Morgunblaðið - 03.01.2019, Blaðsíða 72

Morgunblaðið - 03.01.2019, Blaðsíða 72
ILVA Korputorgi, s: 522 4500 - www.ILVA.is laugardaga og sunnudaga 12-18 mánudaga - föstudaga 11-18:30 Lokað 31. desember og 1. janúar ÚTSALAN ER HAFIN YFIR 3.000 VÖRULIÐIR á lækkuðu verði ALLT AÐ 70% AF VÖLDUM VÖRUM Opnun Vaðlaheiðarganganna er aðdáendum Ljótu hálfvitanna efa- lítið sérstakt fagnaðarefni, enda stytta þau leiðina að Græna hatt- inum á Akureyri umtalsvert. Þar mæta þeir óðir og uppvægir í að spila af sér jólamörinn kl. 22 annað kvöld, 4. janúar, og laugardags- kvöldið 5. janúar og slá hvergi af í galgopahætti og glenssprúðli. Slá hvergi af í galgopa- hætti og glenssprúðli FIMMTUDAGUR 3. JANÚAR 3. DAGUR ÁRSINS 2019 Sími: 569 1100 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is mbl.is: netfrett@mbl.is Í lausasölu 641 kr. Áskrift 6.960 kr. Helgaráskrift 4.346 kr. PDF á mbl.is 6.173 kr. iPad-áskrift 6.173 kr. „Ég saknaði boltans og saknaði þess að vera í hringiðunni. Það er skemmtilegt að vera hluti af hópi sem reynir að skara fram úr. Ég fann aðeins fyrir því að lífið var kannski fullrólegt fyrir áramót,“ segir körfuknattleiksmaðurinn Axel Kárason sem er kominn til liðs við Tindastól á nýjan leik. »1 Ég saknaði þess að vera í hringiðunni ÍÞRÓTTIR FÓLK Í FRÉTTUM Árni Már Erlingsson myndlistar- maður opnar sína sjöundu einka- sýningu, Fleiri öldur, færri aldir, í Einarsstofu, Safnahúsi Vest- mannaeyja, kl. 17 í dag. Sýningin er framhald af sýningu hans í Lista- mönnum við Skúlagötu í nóvember síðastliðnum, en þar verða jafn- framt sýnd nýrri verk. Hugmyndin að baki verkunum spegl- ar áhuga listamanns- ins á sjó og hefur hann sett saman og stillt upp málverkum, prent- verkum og verk- færum sem skúlptúr- um. Fleiri öldur og færri aldir í Vestmannaeyjum Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is „Í dáleiðslu getur fólk slakað á og leyft sér að líða betur. Þetta er frá- bært tækifæri til að lina alls konar þjáningar og öðlast bókstaflega betra líf,“ segir Jón Víðis Jakobs- son, formaður Félags dáleiðslu- tækna. Á morgun, 4. janúar, er al- þjóðlegi dáleiðsludagurinn og af því tilefni láta Íslendingar í faginu til sín taka. Dáleiðslutæknar verða með opið hús milli klukkan 17 og 19 á Stórhöfða 15 í Reykjavík. Þar verður fræðsla um dáleiðslu og hvað raunverulega felst í henni. Einnig verða helstu meðferðarkostir kynnt- ir og þeir sem vilja kynnast málinu betur geta reynt hópdáleiðslu. Vann á matarlöngun Jón Víðis nam dáleiðslu fyrir átta árum og reyndi ágæti hennar strax á sjálfum sér. „Ég var á þessum tíma að berjast við aukakílóin og að ég borðaði alltof mikið, svo sem skyndibitamat. Ég fór í dáleiðslu- tíma til að vinna á matarlöngun og vissi í upphafi ekkert hver árangur- inn yrði,“ segir Jón Víðis og heldur áfram: „Svo var það í hádeginu strax eft- ir fyrsta tíma í dáleiðslu að ég kom á veitingastað og fékk þar hamborg- ara, eins og oft áður. Ég tók einn bita og mig langaði bara ekki í meira. Svengdin var ekki til staðar. Þetta urðu algjör straumhvörf í lífi mínu og ég losaði mig við 30 kíló á um einu ári.“ Breyta venjum og hegðun Þegar hér var komið sögu hafði Jón Víðis nýlega lært dáleiðslu, en hann starfar á því sviði í dag. Hann hefur einnig lagt fyrir sig töfra- brögð og oft sýnt slíkar kúnstir á skemmtunum og mannamótum. Tekur þó skýrt fram að dáleiðsla og töfrar séu ekki það sama – enda haldi hann þessu tvennu algjörlega aðskildu. Dáleiðsla hjálpar til við allt sem er huglægt. Algengt er að til dæmis geðlæknar, sálfræðingar og annað fagfólk bendi skjólstæðingum sínum á þetta sem kost í stöðunni þegar það á við. Dáleiðsla virkar prýðilega þegar fólk vill og þarf að breyta venjum og hegðun; til dæmis hætta að reykja, losna við kóngulóarfælni eða flughræðslu, skerpa á einbeit- ingu eða lina verki. Að setjast í djúpa stólinn hjá Jóni Víðis eða öðr- um dáleiðslutæknum, nema þar skilaboðin og hverfa um stundarbil út úr efnisheimum getur verið lykill að betra lífi. Dáleiðsla er góð „Það gerist oft að fólk sem er á leiðinni í skurðaðgerðir lætur dá- leiða sig svo það sé sem best and- lega undirbúið þegar það leggst á bekkinn. Dáleiðsla er líka góð fyrir barnshafandi konur sem eru komn- ar að fæðingu sem svo oft er þeim sársaukafull. Einnig getur dáleiðsla hjálpað fólki að losa sig við neikvæð- ar og þrálátar hugsanir sem valda því óþægindum. Hvernig til tekst er undir hugarfari og vilja hvers og eins komið. En öll þekkjum við á eigin skinni hvernig dáleiðsla er; andartökin milli svefns og vöku. Í þeim svefnrofum er hugurinn kannski aldrei virkari og þá geta gerst alveg ótrúlegir hlutir,“ segir Jón Víðis Jakobsson að síðustu. Morgunblaðið/Eggert Hugur „Þá geta gerst alveg ótrúlegir hlutir,“ segir Jón Víðis Jakobsson dáleiðslutæknir sem kann trixin sem hjálpa. Hugurinn aldrei virkari  Alþjóðlegi dáleiðsludagurinn  Setjast í djúpa stólinn  Andartökin milli svefns og vöku  Linar þjáningarnar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.