Kraftur - 01.01.2018, Page 10
Bl
s.
10
Kraftur
Kannski ekki það auðveldasta sem til er þegar maður er með átta
manna heimili og yngsta barnið tveggja ára. Það varð mér til happs
að detta fyrir utan skólann og vera neydd upp á bráðamóttöku.
Meinið reyndist vera staðbundið og engin meinvörp.“
Aðspurð sagði Ester að ferlið sem tók við eftir myndatökuna hafi þó
ekki gengið vandræðalaust fyrir sig eins og vænta mátti. „Eftir mynda-
tökuna á bráðamóttökunni, þegar ég vildi fara heim, tók við þriggja
vikna bið á spítalanum því enginn sagði mér að ég væri með krabba-
mein. Það var alveg sama við hvern ég talaði og hvern ég spurði hvað
væri að mér þá fékk ég engin svör.
Það endaði á því að ég talaði við kunningja minn sem hafði aðgang
að gögnunum. Ég bað hann að skoða öll skjöl um mig og hann var
ekki lengi að fræða mig um það að á röntgenmyndinni sem var tekin
þegar ég kom inn á spítalann fyrst stóð berum orðum að um krabba-
mein væri að ræða og hvaða tegund, þ.e. Adamanantinoma. Þessar
þrjár vikur voru mér mjög erfiðar – það er svo vont að vita ekki hvað er
að manni. Fóturinn var síðan skorinn af 11. janúar og við tók endur-
hæfing á Grensás þar sem ég lærði að ganga á gervifæti.“ Að sögn
Esterar hefur lífið breyst mikið eftir aflimunina eins og gefur að skilja.
,Ég hef þurft að læra allt upp á nýtt og lifa lífinu á allt annan hátt en
ég ætlaði mér sem ung kona. Nú er ég 100% öryrki og verð það áfram
því ekki vex fóturinn aftur! Ég fékk stöng í bílinn svo ég gæti keyrt.
Núna er bensíngjöfin og bremsan í hægri hönd en ekki hægri fæti. Ég
ætl-aði varla að þora að keyra á þennan hátt en fór í ökutíma og með
hjálp góðra vina og stuðnings kunningja hjá SEM fékk ég nægt hug-
rekki og lærði þetta. Í dag finnst mér ekkert mál að keyra. Eins hef
ég breytt öllu vinnuferlinu varðandi matreiðslu því ég get illa staðið
kyrr. Nú sker ég niður og saxa allt sitjandi. Allt tekur lengri tíma en
áður og ég þarf að gefa mér góðan tíma í alla hluti.
Það sem er þó kannski erfiðast er hvað ég er háð öðrum og þá kannski
helst manninum mínum og elstu dóttur. Ég er mjög sjálfstæð mann-
eskja í eðli mínu og hef ferðast mikið ein í gegnum tíðina. Nú orðið
get ég það ekki og er háð hjálp vina og vandamanna. Það er áskorun
að læra að þiggja hjálp og stundum óþægilegt.“
Hvað með klæðnað? Klæðir þú þig eins og áður?
,,Nei, fataskápurinn var tekinn í gegn og ég er enn að læra að klæða
mig upp á nýtt. Einkennisklæðnaður minn í vinnunni áður fyrr voru
hnésíðir kjólar og pils, sokkabuxur og leðurstígvél. Ekki það heppi-
legast fyrir mig í dag. Nú orðið er ég mest í buxum og síðir kjólar koma
sterkt inn en engar þunnar sokkabuxur! Stærsta vandamálið í þessum
efnum eru skór en ég þarf að láta stilla fótinn eftir hallanum á skónum.
Nú fer ég í skóbúðir með málband og mæli hallann á skónum! Í hvert
sinn sem ég skipti um skó sem ekki eru með sama halla þarf ég að fara
upp til Össurrar og láta stilla fótinn. Best er að skórnir séu allir með
sama halla en það getur verið frekar erfitt. Ég treysti á að gervifætur
framtíðarinnar verði þannig að hver og einn geti stillt sinn fót sjálfur.“
Ester á spítalanum með
Rúnar yngsta son sinn ásamt
Ragnhildi dóttur sinni.
Ester Hjartardóttir