Morgunblaðið - 08.01.2019, Page 23
MINNINGAR 23
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 8. JANÚAR 2019
✝ Erla Jónsdóttirfæddist í
Reykjavík 14. októ-
ber 1935. Hún lést
á Landakotsspítala
í Reykjavík 23.
desember 2018.
Foreldrar hennar
voru Sigurlaug
Friðjónsdóttir, f. á
Hólum í Dalasýslu
14. apríl 1905, d.
1988, og Jón
Magnússon, f. á Flankastöðum á
Miðnesi 1894, d. 1979. Erla var
næst elst dætra þeirra hjóna,
elst var Kristjana, f. 1933, d.
2007, og yngst Sigurbjörg, f.
1938, d. 2006. Sigurbjörg var
gift Hauki Sigurjónssyni, f.
1931, skilin. Börn þeirra eru
Sigurlaug Erla
Hauksdóttir, f.
1961, Jón Þór
Hauksson, f. 1963,
og María Vilborg
Hauksdóttir, f.
1964.
Erla ólst upp í
foreldrahúsum á
Baldursgötunni en
fjölskyldan fluttist
síðar að Langholts-
vegi 99. Síðustu ár-
in bjó hún á Suðurlandsbraut 62
við Mörkina. Erla starfaði
lengst af við afgreiðslu í Happ-
drætti DAS og síðar í mötuneyti
Hrafnistu DAS í Reykjavík.
Útför Erlu fer fram frá Lang-
holtskirkju í dag, 8. janúar 2019,
klukkan 13.
Elsku Erla, þetta hafa verið
óvenjuleg jól, þú tókst alltaf svo
mikinn þátt í jólum okkar systk-
inanna og góður matur og nota-
legheit minna svo mikið á þig.
Við fórum svo oft til þín í matar-
boð á Langholtsveginn, bæði um
helgar og um hátíðir. Þá fyllti
matarilmur loftið á þínu kær-
leiksríka heimili og alltaf eitt-
hvað heimabakað eða ís á eftir.
Eplakakan þín var alveg sér-
staklega góð og alltaf þeyttur
rjómi með, svo góð að eplakökur
minna okkur alltaf á þig. Það var
þér mikið hjartans mál að allir
borðuðu vel og mikilvægt að
bjóða upp á nokkrar sortir, jafn-
vel þótt maður kíkti bara inn í
örstutt kaffi. Á Langholtsvegin-
um vorum við oft á sólríkum
dögum og nutum dagsins með
ykkur systrum, þér og Gógó.
Garðurinn var nánast eins og
lystigarður en þú hafðir mikinn
áhuga á garðyrkju og hugsaðir
vel um garðinn. Við fylltum stór-
ar garðkönnur, vökvuðum blóm-
in og lékum okkur svo í lítilli
uppblásinni sundlaug og í minn-
ingunni var alltaf sól og steikj-
andi hiti á Langholtsvegi. Þú
varst alltaf eins og amma okkar,
barst svo mikla umhyggju fyrir
okkur og hafðir svo mikinn
áhuga á því sem við vorum að
gera.
Þegar við eignuðumst sjálf
börn eignuðust þau þig sem
langömmu og varst þú aldrei
kölluð annað en amma Erla,
ömmur eru líka hjartahlýjar og
barngóðar eins og þú varst allt-
af. Fyrir nokkrum árum fluttir
þú á Suðurlandsbraut í Mörkina.
Þar vorum við reglulegir gestir
með fjölskyldur okkar, aðstoð-
uðum þig við búðaferðir og aðrar
sendiferðir og ekki síst við
tæknilega erfiðleika, þegar sjón-
varpið hlýddi illa og i-padinn
vildi ekki sýna þér myndir af
fjölskyldunni á facebook. Við
áttum líka margar stundir þar
sem við sýndum þér myndir frá
sumarfríinu og öðrum atburðum
í lífi okkar og alltaf varstu jafn
áhugasöm um okkur og börnin
okkur. Börnin okkar höfðu mikla
ánægju af því að heimsækja þig
og vissu að hjá ömmu Erlu væri
nóg af góðgæti á boðstólum,
mikil hlýja og allt látið eftir
þeim.
Elsku Erla, við þökkum fyrir
allar góðu stundirnar sem við
áttum saman og alla þá um-
hyggju sem þú hefur sýnt okkur.
Elísabet Sveinsdóttir,
Bjarki Hrafn Sveinsson,
Erla Margrét Sveinsdóttir.
Elsku Erla móðursystir mín
var mér alltaf mjög kær og sam-
bandið á milli okkar kærleiks-
ríkt. Síðustu mánuði dvaldi hún
á Landakotsspítala á deild L 2
og vil ég þakka starfsfólki deild-
arinnar fyrir einstaklega gott at-
læti og umhyggju í garð Erlu.
Við systkinin, börn Sigur-
bjargar, vorum alin upp á Lang-
holtsveginum í faðmi stórfjöl-
skyldunnar þar sem móður-
fjölskylda okkar, amma, afi og
móðursystur mínar, Erla og
Gógó, bar þungann af uppeldi
okkar barnanna. Hver hafði sitt
hlutverk og þróuðust mál þannig
að ég varð með tímanum barnið
hennar Erlu þrátt fyrir að það
væri aldrei rætt neitt sérstak-
lega. Ég laðaðist því að henni og
hún bar hag minn sérstaklega
fyrir brjósti.
Ég á margar góðar minningar
úr barnæskunni um móðursyst-
ur mínar, Erlu og Gógó, þær
voru duglegar að ferðast og á ég
góðar minningar um skemmti-
legar útilegur í sveitinni hennar
Unnar frænku. Minnisstæðast
frá barnæskunni er ferðalag í
Skaftafell með Erlu og vinkonu
hennar Dísu 1974, stuttu eftir að
brúin yfir Skaftárfljót var tekin í
notkun, en þá var gist í tjaldi og
gengið um svæðið. Erla var
náttúrubarn í sér og naut sín
best í ferðalögum og gönguferð-
um á yngri árum og sótti frekar
í slíkar ferðir en sólarlanda-
ferðir. Hún elskaði að vera úti í
garði þar sem hún hlúði að
blómum, gróðursetti og hélt
garðinum fínum.
Erla var glaðlynd að eðlisfari
og vinkonur hennar og frænkur
löðuðust að henni enda var oft
hlegið og spjallað saman í góðra
vina hópi á Langholtsveginum
hér áður fyrr. Náið samband var
á milli fjölskyldna systkina
Sigurlaugar móður Erlu og oft
sem einhver af þeim leit inn.
Erla hafði áhuga á matargerð og
bakstri og því alltaf eitthvað gott
til með kaffinu ef einhver leit
inn. Ég átti því góða að þegar ég
gifti mig tvítug og sá Erla að
mestu um allar veitingar í brúð-
kaupinu og fórst það vel úr
hendi.
Eftir að ég flutti að heiman og
við Sveinn eignuðumst börnin
okkar var okkur oft boðið í mat
á Langholtsveginn og var börn-
unum þá alltaf fagnað innilega.
Þær systur, Erla og Gógó, komu
alltaf saman í heimsókn til okkar
enda nánar og gerðu flesta hluti
saman. Börnin okkar Sveins litu
því alltaf á þær eins og ömmur
sínar og Erlu sem ömmu sína
eftir að Gógó féll frá. Erla var
barnelsk og hafði gaman af sam-
vistum við börnin okkar, spurði
um þau og var umhugað um að
þeim gengi allt í haginn. Nú
þegar Erla hefur kvatt þennan
heim ylja góðar minningar um
góðhjartaða og yndislega mann-
eskju sem setti þarfir annarra
ofar sínum.
María V. Hauksdóttir.
Erla M. Jónsdóttir
✝ Laufey Eiríks-dóttir fæddist
5. október 1980,
daginn eftir 50 ára
afmæli Þórðar
(Didda) afa síns.
Hún lést 26. des-
ember 2018 á
líknardeild Land-
spítalans í Kópa-
vogi, degi á eftir
Didda afa sínum.
Foreldrar Lauf-
eyjar eru Arnþrúður Þórðar-
dóttir og Eiríkur Bj. Barðason.
Bræður hennar eru Gústav Þór
í sambúð með Álfhildi Eiríks-
dóttur sem á tvö börn. Dætur
Gústavs eru Birgitta Ósk og
Hilda Bríet, móðir
þeirra er Þuríður
Óskarsdóttir. Árni
Þór, kvæntur And-
reu Helgu Sig-
urðardóttur, börn
þeirra eru Styrmir
Snær og Laufey
Dröfn.
Laufey flutti að
heiman 18 ára og
þá á Marbakka-
braut í Kópavogi,
síðan að Blikaási 1 í Hafnar-
firði.
Útför Laufeyjar og Didda afa
fer fram frá Hafnarfjarðar-
kirkju í dag, 8. janúar 2019,
klukkan 13.
Elsku Laufey okkar lést á ann-
an dag jóla, degi á eftir afa sínum.
Mér hefur ætíð fundist ég eiga
mikið í Laufeyju.
4. október 1980, í 50 ára afmæl-
isveislu tengdapabba, missir
Þrúða mágkona mín vatnið. Við
tvær fórum úr veislunni, hún
klædd í sundskýlu pabba síns, ók-
um sem leið lá á gamla Volvo
Amazon upp á fæðingardeild.
Ástæða þess að ég fór ein með
henni inn á fæðingardeild var sú
að Eiríkur var við störf úti á sjó.
Þegar við komum á fæðingar-
deildina vorum við Þrúða spurðar
hvort ég ætlaði vera viðstödd fæð-
inguna. Við litum í augun hvor á
annarri og kinkuðum kolli. Það
kom ekkert annað til greina en að
ég yrði viðstödd.
Það vissi enginn nema Þrúða
að það var leynigestur með okkur.
Ég var komin þrjá mánuði á leið
með Thelmu mína. Laufey fædd-
ist aðfaranótt 5. október, degi eft-
ir að afi hennar átti 50 ára afmæli.
Alla tíð hefur verið sterkur
þráður á milli Laufeyjar og
Thelmu. Alltaf þegar við Thelma
komum i heimsókn til hennar
gladdist Laufey mun meira við að
hitta hana en mig. Sama ef við
Mummi komum í heimsókn þá
var hann í meira uppáhaldi en ég.
Enda voru þau einstakir vinir
með algjörlega sama húmor. Ef
ég kom ein nutum við vel samver-
unnar. Aðallega að hlusta á músík
og bara vera saman.
Laufey átti alla tíð erfitt með
að tjá sig en gaf allt til kynna með
svipbrigðum. Hún notaði bliss-
táknmál þegar við skildum hana
ekki. En athygli hafði hún mikla.
Sem dæmi þá gat hún horft á
sjónvarp og hlustað á útvarp sam-
tímis en samt tekið eftir öllu í
kringum sig.
Hún hlustaði mikið á tónlist,
þar var í sérstöku uppáhaldi Jónsi
(í Í svörtum fötum). Það var svo
sannarlega gagnkvæmt því hún
var líka í miklu uppáhaldi hjá hon-
um. Þau voru miklir vinir og eru
ófáir viðburðirnir sem Jónsi hefur
boðið henni á.
Álftagerðisbræður og ýmsir
kórar voru líka ofarlega á lista hjá
henni og fór hún oft á tónleika.
Það leyndist í henni púki. Ef
einhver rak óvart tána í stólinn
hennar og kveinkaði sér, þá var
Laufeyju skemmt.
Hún kunni einstaklega vel að
samgleðjast fólki. Þessi eiginleiki
hennar leyndi sér ekki í brúð-
kaupi Thelmu og Jóa í ágúst. Þótt
hún væri mjög veik skein af henni
gleðin. Toppurinn var þegar
Salka Sól söngkona kom og sagði
„Laufey, við erum alltaf að hitt-
ast“.
Laufey lýsti upp umhverfi sitt
með sínu yndislega brosi. Hún
jafnframt kenndi okkur hinum að
meta það sem við höfum.
Blessuð sé minning Laufeyjar.
Fríða Eyjólfsdóttir.
Við Laufey frænka mín tengd-
umst sterkum böndum. Hún var
rúmu hálfu ári eldri en ég en samt
sem áður höfum við fylgst að allt
frá fæðingu hennar. Mamma mín
var nefnilega viðstödd fæðinguna
hennar en þá vissu ekki margir að
ég væri leynigestur í bumbunni.
Þegar við vorum yngri áttum
við margar góðar stundir saman.
Stundum fékk ég að gista og þá
var fjör hjá okkur. Eitt skipti er
mér sérstaklega minnisstætt. Þá
gisti Arnbjörg vinkona með okkur
líka og við spiluðum uppáhalds-
lagið okkar aftur og aftur í kass-
ettutækinu og flissuðum langt
fram eftir nóttu.
Okkur þótti heldur ekki leiðin-
legt þegar ég flutti í næsta hús við
hana í Blikaásnum í seinni tíð. Ég
gat oft veifað henni út um
gluggann þegar hún var að koma
heim eða fara út. Og svo gátum
við nokkuð auðveldlega kíkt í
heimsókn hvor til annarrar.
Laufey var einstakur húmor-
isti sem hafði mjög ákveðnar
skoðanir á hlutunum. Hún kenndi
mér margt og ég mun sakna
hennar og ljúfa hlátursins hennar
um ókomna tíð.
Blessuð sé minning elsku Lauf-
eyjar frænku minnar.
Thelma.
Elsku besta vinkona.
Þú varst hress, kát, skemmti-
leg og lífsglöð. Það var alltaf svo
gaman að koma til þín og svo gott
að vera í kringum þig. Það geisl-
aði alltaf af þér gleðin. Þú sást
erfiðleikana öðruvísi en við hin,
þú tókst mjög vel á þeim og blést
bara á það erfiða.
Elsku besta Laufey mín,
hvíldu í friði, þeir deyja ungir sem
guðirnir elska.
Þín vinkona,
Þóra Kristín Bárðardóttir.
Um aldur og ævi þú verður mér nær
aldrei ég skal þér gleyma …
(Bubbi Morthens)
Tvær ungar stelpur liggja og
fylgjast með Nágrönnum í sjón-
varpinu. Önnur hefur aldur til,
hin er aðeins að stelast og nýtur
þess að vera í skjóli hjá stóru
frænku sinni sem sýnir henni
mikla þolinmæði. Þær bralla ým-
islegt saman, æfa sig að mála sig,
hlusta á tónlist saman inni í her-
bergi og slúðra um daginn og
veginn.
Að alast upp í þarnæsta húsi
frá Laufeyju og fjölskyldu voru
og eru forréttindi mín. Ég heim-
sótti þau svo oft, að á grasflötinni
fyrir utan heimili mitt var sár í
grasinu sem lá beint yfir til þeirra
– eins og fjárgata þvert yfir túnið.
Allt frá því að við vorum smá-
stelpur höfum við Laufey átt sér-
stakt stefnumót á aðfangadag og
jóladag. Dýrmætustu stundir
ársins. Við fórum yfir árið og jóla-
gjafirnar, sögðum hrakfallasögur
og skellihlógum, milli þess sem
við kúrðum.
Elsku Laufey mín, takk fyrir
allt. Þú varst bjartari en sólin,
tunglið og stjörnurnar og ég
sakna þín.
Elsku Þrúða, Eiki, Árni Þór,
Gústi og fjölskyldan öll. Hugur
minn er hjá ykkur.
Ásta Sigrún Magnúsdóttir.
Elsku Laufey er farin frá okk-
ur. Við sem hittum hana á hverj-
um degi eigum eftir að sakna
hennar mjög mikið. Laufey var
einstaklega falleg, sjálfstæð og
ákveðin ung kona sem vissi alltaf
hvað hún vildi eða vildi ekki.
Laufey lét það skýrt í ljós ef við
gleymdum einhverju sem hún
þurfti að nota eða taka með sér í
vinnuna.
Hún var líka alltaf jafn fljót að
brosa við okkur þegar við sáum
hverju var gleymt. Hver fer til
dæmis af stað að heiman án þess
að taka með sér tjáninguna, s.s.
tjáskiptamöppuna eða tölvuna?
Þegar við áttuðum okkur á því að
við hefðum gleymt að setja tölv-
una eða möppuna ofan í tösku
brosti Laufey til okkar því enginn
brosti eins og hún. Laufey brosti
með hjartanu.
Laufey var afar næm á sam-
ferðafólk sitt og var hún því oft
spurð af samstarfskonum sínum
þegar þær voru barnshafandi
hvort þær gengju með dreng eða
stúlku. Laufey vissi alltaf rétta
svarið við þeim spurningum.
Laufey hafði yndi af mörgu, hún
elskaði að fara í vinnuna í Bæj-
arhrauni, fara í sjúkraþjálfun eða
í Fjölmennt þar sem hún tók þátt
í fjölmörgum námskeiðum. Hún
elskaði sjónvarpsþætti og tónlist,
þó sérstaklega fallegar karla-
raddir í kórum og einsöngvara.
Enginn komst þó nær hjarta
hennar með söng sínum en hann
Jónsi. Laufey fór á marga tón-
leika og dansleiki og þá var dregið
fram fínasta dressið, silfur,
glimmer og glans. Þar naut hún
einstakrar vináttu og aðstoðar frá
henni Tinnu sinni, auk allra þeirra
fjölmörgu sem aðstoðuðu Lauf-
eyju við að taka þátt í lífinu. Þrátt
fyrir veikindi sín var Laufey þátt-
takandi allt fram á síðustu stundu
í lífinu sem hún elskaði. Laufey
var í miklum og góðum tengslum
við fólkið sitt sem fylgdi henni í
gegnum lífið og einnig síðasta
spölinn þar sem hún dvaldi allra
síðustu dagana á líknardeild þar
til yfir lauk að morgni annars
dags jóla.
Stórt skarð er nú komið í hóp-
inn okkar hérna í Blikaási. Við
sem bjuggum með henni og
hittum á hverjum degi söknum
hennar afar mikið; Sigurjón,
Sigga, Valur, Siggi og Holberg.
Við þökkum þér af öllu hjarta,
elsku Laufey, fyrir samfylgdina.
Við sendum fjölskyldu hennar,
vinum, samstarfs- og samferða-
fólki okkar innilegustu samúðar-
kveðjur með kærum þökkum fyr-
ir samfylgdina.
Fyrir hönd íbúa og starfsfólks í
Blikaási,
Arndís Magnúsdóttir.
Laufey
Eiríksdóttir
Elsku bróðir okkar, frændi og vinur,
ZOPHONÍAS PÁLMASON,
Hnausum 2,
lést laugardaginn 29. desember 2018.
Útförin fer fram í kyrrþey að ósk hins látna.
Jón Pálmason
Ellert Pálmason og fjölskylda
Sigríður Rut Gunnarsdóttir og fjölskylda
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma
og langamma,
ALDA ÞORGRÍMSDÓTTIR,
Brekkugötu 38, Akureyri,
andaðist á Sjúkrahúsinu á Akureyri
aðfaranótt föstudagsins 4. janúar.
Ómar Garðarsson Rannveig Benediktsdóttir
Smári Garðarsson
Páll Garðarsson Sigurður Ö. Guðbjörnsson
Eydís Garðarsdóttir Bjarni Einarsson
Viðar Garðarsson Sigríður Á. Viðarsdóttir
barnabörn og barnabarnabörn
Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi
og langafi,
SIGURÐUR E. GUÐMUNDSSON,
m.a. fv. framkvæmdastjóri
Húsnæðisstofnunar ríkisins,
Raufarseli 11, Reykjavík,
lést á Landspítalanum við Hringbraut sunnudaginn 6. janúar.
Útförin verður auglýst síðar.
Guðrún Helga Sigurðardóttir Friðrik Friðriksson
Benedikt Sigurðsson
Kjartan Emil Sigurðsson
Aldís Eva Friðriksdóttir
Dagur Páll Friðriksson
Emelía Rut Viðarsdóttir
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar og afi,
BALDUR EYÞÓRSSON
verkfræðingur,
Espigerði 4, Reykjavík,
lést á líknardeild Landspítalans að morgni
nýársdags.
Útförin fer fram frá Grensáskirkju
fimmtudaginn 10. janúar klukkan 13.
Jóhanna Hlíf Stefánsdóttir
börn og barnabörn