Morgunblaðið - 08.01.2019, Qupperneq 20
20 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 8. JANÚAR 2019
✝ Óttarr Möllerfæddist í
Stykkishólmi 24.
október 1918. Hann
lést á Hrafnistu
Reykjavík 19.
desember 2018.
Foreldrar hans
voru William
Thomas Möller, f.
6.4. 1885, d. 17.4.
1961, og Kristín El-
ísabet Sveinsdóttir,
f. 2.8. 1879, d. 4.1. 1926. Seinni
kona Williams Thomasar var
Margrét Jónsdóttir, f. 24.10.
1905, d. 18.1. 2003.
Alsystkini: Guðrún Sveina, f.
3.7 1914, d. 18.2. 1994, og Jó-
hann, f. 7.2. 1920, d. 26.2. 2011.
Hálfsystkini: Agnar, f. 3.12.
1929, d. 12.6. 2010, Kristín, f.
4.1. 1940, d. 21.10 2014, og
William Thomas, f. 12.1. 1942.
Óttarr kvæntist 20. febrúar
1948 Arnþrúði Kristinsdóttur
Möller, f. 29. nóvember 1923, d.
24. febrúar. 2009. Dætur þeirra
eru: 1) Emilía Björg, f. 1950,
maki Valgeir Ástráðsson. Hún
var áður gift Óskari Kristjáns-
syni, látinn. Dætur hennar og
Óskars eru a) Arna, gift Sigurði
Jóhanni Stefánssyni og eiga
þau þrjú börn, b) Anna Mar-
grét, gift Eiríki Benedikt Ragn-
arssyni, eiga þau tvo syni, c)
Emilía Björg, á hún tvær dæt-
ur. 2) Kristín Elísabet, f. 1951,
maki Jóhannes Jóhannesson.
Börn þeirra eru a) Arnar Gylfi,
í sambúð með Díönu Brá
Bragadóttur, eiga þau eina
dóttur, b) Bergþór, c) Alex-
andra Rós, í sambúð með Krist-
jáni Val Sigurjónssyni. Áður
yfirmenn skipafélaga. Óttarr
réðst til Eimskipafélags Íslands
1938 og starfaði á skrifstofum
þess í New York og í Reykjavík.
Hann var viðskiptalegur fram-
kvæmdastjóri hjá Sameinuðum
verktökum um tíma. Hann var
forstjóri Eimskipafélagsins
1962-1979.
Óttarr var ráðunautur í sigl-
ingamálum í stjórnskipaðri
nefnd sem fór til Rússlands
1959. Þá var hann í stjórn og
stjórnarformaður Flugfélags Ís-
lands um tíma, í stjórn Flug-
leiða hf., Tollvörugeymslunnar
hf. , Slippstöðvarinnar á Akur-
eyri, Ferðaskrifstofunnar Úr-
vals, í stjórn og framkvæmda-
stjórn Eimskipafélags Reykja-
víkur og í stjórn Íslenskrar
endurtryggingar.
Þá var Óttarr formaður full-
trúaráðs og yfirstjórnar St. Jós-
efsspítala, Landakoti, og sat í
orðunefnd hinnar íslensku
fálkaorðu. Hann var í sam-
bandsstjórn Vinnuveitenda-
sambands Ísland og í fram-
kvæmdastjórn þess, í fulltrúa-
ráði Hins íslenska fornrita-
félags, í stjórn Heimdallar og
síðar í fulltrúaráði og í fjár-
málaráði Sjálfstæðisflokksins.
Óttarr var einnig heiðursfélagi
Þjóðræknisfélags Íslendinga í
Vesturheimi. og félagi í Rótarý-
klúbbi Reykjavíkur og frímúr-
arareglunni á Íslandi um ára-
tuga skeið.
Óttarr var sæmdur riddara-
krossi hinnar íslensku fálka-
orðu 1964 og stórriddarakrossi
1971 fyrir störf að siglinga-
málum, ásamt fjölmörgum orð-
um og viðurkenningum er-
lendra ríkja.
Útför Óttars fer fram frá Há-
teigskirkju í dag, 8. janúar
2019, klukkan 13.
átti Kristín Sigfús
Helga Helgason,
kvæntur Hildi
Markúsdóttur og
eiga þau þrjá syni,
og Auði Helgadótt-
ur og á hún tvo
syni. 3) Erla, f.
1954, maki Sig-
urður Kristinn Sig-
urðsson. Börn
þeirra eru a) Ótt-
arr Þór, í sambúð
með Guðrúnu Tinnu Valdimars-
dóttur, eiga þau tvær dætur, b)
Arnþrúður Dögg, gift Sindra
Páli Kjartanssyni, eiga þau
tvær dætur, c) Sigurður Krist-
inn, í sambúð með Stefaníu
Steinarsdóttur og eiga þau tvo
syni. 4) Auður Margrét, f. 1959,
maki Guðmundur Már Stefáns-
son. Dætur þeirra a) Signý
Ásta, í sambúð með Kristjáni
Ara Úlfarssyni, eiga þau einn
son, b) Ásdís Björk, í sambúð
með Antoni Ellertssyni, eiga
þau tvo syni, og c) Edda Rún.
Óttarr ólst upp í Möllershúsi
í Stykkishólmi, en faðir hans
var póst- og símstöðvarstjóri
þar 1910-1954. 30. júní 1927
kvæntist faðir hans síðari konu
sinni, Margréti Jónsdóttur, sem
gekk þeim systkinum í móður-
stað.
Þau Arnþrúður bjuggu fyrst
í Mávahlíð 36, síðan í Vestur-
brún 24 og svo í Efstaleiti 12.
Óttarr brautskráðist frá
Verzlunarskóla Íslands 1936,
stundaði verslunarnám í Bret-
landi og nam skipaútgerð við
New York-háskóla 1942-46. Þá
sat hann námskeið hjá War
Shipping Administration fyrir
Elsku pabbi minn er látinn
og þó svo hann hafi verið orðinn
100 ára og ég búin að eiga hann
að í 67 ár er samt sárt að
kveðja. Pabbi var besti pabbi
sem hægt var að hugsa sér og
hann bar hag okkar systra og
mömmu heitinnar alltaf fyrir
brjósti. Við vorum númer eitt
ásamt fjölskyldum okkar. Pabbi
missti móður sína ungur sem
var honum mikill harmdauði en
eftir að faðir hans kvæntist aft-
ur yndislegri konu eignaðist
pabbi stjúpu sem reyndist hon-
um og systkinum hans sem
besta móðir og var það mikið
lán fyrir þau og okkur afkom-
endur ömmu.
Pabbi var ótrúlega næmur og
mikil tilfinningavera þó svo
hann flíkaði þeim ekkert. Hann
fylgdist vel með okkur dætr-
unum, hvatti okkur til náms og
að bera virðingu fyrir öðrum,
bæði mönnum og dýrum.
Ósjaldan sátum við pabbi inni á
skrifstofu á Vesturbrún og
ræddum málin. Hann vildi vita
hvað væri að gerast hjá mér og
gaf ráð. Við vorum ekki alltaf
sammála en yfirleitt hafði hann
vinninginn. Pabbi kynnti okkur
menningarviðburði, fór með
okkur á leiksýningar, ballett,
söngleiki o.fl. Við fengum einnig
að kynnast viðburðum erlendis
og var hann ólatur við að sýna
okkur fræga staði, kastala og
kirkjur og bjóða okkur út að
borða. Þetta voru yndislegir
tímar sem lifa í minningunni.
Eftir að barnabörnin og
barnabarnabörnin komu sýndi
hann þeim mikla alúð og hvatti
þau óspart áfram. Pabbi átti
hesta í Fáki í Reykjavík í nokk-
ur ár. Fyrst fann hann góðan
töltara fyrir mömmu og fór svo
að leita að skeiðhesti fyrir sig.
Seinna var hann með kindur
austur á Hellu sem hann var af-
ar stoltur af og lagði mikla rækt
við. Pabbi fylgdist af miklum
áhuga með búskapnum hjá mér
eftir að ég flutti í sveitina og
var duglegur að koma til okkar
Jonna og gisti oft hjá okkur.
Börnin hlökkuðu alltaf til að afi
kæmi og ekki var verra að hann
kom alltaf með bland í poka og
gaf þeim.
Elsku pabbi minn, með þess-
um fátæklegu orðum kveð ég
þig með þakklæti fyrir allan
þinn stuðning, ást og hlýju.
Kristín Elísabet Möller.
Í dag kveðjum við Óttar
Möller tengdaföður minn.
Það var ómetanleg reynsla og
skóli fyrir mig að kynnast þess-
um mæta manni fljótlega eftir
að ég kynntist dóttur hans Erlu
1975. Allt frá fyrstu kynnum var
auðfundið að þar fór hreinskipt-
inn, kraftmikill persónuleiki
sem um leið var hlýr og góður
maður.
Smám saman uxu kynni okk-
ar sem urðu að vináttu sem
aldrei bar skugga á í blíðu og
stríðu, vináttu sem varð að einni
minni mestu gæfu.
Óttarr Möller var mótaður af
því umhverfi sem hann ólst upp
við í Stykkishólmi, þar sem
danska var töluð á sunnudögum.
Hann missti móður sína 8 ára
gamall og fór þá um sinn til
vandalausra en kom aftur heim
þegar faðir hans kvæntist seinni
konu sinni Margréti, sem
reyndist þeim systkinunum hin
besta móðir. Óttarr réð sig til
starfa hjá Eimskipafélagi Ís-
lands 1938 og vann sig upp í
stöðu forstjóra af einskærum
dugnaði og ósérhlífni sem óhjá-
kvæmilega varð til þess að sóst
var eftir starfskröftum hans
víða í samfélaginu vegna dugn-
aðar og meðfæddra stjórnunar-
hæfileika. Óttarr var harður í
horn að taka þegar það átti við
en ætíð sanngjarn og sáttfús
þegar svo bar undir.
Óttarr var m.a. stjórnarfor-
maður Flugfélags Íslands og í
stjórn Flugleiða svo eitthvað sé
nefnt. Þá þótti honum vænt um
þegar nunnurnar á Landakoti
báðu hann um að koma til yf-
irstjórnar Landakotsspítala.
Vinnudagar Óttars voru oft
langir en það var einstakt lán
hans að eiga Lillu sem eigin-
konu sem sá um heimilið og
uppeldi dætra þeirra af ein-
stakri móðurást og glæsi-
mennsku, hún stóð þétt við hlið
hans.
Óttarr átti einnig góðar
stundir í sínu einkalífi, stundaði
hestamennsku, ferðaðist um
landið í hestaferðum, átti marga
góða og ljúfa gæðinga en hafði
sjálfur mest gaman af að ríða
harðviljugum skaphestum, hafði
gaman af að glíma við þá. Hann
kom sér upp góðri aðstöðu á
Helluvaði á Rangárvöllum þar
sem hann hafði hesta og síðar
þegar um hægðist kom sér upp
kindum og hafði mikið gaman af
fjárbúskapnum. Þá keypti hann
sér land í nágrenni Helluvaðs
og hóf þar uppgræðslu, þar
stendur nú Gilsbakki sem nú er
skógræktarjörð í eigu okkar
Erlu og fjölskyldu okkar. Það
var oft gestkvæmt á Helluvaði
og dæturnar, barnabörn og
tengdasynir dvöldust þar
löngum stundum með Óttari afa
og ömmu Lillu.
Það var athyglisvert þegar
Óttarr hafði dregið sig í hlé frá
daglegum störfum hvað fjöl-
skyldan skipti hann miklu máli,
allt annað var hjóm eitt sagði
hann. Hann undi sér hvergi bet-
ur en í sveitinni og hefði örugg-
lega orðið góður bóndi. Með-
fædd tónlistargáfa stytti Óttari
oft stundir við úrlausn flókinna
verkefna en þá settist hann nið-
ur við píanóið eða með harm-
onikkuna og spilaði löngum
stundum og samdi ef því var að
skipta. Óttarr hafði yfir sér
virðuleik og festu en alltaf var
stutt í glettni og gáska þegar
það átti við. Á góðum stundum
var spilað og sungið á Helluvaði.
Þeir sem kynntust Óttari áttu
auðvelt með að finna hversu
traustur hann var. Hann var
prýddur krossum og heiðurs-
merkjum margra landa sem
mátu hans störf mikils en sjálf-
ur gerði hann lítið af því að flíka
vegtyllum og lét gera miniatura
af þessum merkjum til að vera
minna áberandi, gerði meira af
því að láta verkin tala.
Óttarr var félagi í Rótarý-
klúbbi Reykjavíkur og mjög
virkur í starfi Frímúrararegl-
unnar á Íslandi, þá mat hann
boðskap Reglunnar og það góða
starf sem þar er unnið mikils og
taldi það eitt af sínum mestu
gæfusporum að ganga í Frímúr-
araregluna.
Löngum starfsdegi Óttars
Möller er lokið og miklu var
komið í verk.
Ég vil að leiðarlokum þakka
þessum heiðursmanni samfylgd-
ina og vináttuna. sem hefur átt
ríkan þátt í að gera mig að betri
manni en ég hefði nokkurn tíma
orðið ef hans hefði ekki notið
við. Börn og barnabörn og lang-
afabörn kveðja nú góðan afa en
góðar minningar munu hjálpa til
við að sefa söknuð þeirra.
Far þú í Guðs friði.
Meira: mbl.is/minningar
Sigurður Kr. Sigurðsson.
Við vorum sex systkinin,
Guðrún elst, síðan Óttarr, Jó-
hann Georg, Agnar, Kristín og
undirritaður, yngstur, einn eftir.
Við fæddumst öll og ólumst upp
í Stykkishólmi, þeim fallega bæ
við Breiðafjörð.
Ég man fyrst eftir Óttari
bróður mínum þegar ég var
fjögurra ára og hann hátt á þrí-
tugsaldri. Hann kom vestur í
Hólm, þá fluttur suður til
Reykjavíkur. Hann setti mig í
ferðatösku á neðri hæðinni í
húsinu okkar, lokaði töskunni og
bar hana með mér í upp á loft
þar sem hann sleppti mér út.
Ég hafði gaman af þessu, hann
líka. Öll voru samskipti okkar
Óttars góð alla tíð. Ég var 19
ára þegar faðir okkar dó. Óttarr
var mér stoð og stytta, fylgdist
með mér, gaf mér góð ráð. Til
hans var alltaf gott að leita.
Óttarr vann um tíma í Am-
eríku og sendi okkur um jól
kassa með eplum, appelsínum
og grape, fáséð á þeim árum.
Það voru ekki margir sem gátu
gefið félögunum að smakka slíkt
góðgæti.
Þegar ég var 10 ára var ég
sendur suður til Reykjavíkur til
þess að læra sund í Sundhöll-
inni. Ég var lítil hrædd sál í
stórborginni. Það var mér til
happs að ég bjó hjá Óttari og
Lillu, minni elskulegu mágkonu,
en þau bjuggu í Mávahlíð 36.
Var hjá þeim í þrjár vikur. Á
hæðinni fyrir ofan voru Jóhann
bróðir og Dúddí kona hans. Ég
hafði mjög gaman af því að
hlusta á Óttar spila búggívúggí
á píanó og bað hann oft um það.
Þegar hann fékk nóg fór ég upp
á loft til Jóhanns því hann átti
líka píanó og kunni að spila
búggívúggí.
Ég flutti með foreldrum mín-
um til Reykjavíkur 1957 og
bjuggum við í nokkra mánuði á
heimili Óttars og Lillu í Vest-
urbrún 24 þar til við fluttum í
íbúð í húsinu nr. 18 við Eskihlíð.
Kristín systir hafði flutt til
Reykjavíkur nokkrum mánuð-
um áður. Við áttum góðar
stundir í Vesturbrúninni.
Í Eskihlíðina komu systkini
mín og fjölskyldur þeirra yf-
irleitt í heimsókn á sunnudögum
og var þá glatt á hjalla. Bræður
mínir og pabbi ræddu málin og
stundum var deilt hart og talað
hátt og í ákafa, hæst þegar þeir
voru sammála. Allt í vinsemd.
Faðir minn var íhaldsmaður af
gamla skólanum, fastur fyrir.
Þegar Óttarr hætti störfum
höfðu þau Lilla komið sér upp
húsi við Hellu á Rangárvöllum
og fjárhúsi. Óttarr varð fjár-
bóndi. Einu sinni fór ég með
honum austur til þess að líta
eftir fénu. Það var þá dreift um
beitarland sem var grasivaxið
land, öldótt landslag, lægðir og
hólar. Til stóð að koma fénu í
rétt sem var þarna. Ég bjó mig
undir að fara út úr bílnum,
Mercedes Benz af dýrari gerð-
inni, til þess að smala fénu sam-
an. En Óttarr vildi það ekki
heldur ók að fénu, og fram og til
baka, safnaði því þannig saman
og rak það inn í réttina. Ég
hafði verið í sveit og smalað fé.
Aldrei séð þetta áður.
Við Anna sendum systrunum,
Emilíu Björgu, Kristínu, Erlu
og Auði Margréti og fjölskyld-
um þeirra innilegar samúðar-
kveðjur. Góður drengur, þéttur
á velli og þéttur í lund er geng-
inn, horfinn í þann heim sem við
þekkjum ekki. Þar hittir hann
fyrir Lillu, sína yndislegu eig-
inkonu, fagnaðarfundir. Blessuð
sé minning þeirra.
William Thomas Möller.
Höfðingi er genginn til feðra
sinna. Látinn er Óttarr Möller
fv. forstjóri Eimskipafélags Ís-
lands, hundrað ára að aldri.
Hann átti merkilega ævi. Að
gegna svo ábyrgðarmiklu starfi,
að vera forstjóri stærsta hluta-
félags landsins, frá 1962 til
1979, krafðist mikilla hæfileika
og þrautseigju. Það var ekki
gert nema eiga góðan lífsföru-
naut sem var Arnþrúður Möller
(Lilla).
Óttarr var fæddur og uppal-
inn í Stykkishólmi. Hann missti
móður sína barn að aldri. Þá
voru aðrir tímar því við fráfall
móður hans þurfti að koma
þeim systkinum, Guðrúnu og
Jóhanni auk Óttars, fyrir hjá
vandalausum. Þetta var erfitt
hlutskipti fyrir William föður
þeirra. Hans keppikefli var að
ná fjölskyldunni aftur saman.
Það var ekki venjulegt á þeim
tíma að ungir karlmenn önn-
uðust uppeldi ungra barna
sinna. Hann var einstaklega
heppinn að frétta af ungri
stúlku, Margréti, frá Suðureyri
við Tálkafjörð. Hann hafði sam-
band við hana og bað hana að
koma til Stykkishólms og að-
stoða sig við uppeldi barnanna
og heimilishaldið. Þegar börnin
höfðu fundið fótfestu í lífinu
hvarf hún aftur til Suðureyrar.
Fljótlega áttaði William sig á
því hvað mikilvægt væri að hús-
móðir væri á heimilinu sem
börnin væru einkar hænd að.
Hann hafði samband við Mar-
gréti og bað hana að koma aftur
til Stykkishólms, hvað hún
gerði. Þegar hér var komið sögu
felldu þau hugi saman og gengu
í heilagt og farsælt hjónaband.
Saman eignuðust þau þrjú börn,
þau Agnar, Kristínu mína og
William. Þessi heiðurskona átti
því eftir að verða tengdamóðir
mín.
Þegar Óttarr hóf störf hjá
Eimskipafélagi Íslands var það
hlutskipti hans að standa fyrir
endurnýjun skipaflotans. Það
verkefni tókst mjög vel. Eft-
irminnilegustu skipin voru svo-
nefndir þríburar, smíðaðir eftir
sömu teikningu. Þeir tóku auk
áhafnar 12 farþega. Handan við
hornið var gjörbylting í flutn-
ingum, sem var að flytja nær
allan varning til og frá landinu í
gámum.
Eðlilegt var að mörg ábyrgð-
armikil störf söfnuðust á herðar
Óttari, svo hæfileikaríkur sem
hann var. Hann var mjög virkur
í stjórn Flugleiða til margra ára
og sat í framkvæmdastjórn
Vinnuveitendasambands Ís-
lands, svo fátt eitt sé nefnt. Þar
lágu leiðir okkar saman. Hann
hafði einstakt lag á að ávinna
sér traust verkalýðsforystunnar.
Jafnvel þannig að mér fannst
stundum nóg um, enda vorum
við ekki alltaf sammála á þeim
vettvangi eins og eðlilegt er, ég
20 árum yngri. Það var mik-
ilvægt að fá að njóta leiðbein-
inga Óttars á langri ævi hans.
Eftir að hann lauk starfi hjá
Eimskipafélaginu beitti hann
starfskröftum sínum í þágu
líknarmála. Hann var stjórnar-
formaður Landakotsspítala til
margra ára og lét málefni hans
sig miklu varða.
Það var mér mikils virði hvað
mér var vel tekið þegar ég varð
hluti af fjölskyldunni, þegar ég
kvæntist hálfsystur Óttars,
Kristínu minni.
Ég færi dætrum Óttars, mök-
um þeirra og fjölskyldum inni-
legar samúðarkveðjur. Megi
minning um góðan dreng lengi
lifa.
Kristján Ragnarsson.
Óttarr Möller
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma
og langamma,
NANNA GUÐRÚN JÓNSDÓTTIR
frá Djúpavogi,
andaðist á líknardeild Landspítalans
2. janúar.
Útförin fer fram frá Hafnarfjarðarkirkju, þriðjudaginn 15. janúar,
klukkan 13.
Ómar Ólafsson Sigríður Eysteinsdóttir
Stefán Ólafsson Edda Andrésdóttir
Jónína Kristín Ólafsdóttir Sigurjón Sigurbjörnsson
Atli Ólafsson Guðfinna Árnadóttir
barnabörn og barnabarnabörn
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir
og amma,
INGIBJÖRG ÞORSTEINSDÓTTIR
frá Blikalóni á Melrakkasléttu,
sem lést 31. desember, verður jarðsungin
frá Hafnarfjarðarkirkju fimmtudaginn
10. janúar klukkan 13.
Eiríkur Jóhannsson Sigríður Helga Olgeirsdóttir
Margrét Jóhannsdóttir Pálmi Jónsson
og fjölskyldur
Morgunblaðið birtir minning-
argreinar endurgjaldslaust
alla útgáfudaga.
Skil | Þeir sem vilja senda Morg-
unblaðinu greinar eru vinsamlega
beðnir að nota innsendikerfi
blaðsins. Smellt á Morgunblaðs-
lógóið í hægra horninu efst og við-
eigandi liður, „Senda inn minning-
argrein,“ valinn úr
felliglugganum. Einnig er hægt
að slá inn slóðina www.mbl.is/
sendagrein
Skilafrestur | Ef óskað er eftir
birtingu á útfarardegi verður
greinin að hafa borist eigi síðar en
á hádegi tveimur virkum dögum
fyrr (á föstudegi ef útför er á
mánudegi eða þriðjudegi).
Þar sem pláss er takmarkað getur
birting dregist, enda þótt grein
berist áður en skilafrestur rennur
út.
Lengd | Minningargreinar sem
birtast í Morgunblaðinu séu ekki
lengri en 3.000 slög. Ekki er unnt
að senda lengri grein. Lengri
greinar eru eingöngu birtar á
vefnum. Hægt er að senda ör-
stutta kveðju, HINSTU
KVEÐJU, 5-15 línur. Ekki er
unnt að tengja viðhengi við síðuna.
Minningargreinar