Morgunblaðið - 08.01.2019, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 08.01.2019, Blaðsíða 6
6 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 8. JANÚAR 2019 Baldur Arnarson baldura@mbl.is Um 9,8 milljónir farþega fóru um Keflavíkurflugföll í fyrra. Það er metfjöldi og til dæmis tvöföldun frá árinu 2015. Hins vegar eru þetta töluvert færri farþegar en Isavia spáði að færu um völlinn í spám sín- um í nóvember 2017 og maí 2018. Guðjón Helgason, upplýsinga- fulltrúi Isavia, bendir á að óvissa sé jafnan um síðasta ársfjórðung þegar farþegaspárnar eru gerðar. Gera megi ráð fyrir að gengi krónu hafi haft einhver áhrif á að farþegar voru færri í fyrra en Isavia spáði. Þá verði að horfa til þess að breytingar hafi orðið í flugrekstri á Íslandi í fyrra, bæði hjá WOW air og Icelandair. Mun skýrast með WOW air „Hvað spá fyrir árið 2019 varðar þá verður hún tilbúin innan tíðar þegar áform Wow air og mögulega annarra félaga skýrast,“ segir hann. Isavia kynnti fyrir nokkrum árum langtímaáætlun um þróun Kefla- víkurflugvallar fyrir tímabilið 2015- 2040. Þar var að finna áætlun um þróun farþegafjölda á tímabilinu. Skv. henni áttu 10 milljónir farþega að fara um völlinn 2030. Umferðin í fyrra var því næstum jafn mikil og þarna var áætlað að hún yrði 2030. Samkvæmt bráðabirgðaspá Isavia fyrir fyrstu þrjá mánuði þessa árs munu þá 8,9% færri farþegar fara um völlinn en sömu mánuði í fyrra. Fækkunin þessa mánuði verður -1,8%, -9,6 og -14,3% Rúmlegar 2,3 milljónir Ferðamálastofa áætlar að 2,316 milljónir brottfara erlendra farþega frá landinu hafi verið í fyrra, eða um 5,5% fleiri en árið 2017. Aukningin milli ára 2016 og 2017 var 24,2%. Skarphéðinn Berg Steinarsson ferðamálastjóri segir aðspurður útlit fyrir 5% árlega fjölgun ferðamanna á næstu 3-4 árum. Fjöldinn í ár sé í takt við væntingar. Hann segir það vekja athygli að Isavia hafi ekki gef- ið út farþegaspá fyrir árið 2019. Isavia hafi enda bestu gögnin. Metár en þó undir spám  9,8 milljónir farþega í Leifsstöð 2018 Farþegafjöldi á Keflavíkurflugvelli Þróunaráætlun Keflavíkurflugvallar 2015-2040 10 9 8 7 6 5 4 3 2 1 0 14 12 10 8 6 4 2 0 Heildarfjöldi Skiptifarþegar Komur Brottfarir (milljónir) Heimild: Isavia 2009 2010 2011 2012 2013 2014 2015 2016 2017 2018 Skiptifarþegar 2018 3.871.636 Heildarfarþegafjöldi 2018 9.804.388 Komur 2018 2.950.842 Brottfarir 2018 2.970.927 ’15 ’20 ’25 ’30 ’35 ’40 Milljónir farþega (spá) Skiptifarþegar Komur og brottfarir Rauntölur og spár um heildar- farþegafjölda árið 2018 10,07 milljónir Spá Isavia frá nóvember 2017 Spá Isavia frá maí 2018 Heildarfjöldi farþega 2018 9,8 milljónir 10,38 milljónir 12% fleirifarþegar fóru um Keflavíkur- flugvöll 2018 en árið á undan Stefnt er að því að niðurstaða af at- hugun Tryggingastofnunar á áhrif- um búsetu erlendis á útreikning ör- orkulífeyris liggi fyrir í lok mánaðar- ins. Þá verði framkvæmdinni breytt og farið að vinna hvert mál fyrir sig. Kemur þetta fram í tilkynningu frá Tryggingastofnun. Fram hefur komið hjá velferðar- ráðuneytinu að Tryggingastofnun muni endurreikna og leiðrétta greiðslur til örorkulífeyrisþega sem urðu fyrir skerðingu vegna búsetu erlendis. Það verði gert fjögur ár aft- ur í tímann. Jafnframt hefur komið fram að um þúsund einstaklingar geti átt von á leiðréttingu á hverju ári, samtals um hálfan milljarð á ári. Einstaklingar gætu átt von á millj- ónum í endurgreiðslu fyrir allt tíma- bilið. Breyting á langri framkvæmd Í tilkynningu frá Tryggingastofn- un kemur fram að málið hafi verið í skoðun hjá stofnuninni frá því álit umboðsmanns Alþingis (8955/2016) var birt og hefur hún í samvinnu við velferðarráðuneytið unnið að því að útfæra leiðir til að bregðast við. Tek- ið er fram að aðgerðin sé flókin og umfangsmikil þar sem um sé að ræða breytingu á áralangri fram- kvæmd sem úrskurðarnefndir hafi staðfest með úrskurðum. „Þetta er fólk sem komið hefur verið illa fram við,“ segir Þuríður Harpa Sigurðardóttir, formaður Ör- yrkjabandalags Íslands. Mikið hafi verið að gera hjá bandalaginu eftir að fréttir voru fluttar um fyrirhug- aða endurgreiðslu. Þuríður segir að dæmi séu um að skerðingar á grund- velli búsetu séu í sumum tilfellum miklar. Þær geti skipt milljónum. Varðandi hugmyndir formanns Sambands íslenskra sveitarfélaga að til greina komi að endureikna fjár- hagsaðstoð sem sveitarfélög hafi veitt fólki sem nú fær leiðréttingu sinna mála segir Þuríður að hún voni að ekki komi til þess að reynt verði að hafa fé af þessum einstaklingum sem hafi verið hlunnfarnir um árabil. Tryggingastofnun breytir framkvæmd í lok mánaðar  Formaður ÖBÍ vonar að ekki verði reynt að hafa fé af fólki „Ég hafði aldrei hugmynd um það,“ sagði Hákon Örn Bergmann fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur í gær- morgun við aðalmeðferð svokallaðs Skáksambandsmáls spurður hvað hann hefði talið að væri í sendingu sem kom frá Spáni og merkt var Skáksambandi Íslands. Málið snýst um fyrirhugaðan innflutning á rúm- lega fimm kílóum af amfetamíni til landsins og er Hákon ákærður fyrir að hafa verið einn þeirra sem stóðu að innflutningnum en hann neitar sök í málinu. Tveir aðrir eru ákærðir í málinu, Sigurður Kristinsson og Jó- hann Axel Viðarsson. Hinir ákærðu voru allir mættir í dómsal en þegar til stóð að taka skýrslu af Sigurði við upphaf aðal- meðferðarinnar lýsti hann því yfir að hann ætlaði ekki að tjá sig meira um málið. Hann hefði engu við það að bæta sem hann hefði greint lögregl- unni frá á fyrri stigum málsins. Sig- urður hefur gengist við því að hafa ætlað að flytja inn fíkniefnin en þeim var pakkað inn í skákmuni og send- ingin sem fyrr segir merkt Skák- sambandi Íslands. Hins vegar hefur hann hafnað ákærunni á hendur sér á þeim forsendum að raunverulegt magn fíkniefnanna sé ekki það sem ákæruvaldið heldur fram. Áður en sendingin var send til Íslands var hald lagt á hana og efnunum skipt úr fyrir annað efni. Hákon sagðist fyrir dómi aðeins hafa verið að gera Sigurði greiða með aðkomu sinni að málinu. Hann hefði ekki vitað hvað væri í sending- unni og Sigurður hefði sagt að málið yrði til þess að hann gæti greitt Há- koni skuld við hann. Tvær grímur hefðu farið að renna á hann eftir jólin 2017 og hann viljað koma sér út úr málinu. Hann hefði því fengið Jó- hann til þess að sjá um að sækja sendinguna gegn loforði um að gefa honum upp gamla 300 þúsund króna skuld. Hákon sagði einnig að Sigurð- ur hefði talið óheppilegt að hann sækti sendinguna sjálfur. Hákon gaf Jóhanni leiðbeiningar um hvað þyrfti að gera og fylgdi honum síðan eftir á bifreið sinni. Feginn að losna við skuldina Jóhann var handtekinn í kjölfar þess að hann sótti sendinguna og Hákon í framhaldinu þar sem hann sást fylgjast með Jóhanni. Jóhann sagðist fyrir dómi ekki hafa vitað hvað væri í sendingunni en talið að hugsanlega væri um að ræða stera í ljósi þess að Hákon væri tilbúinn að gefa honum eftir svo háa skuld. Hann hefði þó lítið velt því fyrir sér og aðallega verið ánægður með að fá skuldina afskrifaða. Aðalmeðferð málsins heldur áfram 25. janúar. hjortur@mbl.is „Ég hafði aldrei hugmynd um það“  Sigurður Kristinsson kaus að tjá sig ekki frekar um Skáksambandsmálið þegar aðalmeðferðin hófst  Hinir tveir sakborningarnir segjast ekki hafa vitað hvað var í sendingunni sem kom frá Spáni Morgunblaðið/Eggert Sakamál Sigurður Kristinsson í Héraðsdómi Reykjavíkur í gærmorgun ásamt verjendum sakborninga í Skák- sambandsmálinu. Hann hefur hafnað því að málið snúist um það magn fíkniefna sem ákæruvaldið heldur fram.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.