Morgunblaðið - 07.01.2019, Qupperneq 8

Morgunblaðið - 07.01.2019, Qupperneq 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 7. JANÚAR 2019 HAGI ehf Stórhöfða 37 • 110 Reykjavík • S. 414-3700 • hagi@hagi.is • Hagi ehf HILTI Hágæða vinnuföt í miklu úrvali Sérmerkjum fyrir fyrirtæki Verkfæri og festingar Mikið úrval af öryggisvörum Nú fástS s vinnuföt í Veggjöld hafa verið nokkuð tilumræðu og verða meðal helstu mála Alþingis á næstunni ef marka má svör fulltrúa þingflokka í Morg- unblaðinu á laugardag og umræður í þættinum Þing- völlum á K100 í gær.    Skiljanlegt erað þessi um- ræða eigi sér stað og að veggjöld séu til skoðunar þegar horft er til verulega aukins álags á vegakerfi landsins og ófull- nægjandi vega víða um land.    Þá eru nauðsynlegar vegabæturá höfuðborgarsvæðinu oft nefndar í þessu sambandi, en í þeirri umræðu má þó ekki gleyma því að þar hefur skortur á fé ekki verið helsti vandinn, heldur skortur á vilja meirihlutans í borginni til að ráðast í eða jafnvel að leyfa vega- framkvæmdir sem ríkið hefur vilj- að ráðast í.    Í umræðunni um veggjöld þarflíka að taka tillit til þess að bíla- eigendur eru nú þegar skattlagðir mjög rækilega, bæði þegar þeir fjárfesta í bílum og þegar þeir nota þá.    Þegar upp koma hugmyndir umveggjöld sem virðast eiga að vera viðbót við þessa almennu skattlagningu er eðlilegt að slíkar hugmyndir sæti gagnrýni.    Veggjöld kunna að vera gagnlegleið til að ná ýmsum mark- miðum, svo sem að allir, þar með taldir erlendir ferðamenn, greiði fyrir notkun veganna.    Þá hlýtur þó að mega ætlast til að önnur gjöld á bifreiðaeigendur lækki á móti. Fjármögnunarleið eða skattahækkun? STAKSTEINAR Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ Björgun átti lægsta tilboð í viðbótar- dýpkun í og við Landeyjahöfn á komandi vori. Félagið býðst til að dýpka um 100 þúsund rúmmetra fyrir tæpar 135 milljónir sem er að- eins 5 milljónum yfir kostnaðar- áætlun. Önnur tilboð voru mun hærri. Björgun er með samning við Vegagerðina um dýpkun í Landeyja- höfn næstu þrjú árin og tók hann gildi nú um áramótin. Fyrsta dýpk- unin er fyrirhuguð í næsta mánuði. Vegagerðin bauð út viðbótardýpkun sem vinna á í febrúar. Tilgangur þess var að flýta fyrir dýpkun eftir veturinn og opna höfnina. Björgun mun nota bæði dýpk- unarskip sín, Dísu og Sóley, sam- kvæmt uppýsingum Vegagerðar- innar. Fyrirtækið hefur einnig yfir að ráða öðrum tækjum, eins og gröfu- og flutningaprömmum. Áður hefur komið fram hjá fyrirtækinu að það stefnir að því að endurnýja hluta skipakostar síns á næstu misserum, annaðhvort með nýsmíði dæluskips eða fjárfestingu í notuðu skipi. Það ferli muni þó taka töluverðan tíma. helgi@mbl.is Morgunblaðið/Styrmir Kári Landeyjahöfn Dýpkað verður áður en nýr Herjólfur hefur siglingar. Björgun mun einnig annast aukadýpkun Sigurður E. Guð- mundsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri Húsnæðisstofnunar ríkisins og borgar- fulltrúi Alþýðuflokks- ins, lést í Reykjavík í gærmorgun eftir skamma sjúkdóms- legu. Hann var á 87. aldursári. Sigurður var fædd- ur 18. maí 1932 í Reykjavík. Foreldrar hans voru hjónin Guð- rún Ástríður Elimund- ardóttir húsfreyja og Guðmundur Kristinsson verkamað- ur í Reykjavík. Að loknu stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík árið 1952 hóf hann nám í læknisfræði við Háskóla Íslands en lauk ekki prófi. Eftir starfslok lauk hann sagnfræðinámi við Háskóla Ís- lands. Sigurður starfaði sem blaðamað- ur á Alþýðublaðinu og var fram- kvæmdastjóri Alþýðuflokksins. Hann var skrifstofustjóri Húsnæð- isstofnunar ríkisins frá 1965 og framkvæmdastjóri frá 1971 til árs- ins 1998. Sigurður tók virkan þátt í starfi Alþýðuflokksins frá því um tvítugt, meðal annars sem formaður Félags ungra jafnaðarmanna í Reykjavík, Sam- bands ungra jafnaðar- manna, Alþýðuflokks- félags Reykjavíkur og fulltrúaráðsins í Reykjavík. Þá sat hann í miðstjórn og flokksstjórn um ára- bil. Sigurður var varaþingmaður Al- þýðuflokksins í Reykjavík og tók sæti á Alþingi um skeið á árunum 1970 og 1971. Hann var borgarfulltrúi flokksins á árunum 1981 til 1986. Sigurður skrifaði mikið um stjórnmál og húsnæðismál í dag- blöð og tímarit. Að loknu meist- araprófi í sagnfræði vann hann að ritgerð um sögu velferðar á Ís- landi frá 1889 til 1946 sem nefnist „Öryggi þjóðar frá vöggu til graf- ar“. Sigurður var kvæntur Aldísi Pálu Benediktsdóttur bankastarfs- manni, frá Grímsstöðum á Fjöll- um, sem lést árið 2007. Hann læt- ur eftir sig þrjú börn, Guðrúnu Helgu, Benedikt og Kjartan Emil, tvö barnabörn og eitt barna- barnabarn. Andlát Sigurður E. Guðmunds- son, fv. framkvæmdastjóri

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.