Morgunblaðið - 03.01.2019, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 03.01.2019, Blaðsíða 11
FRÉTTIR 11Innlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 3. JANÚAR 2019 Skoðið laxdal.is Skipholti 29b • S. 551 4422 STÓRÚTSALA HAFIN GERRY WEBER - TAIFUN - BETTY BARCLAY JUNGE - FUCHS SCHMITT OG FL. á gæðamerkjavöru Dúnúlpur og ullarkápur 30% - 40% - 50% Við vatnsverjum flíkina þína Traust og góð þjónusta í 65 ár Álfabakka 12, 109 Reykjavík, sími 557 2400, www.elbm.is • Opið alla virka daga kl. 8-18 Söfnum í neyðarmatar- sjóð fyrir jólin til matarkaupa hjá Fjölskylduhjálp Íslands fyrir þá fjölmörgu sem lægstu framfærsluna hafa. Þeim sem geta lagt okkur lið er bent á bankareikning 0546-26-6609, kt. 660903-2590. Fjölskylduhjálp Íslands, Iðufelli 14 Breiðholti og Baldursgötu 14 í Reykjanesbæ. Neyðarsöfnun í matarsjóðinn fyrir jólin Guð blessi ykkur öll ÚTSALAN ER HAFIN! 30-50% afsláttur Útsalan er hafin 30-50% afsláttur af öllum útsöluvörum Holtasmári 1 201 Kópavogur sími 571 5464 Str. 38-52 Bæjarlind 6 | sími 554 7030 Við erum á facebook Útsalan hafin 40- 60% afsláttur Í YFIRRÉTTI (E. HIGH COURT OF JUSTICE) CR-2018-003181 FYRIRTÆKJA- OG EIGNADÓMSTÓLAR (E. BUSINESS AND PROPERTY COURTS) ENGLANDS OG WALES FYRIRTÆKJADÓMSTÓLL (E. COMPANIES COURT) VARÐANDI CNA INSURANCE COMPANY LIMITED og VARÐANDI CNA INSURANCE COMPANY (EUROPE) S.A. og VARÐANDI BRESK LÖG FRÁ ÁRINU 2000 UM FJÁRMÁLAÞJÓNUSTU OG -MARKAÐI (E. FINANCIAL SERVICES AND MARKETS ACT 2000) HÉR MEÐ TILKYNNIST að CNA Insurance Company Limited (framseljandi) og CNA Insurance Company (Europe) S.A. (framsalshafi) lögðu fram beiðni til fyrirtækja- og eignadómstóla Englands of Wales, fyrirtækjadómstólnum í London (e. Business and Property Courts of England and Wales, Companies Court), (umsóknin) skv. VII. kafla laga um fjármálaþjónustu og -markaði frá árinu 2000 (e. Financial Services and Markets Act 2000) (FSMA), um úrskurði: (1) samkvæmt 111. gr. laganna, sem heimila áætlun (áætlunin) um framsal til framsalshafa á: (a) öllum vátryggingum og endurtryggingum sem hafa verið veittar og/eða yfirteknar af eða fyrir hönd framseljanda gegnum útibú hans í Belgíu, Danmörku, Frakklandi, Þýskalandi, Ítalíu og Hollandi; og (b) almennum vátryggingum og endurtryggingum sem hafa verið veittar og/eða yfirteknar af eða fyrir hönd framseljanda á grundvelli þjónustufrelsis gegnum höfuðstöðvar hans í Bretlandi og varða aðeins áhættu eða áhættur sem eru staðsettar í öðru EES-ríki en Bretlandi (framsalið); og (2) sem mæla fyrir um viðbótarákvæði í tengslum við áætlunina skv. 112. gr. og 112. gr. A í lögunum. Umsóknin fór fyrir fr. Falk, dómara, hinn 4. desember 2018, sem kvað upp úrskurði til staðfestingar á áætluninni, með viðbótarákvæðum í tengslum við áætlunina. Í samræmi við úrskurðina sem Falk dómari kvað upp tók áætlunin gildi kl. 00:01 GMT hinn 1. janúar 2019. Auk hvers kyns réttar til ógildingar sem kveðið er á um í skilmálum vátrygginga sem falla undir framsalið kunna lög í viðkomandi EES-ríki að veita þér rétt til að ógilda vátryggingu þína á grundvelli áætlunarinnar, ef vátryggingin heyrir undir framsalið með beinum hætti og áhættan sem hún varðar er staðsett í öðru EES-ríki en Bretlandi. Eigir þú slíkan rétt verður þú að nýta hann innan 30 daga frá dagsetningu þessarar tilkynningar eða (sé munur þar á) innan þess tímafrests sem lög viðkomandi EES-ríkis kveða á um. 3. janúar 2019 Norton Rose Fulbright LLP 3 More London Riverside, London SE1 2AQ, Bretland Lögmenn framsalshafa Atvinna Yfir 900 bílar fóru í gær um Vaðla- heiðargöng en gjaldtaka hófst í gær- morgun. Til viðbótar fóru vel á ann- að hundrað ökutæki um Víkurskarð. Þótt skráning áskrifta og sala af- sláttarleiða hafi hafist á vefnum veggjald.is fyrir miðjan desember var mikið álag á vefinn og starfsfólk Vaðlaheiðarganga í gær, að sögn Valgeirs Bergmanns, framkvæmda- stjóra. Margir ökumenn telja þetta rétta tímann og notkun ganganna í gær ýtti við öðrum. Síðdegis í gær höfðu 2.400 skráð sig í áskrift og skráð alls 4.000 ökutæki. Búið var að selja veggjöld fyrir hátt í 40 millj- ónir þegar upp var staðið. Almennt gjald fyrir ferðina er 1.500 krónur. Með því að kaupa 100 ferðir kostar hver ferð 700 kr. Ef hins vegar ef ekið er í gegn án þess að skrá sig bætast 1.000 kr. við. Aka blint um Víkurskarð „Já, ég er aðallega ánægður með að þetta er byrjað. Síðan kemur þetta með tímanum og eitthvað þarf að slípa til,“ segir Valgeir. Hann seg- ir að einhverjir sem hafi ekki næga tölvukunnáttu hafi lent í vandræðum með skráningu en telur að það hafi bjargast. Athygli vekur að þrátt fyrir að komin sé greiðfær og örugg leið um göngin sem stytta leiðina um 16 kíló- metra var nokkur straumur bíla um Víkurskarð. Valgeir telur að það hafi mest verið erlendir ferðamenn sem aki blint eftir erlendum kortum og leiðsögutækjum. Fólkið hafi hrein- lega ekki upplýsingar um að aðal- leiðin liggi um göngin enda stutt síð- an Vegagerðin tilkynnti breyting- una. Vaðlaheiðargöng Gjaldtaka í nýju jarðgöngin hófst í gær. 4.000 bílar skráðir í göngin
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.