Morgunblaðið - 07.01.2019, Side 9
FRÉTTIR 9Innlent
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 7. JANÚAR 2019
Blað var brotið í skáksögu landsins
þegar fyrsta mót sinnar tegundar
var haldið í leikskólanum Laufás-
borg en skilyrðin til þátttöku voru
a) að vera ekki fæddur fyrr en
2006, þ.e. að vera enn á grunn-
skólaaldri, og b) að vera ekki kom-
inn með 1.600 alþjóðleg stig.
Það var fyrsta mótið í mótaröð
Laufásborgar. Með þessu fyrir-
komulagi er komið til móts við þau
börn sem vilja stíga sín fyrstu
skref í alvöruskákkeppnum en
kunna síður við að mæta á opnu
mótin þar sem hent getur að fyrsti
andstæðingur þeirra sé fullorðinn.
Í stúlknaflokki var Emilía Embla
Baldvins- og Berglindardóttir
stigahæst með þrjá vinninga af
fimm. Í drengjaflokki var það
Adam Ómarsson, sem vann allar
sínar fimm skákir.
Lilja Dögg Alfreðsdóttir, menn-
ingar- og menntamálaráðherra,
tefldi fyrstu skákina. Omar Sal-
ama, sem hefur á annan áratug
haft veg og vanda af skákstarfi á
Laufásborg, sagði mótið hafa farið
vel af stað í samtali við Morgun-
blaðið.
Tefldu af kappi á
mótaröð Laufásborgar
Morgunblaðið/Árni Sæberg.
Teflt Með nýjum keppnisflokki er krökkum boðið að fóta sig hæfilega hratt í vægðarlausum heimi skákarinnar.
Ragnheiður Inga Þórarinsdóttir
hefur verið skipuð rektor Landbún-
aðarháskóla Íslands til fimm ára.
Tekur hún við af
Sæmundi Sveins-
syni sem skip-
aður var tíma-
bundið í stöðu
rektors haustið
2017.
Ragnheiður er
verkfræðingur
að mennt og var
áður fram-
kvæmdastjóri
verkfræðistofunnar Svinna-
verkfræði sem sinnt hefur ráðgjöf á
sviði umhverfismála, nýsköpunar
og rannsókna. Hún er með doktors-
próf frá danska tækniháskólanum
og lauk MBA-prófi frá Háskóla Ís-
lands. Hún hefur gegnt stöðu gesta-
prófessors og gestadósents við um-
hverfis- og byggingaverkfræði-
deild Háskóla Íslands og var
aðstoðarorkumálastjóri í nokkur
ár.
Þá hefur hún sinnt ýmsum stjórn-
ar- og rannsóknarstörfum, meðal
annars fyrir Rannís, Háskóla Ís-
lands, Matís, Nýsköpunarmiðstöð
Íslands, Evrópusambandið og
norska rannsóknarráðið.
Nú stunda 480 nemendur nám við
skólann, þar af tæplega 80 á meist-
ara- og doktorsstigi, en náms-
brautir skólans eru bæði á starfs-
mennta- og háskólastigi.
Ragnheiður Inga
skipuð rektor Land-
búnaðarháskólans
Ragnheiður Inga
Þórarinsdóttir
Hundaeigandi varaði aðra slíka við
vá sem varð á vegi hans á útivistar-
svæðinu í Öskjuhlíð á laugardaginn
var. Hundaeigandinn, sem kaus að
koma ekki fram undir nafni í sam-
tali við mbl.is, kom að hundi sínum
þar sem hann var að narta í það
sem reyndist vera eitthvað eins og
rakvélarblað nema hvað utan um
það var ætileg fita.
Fitubitarnir utan um stálið kváðu
vera um fjórir sentimetrar í þver-
mál, stærð sem gerir hundum af
ýmsum tegundum auðvelt fyrir að
gleypa þá í sig. Af því getur ljóslega
stafað geysimikil hætta, að hundur
innbyrði svona nokkuð.
Að sögn þess sem kom að þessum
ósköpum voru nokkrir svona bitar
á víð og dreif. Viðkomandi tók sig
til og deildi þessu með öðrum
hundaeigendum í þartilgerðum
Facebook-hópi og mbl.is tók upp
þráðinn. Ekki er vitað til þess að
skaði hafi hlotist af en mönnum er
eftir sem áður bent á að hafa var-
ann á, hætti þeir sér á þessar slóðir.
Varað við fitu-
húðuðum stálbitum
Hætta Útlit var fyrir ásetning um illvirki.