Morgunblaðið - 07.01.2019, Page 21

Morgunblaðið - 07.01.2019, Page 21
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 7. JANÚAR 2019 21 Sumarhús Sumarhús – Gestahús – Breytingar  Framleiðum stórglæsileg sumarhús í ýmsum stærðum.  Tökum að okkur stækkun og breytingar á eldri húsum.  Smíðum gestahús – margar útfærslur.  Sjáum um almennt viðhald á sumarhúsum og sólpöllum.  Setjum niður heita potta og smíðum palla og skjólveggi. Áratugareynsla – endilega kynnið ykkur málið. Trésmiðja Heimis, Þorlákshöfn, sími 892-3742 og 483-3693, www.tresmidjan.is Bókhald NP Þjónusta Óska eftir að annast bókhaldsvinnu og fleira þess háttar. Upplýsingar í síma 831-8682. Bátar Bílaþjónusta GÆÐABÓN Stofnað 1986 • Ármúla 17a Opið mán.-fös. 8-16. S. 568 4310 Það besta fyrir bílinn þinn Alþrif, djúphreinsun, mössun, teflon, blettun, bryngljái, leðurhreinsun. Húsviðhald Hreinsa þakrennur, og tek að mér ýmis smærri verkefni. Uppl. í síma 847 8704 manninn@hotmail.com Nauðungarsala Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolur.is. Lausafjáruppboð mun fara fram á bílastæðinu við Stjórnsýsluhúsið að Heiðarvegi 15, 900 Vestmannaeyjum klukkan 15.00 þriðjudaginn 15. janúar 2019 á eftirfarandi eignum: Mazda, 3, Árgerð 2007, skráningarnr. DTE18 , þingl. eig. Valgeir Ólafur Kragh, gerðarbeiðandi Innheimtustofnun sveitarfélaga. Skoda, Octavia, Árgerð 2003, skráningarnr. ZZ308 , þingl. eig. Valgeir Ólafur Kragh, gerðarbeiðandi Innheimtustofnun sveitarfélaga. Toyota Prius, Árgerð 2007, skráningarnr.NJ525, þingl. eig, Magnfreð Ingi Jensson, gerðarbeiðandi Tollstjóri, Sýslumaðurinn í Vestmannaeyjum 4. janúar 2019 Tilkynningar Mat á umhverfisáhrifum Álit Skipulagsstofnunar Aukin framleiðsla á laxi í Reyðarfirði um 10.000 tonn á vegum Laxa fiskeldis Skipulagsstofnun hefur gefið álit sitt um mat á umhverfisáhrifum samkvæmt lögum nr. 106/2000. Álitið liggur frammi hjá Skipulagsstofnun, Borgartúni 7b, Reykjavík. Álitið og matsskýrslu Laxa fiskeldis er einnig að finna á vef stofnunarinnar www.skipulag.is. Félagsstarf eldri borgara Árskógar Opin smíðastofa kl. 9-16. Leikfimi með Maríu kl. 9. Ganga um nágrennið kl. 11. Handavinna með leiðbeinanda kl. 12.30-16. Félagsvist með vinningum kl. 13. Myndlist með Elsu kl. 16-20. Opið fyrir innipútt. Hádegismatur kl. 11.40-12.45. Kaffisala kl. 15-15.45. Heitt á könnunni. Allir velkomnir. S. 535 2700. Boðinn Félagsvist kl. 13. Myndlist kl. 12.30. Vatnsleikfimi kl. 14.30. Spjallhópur kl. 15. Garðabær Vatnsleikfimi Sjálandi kl. 7.30 /8.15 /15. Kvennaleikfimi Sjá- landi kl. 9.30. Liðstyrkur Sjálandi kl. 10.15. Kvennaleikfimi Ásgarði kl. 11.15. Gönguhópur fer frá Jónshúsi kl. 10. Brids í Jónshúsi kl. 13. Zumba í Kirkjuhvoli kl. 16.15. Innritun á saumanámskeið mánudaginn 7. janúar í Jónshúsi kl. 10-12. Gjábakki Kl. 9 handavinna, kl. 9 botsía, kl. 10.50 jóga, kl. 13.15 kanasta. Gullsmári Postulínshópur kl. 9, jóga kl. 9.30, handavinna / brids kl. 13, jóga kl. 17, félagsvist kl. 20. Hraunbær 105 Félagsmiðstöðin er opin frá kl. 8.30-16. Frítt kaffi og spjall kl. 9-11. Útvarpsleikfimi kl. 9.45. Hádegismatur kl. 11.30-12.30. Sögustund kl. 13-14, sagan Refurinn eftir Sólveigu Pálsdóttur verður lesin. Jóga kl. 14.15-15.15. Hvassaleiti 56-58 Félagsmiðstöðin er opin frá kl. 8-16, blöðin og púsl liggja frammi. Morgunkaffi kl. 8.30-10.30, jóga með Carynu kl. 9, útvarpsleikfimi kl. 9.45, jóga með Carynu kl. 10 og samverustund kl. 10.30. Hádegismatur er kl. 11.30, tálgun og listasmiðja kl. 13, frjáls spilamennska kl. 13, liðleiki á stólum og slökun með Önnu kl. 13.15 og eftirmiðdagskaffi kl. 14.30. Hæðargarður 31 Félagsmiðstöðin opnuð kl. 8.50. Við hringborðið kl. 8.50, boðið upp á kaffi. Frjáls tími í Listasmiðju kl. 9-12, byrjendanám- skeið í línudansi kl. 10, hádegismatur kl. 11.30, myndlistarnámskeið hjá Margréti Zophoníasd. kl. 12.30-15.30, Handavinnuhornið kl. 13-15, félagsvist kl. 13.15. eftirmiðdagskaffi kl. 14.30. Allir velkomnir, óháð aldri. Nánari upp. í s. 411 2790. Korpúlfar Ganga kl. 10 í dag frá Grafarvogskirkju, Borgum og inni í Egilshöll, allir velkomnir í hópinn. Skartgripagerð með Sesselju kl. 13 í Borgum í dag og kóræfing Korpusystkina kl. 16 í Borgum í dag. Norðurbrún 1 Morgunkaffi kl. 8.30, morgunleikfimi kl. 9.45, upp- lestur kl. 11, trésmiðja kl. 13-16, gönguhópurinn kl. 14, bíó á 2. hæð kl. 15.30. Uppl. í s. 411 2760. Sléttuvegur 11-13 Selið á Sléttuvegi er opið frá kl. 10-16. Heitt á könnunni frá kl. 10-11 og hægt er að líta í blöðin. Hádegismatur er frá kl. 11.30-12.15 og panta þarf matinn daginn áður. Spiluð er félagsvist sem byrjar kl. 13.15. Kaffi og meðlæti er til sölu frá kl. 14.30-15.30. Allir velkomnir. Síminn í Selinu er 568 2586. 569 1100Rað- og smáauglýsingar Vantar þig fagmann? FINNA.is ✝ Guðrún Ingi-björg Björns- dóttir fæddist á Söndum á Borgar- eyju í Skagafirði 7. september 1926. Hún lést á Hjúkr- unar- og dvalar- heimilinu Hlíð á Akureyri 25. des- ember 2018. Foreldrar Guð- rúnar voru Björn Skúlason, f. 7.12. 1893, d. 11.7. 1975, og Ingibjörg Jósafats- dóttir, f. 12.3. 1896, d. 10.2. 1938. Bræður Guðrúnar voru Hafsteinn Björnsson, f. 30.10. 1914, d. 15.8. 1977, og Val- Gísli Karl Sigurðsson og eiga þau tvær dætur, Guðrúnu og Huldu. 2) Sigþrúður, f. 28.6. 1949. Hún var gift Sigurði Ólafssyni, þau skildu. Þau eiga þrjú börn: Ragnheiði, Tobias og Elínu Ösp. Eiginmaður Sig- þrúðar er Lúðvík F. Jóhannes- son. 3) Sigurlaug Anna, f. 23.8. 1952. Eiginmaður hennar er Páll E. Þorkelsson og sam- an eiga þau fjóra syni, Þorkel Má, Gísla, Björn og Hafstein Inga. Guðrún flutti frá Sauðár- króki til Akureyrar árið 1943. Hún stundaði saumaskap fyrstu árin en var heimavinn- andi eftir að dæturnar fædd- ust. Guðrún fór að vinna hlutastarf 1966 en lengst af starfaði hún hjá Útgerðar- félagi Akureyringa. Útför Guðrúnar fer fram frá Akur- eyrarkirkju í dag, 7. janúar 2019, klukkan 13.30. garð Björnsson, f. 30.11. 1918, d. 15.10. 2000. Þann 31. mars 1945 giftist Guð- rún Tobiasi Jó- hannessyni, f. 25.3. 1914, d. 5.6. 1998. Foreldrar hans voru Sig- þrúður Konráðs- dóttir, f. 7.5. 1895, d. 22.7. 1969, og Jóhannes Guðmundsson, f. 25.1. 1888, d. 7.9. 1957. Guðrún og Tobias eignuðust þrjár dætur. 1) Birna Ingi- björg, f. 12.6. 1947, d. 27.8. 2012. Eiginmaður hennar var Andlát mágkonu minnar, Guð- rúnar Björnsdóttur, kom ekki á óvart, en hún lést á jóladag á Dvalar- og hjúkrunarheimilinu Hlíð á Akureyri, 92 ára að aldri. Við töluðum saman í síma nokkr- um dögum áður, hún var skýr í hugsun, en það leyndi sér ekki að líkamlegur þróttur hennar fór þverrandi og að stutt yrði í kveðjustundina. Það var haustið 1976, á fimm- tugsafmæli Guðrúnar, 7. septem- ber, sem maðurinn minn Haf- steinn Björnsson kynnti mig fyrir Guðrúnu og Valgarði, systk- inum sínum fyrir norðan, og þeirra fjölskyldum. Djúp vinátta myndaðist. Ljósmynd af okkur, mökum og systkinunum þremur geymir góðar minningar frá þessum degi. Við Hafsteinn heimsóttum þau aftur að ári og vini um landið – en í ágúst það ár varð Hafsteinn bráðkvaddur, 62 ára að aldri. Guðrún, sem var mjög flug- hrædd, kom suður með flugi sama dag og Hafsteinn lést og dvaldi hjá mér nokkrar nætur. Mér fannst mjög vænt um það, en Guðrún hafði aldrei stigið upp í flugvél áður. Eftir ferðina lækn- aðist hún af flughræðslunni. Næstu árin kom ég norður í frí- um og dvaldi í nokkra daga hjá Guðrúnu og Tobíasi, manninum hennar, og alltaf var mér vel fagnað. Tobías var traustur maður og skemmtilegur, hann söng lengi með Karlakórnum Geysi. Hann rak bílasprautunarverkstæði á Akureyri. Ég þakka allar sam- verustundirnar með þeim og fjöl- skyldunni. Við Jakobína, ekkja Valgarðs, erum einar eftir á lífi. Þegar Guðrún var 11 ára missti hún móður sína, Ingi- björgu Jósafatsdóttur, og fór í fóstur til móðursystur sinnar, Sigurlaugar, sem var búsett á Sauðárkróki. Guðrún sagði mér frá því, að hún hefði eitt sinn tog- að aðeins í pilsið hennar fóstru sinnar, þá er hún var svöng, Sig- urlaug gat sér til um það og spurði, „ertu svöng, Gunna mín?“ Guðrún svaraði játandi. Þetta er lýsandi dæmi um hlédrægni Guð- rúnar. Síðar var Guðrún hjá ann- arri móðursystur sinni, Önnu, um tíma, á Hranastöðum í Eyjafirði. Það sem mér fannst einkenna Guðrúnu var hógværð, hún var orðvör og aldrei talaði hún niðr- andi orð um nokkra manneskju, hún bar hag annarra fyrir brjósti, og sérstaklega dætra sinna og barnabarna. Guðrún var fróð og minnisgóð, hún fylgdist mjög vel með öllum fréttum og þjóðmál- unum, og mátti alls ekki missa af „dánarfregnum og jarðarförum“. Guðrún var verkakona og studdi vinstri vænginn í þjóðmálum. Heimili Guðrúnar og Tobíasar bar vott um snyrtimennsku. Þó símtölum okkar hafi fækk- að síðustu árin, en við höfðum alltaf nóg um að spjalla, þá voru ákveðnir dagar, tyllidagar, sem alltaf var minnst og þá slógum við á þráðinn hvor til annarrar. Mér finnst ég eiga Guðrúnu óendanlega margt að þakka, og ég sakna hennar, en tíminn var kominn. Ég tek undir orð Jak- obínu, er ég innti hana eftir því, hvað henni fyndist lýsa Guðrúnu best, hún svaraði að bragði: „Hún var yndisleg manneskja.“ Guð- rún var sannfærð um það að líf væri eftir þetta líf – og þá verða fagnaðarfundir „hinum megin“. Blessuð sé minning kærrar mág- konu, Guðrúnar Ingibjargar Björnsdóttur. Guðlaug Elísa Kristinsdóttir. Guðrún I. Björnsdóttir ✝ GuðmundurHelgi Hall- dórsson fæddist á Skeggjastöðum í Hraungerðis- hreppi í Flóa 24. maí 1929. Hann lést á Skógarbæ 24. desember 2018. Foreldrar hans voru hjónin Guð- rún Gísladóttir húsfreyja, fædd í Laxárdal í Gnúpverjahreppi en alin upp að mestu í Bitru í Flóa, og Halldór Jónsson, bóndi á föð- urleifð sinni á Skeggjastöðum. Þau hjón bjuggu á Skeggjastöðum alla sína búskap- artíð. Guðmundur Helgi var yngstur fimm barna þeirra. Hin voru Margrét, Bjarn- heiður, Gunnar og Gísli, og eru þau öll látin. Útför Guðmundar Helga fer fram frá Fossvogskirkju í dag, 7. janúar 2019, klukkan 13. Guðmundur Helgi lærði raf- virkjun hjá föður okkar Gísla Jó- hanni Sigurðssyni, sem var gjarnan kenndur við Raforku. Samskipti þeirra þróuðust strax frá upphafi meira í vináttusam- band en meistara- og nemasam- band. Helgi vann áfram á raf- tækjaverkstæðinu eftir að námstímanum lauk. Það var ekki fyrr en rekstri raftækja- verkstæðisins var hætt, sem Helgi stofnaði sjálfur sitt fyr- irtæki, Rafvakann, ásamt öðrum rafvirkja. Helgi vann við iðn sína alla tíð en dró úr vinnu eftir því sem hann eltist og hætti alfarið kominn vel á áttræðisaldur. Helgi naut virðingar á meðal viðskiptavina sinna vegna áreið- anleika og vandaðra vinnu- bragða. Hann þótti laghentur og vandvirkur handverksmaður. Það var ekki eingöngu í rafvirkj- un sem faðir okkar sóttist eftir liðsinni hans heldur einnig þeg- ar kom að trésmíðavinnu. Einungis ein kvörtun barst vegna starfa Guðmundar Helga á meðan hann vann hjá Raforku. Ekki var það vegna vinnubragða hans eða verklags heldur þótti viðskiptavininum hann heldur fámáll eftir að búið var að skiptast á kveðjuorðunum „góð- an daginn“. Helgi var tónelskur maður og var um árabil m.a. félagi í karla- kórnum Fóstbræðrum. Helgi var meira en nemi í lífi okkar. Hann bjó á heimili okkar þegar hann var nýfluttur í bæ- inn og kominn á samning hjá föður okkar. Heimafyrir voru tveir sem gegndu nafninu Helgi; bæði neminn Guðmundur Helgi og strákhnokkinn Karl Helgi. Guðmundur Helgi fékk nafnið „Helgi stóri-bóndi“ til aðgrein- ingar frá þeim yngri. Iðulega var Helgi með okkur í leik og starfi. Þeir nafnar, Guð- mundur Helgi og Karl Helgi, deildu sama afmælisdegi þótt nítján ár skildu þá að og ósjald- an fögnuðu þeir deginum saman. Karl Helgi var í sveit til fjölda ára á Skeggjastöðum hjá móður Guðmundar Helga og Gunnari bróður hans. Seinna voru yngri bræðurnir einnig í sveit hjá Gunnari og Sigríði konu hans. Helgi stóri-bóndi tók Kjartan á námssamning í rafvirkjun þegar eftir því var leitað og naut Kjartan leiðsagnar og fyrir- myndar hans í vönduðum vinnu- brögðum og þjónustu. Sigurður Rúnar vann með Guðmundi Helga um árabil og með þeim skapaðist ágætur vinskapur. Ferðuðust þeir meðal annars saman til Grænlands með Trimmklúbbi Seltjarnarness til að taka þátt í styttri vegalengd í maraþonhlaupi í Nuuk. Guð- mundur Helgi hafði tekið þátt í Flóahlaupinu á árum áður og vildi ólmur hlaupa með. Nesarar máttu hafa sig alla við að halda í við hann. Helgi lagði upp úr því að eiga góða bíla og hafði gaman af því að ferðast um landið. Helgi og Gísli bróðir hans ferðuðust mik- ið og víða saman. Missir Helga var mikill þegar bróðir hans og félagi féll frá. Hin síðari ár sótti Helgi gjarnan veitingasölu sem Sigurður Rúnar rak, ekki síður vegna félagsskapar en veitinga. Eftir að heilsu Helga hrakaði naut hann þess m.a. að fara í bíl- túr með Sigurði Rúnari, fá sér kaffisopa og heimsækja kunnug- lega staði. Við vottum skyldmennum Guðmundar Helga samúð okkar. Sigurður Rúnar, Karl Helgi og Kjartan Gíslasynir. Guðmundur Helgi Halldórsson

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.