Morgunblaðið - 07.01.2019, Síða 11
FRÉTTIR 11Innlent
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 7. JANÚAR 2019
Söfnum í neyðarmatar-
sjóð fyrir jólin til matarkaupa
hjá Fjölskylduhjálp Íslands
fyrir þá fjölmörgu sem lægstu
framfærsluna hafa.
Þeim sem geta lagt okkur lið
er bent á bankareikning
0546-26-6609,
kt. 660903-2590.
Fjölskylduhjálp Íslands, Iðufelli 14 Breiðholti
og Baldursgötu 14 í Reykjanesbæ.
Neyðarsöfnun í matarsjóðinn
fyrir jólin
Guð blessi ykkur öll
Lilja Hrund Ava Lúðvíksdóttir
liljahrund@mbl.is
„Ég var í námi í Danmörku sem
höfðaði ekki nægilega til mín. Ég
átti félaga sem hafði verið í þessu
og svo komu menn sem voru að
kynna nám innan danska hersins og
þá ákvað ég að prufa þetta, fékk
einhverja ævintýraþrá eftir að hafa
talað við þá,“ segir Guðjón Gíslason,
slökkviliðsmaður og fyrrverandi
liðsmaður lífvarðarsveitar Dana-
drottningar. Guðjón gekk í danska
herinn árið 2015 og gegndi þar her-
þjónustu í átta mánuði.
„Fyrstu fjórir mánuðirnir fóru í
grunnþjálfun og að læra alls kyns
hertækni. Hinir fjórir fóru í þá
skyldu að verja drottninguna, fjöl-
skyldu hennar og allt sem þeim til-
heyrði eins og hallirnar og annað
sem heyrir undir dönsku krúnuna.
Við vorum alltaf mjög nálægt
henni.“
Þjálfunin hefur komið sér vel
Guðjón segir það hafa verið ein-
kennilega tilfinningu fyrir Íslending
að búa á herstöð og hefja vopna-
þjálfun. „Já, það var það, en þetta
var mjög spennandi og skemmti-
legt. Við fengum riffilinn eftir þrjá
daga og vorum alltaf með hann.
Þegar við vorum með drottningunni
var alltaf kúla í hlaupi.“
Á þeim tíma sem Guðjón þjónaði
í varðsveit drottningarinnar segist
hann hafa þurft að grípa inn í
óæskilegar aðstæður þó nokkrum
sinnum.
„En við hleyptum aldrei af, vopn-
um hefur ekki verið beitt í Amalíu-
borg síðan í seinni heimsstyrjöld.“
Guðjón starfar hjá slökkviliðinu á
höfuðborgarsvæðinu í dag og segir
þá þjálfun sem hann hlaut hjá
danska hernum hafa komið sér vel í
því starfi.
„Í herskyldunni lærum við að
vinna undir miklu álagi. Þetta er
kannski ekki alveg eins og í bíó-
myndunum en það er samt virki-
lega verið að prófa álagið á þér. Við
vöknuðum klukkan fimm á morgn-
ana, þurftum þá að þrífa herbergin
og svo var farið yfir þau og svona.“
Sváfu tvo tíma á sólarhring
Guðjón segir stærstu áskorunina
í hernum hafa verið hinn svokallaða
Rex-túr, sem er hálfgert lokapróf
sem hann þreytti í lok grunnþjálf-
unarinnar áður en hann hóf þjón-
ustu hjá drottningunni.
„Þetta tók fimm daga. Fyrsti
dagurinn var mjög erfiður andlega.
Það var verið að prófa mann mikið.
Við borðuðum um það bil 300 ka-
loríur á dag og sváfum í tvo tíma á
sólarhring. Við gengum á fjórum
dögum 160 kílómetra. Við þurftum
að bera allt með okkur; bakpoka
sem var 30 kíló, riffillinn var sjö
kíló og vestið sem ég var í 12 kíló.
Þetta voru örugglega alveg góð 50
kíló sem við bárum með okkur allan
tímann,“ segir Guðjón um Rex-
túrinn. „Þetta var sett upp eins og
ratleikur og við þurftum að mæta á
ákveðna staði klukkan eitthvað
ákveðið. Ef við vorum ekki mættir á
réttum tíma þurftum við að bera yf-
ir á næsta stað skriðdreka-
jarðsprengjur sem eru mjög þung-
ar. Ef við vorum ekki síðastir
fengum við annaðhvort ekki neitt
eða eina Coca Cola-dós.“
Aðspurður hvort það hafi nokk-
urn tímann hvarflað að honum að
hætta segir Guðjón að það hafi
aldrei verið möguleiki.
„Það voru mjög margir sem vildu
gefast upp en við vorum heild og
það var enginn sterkari en veikasti
hlekkurinn svo það fékk enginn að
gefast upp. Við hjálpuðumst að til
að allir kæmust í gegnum þetta.“
Var alltaf
með riffilinn
Hersveitin Guðjón ásamt hersveit sinni í svokölluðum Rex-túr. Alls var 300 hermönnum skipt í álíka sveitir. Guðjón
er hér þriðji frá hægri í neðri röðinni. Hann segir stærstu áskorunina í hernum hafa verið Rex-túrinn.
Ævintýraþráin leiddi til herþjónustu
Ljósmyndir/Militærphoto DK
Lokapróf Hersveitirnar kepptust við að komast sem fyrst á milli sérstakra
stöðva og þurftu að klára ýmis verkefni þess á milli. Hér má sjá Guðjón á skot-
æfingu, en meðal annarra verkefna voru skyndihjálp og hindrunarhlaup.
Helgi Bjarnason
helgi@mbl.is
Uppskera er að meðatali 24% minni á
túnum sem gæsir eru á en á friðuðum
túnum, miðað við þurrefni. Samsvar-
ar það því að liðlega 3 heyrúllur tapist
af hverjum hektara vegna gæsabeit-
ar og er áætlað að uppskerutapið
kosti bændur 25 þúsund krónur á
hektara.
Þetta eru helstu niðurstöður
skýrslu Náttúrustofu Suðaustur-
lands um uppskerutap vegna ágangs
gæsa á valin ræktarlönd á Suðaust-
urlandi sl. vor. Verkefnið var sam-
starfsverkefni Fuglaathugunarstöðv-
ar Suðausturlands, Búnaðar-
sambands Austur-Skaftafellssýslu og
Landbúnaðarháskóla Íslands. Nátt-
úrustofan hefur unnið að slíkum at-
hugunum undanfarin ár.
Ástæðan fyrir þessari rannsókn er
að margir bændur á Suðausturlandi
hafa talið sig hafa orðið fyrir fjár-
hagslegu tjóni vegna þess að gæsir og
álftir éti töluvert af vorsprettu á tún-
um þeirra. Það sama á raunar við um
margar sveitir á Suðurlandi og víðar
um land, ekki síst þar sem korn er
ræktað.
Mælingar á fimm stöðum
Náttúrustofa Suðausturlands setti
út 18 tilraunareiti á fimm stöðum á
svæðinu frá Síðu og austur í Lón vor-
ið 2018. Túnin voru öll friðuð fyrir
beit búpenings á meðan á rannsókn
stóð. Gæsir gátu farið um túnin að
vild nema hvað járnbúr voru sett út
tilviljanakennt á túnin og afmörkuðu
friðuðu reitina.
Uppskera innan búranna og utan
var síðan metin og borin saman.
Töluverður breytileiki var á upp-
skeru túna eftir stöðum sem rakinn
er til breytileika í túngerðum. Á frið-
uðu reitunum reyndist þurrefnisupp-
skera vera 3,61 tonn á hektara að
meðaltali og á viðmiðunarreitunum
2,74 tonn. Mismunurinn var því 0,87
tonn eða sem svarar til 24%.
Mest af heiðagæs
Talningar á fuglum á rannsóknar-
túnunum sýna að heiðagæs var lang-
algengasti fuglinn en lítið var af öðr-
um gæsategundum eins og grágæs
og helsingja. Þá sáust álftir í einu tún-
anna, einnig varð vart við hreindýr í
túni.
Fjöldi gæsa var afar mismunandi á
milli staða. Mesta uppskerutapið var í
Flatey á Mýrum og á Prestbakka á
Síðu. Á fyrrnefnda staðnum voru
flestar gæsir taldar en fæstar á
Prestbakka. Rannsakendur telja ekki
hægt að alhæfa um að talningartölur
á fuglum séu lýsandi fyrir fjöldann
þar sem þeir flytja sig mikið um set.
Þarf að finna lausnir
Eins og í fyrri rannsóknum eru
niðurstöðurnar túlkaðar þannig að
gæsir éti töluvert af voruppskeru á
túnum hjá bændum á Suðaustur-
landi. Á það er jafnframt bent að
sumir bændur geri ráðstafanir til að
halda fuglum frá túnum sínum og hafi
því hugsanlega minnkað tjón. „Það er
mikilvægt að finna viðunandi lausnir
á þeim vanda og tjóni sem bændur
standa frammi fyrir á jörðum sínum
en öruggar upplýsingar um stofn-
stærð og þróun íslenska grágæsa-
stofnsins og grænlensk-íslenska
heiðagæsastofnsins er ein af forsend-
um þess,“ segja höfundar.
Gæsir éta hluta af
voruppskeru á túnum
Rannsókn sýnir að 24% uppskerunnar fer í gæsina
Morgunblaðið/Jón Sigurðsson
Grágæs á ferð Heiðagæsin veldur meira tjóni á túnum bænda á vorin á Suð-
austurlandi en grágæs og álft. Þessar grágæsir éta á blettum á Blönduósi.
Í gær tóku gildi breytingar á akst-
ursleið númer 14 hjá Strætó. Um er
að ræða fyrri breytingu af tveimur
sem fyrirhugaðar eru á leiðakerfi
Strætó á árinu 2019.
Breytingin felst í því að í stað
þess að aka um Lækjargötu, Hring-
braut og Snorrabraut til og frá
Hlemmi munu strætisvagnar á leið
14 nú aka eftir Hverfisgötu. Breyt-
ingin er gerð í ljósi örðugleika sem
strætisvagnar á þessari leið hafa
átt með að halda áætlun á anna-
tímum seinni hluta dagsins. Strætó
vonast til þess að breytingin muni
auka áreiðanleika leiðar 14.
Ýmsir strætófarar sem nýta sér
jafnan leið 14 virðast ekki ánægðir
með breytinguna og hafa kvartað
yfir henni í hverfisumræðum Lang-
holts- og Laugarneshverfis á sam-
félagsmiðlum. Þá er helst kvartað
yfir því að ekki sé lengur hægt að
taka leið 14 beint úr hverfum
þeirra að Landspítalanum heldur
þurfi nú að skipta um vagn á leið-
inni. Aðrir segjast skilja breyt-
inguna í ljósi þess að á gömlu leið-
inni hafi strætisvagninn sjaldan náð
að halda tímaáætlun og það hafi
haft óþægindi í för með sér.
Akstursleið breytt
vegna seinagangs
Breyting gerð á leið 14 hjá Strætó
Morgunblaðið/Hari