Morgunblaðið - 07.01.2019, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 07.01.2019, Blaðsíða 10
10 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 7. JANÚAR 2019 Útsölustaðir: • Guðsteinn Eyjólfsson – Laugavegi • Heimkaup.is • Hagkaup • Fjarðarkaup – Hafnarfirði • Herrahúsið – Laugavegi • Karlmenn – Laugavegi • Vinnufatabúðin – Laugavegi • JMJ – Akureyri • Bjarg – Akranesi • Efnalaug Suðurlands – Selfossi • Kaupfélag Skagfirðinga • Kaupfélag V-Húnvetninga • Skóbúð Húsavíkur • Haraldur Júlíusson – Sauðárkróki • Blómsturvellir – Hellissandi • Efnalaug Vopnafjarðar • Sigló Sport – Siglufirði • Bjarni Eiríksson – Bolungarvík • Grétar Þórarinsson – Vestmannaeyjum • Axel Ó – Vestmanneyjum Höfðabakka 9, 110 Reykjavík | Sími 561 9200 | run@run.is | www.run.is Stay Original Vegagerðin hefur opnað tilboð í endurbyggingu 3,7 kílómetra kafla Skorradalsvegar frá Vatnsenda- hlíð að Dagverðarnesi, ásamt út- lögn klæðingar. Vegurinn verður malbikaður en þarna er jafnan mikil umferð, sérstaklega um helgar, enda mikil sumarbústaða- byggð í Skorradal. Alls bárust fjögur tilboð í verk- ið. Þróttur ehf., Akranesi bauð lægst, krónur 127.580.300. Er það 82% af kostnaðaráætlun, sem var 156 milljónir króna. Stefnt er að samningum við Þrótt ehf., sam- kvæmt upplýsingum Pálma Þórs Sævarssonar, svæðisstjóra Vega- gerðarinnar á Vesturlandi. Önnur fyrirtæki sem buðu í verkið voru Borgarverk ehf., Borgarnesi, 134 milljónir, Þjótandi ehf., Hellu, 144,5 milljónur og Ís- landsgámar ehf., Akranesi, 288 milljónir. Að sögn Pálma Þórs er um- ræddur vegarkafli malarvegur. Við lagningu á bundnu slitlagi verður núverandi veglínu fylgt að mestu leyti. Smávægileg breyting verður gerð á kafla sem nefnist Hvammsklif. Þar verður vegurinn lagaður og gerður öruggari. Alls verða lagðir 25 þúsund fermetrar af bundnu slitlagi á vegarkaflann, samkvæmt útboðinu. Verkinu skal að fullu lokið eigi síðar en 1. september 2020. sisi@mbl.is Endurbygging kafla Skorradalsvegar Skorradalsvatn Ko rt ag ru nn ur : O pe nS tr ee tM ap 508 520 Fyrirhuguð endurbygging 3,7 km kafla Skorradals- vegar frá Vatnsendahlíð að Dagverðarnesi Bundið slitlag á Skorradalsveg  Þróttur á Akranesi átti lægsta tilboð Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Alls bárust 26 erindi í hugmyndaleit að starfsemi til bráðabirgða í hluta af verslunarkjörnum í Arnarbakka 2-6 og Völvufelli 11- 21 í Breiðholti. Reykjavíkurborg er eigandi húsanna og leitaði eftir hugmyndum frá borgarbúum, en frestur til að skila hugmyndum rann út 19. des- ember sl. Af innsendum erindum voru 11 frá aðilum sem sækja um húsnæði undir ákveðna starfsemi og 15 voru hugmyndir, tillögur og ábendingar varðandi verkefnið og svæðið al- mennt. Fulltrúar íbúa í Breiðholti undir forsvari Óskars Dýrmundar Ólafs- sonar, hverfisstjóra í Breiðholti, munu fara yfir innsend erindi og meta hvaða verkefni eru áhugaverð- ust inn í þessa kjarna, samkvæmt upplýsingum Jóns Halldórs Jón- assonar upplýsingafulltrúa. Á þeim grunni verður unnin til- laga til borgarráðs. Starfshópur íbúa hittist um miðja næstu viku og mun starfa þar til búið er að velja sam- starfsaðila í húsnæðið. Við val á starfsemi verður sérstök áhersla lögð á samfélagsleg verkefni sem eru opin almenningi og auka mögu- leika íbúa til þátttöku í félagsstarfi, eru uppbyggjandi og auka fjöl- breytni, að því er fram kom í auglýs- ingu borgarinnar í fyrra. Borgin fær húsnæðið afhent í áföngum fram á mitt ár 2019. Fram kom í auglýsingunni að í Arnarbakka 2 er gert ráð fyrir að matvöruverslunin Iceland og Sveinsbakarí verði áfram, sem og Hársnyrtistofan Arnarbakka nr. 4-6. Í Völvufelli 13 eru og verða áfram Nýlistasafn Reykjavíkur og Listahá- skóli Íslands með sýningarsali. Hugmyndaleitin skilaði 26 erindum  Hleypa á lífi í tvo verslunarkjarna í Breiðholti  Borgin eignaðist húsin Ljósmynd/Reykjavíkurborg Arnarbakki Verslunarkjarni í Neðra-Breiðholti. Reykjavíkurborg eignaðist húsin og hyggst gæða þau lífi. Hugmynda var leitað hjá borgarbúum. Ragnhildur Þrastardóttir ragnhildur@mbl.is Stjórnarráðið hefur ekki uppfyllt skilyrði jafnlaunavottunar þrátt fyr- ir að það hafi átt að uppfylla þau fyrir lok síðasta árs. „Það eru einhver ráðuneyti komin með jafnlaunavottun, forsætisráðu- neytið, mennta- og menningarmála- ráðuneytið, umhverfis- og auðlind- aráðuneytið og velferðarráðuneytið. Ég veit til þess að önnur ráðu- neyti eru í ferli og nú er bara spurn- ing hvort þetta klárist ekki,“ segir Katrín Björg Ríkarðsdóttir, fram- kvæmdastjóri Jafnréttisstofu. Fimm af tíu ráðuneytum eiga því eftir að uppfylla skilyrði jafnlauna- vottunar. Einungis 42 fyrirtæki vottuð Frestur fyrirtækja og stofnana til að innleiða jafnlaunavottun var framlengdur um ár í september síð- astliðnum. Þessi frestur nær ekki til Stjórnarráðsins sem átti, eins og áð- ur sagði, að hafa öðlast jafnlauna- vottun í lok síðasta árs. Fresturinn nær ekki heldur til opinberra stofn- ana, sjóða og fyrirtækja sem telja 25 starfsmenn eða fleiri á ársgrund- velli. 142 fyrirtæki og stofnanir áttu að öðlast jafnlaunavottun fyrir 31. des- ember 2018 en hafa nú fengið frest til ársloka 2019. Fyrirtækin sem hafa fengið jafn- launavottun til þessa eru einungis 42 talsins en í byrjun október voru þau einungis fimmtán svo það hefur bæst talsvert við á síðustu þremur mánuðum. „Það hefur bæst aðeins við og ég geri ráð fyrir að þetta komi inn af meiri þunga á þessu ári,“ segir Katrín. Seinagangurinn gæti verið til- kominn vegna fárra vottunarstofa, að sögn Katrínar. „Það voru bara tvær vottunar- stofur starfandi lengst framan af. Núna hefur sú þriðja fengið leyfi til þess að votta þannig að þá fer að komast meiri gangur í þetta. Það getur alveg verið ein af ástæðunum að það hafi verið ákveð- inn flöskuháls að fá vottunarfyrir- tækin inn. Vonandi er það aðal- ástæðan og það ætti þá að vera eitthvað búið að lagast núna.“ „Heljarinnar vinna“ Sömuleiðis segir Katrín að ein- hverjum gæti þótt mikil vinna að uppfylla skilyrði jafnlaunavottunar. „Ef maður setur sig í spor fyrir- tækjanna sem þurfa að hugsa gæða- kerfin sín algjörlega upp á nýtt eða byrja á núllpunkti við innleiðingu þeirra þá er auðvitað hægt að ímynda sér að þetta sé heljarinnar vinna. Þetta krefst mikillar yfirlegu og rýni á starfslýsingum, starfaflokkun og öðru slíku en ef fyrirtækin vand- ar sig við að innleiða staðalinn eins og lögin segja til um þá munu þau sjá breytingar til langframa á gæð- unum í launakerfunum sínum.“ Aðspurð segir hún þó að ferlið sé ekki of flókið. Óþarfi að láta hugfallast „Ég held að öll gæðakerfi séu af hinu góða, sama hvort það sé varð- andi jafnlaunamál, umhverfismál eða annað. Það tekur tíma að innleiða og vinna í takti við þetta en ég held að það sé til góða þegar upp er staðið og óþarfi að láta hugfallast þótt það virki flókið í byrjun.“ Í jafnréttislögum eru heimildir til beitingar dagsekta ef fyrirtæki öðl- ast ekki jafnlaunavottun á tilsettum tíma. „Það hefur ekki komið til þess enn þá og við vonumst að sjálfsögðu til þess að þurfa ekki að nýta það enda eru dagsektirnar neyðarúr- ræði.“ Aðspurð segir Katrín ólíklegt að dagsektum verði beitt í tilfelli Stjórnar- ráðsins. „Ég geri ráð fyrir því að við sjáum betur þegar líður á mánuðinn hvar ráðu- neytin eru stödd í þessari vinnu. Það er alla vega ekkert rokið upp til handa og fóta með það að beita dagsektum heldur reynt að meta stöðuna. Ef fyrir- tæki, hvort sem það eru ráðu- neyti eða fyrirtæki á almennum markaði, eru sannarlega í ferli þá er eðlilegt að gefa þeim tæki- færi til þess að komast áfram í ferlinu áður en farið er að beita einhverjum refsingum.“ Engum dag- sektum beitt ÓNÝTT VIÐURLÖG Katrín Björg Ríkarðsdóttir Stjórnarráðið án jafnlaunavottunar  Fimm af tíu ráðuneytum hafa ekki hlotið jafnlaunavottun Morgunblaðið/Eggert Stjórnarráðið Nokkur ráðuneyti hafa hlotið jafnlaunavottun.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.