta gerir náttúran til þess að koma í veg fyrir venslatengsl í kynlífi. Það er því ákveðin áskorun fyrir pör þar sem annar aðilinn er veikur og hinn þarf að sinna umönnun að eiga stundir sem snúast um nánd og erótík. Þegar fólki tekst hinsvegar að skapa jafnvægi milli umönnunarhlutverks og par- hlutverks upplifir það jafnvægi í sambandi á tímum þar sem lítið jafnvægi er í lífinu. Það þarf að leggja sig fram um að geta annast veikan maka og geta séð hann sem kynveru. Margir eiga erfitt með að sjá sjúklinga fyrir sér sem kynverur og það er fátt í heilbrigðiskerfinu og samfélaginu sem auðveldar okkur þá sýn. En við fæðumst og deyjum sem kyn- verur, það er misjafnt eftir aldursskeiðum og tíma- bilum hvernig við tjáum hana og túlkum. Það er því mikilvægt að viðhalda kynverunni á tímum þar sem fólk getur upplifað að það hafi tapað miklu af sjálfu sér og verið sett í hlutverk sjúklings. Kynlífsráðgjöf Ráðgjafarþjónustu Krabbameinsfélagsins er jafnt fyrir pör og einstaklinga, krabbameinsgreinda og aðstandendur. Hægt er að panta tíma í síma 800 4040 eða á raðgjof@krabb.is Þessi könnun sýndi að það er veruleg fjölbreytni í kynlífi fólks og að fullorðnir stunda sjaldan kynlíf sem snýst bara um eina athöfn. Þó að samfarir séu algengur partur af kynlífi fólks þá inniheldur ekki allt kynlíf samfarir

x

Kraftur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kraftur
https://timarit.is/publication/982

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.