Morgunblaðið - 03.01.2019, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 03.01.2019, Blaðsíða 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 3. JANÚAR 2019 Um áramótin eins og svo oftáður mátti sjá að forystu- menn Evrópusambandsflokkanna íslensku hafa ekkert lært og engu gleymt þegar kemur að helsta hugðarefni sínu, að koma Íslandi inn í ESB.    Þessi áhugi erstundum settur í búning alþjóðlegrar samvinnu eða al- þjóðasamstarfs þegar ekki þykir þorandi að nefna Evrópusam- bandið á nafn, en öllum er ljóst hvað við er átt.    Þess vegna er ekki við því aðbúast að það breyti neinu fyr- ir íslensku ESB-flokkana að hug- veitan CEBR, Centre for Econo- mic and Business Research, spái upplausn evrusamstarfsins.    Á mbl.is sagði um þetta í gærað í spánni kæmi fram „að ólíkar aðstæður innan evrusvæð- isins muni annaðhvort leiða til efnahagslegs samruna innan svæð- isins eða til þess að það liðist í sundur. Þá segir CEBR að hugsanlega væri hægt að fresta vandanum um eitt eða tvö ár en taka þyrfti á honum fyrr en síðar. Er þar ekki síst vísað til stöðu mála á Ítalíu.“    Samkvæmt þessu er ekki víst aðevrusvæðið liðist í sundur á þessu ári, það gæti dregist fram á næsta ár.    Nema ef leiðtogum ESB ogskriffinnum í Brussel tekst að færa enn stærri hluta fullveldis aðildarríkjanna til Brussel. Að því hefur lengi verið unnið með þeim afleiðingum að ýta undir óánægju innan ESB. Mikið óráð væri að reyna að þrýsta íbúum álfunnar lengra í þá óheillaátt. Eitt til tvö ár eftir? STAKSTEINAR Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ Á nýliðnu ári seldust rétt tæplega 22 milljónir lítra af áfengi í Vínbúð- unum. Það er 0,54% aukning frá árinu 2017 og mesta magn sem selst hefur til þessa. Ef skoðaðir eru helstu flokkar þá minnkaði sala á rauðvíni um 0,49%, á hvítvíni minnk- aði salan um 2,42%, sala á bjór jókst um 0,48% og munaði þar mest um að sala á öðrum bjór en lagerbjór jókst um 6%, að því er fram kemur á heimasíðu Vínbúðanna. Sala á blönduðum drykkjum jókst um 26% en það eru drykkir sem byggjast á sterku áfengi. Mikill áhugi hefur verið á kampavíni en það er undirflokkur freyðivíns. Sala á freyðivíni í heild jókst um 20% og salan á kampavíni sérstaklega um nærri 25%. Seldir voru 14.389 lítrar af kampavíni en metinu frá 2007 hefur ekki verið náð, en þá seldust 15.920 lítrar. Viðskiptavinir voru 4.996 þúsund og fjölgaði um 1,6% frá árinu 2017, en þá voru viðskiptavinirnir rúm- lega 4.919 þúsund og 4,7 milljónir 2016. Færri vindlingar, meira af neftóbaki Í tóbaki var salan þannig að ÁTVR seldi um 882 þúsund karton af vindlingum sem er 3% minnkun frá 2017. Alls seldust um 4.478 þús- und vindlar á nýliðnu ári sem er 7,4% minnkun frá 2017, af reyktób- aki seldust 7.642 kg en það er 9,9% minnkun frá 2017 og loks seldust 44,671 kg af neftóbaki sem er 18,7% aukning frá 2017. Í þeim flokki varð 5,8% samdrátur árið 2017, en tób- aksgjald á neftóbak var hækkað verulega í upphafi árs 2017. aij@mbl.is Sala á kampavíni nálgaðist 2007  Aldrei meira selt af áfengi en á nýliðnu ári  Fimm milljón viðskiptavinir Álfheimum 74, 104 Rvk, sími 568 5170 Verið velkomin ÚTSALAN er hafin Beinn kostnaður Ríkisútvarpsins vegna Áramótaskaupsins 2018 var um það bil 34 milljónir króna. Það er svipað og undanfarin ár, sam- kvæmt upplýsingum frá dagskrár- stjóra RÚV, Skarphéðni Guð- mundssyni. Þegar leitað var að framleiðanda skaupsins kom fram að Ríkisútvarpið greiddi honum 32 milljónir króna til að standa straum af kostnaði við framleiðslu verksins. Það var fyrirtækið Glassriver sem hreppti hnossið. Leikstjóri Skaupsins var Arnór Pálmi Arnarson. Fyrstu áhorfstölur benda til þess að áhorfið hafi verið meira en und- anfarin ár. Samkvæmt bráða- birgðatölum var meðaláhorfið 73%, uppsafnað áhorf 75% og hlutdeild, hlutfall þeirra sem voru að horfa á sjónvarp á sama tíma og Áramóta- skaupið var sýnt og með stillt á RÚV, 98%. Áhorfið er meira en tvö síðustu ár þegar fyrstu tölur sýndu um 70% meðaláhorf. Búast má við því að endanlegar áhorfstölur verði um 80%, þegar tekið hefur verið tillit til hliðraðs áhorfs sem er áhorf utan línulegrar dagskrár. Að vanda voru landsmenn mis- ánægðir með Áramótaskaupið en Ilmur Kristjánsdóttir, leikkona og einn af handritshöfum skaupsins, sagði í samtali við mbl.is að hand- ritshöfundarnir hefðu reynt að gæta jafnvægis og sanngirni við gerð Skaupsins. „Við mátum það þannig að við værum ekki að gera einhverjum hátt undir höfði og við reyndum að vera hlutlaus. Við vorum sex hand- ritshöfundar og höfðum örugglega misjafnar skoðanir og gátum dempað hvert annað,“ segir Ilmur. „Þannig að ég held að það hafi ver- ið jafnvægi. Við pössuðum okkur á að það hallaði ekki um of á ein- hvern einn aðila.“ Skaupið kostaði 34 milljónir króna  Meira áhorf en undanfarin ár Skaupið Atriðið um blóðgjöf homma vakti mikla athygli.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.