Morgunblaðið - 08.01.2019, Side 19
19
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 8. JANÚAR 2019
Jólin tekin niður Heilmikið hefur verið að gera í borginni við að taka niður jólatré, hér er maður að störfum í Hafnarstræti.
Eggert
Góð regla sem allir sem
stunda útivist og fjallgöngur
þurfa að eiga og kunna að nota
er reglan að snúa við, hætta för
og halda heim á leið. Auðvitað er
ánægjulegt að komast á tindinn
eða þangað sem í upphafi var
stefnt en það á ekki að vera
markmiðið með ferðinni. Mark-
miðið á að vera að koma heil
heim, njóta ferðarinnar.
Stundum er sagt að slys geri
ekki boð á undan sér. Rann-
sóknir á slysum í fjalllendi sýna
hins vegar að viðvörunarbjöllur
hringja stundum á ákveðnum
stöðum á leiðinni og þá er mikil-
vægt að hlusta og bregðast við.
Dæmi um slíkar viðvörunar-
bjöllur eru t.d. þegar maður er
seinn af stað, gleymdi símanum,
talstöðinni, gps-tækinu eða öðr-
um búnaði. Veðurspáin er vond,
jafnvel versnandi. Ég er illa
fyrirkallaður, hálfslappur. Að-
stæður er slæmar af einhverj-
um ástæðum. Ég er ekki alveg
viss um hvar leiðin liggur. Þannig má lengi telja. Þetta eru
allt viðvörunarbjöllur sem hver og ein getur verið næg
ástæða til snúa við, hætta för og halda heim á leið.
Góður undirbúningur er mikilvægur fyrir hverja ferð.
Allur öryggisbúnaður og nesti til ferðarinnar er til staðar.
Ég þekki leiðina og veit hverjar eru aðstæður, hef kynnt
mér veðurspá, skilið eftir ferðaáætlun og veit að ferða-
félagar mínir eru vel undirbúnir. Mikilvægt er að vera ekki
einn á ferð og þótt maður vilji stundum vera einn með sjálf-
um sér þá má finna ferðafélaga sem gefa slíkt svigrúm.
Best er að vera aldrei færri en þrjú á ferð til fjalla eða utan
byggðar.
Helstu hættur í vetrarferðamennsku eru meðal annars;
hætta á að hrasa, renna, hrapa, hætta á að villast, týnast,
verða blautur, kaldur, hætta á að falla í gegnum ís á vatni,
hætta á að lenda í steinkasti, snjóflóði, aurskriðu, hætta á
að lenda í aðstæðum þar sem maður er vanbúinn, hætta á
að ofmeta sjálfan sig og eigin getu, hætta á að lenda í of-
þornum, næringarskorti. Um allar þessar hættur þarf hver
ferðamaður að vera meðvitaður og um leið undir það búinn
að lenda í slíkum aðstæðum. Það er sannarlega gaman að
ferðast um íslenska náttúru þegar allt gengur eins og í
sögu. Um leið er ömurlegt að lenda í aðstæðum þar sem þú
hefur ekki lengur stjórn á eigin öryggi.
Það er oft auðveldara að halda áfram en að taka ákvörð-
unina að snúa við. Það þarf hugrekki og aga til að taka slíka
ákvörðun en oftast er það þannig að um leið og hún hefur
verið tekin líður manni betur og finnur að ákvörðunin var
rétt. Góða ferð og komum heil heim.
Eftir Pál
Guðmundsson
» Góð regla
sem allir sem
stunda útivist og
fjallgöngur þurfa
að eiga og kunna
að nota er reglan
að snúa við,
hætta för og
halda heim á
leið.
Páll Guðmundsson
Höfundur er framkvæmdastjóri FÍ.
palli@fi.is
Snúum við
Þeir komu fram í
sjónvarpsfréttum
laugardagskvöldið 5.
janúar sl. prófessorinn
og yfirlæknir Land-
spítalans, Karl G.
Kristinsson, og biss-
nessmaðurinn Ólafur
Stephensen, fram-
kvæmdastjóri Félags
atvinnurekenda. Karl
ræddi læknavísindi og
mestu heilsuógn sam-
tímans, ógeðslega sýklalyfjanotkun
í landbúnaði bæði í Evrópu og
Bandaríkjunum. Karl var að koma
af ráðstefnu þar sem færustu
læknar og vísindamenn ræddu
vandann, sem er sá að 70-80% allra
sýklalyfja fara í búfénað. Til að
anna síaukinni eftirspurn eftir kjöti
eru lyfin sett í fóður til að auka
vöxt til að koma í veg fyrir sjúk-
dóma. Sýklalyfin eru svona nýtt
bragðefni á tungubroddinum í þess-
um heimsálfum, en manneskjan
fyllist sýklalyfjaóþoli. 99% kjúk-
lingakjöts og 95% svínakjöts þar
eru framleidd í verksmiðjubúum.
Karl sagði að kjötið innihéldi mikið
af bakteríum sem eru ónæmar fyrir
sýklalyfjum og úrgangurinn skilaði
sér svo út í jörð og
vatn og þannig í græn-
metið. Karl varar al-
veg sérstaklega við
innfluttu grænmeti en
einnig kjöti, segir eft-
irlitið slakt hér og vill
af þessum ástæðum að
Ísland setji sér þau
markmið að verða
sjálfbært í framleiðslu
landbúnaðarafurða. Að
íslenskum bændum
verði falið að anna eft-
irspurn eftir öllu kjöti,
mjólkurvörum og
grænmeti, ekki síst til að verja
heilsu unga fólksins og ófæddra.
Ólafur niðurlægði
prófessorinn og vísindin
Enginn skilur af hverju Ólafur
Stephensen var kallaður í viðtal í
sama fréttatíma og Karl. Ólafur
veit lítið í læknisfræði og sennilega
minna í vísindum en auðvitað mikið
í „frelsi“. En stundum er eins og
RÚV skammist sín ef komið er við
rétttrúnaðargræðgina. Ég hefði
viljað sjá þann lækni eða prófessor
sem hefði gengið fram og andmælt
orðum og rökum Karls þetta kvöld.
Eðlilegt framhald fréttarinnar hefði
verið viðtal við heilbrigðis- eða for-
sætisráðherra því þessi mikla ógn
mannkynsins, sýklalyfjaóþol og
dýrasjúkdómar, er til umræðu með-
al vísinda- og stjórnmálamanna um
allan heim.
Ólafi Stephensen brást hins veg-
ar ekki pólitísk verslunargræðgi
enda étur hann grautinn sinn hjá
heildsalastéttinni og hefur hags-
muni af að berjast fyrir innflutn-
ingi. Ég vil hins vegar efast um að
allir hans félagar leyfi sér að fylgja
honum í glórulausri lítilsvirðingu
hans á ummælum prófessorsins.
Því Ólafur vændi Karl um að vera í
pólitískri herför en ekki vísinda-
legri umræðu. Læknar hafa eitt
fram yfir margar aðrar stéttir; þeir
eru bundnir læknaeiðnum (Hippó-
kratesareiðnum). Íslenska útgáfan
af eiðnum var útfærð 1932 og undir
þau heitorð hafa nánast allir
læknar hér ritað eiðstaf sinn síðan,
segir google. Ólafur fullyrti að
skoðun Karls væri skoðun „eins vís-
indamanns en aðrir vísindamenn
hefðu aðra skoðun“. Jahá, heyr á
endemi, Karl stendur einn? Enn-
fremur sagði hann að „það væru
veik tengsl á milli sýklalyfja-
notkunar í landbúnaði og sýkla-
lyfjaónæmis í mönnum“. Ekki vildi
ég gera þig að lækni mínum, Ólafur
Stephensen.
Heiti á þig, Katrín Jakobsdóttir
forsætisráðherra. Ætli ráðamenn
okkar geri sér grein fyrir hvað
hraðinn er mikill og innflutningur-
inn eykst stöðugt? Á fimm árum
hefur innflutningur á kjúklingakjöti
aukist úr 500 tonnum í 1.400 tonn
og 25% af öllu svínakjöti eru flutt
inn, var 4% fyrir fimm árum, og
nautakjötið farið á sama tíma úr
190 tonnum í 850. Næstu fimm árin
gætu lagt íslenska framleiðslu og
landbúnað að velli verði ekki brugð-
ist við.
Lifandi dæmisaga: Sá er þetta
ritar fór á glæsilegt veitingahús í
Reykjavík að borða með góðu fólki.
Þjónninn kom með matseðilinn og
mælti sérstaklega með nauti frá
Bandaríkjunum, þó var íslenskt
naut á matseðlinum. Spurt var: En
frá hverjum er grænmetið? Ég veit
það ekki, svaraði þjónninn.
Gæti það nú ekki verið góð land-
kynning hér að bera fram matseðil
með íslensku grænmeti nauti,
lambi, kjúklingi eða svíni og kynna
í leiðinni einstakt matvælaland fyrir
erlendum sem innlendum gestum?
Þegar Ólafi tók að „vefjast tunga
um tönn“ dró hann landamæra-
vörslu á EES-svæðinu og fisk inn í
umræðuna. Allt er að breytast og
alltaf er nauðsyn að endurskoða eða
segja upp samningum við breyttar
aðstæður.
Um þessa nýju ógn í sýklalyfja-
ónæmi og hvernig landbúnaðurinn
okkar er að tapa markaðnum hér
ætti Katrín Jakobsdóttir forsætis-
ráðherra að taka upp umræðu við
ráðherra sína, lækna, vísindamenn
og Bændasamtökin og setja í gang
umræðu um markmið um að
treysta matvælalandið Ísland.
Þótt gott sé nú að græða, Ólafur
minn Stephensen, þá er betra að
berjast með móður jörð og land-
búnaði sem skilar því besta og ógn-
ar ekki lífi og heilsu mannkynsins.
Því þar er hinn dýrmæti gróði, lýð-
heilsan, hún er dýrmætari en allir
„silfurpeningarnir“.
Karl G. Kristinsson, þú varst
sannfæringu þinni trúr ,,því eigi
veldur sá er varar“.
Eftir Guðna
Ágústsson » Þótt gott sé nú að
græða, Ólafur minn
Stephensen, þá er betra
að berjast með móður
jörð og landbúnaði sem
skilar því besta og ógn-
ar ekki lífi og heilsu
mannkynsins.
Guðni
Ágústsson
Höfundur er fv. alþingismaður
og ráðherra.
Hvor var trúverðugri, læknirinn
Karl eða bissnessmaðurinn Ólafur?