Morgunblaðið - 07.01.2019, Qupperneq 15

Morgunblaðið - 07.01.2019, Qupperneq 15
FRÉTTIR 15Erlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 7. JANÚAR 2019 Þorgrímur Kári Snævarr thorgrimur@mbl.is Ekkert lát hefur verið á mótmælum gegn stjórn Viktors Orbán, forsætis- ráðherra Ungverjalands, í Búdapest. Um 6.000 manns komu saman á laugardaginn til þess að mótmæla nýrri vinnulöggjöf sem sett var í des- ember. Lögin sem stjórn Orbáns setti leyfa atvinnuveitendum að krefja starfsmenn sína um allt að 400 klukkustunda yfirvinnu á ári í stað 250 líkt og áður hafði verið leyft. Auk þess er atvinnuveitendum leyft að seinka launagreiðslum til starfs- manna um allt að þrjú ár samkvæmt nýju lögunum. Margir Ungverjar hafa brugðist reiðir við nýju lögun- um, sem þeir kalla „þrælalög“, og hafa reglulega mótmælt þeim frá því að þau voru sett. Barist gegn skorti á vinnuafli Þótt 6.000 manns hafi mætt á mót- mælin á laugardag var aðsóknin tals- vert fyrir neðan væntingar skipu- leggjenda mótmælanna sem höfðu vonast eftir því að tugþúsundir manna kæmu á samkomuna. Hinn 16. september mættu 15.000 manns til að mótmæla lögunum í Búdapest. Auk stærstu mótmælanna í Búda- pest komu nokkur hundruð manns saman til að mótmæla í Debrecen, næststærstu borg Ungverjalands. Samkvæmt frétt AFP telur ung- verska ríkisstjórnin að lögin séu nauðsynleg til þess að bregðast við skorti á vinnuafli í Ungverjalandi. Ungverjaland hefur lengi verið að- laðandi áfangastaður fyrir bílafram- leiðendur vegna lágra verkamanna- launa sem þar tíðkast. Nú er orðið erfitt fyrir Ungverja að anna eftir- spurn eftir ódýru vinnuafli, sér í lagi vegna harðrar andstöðu ríkisstjórn- arinnar gegn innflutningi erlendra verkamanna. Ungverjaland hefur jafnframt glímt við spekileka í mörg ár og fjölmörg ungmenni, með og án sérmenntunar, hafa flutt úr landi frekar en að leita sér vinnu innan- lands. Tvöfalt dómskerfi Auk vinnulöggjafarinnar vonast stjórnarandstæðingar sem taka þátt í mótmælunum til þess að hvetja til mótspyrnu gegn breytingum sem gerðar voru á ungverska dómskerf- inu í desember. Með breytingunum skapaði stjórn Orbáns tvöfalt dóms- kerfi. Samhliða gömlu dómstólunum verða til nýir dómstólar sem snúa að lögum um „almenna stjórnsýslu“, svo sem kosningalög, spillingarmál og mótmælaréttindi. Dómsmálaráð- herra verður falið að ráða og hafa umsjón með nýju dómurunum. And- stæðingar Orbáns telja breytingarn- ar brjóta niður skiptingu ríkisvalds- ins og svipta dómsvaldið sjálfstæði sínu. Ungversk stjórnvöld hafa sakað ungversk-bandaríska auðkýfinginn George Soros og „tenglanet innflytj- endasinna“ um að standa að baki mótmælunum. Margir verkamenn virðast ekki láta sér þá skýringu nægja. „Þingið hlustar ekki á okk- ur,“ sagði verkalýðsleiðtoginn Fe- renc Rabi. „Fidesz [stjórnarflokkur Orbáns] gerir það sem honum sýn- ist.“ Andras Földiàk, einn af leiðtog- um SZEF, bandalags ungverskra verkalýðshreyfinga, kallaði eftir alls- herjarverkfalli á laugardaginn 19. janúar næstkomandi. „Þrælalögum“ enn mótmælt í Búdapest  Mótmæli halda áfram gegn vinnulöggjöf Viktors Orbán AFP Þrælalög Ungverjar ganga í gegnum miðbæ Búdapest til þess að mótmæla svokölluðum „þrælalögum“ ríkisstjórnar Viktors Orbán á laugardaginn. Orbán-stjórnin » Viktor Orbán hefur verið for- sætisráðherra Ungverjalands frá 2010. Hann var áður for- sætisráðherra frá 1998 til 2002. » Stjórn Orbáns hefur styrkt framkvæmdavaldið talsvert með ýmsum stjórnarskrárbreyt- ingum. Meðal annars hafa völd stjórnarskrárdómstólsins verið takmörkuð. Þorgrímur Kári Snævarr thorgrimur@mbl.is Donald Trump Bandaríkjaforseti vakti heimsathygli í desember þegar hann lýsti því yfir að Bandaríkja- menn hygðust draga herlið sitt frá Sýrlandi á næstu mánuðum. Rök- semd forsetans var sú að herlið Bandaríkjanna hefði verið á svæðinu til að vinna bug á hryðjuverka- samtökunum sem kenna sig við ísl- amskt ríki og að því markmiði hefði þegar verið náð. Nú hefur John Bolton, öryggisráðgjafi Trumps, hins vegar sett nokkra fyrirvara á áætlaða brottför Bandaríkjahers frá svæðinu. Í upphafi sagðist Trump ætlast til þess að hermennirnir hefðu sig á brott innan 30 daga en framlengdi brottfararfrestinn síðar í fjóra mán- uði. Ákvörðun Trumps var umdeild bæði meðal andstæðinga og banda- manna hans og leiddi meðal annars til þess að Jim Mattis, varnarmála- ráðherra í ríkisstjórn Trumps, sagði af sér. Í gær sagði Bolton hins vegar að Bandaríkjaher myndi ekki hverfa að fullu frá Sýrlandi fyrr en Íslamska ríkinu hefði verið útrýmt og öryggi kúrdískra bandamanna Bandaríkj- anna í Sýrlandi tryggt. Líklega fagna Kúrdarnir í norðurhluta Sýr- lands þessari tilkynningu Boltons því þeir höfðu þegar tekið þá rót- tæku ákvörðun að bjóða stjórnarher Sýrlands inn á yfirráðasvæði sitt til þess að vernda þá gegn framsókn Tyrkja inn í Sýrland. Ákveðin markmið skilyrði Bolton lét þessi orð falla á fjöl- miðlafundi í Jerúsalem. Jafnframt tók Bolton fram að Bandaríkin ábyrgðust að öllu leyti öryggi Ísra- els og annarra vina á svæðinu. „Við viljum ná fram ákveðnum mark- miðum sem skilyrði fyrir brottför- inni,“ sagði Bolton. „Tímasetning- arnar ákvarðast af stefnumálum sem við verðum að koma í fram- kvæmd.“ Liz Cheney, formaður fulltrúa- ráðstefnu Repúblikana á Banda- ríkjaþingi, sagðist í viðtali við ABC News vera létt yfir tilkynningu Bolt- ons. „Við erum með um 2.200 sér- sveitaliða þarna. […]. Nærvera þeirra hefur hjálpað Kúrdunum að gera sig gildandi í bardaganum gegn ISIS og það væri hörmung að kalla þá burt of snemma.“ AFP Varnaglar Michael Bolton (til vinstri) tilkynnti fyrirvara um brottför Bandaríkjahers frá Sýrlandi á blaðamannafundi í Jerúsalem í gær. Sýrlandsheim- för seinkað?  Bolton vill ábyrgjast öryggi Kúrda Múhameð 5., konungur Malasíu, kom þjóð sinni á óvart í gær með því að segja af sér. Þetta er í fyrsta skipti sem konungur landsins hefur afsalað sér krúnunni fyrir lok emb- ættistíðar sinnar. Malasía lýtur þingbundinni kon- ungsstjórn, en ólíkt flestum slíkum ríkjum er krúnan ekki arfgeng. Þess í stað kjósa soldánar hinna fimm fylkja landsins konung úr sín- um röðum á fimm ára fresti. Múhameð 5. hafði aðeins setið í tvö ár. Konungurinn gaf ekki opin- bera skýringu á afsögn sinni en hann hafði verið fjarverandi í læknismeðferð erlendis frá því í nóvember. Sam- kvæmt breskum og rússneskum fréttamiðlum giftist konungur- inn nýlega rúss- neskri fegurðar- drottningu og kann sá ráða- hagur að hafa haft áhrif á ákvörðun hans. Auk þess að vera konungur er Múhameð 5. soldán malasíska fylkisins Kelantan. Samkvæmt til- kynningu hans hyggst hann snúa heim til að verja tíma sínum með íbúum Kelantan. MALASÍA Konungur Malasíu afsalar sér krúnunni Kosið var um nýjan formann Lýð- ræðislega framsóknarflokksins (DPP), stjórnarflokks Lýðveldisins Kína á Taívan, í gær. Tsai Ing-wen, forseti Taívans, sagði af sér sem formaður flokksins eftir léleg úrslit í héraðskosningum í nóvember. Tsai situr áfram sem forseti en nýr flokksformaður er Cho Jung-tai. Lýðræðislegi framsóknarflokk- urinn telur að Lýðveldið Kína á Taívan sé sjálfstætt og fullvalda ríki og að engin eining milli þess og Kína á meginlandinu sé nauðsyn- leg. Kalt hefur því verið milli stjórnar Tsai og Kína á meginland- inu. Hefur þessi kali haft slæm áhrif á efnahag Taívans. Xi Jinp- ing, forseti Kína, ítrekaði á mið- vikudag að sameining Kína og Taí- vans væri óumflýjanleg. TAÍVAN Ný forysta í stjórnarflokki Taívans Taívan Cho Jung-tai, nýr formaður DPP.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.