Morgunblaðið - 07.01.2019, Qupperneq 16

Morgunblaðið - 07.01.2019, Qupperneq 16
16 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 7. JANÚAR 2019 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Hin kunnasaga umNewton, eplið og þyngdar- aflið fékk aðra merkingu á dög- unum þegar Tim Cook, forstjóri Apple-tölvuris- ans, sendi í liðinni viku frá sér bréf til fjárfesta í fyrirtækinu. Þar varaði hann við því að af- koma þess á 1. fjórðungi fjár- hagsársins 2019 yrði lakari en áður var spáð og afleiðingarnar voru þær að hlutabréfin féllu svo eftir var tekið. Cook rakti í bréfi sínu nokkr- ar ástæður fyrir lakari afkomu, þar á meðal að sala á snjall- símum fyrirtækisins hefði dalað mikið, einkum og sér í lagi í Kína. Þar hefur Apple lagt mik- ið undir á sama tíma og mikil spenna ríkir í viðskiptum Kín- verja og Bandaríkjamanna. Sú spenna mun hafa dregið úr áhuga kínverskra neytenda á raftækjakaupum. Önnur ástæða sem Cook snerti á í bréfi sínu var einfald- lega sú að neytendur endurnýj- uðu snjallsímana sína ekki eins ört og áður. Markaðsrannsóknir benda nú til þess að snjall- símanotendur fái sér nýjan síma að jafnaði á þriggja ára fresti í stað tveggja ára áður. Þetta er þó ekki ófyrirséð þróun í ljósi þess að nýjungarnar sem fylgja hverri kynslóð síma eru nú ekki eins byltingarkenndar og þegar snjallsímarnir komu fyrst á markaðinn. Vandræði Apple sýna að meira að segja stærstu risarnir í tækniiðnaðinum eru ekki óskeikulir, en svo virðist stundum sem verðmæti stærstu fyrirtækj- anna á þeim mark- aði geti varla farið nema upp á við, jafnvel þótt raunin hafi fremur verið sú að risar gærdagsins eru ekki endilega þeir sem lifa morgundaginn af. Saga Apple sem fyrirtækis sýnir einna gleggst að gæfuhjólið getur tek- ið marga snúninga. Þannig hefðu fáir átt von á því fyrir tuttugu árum að Apple yrði fyrst fyrirtækja til þess að vera verðmetið á meira en eina billj- ón bandaríkjadala, líkt og gerð- ist í haust. Aðrir tæknirisar, eins og Google, Amazon og Facebook, hafa einnig tútnað út að verðmæti á síðustu árum, stundum án þess að ljóst sé að fullu á hverju sú háa verðlagn- ing byggist. Fall Apple, sem samtals nem- ur um þriðjungi frá því í október síðastliðnum, er áminning um að fjárfestar þurfa að umgangast hlutabréfamarkaðinn af varúð. Síðustu fréttir af fyrirtækinu minna einnig á að ýmsir spá því nú að framundan sé samdráttur í efnahagslífi Bandaríkjanna og er árið 2020 gjarnan nefnt í því sambandi. Um leið verður að hafa í huga að telji fjárfestar að samdráttur sé framundan þá eru auknar líkur á að það stytt- ist í að hann verði að veruleika. Fyrir Íslendinga hefur þetta þýðingu, rétt eins og fyrir aðra, því að samdráttur í Bandaríkj- unum hefur áhrif svo að segja um allan heim. Apple sendir frá sér viðvörun sem kann að vera vísbending um annað og meira} Samdráttarmerki Tölvu- og net-glæpir hafa færst mikið í vöxt og um leið verður erfiðara að átta sig á svikunum. Í Morgunblaðinu á föstudag var greint frá því að á liðnu ári hefðu netþrjótar um heim allan líklega haft meira upp úr glæpastarf- semi sinni en framleiðendur ólöglegra fíkniefna. Í fréttinni var haft eftir Her- manni Þ. Snorrasyni, sérfræð- ingi hjá Landsbankanum, að lít- ið væri vitað um umfang net- glæpa á Íslandi í krónum talið. Hins vegar væri ljóst að til- raunum til fjársvika hefði fjölg- að mjög, þær beindust bæði að fyrirtækjum og einstaklingum og ýmsum brögðum væri beitt. Athyglisvert er að lesa lýs- ingar Hermanns á því hvað net- glæpamenn eru farnir að bera sig fagmannlega að. Starfsemi þeirra sé eins og hver annar iðn- aður. Sem dæmi má taka svo- kallaðar fyrirmælafalsanir, til- hæfulaus boð, sem berast í tölvu- póstum. „Það var í fyrsta sinn í júní síðast- liðnum sem við sáum fyrirmælafölsun á lýta- lausri íslensku, heilu setning- arnar og samskiptin. Því hefur stundum verið haldið fram að ís- lenskan sé svolítið að bjarga okkur og kannski var þetta þannig en þetta breytist hratt,“ segir Hermann. „Við sjáum það hjá okkar viðskiptavinum þegar við rannsökum mál ásamt lög- reglunni, að hrappar hafa kom- ist inn í póstsamskipti og fylgst með þeim í marga mánuði án þess að grípa til athafna. Þannig geta þeir sett sig inn í orðaval, setningaskipan, málfarsnotkun og fleira. Þetta er því ekkert Google-translate lengur.“ Þetta er nokkuð óhugnanleg lýsing og ástæða til að gæta fyllstu varkárni í peningamálum á netinu því að ekki er allt sem sýnist. „Þetta er því ekkert Google-translate lengur“ } Umfang netsvika eykst Á ramót eru tími upprifjana á því sem liðið er samhliða heitstreng- ingum fyrir komandi ár. Eðli málsins samkvæmt fyllast allir fjölmiðlar af upprifjunarumfjöllun hvers konar, hvort sem um er að ræða upp- rifjun á sigrum og ósigrum, tíðindum og ótíð- indum. Undir stækkunarglerinu er allt mann- lífið, stjórnmálin, viðskipti og efnahagslíf, menning og íþróttir. Einn þeirra þátta sem taka fyrir málefni líð- andi árs er Kryddsíld stöðvar 2, en þar sátu að venju formenn þeirra stjórnmálaflokka sem sæti eiga á Alþingi og ræddu liðið ár. Eitt um- ræðuefna var Klausturmálið sem vægast sagt hefur skekið þjóðfélagið. Athygli mína vöktu ummæli fjármálaráðherra og formanns Sjálf- stæðisflokksins sem kvaðst vera orðinn hund- leiður á þessari umræðu sem hann sagði venjulegt fólk ekki fá neitt út úr. Sagði hann umræðuna standa í vegi fyr- ir því að stjórnmálin færu að skila sínu í þágu fólksins í samfélaginu. Sagði hann ekkert gerast í öðrum málum á meðan Klausturmál væri á dagskrá. Þetta er ömurlegt mál, um það erum við líklega öll sam- mála. Þetta er hins vegar ekki mál sem er bara hægt að sópa undir teppi því eftir stendur fjöldi einstaklinga sem beint eða óbeint biðu tjón af ölæði sexmenninganna. Þá var einnig í ölæðinu að finna ummæli a.m.k. tveggja ein- staklinga á meintu broti á hegningarlögum, meintu broti þeirra sem og þess sem orðinn er hundleiður á umræðunni. Það kann að vera skiljanlegt að formaður Sjálfstæðisflokksins sé orðinn leiður á umræðu um ölæðið á Klaustri en það sem átti sér stað þarna fer samt ekkert þó að því sé sópað undir teppið. Það verður að hreinsa til, það verður að kanna ruslið sem sópa skal undir teppið og það hvort þurfi að bæta fyrir sóðaskapinn. Tilraun formanns Sjálfstæðisflokksins til að fela ruslið er reyndar klassísk á þeim bænum enda vill hann sjaldnast að framkvæmd sé rannsókn á óþægilegum málum er kunna að tengjast hon- um og hans störfum eða öðrum er honum tengjast en þetta er bara ekki svona auðvelt. Það kemur ekki síst til af því að fjórir af þeim sex sem á Klaustri sátu hafa ákveðið að fram- lengja líf þess um nokkra hríð með málshöfð- unum. Þá hafa jafnframt þeir er komu að um- ræðu um skipan Geirs Haarde í sendiherra- stöðu tafið lögbundna afgreiðslu stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis á þeim þætti máls og meint loforð um greiða fyrir þá skipan. Fólkið í samfélaginu á rétt á að þingmenn og ráðherrar sinni sínum störfum. Ég treysti mér vel til að sinna áfram öðrum málum á þingi meðfram þessu máli og ég vona að formaður Sjálfstæðisflokksins treysti sér til að sinna sínum störfum þrátt fyrir umræðu um óþægileg mál. Til þess vor- um við kosin og ég tel víst að landsmenn vænti þess að við sinnum öllum málum, ekki bara þeim sem við nennum. Helga Vala Helgadóttir Pistill Hundleiður á umræðunni Höfundur er þingman Samfylkingarinnar. helgavala@althingi.is STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjóri: Davíð Oddsson Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Ritstjóri og framkvæmdastjóri: Haraldur Johannessen FRÉTTASKÝRING Ómar Friðriksson omfr@mbl.is Það eru blikur á lofti á vinnu-markaði, samningar á al-menna markaðinum lausirfrá áramótum og þrjú öflug verkalýðsfélög hafa þegar vísað kjaradeilu sinni við Samtök atvinnu- lífsins til ríkissáttasemjara. Næsti sáttafundur er boðaður á miðviku- daginn og má reikna með að á allra næstu dögum og vikum muni skýrast hvaða stefnu kjaraviðræðurnar taka eða hvort einstök félög líta svo á að þær séu árangurslausar og grípa til þess neyðarúrræðis að draga fram verkfallsvopnið. Ef viðræðurnar sigla á endastöð þrátt fyrir sáttamiðlun ríkissátta- semjara og stefnir í átök á vinnu- markaði, getur atburðarásin orðið hröð og aðdragandinn að átökum stuttur. Stéttarfélögin hafa þó ekki frítt spil heldur verða að uppfylla fjöl- mörg skilyrði vinnulöggjafarinnar ef boða á til vinnustöðvunar og það verður ekki gert nema hún hafi verið samþykkt í leynilegri atkvæða- greiðslu meðal félagsmanna. Ekki er heldur heimilt að boða til verkfalls um hvaða kröfur sem er að því er fram kemur í skýringum sem ASÍ hefur tekið saman um vinnustöðvanir. Verkfallið beinist gegn viðsemjandanum og snýst um framgang krafna vegna endurnýj- unar kjarasamnings sem deilt er um. Grundvallarskilyrði lögmætrar vinnustöðvunar er að þeir sem kröf- unni er beint að geti orðið við henni. Það gefur því augaleið að stéttarfélag geta t.d. ekki boðað verkfall gegn fyr- irtækjum innan vébanda SA vegna krafna sem beint er að stjórnvöldum s.s. um skattalækkanir. Þyngjast skref fyrir skref Áður en ákveðið er að boða til kosninga um verkfall þarf deilunni að hafa verið vísað til sáttameðferðar. Reynist hún árangurslaus að mati deilenda geta stéttarfélögin haf- ið undirbúning að kosningu um boðun verkfalls, hvort heldur sem er til alls- herjarverkfalls eða vinnustöðvana af ýmsum toga, skæruverkfalla ákveð- inna hópa, aðgerða sem gripið er til í áföngum og sem þyngjast skref fyrir skref, t.d. með því að leggja niður vinnu ákveðna daga eða í ákveðinn tíma dags, setja á yfirvinnubann, láta verkfallið ná til einstakra fyrirtækja sem eru á því samningssviði sem kjaradeilan snýst um og eru aðilar að deilunni o.s.frv. Skv. upplýsingum Magnúsar M. Norðdahl, lögfræðings ASÍ, hefur margoft reynt á það fyrir Félagsdómi til hvers konar aðgerða verkalýðs- hreyfingin getur gripið og ljóst að möguleikarnir eru margir. Þekkt dæmi er frá árinu 1965 þegar Tré- smiðafélag Reykjavíkur boðaði verk- fall félagsmanna sem unnu við hús- byggingar við tilteknar götur í Árbænum en það náði ekki til ann- arra trésmiða við aðrar byggingar. Félagsdómur taldi verkfallið lögmætt þrátt fyrir að það einskorðaðist við landfræðilega takmarkað svæði. Ef samþykkt er í atkvæða- greiðslu að boða til verkfalls þarf þeg- ar úrslitin liggja fyrir að tilkynna rík- issáttasemjara, og þeim sem verk- fallið beinist gegn, niðurstöðuna með sjö sólarhringa fyrirvara. Tvær leiðir standa til boða þegar kosið er um verkfall. Annars vegar að hafa almenna leynilega atkvæða- greiðslu um verkfallsboðunina meðal félagsmanna og þá þurfa að lágmarki 20% þeirra að greiða atkvæði og meirihluti þeirra að samþykkja tillög- una um verkfall. Hinn kosturinn er sá að viðhafa almenna leynilega póst- atkvæðagreiðslu meðal félagsmanna. Þá er engin krafa gerð um lágmarks- þátttöku og gildir niðurstaða hennar óháð þátttöku. Bókun um rafrænt kjör Vinnulöggjöfin fjallar ekkert um rafrænar kosningar en árið 2017 gengu ASÍ og SA frá sérstakri bókun hjá ríkissáttasemjara sem getur reynst þýðingarmikil um að heimilt verði að viðhafa almenna leynilega rafræna atkvæðagreiðslu um boðun vinnustöðvunar, sem hefði sömu rétt- aráhrif og þegar um póstatkvæða- greiðslu er að ræða. Ragnar Þór Ingólfsson, formað- ur VR, hefur talað fyrir skæruverk- föllum fremur en allsherjarverkföll- um í aðdraganda kjaradeilunnar. Sömu skilyrði þarf þó að uppfylla ef farið er í skærur. Ef vinnustöðvunin nær eingöngu til ákveðins hóps fé- lagsmanna eða starfsmanna á vinnu- stað ráða félögin því hvort aðeins þessir starfsmenn greiða atkvæði um heimild til aðgerða eða hvort efnt er til allsherjaratkvæðagreiðslu meðal allra félagsmanna á kjörskrá um verkfallsboðunina. Ef eingöngu þeir félagsmenn sem verkfall næði til kjósa um það þarf fimmtungur at- kvæðisbærra að taka þátt. Ef hins vegar efnt er til almennrar leyni- legrar póstatkvæðagreiðslu, vænt- anlega með rafrænum hætti, meðal allra félagsmanna um staðbundnar aðgerðir er ekkert skilyrði sett um lágmarksþátttöku. Þá ræður einfald- lega meirihlutinn því hvort farið er í aðgerðir eða ekki. Þá blasir við sá möguleiki að launamenn í félaginu sem ekki eru á leið í verkfall ráði því í atkvæðagreiðslu hvort aðrir félagar þeirra leggja niður störf. Þessi leið var farin í deilu Flug- freyjufélagsins og ASÍ við Primera flugfélagið á sl. ári en þá var allsherj- arpóstatkvæðagreiðsla meðal allra félagsmanna í Flugfreyjufélaginu um vinnustöðvun flugfreyja hjá Primera. Aðdragandi átaka gæti orðið stuttur Morgunblaðið/Hari Fyrsti maí Samningar meirihluta launþega í félögum innan ASÍ eru lausir frá áramótum. Ný forysta verkalýðsfélaga hefur boðað harða kjarabaráttu.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.