Morgunblaðið - 08.01.2019, Síða 11

Morgunblaðið - 08.01.2019, Síða 11
FRÉTTIR 11Innlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 8. JANÚAR 2019 Söfnum í neyðarmatar- sjóð fyrir jólin til matarkaupa hjá Fjölskylduhjálp Íslands fyrir þá fjölmörgu sem lægstu framfærsluna hafa. Þeim sem geta lagt okkur lið er bent á bankareikning 0546-26-6609, kt. 660903-2590. Fjölskylduhjálp Íslands, Iðufelli 14 Breiðholti og Baldursgötu 14 í Reykjanesbæ. Neyðarsöfnun í matarsjóðinn fyrir jólin Guð blessi ykkur öll Bæjarlind 6 | sími 554 7030 Við erum á facebook Útsala Buxur, Kjólar, Túnikur, Bolir, Peysur, Jakkar, Úlpur 40- 60% afsláttur VINDORKA OG RAMMAÁÆTLUN Í samvinnu við umhverfis- og auðlindaráðuneytið býður verkefnisstjórn 4. áfanga rammaáætlunar til opins fundar um vindorku miðvikudaginn 9. janúar 2019 kl. 13-17. Fundurinn verður haldinn í sal Þjóðminjasafnsins. Beint streymi verður frá fundinum. Nánari upplýsingar og dagskrá málþingsins er að finna á www.ramma.is                                                             !"#  &' (  )*+ , *+ -(* ./(/ 0)   .  ( 1/                   Guðni Einarsson gudni@mbl.is Niðurstöður vísindarannsókna benda til þess að heildar-blómgunartími plöntutegunda á norðurslóðum stytt- ist með hlýnun loftslags. Þetta getur haft áhrif á afkomu ýmissa dýrateg- unda, t.d. skordýra sem bera frjó, að því er fram kemur í vísindagrein eftir 38 plöntuvistfræðinga. Greinin birtist í hinu virta vísindatímariti Nature Ecology and Evolution í desember 2018. Ingibjörg Svala Jónsdóttir, pró- fessor við Líf- og umhverfisvísinda- deild Háskóla Íslands, er í hópi vís- indamannanna sem könnuðu blómgunartíma 253 plöntutegunda á 23 mismunandi stöðum á heimskauta- túndrunni á allt að 20 ára tímabili. Hún hefur lagt stund á rannsóknir á gróðurbreytingum á Íslandi og Sval- barða um árabil. Ingibjörg sagði að gögnin byggðust bæði á tilraununum þar sem líkt var eftir hlýnun og at- hugunum á svæðum þar sem hlýnun hefur átt sér stað. Sterkustu viðbrögð plantnanna voru að þær blómguðust fyrr en ella. „Hröðun blómgunar við aukna hlýnun er misjöfn eftir því hvort teg- undirnar blómgast að jafnaði seint eða snemma á sumri. Þær tegundir sem að jafnaði blómgast fyrst blómg- ast aðeins fyrr ef loftslag hlýnar. Blómgunartími þeirra tegunda sem blómgast almennt síðsumars breytist meira og færist framar. Þetta verður til þess að heildar-blómgunartíminn styttist,“ sagði Ingibjörg. „Helsta áhyggjuefnið er að þetta gæti haft áhrif á skordýr sem nýta sér blómgunina, það er frjóbera. Það er ekki víst að þeir svari hlýnun á sama hátt og plönturnar,“ sagði Ingi- björg. Rannsóknir benda til þess að þarna geti myndast ákveðið ósam- ræmi (mismatch) milli blómgunar- tíma plantnanna og æviskeiðs frjó- beranna. Ef þetta hefur verulega neikvæð áhrif á frjóberana þá gæti það komið niður á frjóvgun plantn- anna. Ingibjörg segir að það sé verið að rannsaka þann þátt betur. Hún segir að blómgunin sé einn þátturinn í þroskaskeiði plantnanna. Breytingin á blómgunartímanum bendi til þess að plönturnar nái þroska fyrr á sumrinu en ella, líka hvað varðar vöxt. Ýmsir grasbítar eru háðir þessum plöntum sér til framdráttar. Hreindýr á norður- slóðum bera t.d. á ákveðnum tíma og ungviði þeirra er háð því að dýrin hafi aðgang að næringarríku fóðri. Ef plönturnar þroskast of snemma þá gæti ungviðið misst af næringartoppi plantnanna. Hlýindi nú ekki góð Hlýindin nú í desember og janúar eru almennt ekki góð fyrir plönturn- ar, að sögn Ingibjargar. „Við vitum að veturinn er ekki úti. Sumar plöntur hafa aðlagast umhleyping- unum og láta ekki plata sig, eins og til dæmis birkið. Það fer ekki að laufgast þó að það sé hlýtt í janúar. Aðrar plöntur stjórnast meira af hita en birtu og fara ekki að vetra sig í þess- um hlýindum. Vetrunin er ákveðið ferli. Þegar svo veturinn kemur þá gætu þær farið illa. Við erum þá fyrst og fremst að tala um innfluttar teg- undir,“ sagði Ingibjörg. Hlýnun flýtir blómgunartíma heimskautablóma Morgunblaðið/Árni Sæberg  Getur mögulega haft áhrif á dýralíf Hagsmunasamtök heimilanna hafa vísað til Mannréttindadómstóls Evrópu afgreiðslu íslenskra stjórn- valda og dómstóla á málum sem varða gengistryggð lán. Kæran var send skömmu fyrir jól. Telja sam- tökin að þau hafi áður látið reyna á öll möguleg úrræði innan lands, meðal annars margoft fyrir íslensk- um dómstólum. Í tilkynningu frá Hagsmuna- samtökum heimilanna kemur fram að með því að víkja sérstökum lög- um um neytendalán til hliðar í trássi við skuldbindingar íslenska ríkisins samkvæmt EES-samn- ingnum og leggja margfalt hærri vexti en um var samið á lán sem voru með ólöglegri gengistrygg- ingu hafi íslenskir neytendur verið sviptir mikilvægum grundvallar- réttindum. Kæran byggist á því að með þeim hætti hafi verið brotið gegn þeirri friðhelgi sem eignarréttur skal njóta samkvæmt ákvæði Mannrétt- indasáttmála Evrópu og stjórnar- skrár Íslands, auk þess sem ekki hafi verið gætt jafnræðis við úr- lausn slíkra mála. Sækja rétt sinn til Mannréttindadómstóls Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu var kallað út í Tunguhverfi í Mos- fellsbæ í gærkvöldi vegna alelda bíls sem stóð fyrir utan bílskúr í íbúðahverfi. Samkvæmt upplýsingum frá slökkviliðinu voru tveir bílar sendir á vettvang um klukkan átta í gær- kvöldi en í fyrstu var óttast að eldurinn gæti teygt sig í bílskúr hússins. Betur fór en á horfðist og tókst slökkviliði að ráða niðurlögum elds- ins í bílnum án þess að eldurinn næði að breiðast út. Alelda bíll í íbúða- hverfi í Mosfellsbæ Allt um sjávarútveg

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.