Morgunblaðið - 03.01.2019, Síða 2
2 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 3. JANÚAR 2019
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 569 1100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is
Viðskipti Stefán E. Stefánsson vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf.
Ávöxtunarkrafa Íslandspósts á
rekstrarárinu 2014 var 7,9%. Hvað
varðar fjárbindingu félagsins í ein-
staka starfsþáttum árið 2014 eru
þær upplýsingar trúnaðarmál.
Þetta kemur fram í svari Póst- og
fjarskiptastofnunar (PFS) við fyrir-
spurn Morgunblaðsins. Tilefnið er
umræða um fjárhagsstöðu Íslands-
pósts og mögulega lánsfjárþörf.
Spurði Morgunblaðið um fjárbind-
ingu Íslandspósts í einkarétti, sam-
keppni innan alþjónustu og sam-
keppni utan alþjónustu. Horft var til
svars innanríkisráðherra við fyrir-
spurn Willums Þórs Þórssonar al-
þingismanns frá vorinu 2016. Komu
þar fram rekstrartölur fyrir 2014,
sem endurbirtar eru hér til hliðar.
Í fyrirspurn til PFS hinn 6.12. sl.
var spurt hvort hægt væri að fá
sömu sundurliðun úr rekstri póstsins
árin 2012-2017. Í svari PFS 19.12. sl.
kom fram að Íslandspóstur hefði
ekki fallist á að sú sundurliðun yrði
birt á ný með sambærilegum hætti.
„Rök fyrirtækisins eru einkum þau
að um sé að ræða upplýsingar beint
úr kostnaðarbókhaldi félagsins sem
ekki sé skylt að birta,“ sagði þar m.a.
Vegna leyfa var PFS ekki unnt að
svara frekari spurningum milli jóla
og nýárs. Þær upplýsingar fengust
frá PFS í gær að beðið væri svara frá
Íslandspósti varðandi trúnað á um-
ræddum upplýsingum. Bent var á að
ávöxtunarkrafa ÍSP væri breytileg
milli ára. Ekki væri einfalt mál að
reikna út fjárbindingu í starfsþátt-
um Íslandspósts. baldura@mbl.is
Rekstrartölur trúnaðarmál
Fjárbinding
póstsins er sögð
vera trúnaðarmál
Eignarekstur* Íslandspósts 2014
Gjald fært á starfsþætti,** í þúsundum króna *Eignarekstur: afstemming
milli reiknaðs kostnaðar,
þ.e. fjárbindingar og
raunkostnaðar skv.
fjárhagsbókhaldi.
**Innifalið í
rekstrar-
gjöldum
viðkomandi
starfs-
þáttar.
Einkarétt ur 129.942
Sam keppni inn an al þjón ustu 257.194
Sam keppni utan al þjón ustu 27.119
Fjár magnskrafa sam tals 414.255
Bók færður fjár magnskostn aður -107.763
Hagnaður af sölu eigna, dótturfélög o.fl. -72.572
Mis mun ur 233.921
H
ei
m
ild
: I
nn
an
rík
is
rá
ðu
ne
yt
ið
Daníel Bjarnason, tónlistarmaður og hljómsveitarstjóri,
hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin 2018. Guðni Th. Jó-
hannesson, forseti Íslands, afhenti verðlaunin og naut
við það aðstoðar Vigdísar Finnbogadóttur og Rann-
veigar Rist, forstjóra ÍSAL sem er bakhjarl verðlaun-
anna. Daníel fékk grip úr áli og eina milljón króna.
Bjartsýnisverðlaunin eru menningarverðlaun sem hafa
verið afhent árlega frá árinu 1981.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Daníel hlaut bjartsýnisverðlaunin
Helgi Bjarnason
helgi@mbl.is
Áhafnir björgunarþyrlna og eftirlits-
og björgunarflugvélar Landhelgis-
gæslunnar sinntu 278 útköllum á síð-
asta ári. Er það metár. Alls voru 180
sjúkir og slasaðir fluttir, þar af helm-
ingur erlendir ríkisborgarar sem er
hærra hlutfall en verið hefur und-
anfarin ár. Á næstu vikum og mán-
uðum fær Landhelgisgæslan nýrri
leiguþyrlur til notkunar næstu árin
og áformað er að bjóða út kaup á nýj-
um þyrlum sem Gæslan mun eiga.
Stöðug aukning hefur verið í út-
köllum loftfara Landhelgisgæslunn-
ar á undanförnum árum. Þau 278 út-
köll sem áhafnir þeirra sinntu á
síðasta ári eru 8% fleiri en árið á
undan og áður hafa ekki komið jafn
mörg útköll á einu ári. Það sýnir þró-
unina vel að á árinu 2011 voru útköll-
in 160 og hafa því aukist um 74% á
sjö árum. Fluttir voru 180 sjúkir eða
slasaðir í þessum útköllum. Þar af
voru 90 erlendir ríkisborgarar, jafn-
margir og Íslendingar.
Ásgrímur L. Ásgrímsson, fram-
kvæmdastjóri aðgerðasviðs Land-
helgisgæslunnar, segir að sjúkra-
flutningar með þyrlum hafi aukist
stöðugt. Þá komi stóraukinn fjöldi
erlendra ferðamanna fram í þessum
tölum. „Þjóðfélagið og þeir sem
kalla eftir aðstoð vilja fá sem skjót-
astan og öruggastan flutning fyrir
veikt fólk og slasað. Vilja láta skjól-
stæðinga sína njóta vafans. Við vilj-
um líka gera það,“ segir Ásgrímur.
Það leiðir til þess að kallað er eftir
aðstoð þyrlu af minna tilefni en áður
var.
Þótt tölur um hærra hlutfall er-
lendra ríkisborgara komi fram í
þessum upplýsingum verður að líta
til þess að einstök mál geta gert
samanburð á milli ára villandi.
Þannig hleypir björgun fimmtán
manna af sementsflutningaskipinu
sem strandaði í Helguvíkurhöfn tölu
erlendra ríkisborgara upp.
Fleiri útköll þyrlna en áður
Loftför Landhelgisgæslunnar sinntu 278 útköllum á síðasta ári Fluttir voru jafn
margir erlendir ríkisborgarar og íslenskir Endurnýjun þyrluflotans að hefjast
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Að störfum Önnur leiguþyrla Landhelgisgæslunnar, TF-SYN, verður hér á
landi fram á vor en hinni, TF-GNA, verður skilað í þessari viku.
Sigtryggur Sigtryggsson
sisi@mbl.is
Úrkomudagar í Reykjavík voru
óvenjumargir á nýliðnu ári, 261, og
hafa aldrei verið fleiri síðan mæl-
ingar hófust árið 1921, eða í 97 ár.
Þetta kemur fram í bráðabirgða-
yfirliti Trausta Jónssonar veður-
fræðings.
Árið 2018 var úrkomusamt og
nokkuð hlýtt, segir Trausti. Hiti á
landsvísu var nærri meðallagi síð-
ustu tíu ára en þau ár voru sérlega
hlý miðað við það sem algengast er
hér á landi. Meðalhiti í Reykjavík
var 5,1 stig og er árið eitt þeirra 30
hlýjustu (af 148) frá upphafi mæl-
inga. Meðalhiti á Akureyri var 4,6
stig og það 14. hlýjasta frá upphafi
mælinga. Austur á Dalatanga var
meðalhitinn 5,2 stig og hefur aðeins
þrisvar sinnum verið hærri.
Úrkoma í Reykjavík mældist
1059,2 millimetrar og hefur árs-
úrkoma aðeins sjö sinnum mælst
meiri frá upphafi samfelldra mæl-
inga 1921, síðast 2007. Þetta er
tæpum þriðjungi umfram meðallag.
Á Akureyri mældist úrkoman 687,2
mm eða um 40 prósent umfram
meðallag og hefur aðeins tvisvar
mælst meiri á einu ári, 2014 og
1989. Úrkomudagar voru einnig
óvenjumargir á Akureyri, 209, og
hafa aðeins þrisvar verið fleiri á
einu ári, flestir 224 árið 2014.
Sólskinsstundir mældust 1.163 í
Reykjavík á árinu, rúmlega 100
færri en í meðalári og fæstar á einu
ári síðan 1992. Á Akureyri mældust
sólskinsstundirnar 1.016 og er það í
tæpu meðallagi. Alhvítir dagar voru
38 á árinu í Reykjavík og hafa ekki
verið jafnfáir frá 2010. Á Akureyri
voru alhvítu dagarnir 98, um 20
færri en í meðalári.
Nýliðinn desember var hlýr.
Meðalhiti í Reykjavík var 2,7 stig,
+2,9 stigum ofan meðallags áranna
1961-1990 en +2,2 ofan meðallags
síðustu tíu ára. Hann er þriðji hlýj-
asti desember (af 18) það sem af er
öldinni, hlýjastur var desember
2002, þá var meðalhitinn +4,5 stig,
segir Trausti.
Úrkomudagar í
Reykjavík aldrei fleiri
Árið 2018 var úrkomusamt og nokk-
uð hlýtt Sólskin var undir meðallagi
Endurnýjun þyrlukosts Land-
helgisgæslunnar hefst í þessari
viku. Annarri leiguþyrlunni, TF-
GNA, verður flogið til Noregs
og í lok mánaðarins kemur
nýrri leiguþyrla til landsins.
Þjálfun flugmanna er lokið en
eftir er að þjálfa aðra í áhöfn
og æfa áhöfnina við mismun-
andi aðstæður þannig að hún
verður ekki útkallshæf fyrr en í
mars. Seinni leiguþyrlunni, TF-
SYN, verður skipt út fyrir nýrri
í maí.
Nýju þyrlurnar fá gamal-
kunnug kallmerki úr þyrlu-
fjölskyldu Gæslunnar, TF-EIR
og TF-GRO. Tvær þyrlur hennar
hafa áður borið nafnið TF-EIR
og þrjár TF-GRO.
TF-GNA skil-
að í vikunni
ENDURNÝJUN HEFST
595 1000
BORGIRNAROKKAR
VORIÐ2019
Búdapest, Lissabon eða Prag
meðAlbertEiríkssyniogBergþóriPálssyni
Frá kr.
139.995