Morgunblaðið - 08.01.2019, Qupperneq 26
26 ÍSLENDINGAR
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 8. JANÚAR 2019
DRAUMAEIGN Á SPÁNI
FLOTTAR EIGNIR - GÓÐAR STAÐSETNINGAR
FJÖLBREYTT ÚRVAL - EITTHVAÐ FYRIR ALLA
Flamenca Village, Playa Flamenca Arenales del Sol, Los Arenales
Mare Nostrum, Guardamar
Gala, Villamartin
Muna, Los DolsesAllegra, Dona Pepa
Nánar á www.spanareignir.is
ÞÚ ERT Í ÖRUGGUMHÖNDUMHJÁ OKKUR
Aðalheiður Karlsdóttir
Löggiltur fasteignasali
adalheidur@spanareignir.is
Sími 893 2495
Ármúla 4-6, Reykjavík
Karl Bernburg
Viðskiptafræðingur
karl@spanareignir.is
Sími 777 4277
Ármúla 4-6, Reykjavík
Við höfum selt fasteignir á Spáni síðan 2001
Mér finnst merkilegt að uppgötva hvernig viðhorf manns ogtilfinningar breytast með árunum,“ segir Karl Örvarssonsem er 52 ára í dag. „Karl Daníel sonur okkar hjóna keyrir
póstflutningabíl og fór fyrir skemmstu að næturlagi vestur í Stykkis-
hólm með sendingar. Veðurútlit var tvísýnt, ég því eðlilega smeykur
um strákinn og í varúðarskyni slóst ég með í för sem gekk vel. Leið-
angurinn var samt lærdómsríkur því þarna fann ég hvað sonurinn er
ábyrgðarfullur og öruggur bílstjóri. Þetta er maður sem ég get treyst
fullkomlega fyrir lífi mínu og það er góð tilfinning.“
Karl ólst upp á Akureyri og segist eiga þaðan góðar minningar.
Strax á barnsaldri var hann byrjaður í tónlist og var í Stuðkompaní-
inu sem árið 1987 vann Músíktilraunir. „Þá tók við skemmtilegur tími
með alls konar spiliríi um land allt. Í raun má segja að þessar tilraunir
mínar í músík standi enn yfir,“ segir Karl. Hann hefur einnig lagt fyr-
ir sig að skemmta á mannamótum með eftirhermum.
„Það eru ýmsir karakterar í safninu og að undanförnu hefur Gylfi
Ægisson komið sterkur inn sem fyrirmynd. Þess utan höfum við líka
stundum komið fram saman,“ segir Karl sem að aðalstarfi er graf-
ískur hönnuður hjá eigin fyrirtæki. Er í sambúð með Hrefnu Erlings-
dóttur og eiga þau þrjú börn.
„Já, ég gengst fúslega við að vera listamaður. Er týpan sem tek
hlutina mátulega alvarlega, veiti því athygli og bý til litla leikþætti úr
öllu dæminu. Það er lífið sjálft.“
Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Grafískur hönnuður Karl gengst fúslega við því að vera listamaður.
Listamaður sem
safnar karakterum
Karl Örvarsson er 52 ára í dag
A
ndré Bachmann Sigurðs-
son fæddist 8. janúar
1949 í timburhúsinu
Steinhólum við Klepps-
veg í Reykjavík sem nú
hefur verið flutt suður fyrir Straums-
vík. Hann ólst síðan upp í Reykjavík
og var í Laugarnesskóla.
André hefur m.a. unnið við geð-
deild Barnaspítalans, verið aðstoðar-
maður sjúkraþjálfara við Borgar-
spítalann, unnið við auglýsinga- og
markaðsdeild DB, DV og Vikunnar
og við auglýsingadeild Tímans. Þá
hefur hann verið vagnstjóri hjá
Strætó frá 1992 en hefur nýlokið
störfum þar.
André hefur spilað á trommur og
sungið með ýmsum danshljóm-
sveitum frá 1972, s.s. Hljómsveit Þor-
steins Guðmundssonar (Steina spil),
Aríu, Hljómsveit Andrés Bachmanns
og loks hljómsveitinni Gleðigjöfum.
André gaf út diskana Gleðigjafinn,
André Bachmann, Til þín, 1995, og
Með kærri kveðju, 2007. Þá hefur
hann verið að gefa út hljómdiska til
styrktar Barnaspítala Hringsins,
Styrktarfélagi vangefinna og Sjálfs-
björg – Landssambandi og Lands-
björg. Auk þess hefur hann haldið
jólahátíðir fyrir fatlaða árlega í 36 ár.
André skipulagði dægurlagakeppn-
ina Landslagið, skipulagði, ásamt
Kiwanisklúbbnum Viðey, styrktar-
dansleik vegna sundlaugarbyggingar
fyrir fatlaða í Reykjadal, skipulagði
Kántrýhátíð, ásamt Magnúsi Kjart-
anssyni, á Hótel Sögu og gaf út fyrir
André Bachmann tónlistarmaður – 70 ára
Ljósmynd/Guðmundur Jónsson
Á jólahátíð fatlaðra André tekur lagið við góðar undirtektir, en hann hefur haldið jólahátíð fatlaðra í 36 ár.
Alltaf gaman að gleðja
Góðir gestir Meðal þeirra sem hafa sótt jólahátíðina heim er Ólafur Ragnar
Grímsson, í þrjú skipti, hér með hjónunum Emilíu og André.
Garðabær Rúrik Hrafn Dags-
son fæddist 11. ágúst 2017 kl.
22.30. Hann vó 16 merkur og
var 54 cm langur. Foreldrar
hans eru Elísa Rut Hallgríms-
dóttir og Dagur Jónsson.
Nýr borgari
Íslendingar Pétur Atli Lárusson islendingar@mbl.is
Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má
senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn
þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang.
Unnið í samvinnu við viðmælendur.
Á opnunni „Íslendingar“ í Morgunblaðinu
er sagt frá merkum viðburðum í lífi fólks,
svo sem stórafmælum, hjónavígslum,
barnsfæðingum og öðrum tímamótum.
Börn og brúðhjón
Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum borgara eða mynd
af brúðhjónum fá fría áskrift að Morgunblaðinu í einn mánuð.
Hægt er að senda mynd og texta af slóðinni
mbl.is/islendingar eða á islendingar@mbl.is