Morgunblaðið - 07.01.2019, Side 2
legt ofbeldi en líkamlegt en 69% þátt-
takenda höfðu upplifað andlegt of-
beldi í æsku. Þá voru þeir sem voru 30
ára eða yngri þrisvar sinnum líklegri
til þess að hafa upplifað andlegt of-
beldi í æsku.
Aðrar birtingarmyndir
Geir segir þetta sýna að birtingar-
myndir ofbeldis séu að breytast þó að
það sé ekki endilega að aukast.
„Við sjáum það á okkar gögnum að
minna er um líkamlegar refsingar
eins og flengingar og kinnhesta, að
snúa upp á eyru og svoleiðis sem var
mikið um áður.
Þeir sem eru yngstir í þeim hópi
sem við ræddum við eða svöruðu
spurningum okkar sögðust frekar
hafa reynslu af andlegu ofbeldi heldur
en líkamlegum refsingum. Höfnun,
mismunun og þess háttar fellur undir
andlegt ofbeldi þannig að það er hugs-
anlegt að birtingarmyndir ofbeldis
séu að breytast.“ ragnhildur@mbl.is
Reynsla íslenskra barna af ofbeldi er
jafn mikil og í einhverjum tilvikum
meiri en reynsla
annarra barna á
Norðurlöndunum.
Þetta kemur
fram í yfirgrips-
mikilli samantekt
Geirs Gunnlaugs-
sonar, prófessors
og fyrrverandi
landlæknis, og
Jónínu Einars-
dóttur mannfræð-
ings á rannsókn-
um á ofbeldi gegn börnum á Íslandi.
Í samantektinni er bent á íslenska
rannsókn þar sem 48% þátttakenda
höfðu upplifað líkamlegt ofbeldi í
æsku. Þeir sem voru 30 ára eða eldri
voru um það bil tvisvar sinnum lík-
legri til þess að hafa upplifað líkam-
legt ofbeldi í æsku en þeir sem yngri
voru.
Hærra hlutfall hafði upplifað and-
Andlegt ofbeldi
færist í aukana
Íslensk börn upplifa jafnvel meira
ofbeldi en önnur börn á Norðurlöndum
Geir
Gunnlaugsson
2 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 7. JANÚAR 2019
595 1000
Gran Canaria
Bir
tm
eð
fyr
irv
ar
au
m
pr
en
tvi
llu
r.
He
im
sfe
rð
ir
ás
kil
ja
sé
rr
étt
til
lei
ðr
étt
ing
aá
slí
ku
.A
th.
að
vve
rð
ge
tur
br
ey
st
15. janúar í 14 nætur
2 fyrir 1
Frá kr.
39.950Frá kr.
89.995
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 569 1100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is
Viðskipti Stefán E. Stefánsson vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf.
„Þetta er einfalt í lífinu. Ef þú vilt eiga gott líf þá þarftu
að borða hollan mat. Hollt er það sem náttúran býr til:
fiskur,“ segir Geir Vilhjálmsson, eigandi fiskbúðarinnar
Hafberg í Gnoðarvogi. Hann fellst á að kjöt og grænmeti
teljist einnig til náttúruafurða.
Sölunni hjá kaupmanni þessum vex fiskur um hrygg
eftir áramót en á myndinni brosir hann nýársbrosi, með
þorskhrogn í annarri hendi en þorsklifur í hinni. „Fólk
tekur sig á í janúar og snýr sér að hollari mat,“ segir
Geir. Þá liggur fiskurinn beinast við, enda meinholl fæða.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Hrognin eitthvað það hollasta úr þorski
Ragnhildur Þrastardóttir
ragnhildur@mbl.is
Nánast einungis hestar voru grafnir
í kumlum með víkingum á Íslandi en
ekki hryssur.
Þetta leiðir ný íslensk fornleifa-
rannsókn í ljós. Af þeim 19 hrossum
úr kumlum sem rannsökuð voru var
ein hryssa. Bein af þremur hrossum
sem fundust utan kumla voru einnig
rannsökuð en það voru allt hryssur.
Albína Hulda Pálsdóttir
dýrabeinafornleifafræðingur er ein
af þeim sem stóðu að rannsókninni.
Hún segir að með því að kyngreina
hrossin hafi þau viljað skilja kumla-
hefðina betur.
„Þessi kuml og kumlasöfn sem við
eigum á Íslandi eru alveg einstök þar
sem það er svo góð varðveisla hérna.
Í Noregi er til dæmis ekki jafn góð
varðveisla á dýrabeinum vegna jarð-
vegsins þar. Á Íslandi höfum við því
einstakt tækifæri til þess að skilja
eitthvað sem við höfum ekki gögn til
að skilja annars staðar.“
Dýrabein sem hafa fundist í kuml-
um á Íslandi eru nánast undantekn-
ingalaust bein heilbrigðra dýra á
besta aldri. Um það hvers vegna
heilbrigðir hestar hafi verið grafnir í
kumlum með víkingunum segir Alb-
ína:
„Þetta hefur líklega verið tengt
einhverjum trúarathöfnum eða hefð-
um. Það er ekki
ósennilegt að
þetta hafi verið
stóðhestar þó svo
að við getum ekki
fullyrt um það.
Rannsóknir Rún-
ars Leifssonar,
eins af meðhöf-
undum okkar,
sýna að þetta
hafa verið blóðug-
ar fórnarathafnir svo þetta er svona
leikrænn og áhrifamikill atburður.
Því hefur kannski verið drama-
tískara að vera með ógelta hesta í
slíkum atburði.“
Albína bætir því við að það geti
verið tákn um völd að láta grafa sig
með heilbrigðum hesti.
„Fornleifafræðingar í dag eru
mjög hrifnir af rannsóknum sem
tengjast völdum og valdabaráttu.
Það er mögulegt að álykta að fólk
hafi notað kuml til að sýna völd og til
þess að öðlast völd.“
Ekki bara greftrun
Kuml voru annars eðlis en aðrar
greftranir og mjög mikilvægar, að
sögn Albínu.
„Það er svo margt með þessi kuml
sem er svo áhugavert, meðal annars
að það virðast oftast vera karlmenn á
besta aldri sem eru grafnir í kuml-
um.
Þetta var ekki bara greftrun held-
ur einhvers konar yfirlýsing sem
hefur miklu meiri merkingu heldur
en það að kveðja einstakling sem er
látinn.“
Albína segir spennandi hversu
mikið á eftir að rannsaka í tengslum
við íslensk kuml. „Það er bara svo
margt sem við vitum ekki og skiljum
ekki í þessu sem mér sem vísinda-
manni finnst æðislegt. Það liggur við
að því minna sem ég viti því betra.“
Hestar í kumlum en ekki hryssur
Eitt af 19 hrossum sem fundust í kumlum á Íslandi var hryssa Hefðin í kringum kuml gæti tengst
valdabaráttu víkinganna Kyn hrossanna hjálpar fornleifafræðingum að skilja hefðina til hlítar
Ljósmynd/Agata Gondek
Hross Þetta bein er úr einu af hrossunum sem voru kyngreind.
Albína Hulda
Pálsdóttir
Helgi Bjarnason
helgi@mbl.is
Sumar keðjur stórmarkaða eru með
tæki við afgreiðslukassa verslana til
að kanna hvort peningaseðlar sem
greitt er með séu
gildir. Stöku sinn-
um kemst upp að
um er að ræða
falsaða seðla með
þessum hætti.
Bæði Bónus og
Krónan hafa í
verslunum sínum
sérstaka penna
sem strokið er
eftir seðlum til að kanna hvort þeir
séu gildir. „Það eru alltaf að koma
upp svikamál, mikið er um þjófnaði
úr verslunum og falsaðir seðlar
koma með nokkurra vikna millibili,“
segir Gréta María Grétarsdóttir,
framkvæmdastjóri Krónunnar. Þar
hafa verið pennar við alla afgreiðslu-
kassa í nærri ár og segir hún þá
ódýrt öryggistæki. „Við höfum
nokkrum sinnum stoppað fólk sem
ætlar að nota falsaða seðla. Yfirleitt
er það þannig að þegar starfsmaður
hringir í vaktstjóra til að láta vita
lætur viðkomandi sig hverfa. Hefur
ætlað að láta á þetta reyna. En einn-
ig hefur komið saklaust fólk sem
fengið hefur falsaða seðla til baka í
öðrum verslunum og á engan hlut að
máli,“ segir Gréta María.
Hún segir að aðallega séu stærri
seðlarnir, 5 og 10 þúsund króna
seðlar, athugaðir. Þótt nokkrir fals-
arar hafi verið stoppaðir segir
Gréta að einhverjir komist í gegn
og uppgötvist fölsunin þá í bank-
anum. Guðmundur Marteinsson,
framkvæmdastjóri Bónuss, segir að
eitthvað sé um að falsaðir seðlar hafi
uppgötvast við eftirlit með penna en
það sé þó ekki oft. Hann bendir á að
falsanir komi í bylgjun og þá séu
gefnar út viðvaranir.
Minna reiðufé í umferð
Algengt er að gildi peningaseðla
sé kannað í verslunum erlendis, sér-
staklega í Bandaríkjunum. Fram-
kvæmdastjórar Kringlunnar og
Smáralindar vita ekki til þess að
verslanir innan þeirra raða séu al-
mennt með slíkt eftirlit.
Gréta María og Guðmundur segja
að það hjálpi til að sífellt minna
reiðufé sé í umferð. Mest sé greitt
með kortum.
Afgreiðslufólk kannar hvort
notaðir eru falsaðir seðlar
Falsaðir peningaseðlar uppgötvast oft í Krónunni