Kraftur - 01.01.2018, Blaðsíða 9
B
ls. 9
Kraftur
Viðta – Halldóra Sigurdórsdóttir
Eftir heimsókn á bráðamóttökuna kom Í ljós að hún var með krabbamein í
legg svo það þurfti að taka annan fótinn af í gegnum hné. Í dag er Ester með
gervifót og notar bæði hækju og hjólastól daglega til að sinna sér og sínum.
,,Ég var á leiðinni á skólaskemmtun hjá einu barnanna í nóvember 2016 þegar
ég rann illa í hálku og gat ekki staðið upp aftur. Mér til happs var að næst
á eftir mér var önnur móðir á sömu leið og ég sem er menntaður hjúkrunar-
fræðingur en dætur okkar eru vinkonur þannig að við þekkjumst vel. Ég
krafðist þess að hringt yrði í manninn minn og hann skutlaði mér á spítalann
en hún tók af mér völdin, sem betur fer, og hringdi á sjúkrabíl. Hún sá að það
var eitthvað ekki alveg í lagi með fótinn. Ég var eitthvað að malda í móinn vildi
engan sjúkrabíl og ég hélt því áfram í sjúkrabílnum þannig að sjúkraflutn-
ingamennirnir sögðu mér að hafa engar áhyggjur og kvöddu mig með þeim
orðum að ég yrði komin heim eftir þrjá tíma. Þegar mér var tilkynnt eftir mynda
tökuna að ég yrði lögð inn þá sagði ég ,,ég á að fara heim“ og var að vísa í
fyrrnefnd orð þeirra sem fluttu mig. En raunin varð nú allt önnur.“
Ester er 42 ára gömul og viðskiptafræðingur að mennt. Hún og maður hennar,
Sigurður Rúnar Sigurðsson, eiga samtals sex börn svo óhætt er að segja að það
ríki engin lognmolla á þessu átta manna heimili. ,,Ég kom með elsta barnið í
sambandið stúlku sem er 14 ára, Siggi kom með fjögur börn sem eru 13, 11,
9 og 6 ára og saman eigum við þann yngsta sem verður fjögurra ára í sumar.
Stjúpbörnin mín búa hjá okkur aðra hverja viku. Jú, það er óneitanlega líf og
fjör að eiga svona stóran barnahóp en mjög skemmtilegt.“
Var enginn aðdragandi að veikindunum?
Jú, auðvitað var það og líklegast hefur meinið fengið að dafna í fimm til tíu
ár án þess að ég hafi brugðist við. Beinkrabbi eins og þessi er afar sjaldgæfur,
afar hægvaxta og greinist oftast við fótbrot. Aðstæður voru kannski auk þess
svolítið sérstakar í mínu tilfelli. Ég hafði glímt við beinhimnubólgu í mörg ár
og þar að auki hafði ég fengið brjósklos í bak sem leiddi niður í fót. Þannig
að þegar ég var með verki í fætinum, þá kenndi ég alltaf öðru hvoru um. Auk
þess þá fæddist yngsti drengurinn okkar með afar sjaldgæf-an sjúkdóm sem
leiddi til þess að hann þurfti að fara í mergskipti þegar hann var tveggja ára
í Stokkhólmi. Allur sá ferill frá fæðingu hans var mjög erfiður andlega og
líkamlega og ekki síst tíminn sem við vorum með hann á spítalanum því það
tekur á að ganga og standa á þessum hörðu spítalagólfum.
Þegar við komum heim frá Svíþjóð þá var ég algerlega orkulaus og sárkvalin
í fætinum. Ég kenndi aðstæðum um en þegar ég skánaði ekkert fór ég m.a. í
hefðbundna krabbameinsskoðun, brjósta- og leghálsskoðun og kom vel út úr
því. Ég versnaði stöðugt og endaði loks á heilsugæslustöðinni. Þar tók á móti
mér læknir, ung kona, sem skoðaði fótinn vel og sagði að þetta væri greinilega
ekki allt í lagi. Hún kallaði á eldri og reyndari lækni sem skoðaði mig og sagði
að það væri ekkert að mér nema beinhimnubólga. Hann sagði mér að fara
heim og hvíla mig.
Fjölskyldumynd sem tekin
var áður en Ester veiktist.
Á myndinni eru Ester og
Sigurður með Ragnhildi sem
heldur á Rúnari, stelpurnar
Sara og Júlía og strákarnir
Daníel og Ísarr.