Morgunblaðið - 07.01.2019, Blaðsíða 12
12 DAGLEGT LÍF
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 7. JANÚAR 2019
Sigurður Bogi Sævarsson
sbs@mbl.is
Matur er menning og viðgetum sett krydd íhversdagsleikann meðýmsu móti,“ segir
Franz Gunnarsson, markaðsstjóri
mathallanna á Granda og Hlemmi í
Reykjavík. Undir þeirra merkjum
var nú í vikunni
kynnt Matartalið
2019. Það er eins
konar yfirlit þar
sem tilgreindir
eru ýmsir áhuga-
verðir matar-
dagar í almanak-
inu. Öll þekkjum
við bolludag,
sprengidag og
fleiri skemmti-
lega matardaga,
sem eiga sér sterkar rætur í íslenskri
menningarhefð. Í þessu samhengi
má einnig nefna kjötsúpudaginn,
sem er fyrsta vetrardag ár hvert.
Ein stór veisla
frá vori til hausts
Yfir sumartímann má svo segja
að á Íslandi sé ein stór veisla frá vori
til hausts, svo víða er grillað lamba-
kjöt. Þá hafa kótelettuveislur komið
sterkar inn og eru skemmtileg
mannamót. Bjórdagurinn er svo 1.
mars, en þann dag árið 1989 mátti
fyrst, í kjölfar lagabreytingar, selja
áfengan bjór í vínbúðum og á veit-
ingastöðum. Markaði það tímamót í
Íslandssögunni og dagurinn er því
mörgum enn hugstæður.
„Sumir dagarnir sem settir voru
inn á Matartalið okkar eru alþjóð-
legir. Eiga sér ekki rætur á Íslandi
þótt gaman sé að hafa þá með,“ segir
Franz. Í því samhengi nefnir hann til
dæmis spagettídaginn sem er á
morgun, 5. janúar. Uppruni hans er
ítalskur, rétt eins og pítsudagsins 9.
febrúar. Þá er fagnað með Napólí-
búum sem byrjuðu með pítsuna fyrir
um árþúsundi. Margir munu svo efa-
lítið tengja súkkulaðidaginn 7. júlí við
Belgíu, svo áberandi er sælgætið í
ímynd þess lands.
Tedagurinn er 15. desember ár
hvert og er haldinn til að minna á te-
ræktendur, sem eru margir, til dæm-
is á Indlandi. Hefðin fyrir tedrykkju
er sterk þar en þó kannski helst í
Bretlandi. Best eru þó Bretarnir
þekktir fyrir að gæða sér á fish &
chips; fiski og frönskum. Þá er dagur
þorsksins víða haldinn hátíðlegur
fyrsta miðvikudag í október, rétt eins
og var gert í Húsi sjávarklasans í
Reykjavík á liðnu hausti.
Þorskurinn fer víða
„Þorskurinn er Íslendingum
mikilvægur, jafnt sem hráefni og af-
urð. Eins og við kynntum fyrir fólki
nú í október framleiða íslensk fyrir-
tæki margvíslegar afurðir úr þorsk-
inum, sem um aldir var mikilvæg
undirstaða lífskjara á Íslandi. Þorsk-
urinn af miðunum hér við land fer
líka víða, svo sem í skyndibita í Bret-
landi, og í Suður-Evrópu er salt-
fiskur frá Íslandi hátíðarmatur,“ seg-
ir Franz. Hann tiltekur að matar-
talið, sem birt er hér að neðan, sé
ekki endanlegt. Sinn sé siðurinn í
landi hverju og dagarnir því margir –
og allir til þess fallnir að setja bragð í
nýja árið.
Krydd í hversdagsleikann
Bragðmikið almanak!
Dagarnir eru ein veisla,
eins og matartalið sýnir.
Sinn er siður í landi
hverju er oft sagt.
AFP
Indónesía Menningardagur í fjarlægu landi. Konur með matardiska á höfði sér heldur betur vel skreytta.
Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Reykjavík Kjötsúpudagurinn á Skólavörðustígnum á sér rætur í íslenskum
hefðum, en uppistaðan í súpunni er íslenskt lambakjöt og rótargrænmeti.
Franz
Gunnarsson
Matartalið 2019
Spagettídagurinn
5. JANÚAR Gott að fá
sér spagettí og horfa á
spaghettívestra.
Dósadagurinn
19. JANÚAR Til að minn-
ast niðursuðudósarinnar;
mögnuð geymsluaðferð
á mat.
Ostadagurinn
20. JANÚAR Þá borðum
við ost, fyrir bragð og bein.
Nutelladagurinn
5. FEBRÚAR Nutella
á pizzuna, á brauðið, á
skonsuna.
Pizzadagurinn
9. FEBRÚAR Þá fögnum
við Napólíbúum sem
byrjuðu með pizzuna á
10. öld.
Barþjónadagurinn
24. FEBRÚAR Gerum
okkur ferð á næsta
veitingastað eða pöbb og
knúsum þjónana!
Bjórdagurinn
1. MARS Sala bjórs á
Íslandi var leyfð þennan
dag 1989.
Pönnukökudagurinn
5. MARS „Fat Tuesday“,
finnið góðan pönnuköku-
stað!
Gulrótardagurinn
4. APRÍL Höldum gul-
rótarpartí.
„Borðaðu það sem
þú vilt“ - dagurinn
11. MAÍ Sleppum kaloríu-
talningu.
Bökunardagurinn
17. MAÍ Bökum og
minnumst kaka forfeðra
okkar, svo sem hálfmán-
ans.
Mjólkurdagurinn
1. JÚNÍ Fögnum íslensku
kúnni, mjólk og smjöri.
Fisk og franskar -
dagurinn
1. JÚNÍ Til að minnast
magnaðrar sögu þessa
réttar sem vinsælda nýtur
í Bretlandi.
Súkkulaðidagurinn
7. JÚLÍ Dagurinn þegar
Evrópumenn kynntust
súkkulaði.
Pulsudagurinn
18. JÚLÍ Ein með öllu.
Dagur grænmetis-
ætunnar
1. OKTÓBER Það er kjörið
að grípa gúrku í vinnuna á
þessum degi.
Kaffidagurinn
1. OKTÓBER Dagurinn er
tileinkaður kaffiræktend-
um en á þessum degi á að
drekka kaffið óvenju hægt.
Kampavínsdagurinn
19. OKTÓBER Þá er gam-
an í kampavínshöllum.
Dagur þorsksins
FYRSTI MIÐVIKUDAGUR
Í OKTÓBER Þá borða
allir þorsk og biðja fyrir
þorskinum.
Samlokudagurinn
2. NÓVEMBER Samloka –
takk fyrir.
Vegandagurinn
1. NÓVEMBER Hvílum
hammarann og erum
vegan.
Tedagurinn
15. DESEMBER Dagurinn
til að minnast teræktenda
og stöðu þeirra.
NOKIAN stígvélabúðin | Mjóddinni | Reykjavík I Sími 527 1519 | Nokian Stígvélabúðin
Opið virka daga kl. 10.00-18.00
Loðfóðruð barnastígvél
fyrir veturinn
Slökkvilið Bruna-
varna Árnessýslu
fékk yfirburða-
kosningu í vali
lesenda Sunn-
lenska.is á Sunn-
lendingi ársins
2018. Slökkviliðs-
menn fengu áber-
andi flest at-
kvæði, en á þeim
mæddi mikið á
árinu. Eitt erfið-
asta verkefni
þeirra á árinu var
bruninn á Kirkju-
vegi 18 á Selfossi
31. október, þar
sem tvö létust.
Þetta er ní-
unda árið í röð
sem lesendur
sunnlenska.is
kjósa Sunnlend-
ing ársins, en alls fimmtán fengu
atkvæði.
Í öðru sæti í kosningunni varð
Tryggvi Ingólfsson á Hvolsvelli, sem
með fjölskyldu sinni hefur barist
fyrir því að fá inni á hjúkrunarheim-
ili í sinni heimabyggð – en hann
dvelst nú á sjúkrahúsi í Reykjavík. Í
þriðja sæti í kosningunni varð Leó
Árnason, sem er í forystu fyrir upp-
byggingu nýja miðbæjarins á Sel-
fossi. Eftir íbúakosningu í ágúst þar
sem deiliskipulag svæðisins var
samþykkt hófust verklegar fram-
kvæmdir síðla hausts og eru nú
komnar nokkuð á veg.
Sunnlendingur ársins
Slökkviliðið,
Tryggvi og Leó
Leó
Árnason
Morgunblaðið/Eggert
Brunarústir Eldsvoðinn á Selfossi.
Tryggvi
Ingólfsson