Morgunblaðið - 08.01.2019, Page 15

Morgunblaðið - 08.01.2019, Page 15
FRÉTTIR 15Innlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 8. JANÚAR 2019 Töfrar eldamennskunnar byrja með Eirvík Eldhúsið er ekki bara herbergi, heldur upplifun Við hjá Eirvík trúum því að eldhúsið sé hjarta heimilisins. Innanhússarkítektar og sérfræðingar í heimilistækjum keppast við að hanna hágæða eldhús sem standast tímans tönn, með virkni, gæði og sveigjanleika að leiðarljósi. Eldhúsið er fjárfesting til framtíðar – tryggðu þér raunveruleg gæði á hagstæðu verði. Eirvík Suðurlandsbraut 20, Reykjavík, sími 588 0200, eirvik.is. Opnunartími mánudaga - föstudaga 10-18, laugardaga 11-15 Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Endurvinnslu á kjarnorkuúrgangi hefur verið hætt í THORP-stöðinni í Sellafield í Englandi, en starfsemin þar hefur lengi verið umdeild. Hávær mótmæli risu, meðal annars af hálfu íslenskra ráðamanna, í kjölfar þess að leki á hágeislavirkum vökva kom í ljós þar í maí 2005 og var stöðinni lok- að í tæplega tvö ár. Sigurður M. Magnússon, forstjóri Geislavarna ríkisins, segir að stöðinni sé væntanlega lokað vegna þess að ekki sé lengur skortur á úrani í heim- inum og því ekki lengur fjárhagslega hagkvæmt að endurvinna brennslu- efni kjarnaofna. Framundan sé margra ára og mjög kostnaðarsamt hreinsunarstarf á stóru svæði í Sellaf- ield þar sem mikið sé af úrgangi sem flokkist sem geislavirkur; byggingar- hlutar, búnaður, tæki og jarðvegur mengaður geislavirkum efnum. Geislavirk efni fyrir norðan Ísland rakin til Sellafield Úrganginum verði fargað í sam- ræmi við alþjóðlegar skuldbindingar sem Bretar hafa gengist undir, en í Bretlandi sé að finna geymslustaði fyrir geislavirkan úrgang. Í Sellafield hefur verið tekið við brennsluefni frá mörgum öðrum þjóðum en Bretum, m.a. Þjóðverjum og Japönum, að því er fram kemur í Guardian. Á síðari árum mun hafa dregið úr losun flestra geislavirkra efna frá Sella- field. Sigurður segir að geislavarna- stofnanir á Norðurlöndum hafi í fjölda ára fylgst með áhrifum frá starfseminni og meðal annars gert mælingar í hafinu. „Staðreyndin er sú að það er meira af geislavirkum efn- um fyrir norðan Ísland heldur en fyr- ir sunnan land og það á rætur að rekja til Sellafield,“ segir Sigurður. „Til ársins 2005 hafði endur- vinnslustöðin í Sellafield heimild til þess að veita geislavirkum efnum í Írska hafið. Efnin bárust upp Írska hafið meðfram Skotlandi, inn í Norð- ursjó, upp með Danmörku og Noregi. Við Norður-Noreg fór um fjórðungur þessara efna inn í Barentshaf og Karahaf og afgangurinn fór í átt til Grænlands og kom síðan niður á milli Íslands og Grænlands með Austur- Grænlandsstraumnum. Það tók efnin hátt í áratug að berast úr Írlandshaf- inu og til Íslands og þynningin var mjög mikil. Styrkurinn fyrir norðan land var kannski 1/1000 af því sem mældist í Írska hafinu.“ Ógn fyrir Norðmenn Styrkur efna frá Sellafield var greinilegur meðfram ströndum Nor- egs og að sögn Sigurðar sáu Norð- menn verulega ógn í því að í Sellafield var geymt mikið af hágeislavirkum úrgangi í tönkum. Við mjög alvarlegt slys við mjög slæmar veðurfarsað- stæður hefði getað orðið verulegt geislavirkt úrfelli í Noregi. Í Lofot-posten í Norður-Noregi fagnar talsmaður samtakanna Lofot- en gegn Sellafield að Thorp-stöðinni hefur verið lokað og endurvinnslu í svokölluðum Magnox-ofnum í Sellaf- ield verður lokað fyrri hluta ársins. Fram kemur í blaðinu að 18 ára starf- semi samtakanna hætti í vor. Stærsti sigurinn hafi unnist árið 2004 þegar ákveðið var að banna að úrgangi yrði sleppt í sjó við Sellafield. Fundað hafi verið um þessi málefni tvívegis á ári með yfirvöldum í Bretlandi, eigend- um stöðvarinnar og fleirum og hafi fundir m.a. verið haldnir í Reykjavík. Endurvinnslu hætt í Sellafield  Umdeild starfsemi  Hágeislavirkur úrgangur  Mikið hreinsunarstarf AFP Hætta endurvinnslu Kýr á beit við Sellafield í Englandi árið 2002. Icelandair flutti 4,1 milljón farþega á seinasta ári, sem er meira en nokkru sinni fyrr samkvæmt tilkynningu um flutningstölur frá félaginu í gær. Fjölgunin nemur 2% frá fyrra ári. Sætanýting ársins nam 81,0% og dróst saman um 1,7 prósentustig samanborið við árið 2017. Heildarfjöldi farþega Air Iceland Connect var 319 þúsund og dróst saman um 9% á milli ára. Seldir svo- nefndir blokktímar í leiguflugi juk- ust um 23% og flutt frakt um 7%. Herbergjanýting á hótelum félags- ins á árinu 2018 var 80,1% saman- borið við 81,2% árið á undan. Icelandair flutti 263 þúsund far- þega í desember sl. og voru þeir 12% fleiri en í sama mánuði árið 2017. Framboðsaukning á milli ára nam 9% og sætanýting var 79,6% saman- borið við 76,8% árið á undan. Farþegar Air Iceland Connect í desember voru um 19 þúsund og fækkaði þeim um 17% á milli ára. Um miðjan maí í ár hætti félagið flugi til Belfast og Aberdeen og einnig á milli Keflavíkur og Akur- eyrar og er það sagt skýra fækkun- ina milli ára ásamt niðurfellingum flugferða vegna veðurs. Sætanýting nam 60,0% og jókst um 1,2 prósentu- stig. Fraktflutningar jukust um 8% á milli ára og framboðnum gistinótt- um hjá hótelum félagsins fjölgaði í desember um 20% á milli ára. Farþegar aldrei ver- ið fleiri  4,1 milljón farþega hjá Icelandair 2018

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.