Morgunblaðið - 07.01.2019, Side 14
FRÉTTASKÝRING
Ásgeir Ingvarsson
ai@mbl.is
Hlutabréfaverð bandaríska tækni-
risans Apple tók dýfu í síðustu viku
þegar fyrirtækið lækkaði tekjuspá
sína fyrir fyrsta ársfjórðung yfir-
standandi reikningsárs. Helsta
ástæðan fyrir fyrstu afkomuviðvör-
un Apple í sextán ár er að hægt hef-
ur á sölu iPhone snjallsíma og í
bréfi til hluthafa tiltók forstjórinn
Tim Cook sérstaklega að sölutöl-
urnar í Kína væru áhyggjuefni.
Apple er ekki fyrsta alþjóðlega
fyrirtækið til að finna fyrir því að
kínverska hagkerfið er tekið að
hægja ferðina. Í desember upplýsti
Starbucks að tekjur kaffihúsakeðj-
unnar í Kína hefðu aukist sáralítið
á liðnu ári og bílasmiðurinn Ford
upplýsti í nóvember að fyrirtækið
hefði selt 30% færri bíla þar í landi
á fyrstu 11 mánuðum síðasta árs en
árið á undan. Lúxusvöruveldið
LVMH varaði við því í október að
kínverskir ferðamenn væru farnir
að eyða minna í lúxusvarning.
Kínverski hlutabréfamarkaður-
inn hefur líka verið á niðurleið allt
síðasta ár en eins og Morgunblaðið
greindi frá í byrjun mánaðarins
lækkaði CSI-300 hlutabréfavísital-
an um 25% á síðasta ári – meira en
nokkur önnur aðalhlutabréfavísi-
tala. Snemma í haust var verð kín-
verskra hlutabréfa komið á svipað-
an stað og eftir hrunið sem hófst á
markaðinum um mitt ár 2015 og
náði botni snemma árs 2016.
AGS spáir því nú að á þessu ári
minnki hagvöxtur í Kína enn eina
ferðina, og fari úr 6,6% niður í
6,2%. Í öðrum löndum þætti það
mjög góður árangur, en frá árinu
1991 og fram til 2015 fór hagvöxtur
í Kína aldrei undir 7% og margir
sem finna áhrifin þegar eitt stærsta
hagkerfi heims er á fleygiferð en
tiplar litlutá á bremsuna.
Erfiðar breytingar
Finna má nokkrar skýringar á
þeirri þróun sem hefur átt sér stað í
kínversku efnahagslífi. Tollastríðið
við Bandaríkin hefur ekki aukið á
bjartsýni fjárfesta og fyrirtækja og
sannarlega haft neikvæð áhrif á
inn- og útflutning, en að auki virð-
ast mörg fyrirtæki ekki standa
mjög vel að vígi:
Huang Yiping, aðstoðarrektor
hagrannsóknaskóla Peking-há-
skóla, segir í viðtali við FT að það
sé að vissu leyti eðlilegt að dregið
hafi úr þrótti atvinnulífsins vegna
þeirrar stefnu sem stjórnvöld eru
að reyna að koma til leiðar. „Kína
er að breyta úr ódýrari framleiðslu
yfir í dýrari og því ljóst að sum
gömlu fyrirtækjanna verða ekki
lengur lífvænleg,“ útskýrir hann.
Lækkunina á hlutabréfamarkaði
má bæði rekja til þessa, sem og til
þess að stjórnvöld hafa reynt að
girða fyrir fjármögnun verðbréfa-
kaupa með lántökum og sett lán-
veitingum utan bankakerfisins
strangari skorður. Fyrir þremur
árum brugðust stjórnvöld við
hruninu á hlutabréfamarkaði með
vægum örvunaraðgerðum og gjald-
eyrishöftum. Verð hlutabréfa tók
að hækka, en margir höfðu áhyggj-
ur af bólueinkennum og miklu
skuldafjalli sem stækkaði jafnt og
þétt. Nú þegar sum kínversk fyr-
irtæki standa frammi fyrir því að
velta þeirra minnkar eða stendur í
stað eiga einhver þeirra ekki ann-
arra kosta völ en að taka enn meira
að láni – ef þeim standa yfir höfuð
lán til boða, en FT bendir á að til-
raunir stjórnvalda til að reyna að
hægja á vexti lánabólunnar hafi
bitnað harðast á smærri einkarekn-
um fyrirtækjum sem mynda um
60% af hagvexti Kína og skaffa 90%
af öllum störfum, á meðan fyrirtæki
í eigu hins opinbera – sem oft eru
ekki eins vel rekin – hafa greiðan
aðgang að bankalánum.
Með mikil umsvif í Afríku
En vandinn er ekki takmarkaður
við Kína og rétt eins og bandarísk
fyrirtæki finna fyrir því að eyðslu-
gleði kínversks almennings er ekki
eins og margur hefði viljað, þá ótt-
ast vina- og viðskiptaþjóðir Kína að
skrúfað verði fyrir flæði kínversks
fjármagns.
Guardian fjallaði um helgina um
hættuna á slíkri keðjuverkun en
Kína hefur reynt að auka áhrif sín
um allan heim með lánum og fjár-
festingum, s.s. undir merkjum
„Belt and Road“-verkefnisins sem
miðar að því að bæta samgöngu- og
flutningainnviði í Asíu, Evrópu og
Afríku. Í sumum tilvikum hefur
Kína haft veg og vanda af fram-
kvæmdum sem hafa kostað meira
en samanlögð fjárlög viðkomandi
landa. Til að setja gríðarmikil um-
svif Kína í samhengi námu lánveit-
ingar frá tveimur helstu þróunar-
bönkum Kína samtals 675
milljörðum dala árið 2016, sem var
meira en tvöfalt hærri upphæð en
Alþjóðabankinn lánaði á sama tíma-
bili.
Þurfi Kína að draga saman seglin
er hætt við að muni bitna á fjárfest-
ingum þeirra og verkefnum erlend-
is samhliða því að kínverskur iðn-
aður mun ekki þurfa að kaupa
jafnmikið af hrávöru frá seljendum
í þróunarlöndum.
Skjálftinn í Kína finnst víða
AFP
Skipt um gír Því fer fjarri að Kína sé að snöggbremsa, og má reikna með a.m.k. 5% hagvexti næstu tvö árin. Margt
bendir til að kínversk fyrirtæki séu farin að finna fyrir minnkandi eftirspurn, m.a. vegna tollastríðs við Bandaríkin.
Margir þræðir
» Apple, Starbucks og Ford
eru meðal þeirra sem greina
erfiðleika í Kína.
» Gæti haft afleiðingar í þró-
unarlöndum ef Kína þarf að
draga saman seglin.
» Tollastríð, aðgerðir gegn
lánabólu og breytingar á at-
vinnulífinu skýra þróunina að
hluta.
Tekið er að hægja á hagkerfi Kína og veldur það bæði nýmarkaðslöndum og vestrænum stórfyrir-
tækjum áhyggjum Þróunarbankar Kína voru tvöfalt umsvifameiri en Alþjóðabankinn árið 2016
14 FRÉTTIRViðskipti | Arvinnulíf
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 7. JANÚAR 2019
56 10 000
TAXI
BSR
Góð þjónusta
yfir 90 ár10%
afsláttur
fyrir 67 ára
og eldri
Carlos Ghosn, sem áður var forstjóri
Renault, Nissan og Mitsubishi, hefur
lést um 10 kíló frá því hann var
hnepptur í varðhald í Japan 19. nóv-
ember síðastliðinn. Sonur hans Ant-
hony greindi franska vikuritinu
Journal du Dimanche frá þessu, og
upplýsti að Carlos fengi að borða
þrjár skálar af hrísgrjónum á dag.
Eins og aðrir gæsluvarðhaldsfangar
er Ghosn haldið í litlum, köldum
klefa og hefur lögfræðingur hans
ekki fengið að vera viðstaddur yfir-
heyrslur.
Þá hefur saksóknari freistað þess
að fá Ghosn til að undirrita játningu
sem rituð er á japönsku sem for-
stjórinn fyrrverandi getur hvorki
lesið né skilið.
Að sögn Reuters hefur gæsluvarð-
haldsvist Ghosn vakið ýmsar spurn-
ingar um japanska réttarkerfið en
sérfræðingar segja algengt að sak-
sóknarar þar í landi reyni að þvinga
gæsluvarðhaldsfanga til að játa
meinta glæpi sína.
Ghosn mun mæta fyrir dómara á
þriðjudag og verður það í fyrsta
skipti í sjö vikur sem hann sést á al-
mannafæri. Fór Ghosn sjálfur fram
á að málflutningur færi fram fyrir
opnum tjöldum svo hann gæti fengið
skýringu á því hvers vegna honum
hefur verið haldið föngnum svona
lengi. Alla jafna leyfa japanskir dóm-
stólar ekki að gæsluvarðhald vari
lengur en 10 til 20 daga.
„Hann fær þar í fyrsta skipti að
svara þeim ásökunum sem hafa verið
á hann bornar og segja frá sinni hlið
mála,“ sagði Anthony um föður sinn
sem verður bæði handjárnaður og í
fangelsisklæðnaði í dómsal.
Ghosn er gefið að sök að hafa leynt
hluta tekna sinna og fyrir að bregð-
ast trúnaðarskyldum sínum með því
að hafa látið Nissan taka á sig tapið
af persónulegum fjárfestingum
hans. ai@mbl.is
AFP
Sakir Langt gæsluvarðhald Ghosn
hefur vakið upp ýmsar spurningar.
Ghosn haldið
við slæm skilyrði
Hefur lést um 10 kíló og fær ekki
aðstoð lögfræðings við yfirheyrslur