Kraftur - 01.01.2018, Qupperneq 26

Kraftur - 01.01.2018, Qupperneq 26
Bl s. 26 Kraftur Hún segist hafa haft mjög gott af því að taka sér frí frá vinnunni og gera hluti fyrir sjálfa sig og nýtti sér 6 mánaða veikindarétt sinn. “Ég var með lang- an lista yfir hvað ég vildi gera í þessu fríi og ég gerði hluti sem mér fundust gagnlegir og skemmti- legir. Ég leit aldrei á mig sem neinn sjúkling og tala alltaf um þetta sem frí, sem er kannski frekar skrítið en ég þurfti bara að fara í 4 skipti í lyfjagjöf þannig að ég slapp frekar vel. Krabbameinið var 1cm og hormónajákvætt en samt 3. gráðu sem þýðir að það er aðgangshart. Hormónameðferðin er eins og hún er, maður dembir sér beint í breytingarskeið- ið og ég fékk fullt af hitaköstum í haust. Mér fannst þetta ganga fremur hratt yfir og veit ekki alveg muninn á hvað voru aukaverkanir af lyfjagjöf eða hvað var hormónameðferðin. Ég er bæði á Zola- dex og Tamoxifen og er mjög heppin með að vera ekki með miklar aukaverkanir en ég finn eiginlega ekkert fyrir þessu núna. Mér finnst skrítið að taka pillu alla daga en ég tek aldrei nein lyf eða verkja- lyf annars. Ég er með mjög sterkan líkama og hef allaf hugsað vel um hann með góðu mataræði og ég held að það hjálpi mikið til. Sóley ásamt eiginmanni sínum, Frey Frostasyni og dætrum þeirra Sunnu og Birtu. Ljósmynd: Brynjar Snær Sóley Kristjánsdóttir

x

Kraftur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kraftur
https://timarit.is/publication/982

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.