Morgunblaðið - 08.01.2019, Síða 29

Morgunblaðið - 08.01.2019, Síða 29
DÆGRADVÖL 29 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 8. JANÚAR 2019 SMÁRALIND www.skornirthinir.is Útsalan er hafin Your shoes götuskór Útsöluverð .2 699 er ur . 5 - 30-70% afsláttu r Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl  Hrútur Það eru ýmsar breytingar sem þig langar til að ná fram. Þú hefur fyllstu ástæðu til þess að vera ánægður með sjálfan þig en mundu að dramb er falli næst. 20. apríl - 20. maí  Naut Láttu ekki feimnina hindra þig í að njóta afraksturs verka þinna. Talaðu hreint út við vinnufélaga þína og hugaðu betur að sjálfum þér. 21. maí - 20. júní  Tvíburar Forðastu misskilning annarra með því að setja mál þitt fram með ótvíræðum hætti. En mundu, að það er gott að vera á varðbergi svo vonbrigði verði ekki ofan á. 21. júní - 22. júlí  Krabbi Það eru ekki allir sammála skoðunum þínum, en þær eru samt gott framlag. Gættu þess samt að gefa fólki tækifæri til að hugsa. 23. júlí - 22. ágúst  Ljón Þú átt umfram allt að stefna að því að láta drauma þína rætast, hversu fjarlægt sem takmarkið virðist í upphafi. Fáðu góðan vin til að slást í för með þér. 23. ágúst - 22. sept.  Meyja Hlustaðu á ráð þér eldri og reyndari manneskju. Vinátta ykkar skiptir þig meira máli þannig að þú ættir að hafa í huga að vin- ir þurfa ekki alltaf að vera sammála. 23. sept. - 22. okt.  Vog Þú stendur frammi fyrir svo mörgum valkostum, að það væri óráð að taka sér ekki góðan tíma til þess að fara í gegn um málin. Nýttu tímann vel og vertu um leið opinn fyrir nýjum tækifærum til að grípa.. 23. okt. - 21. nóv. Sporðdreki Þú hefur skapað eitthvað fallegt, notadrjúgt, sniðugt eða nauðsynlegt. Nýttu þér andlegt og líkamlegt atgervi þitt til hins ýtrasta. 22. nóv. - 21. des. Bogmaður Leggðu áherslu á jákvæða styrk- ingu á vinnustað, þannig fer sem minnstur tími til spillis. Taktu stjórnina í þínar hendur í stað þess að láta tilviljanirnar ráða ferðinni. 22. des. - 19. janúar Steingeit Þú vilt gjarnan losna undan rútínu dagsins. Breytingarnar þurfa ekki að vera stórvægilegar til þess að skipta sköpum. Líttu á björtu hliðarnar og þá sérðu að margt er í góðu lagi. 20. jan. - 18. febr. Vatnsberi Oft er betri krókur en kelda. Til að ná árangri þarftu að kafa eftir þeim sann- indum sem hjálpa þér að skilja eðli hlutanna og leysa þá. 19. feb. - 20. mars Fiskar Ekki láta skoðanaárgreining við vin eða í hópi koma þér úr jafnvægi. Heppnin er með þér ef þú einbeitir þér að þeim sem þú elskar. Sigurlín Hermannsdóttir hefurorð á því, að nú séu útsölur í fullum gangi og eins gott að fara varlega í verslunarferðum: Frú Björg sagðist hundur þá heita ef hætti hún of fljótt að leita er bóndi’ hennar trylltist í Bauhaus og villtist. Nú biðlar til björgunarsveita. Bogi Sigurðsson sendi mér skemmtilega kveðju sem ég get ekki stillt mig um að birta í Vísnahorni: Vont er að sjá hvernig veröldin lætur víðsjár í heiminum alls staðar gína. Himnarnir opnast og Herrann þar grætur hörmungarnar á þegnana sína. Og alþingismenn seint bíða þess bætur að brjóta’ allar reglur á klaustrinu fína. Kallið er komið skaðinn er skeður skiluðu engu í flaustrinu. Hvín þar í hveljum sjálf okkur seljum svona er lífið á klaustrinu. Ég fékk líka góðar áramóta- kveðjur frá Jónasi Frímannssyni: Eru komin áramót áfram flýgur stundin. Hækkar sólin himni mót helgum samning bundin. Friðrik Steingrímsson sendi vini kveðju sem afmæli átti 25. des.: Tuttugast’og fjórða talið er að til oss kæmi bróðir allra fyrstur, því er ljóst á þessum fréttum hér að þú ert bara degi yngri en Kristur. „Allt á sömu leið,“ segir Ármann Þorgrímsson og skýrir það nánar: Andinn dugar ei til neins alveg bitlaust raupið hann er núna orðinn eins og áramótaskaupið. Rétt er að rifja upp stöku eftir Stephan G.: List er það líka og vinna lítið að tæta upp í minna, alltaf í þynnra þynna þynnkuna allra hinna. Ármanni Þorgrímssyni þykir miða hægt með heimsfriðinn: Miskunn og friður í minningu geymt mannkyni stöðugt að hnigna kristilegt hugarfar grafið og gleymt gullkálfinn þjóðirnar tigna. Jón Þorláksson á Bægisá orti: Margur rakki að mána gó, mest þegar skein á heiði, en ég sá hann aldrei þó aftra sínu skeiði. Halldór Blöndal halldorblondal@simnet.is Vísnahorn Útsölur og enn af klausturlífi Í klípu „ÉG ER EKKI VISS UM AÐ ÞÚ SÉRT RÉTTI MAÐURINN Í STARFIÐ. SÁ SEM ÞÚ TEKUR VIÐ AF VAR ALGERT UNDRABARN.” eftir Mike Baldwin eftir Jim Unger „EKKI TALA VIÐ MIG Í HEIMSÓKNARTÍMANUM. KONAN MÍN HELDUR AÐ ÉG SÉ Í DÁI.” Hermann Ferdinand Hrólfur hræðilegi Grettir ... þegar hann vill smakka óáfenga drykkinn þinn. ÉG ER OF SADDUR. ÉG GET EKKI HREYFT MIG! EKKI ÞAÐ AÐ MIG LANGI TIL ÞESS SMELL ÞÚ VANNST, HRÓLFUR! Bruce Dickinson, söngvari breskabárujárnsbandsins Iron Maiden og flugstjóri með meiru, fór mikinn í bráðskemmtilegri uppistandssýn- ingu í Hörpu skömmu fyrir jól; gerði óspart grín að sjálfum sér og öðrum. Ein sagan sem hann sagði fjallaði um heimsókn nokkurra rokktónlist- armanna í Buckingham-höll, þar sem þeir fengu að hitta Elísabetu Englandsdrottningu og Filippus drottningarmann. Sá síðarnefndi er víðfrægur fyrir hnyttni sína og skondin tilsvör og Dickinson fékk að kynnast því af eigin raun í þess- ari heimsókn. x x x Skyndilega stóð Filippus við hlið-ina á honum og spurði hver hann væri. Þegar Dickinson hafði kynnt sig benti drottningarmaður á mann sem stóð þar álengdar og skar sig aðeins úr hópnum, umboðs- maður Iron Maiden. Stútungsgóður miðaldra karl í góðum holdum. „Einmitt það,“ sagði Filippus, þegar Dickinson hafði gert grein fyrir manninum. „Hann lítur ekki út fyrir að hafa misst af málsverði lengi.“ Að svo mæltu lét drottningar- maður sig hverfa. x x x Bruce Dickinson er ekki með há-vöxnustu mönnum og óttaðist í þessu tilviki að hann myndi fyrir vikið skera sig sjálfur úr hópnum. Til allrar hamingju, frá hans bæjar- dyrum séð, var þó einn maður í hópi rokkenda sem hann gat „litið niður á“, Roger Daltrey, söngvari hins fornfræga bands The Who. Hið fornkveðna, margur er knár þótt hann sé smár, á augljóslega við í rokkinu en þessir ágætu menn hafa tekið þátt í að selja á þriðja hundrað milljónir hljómplatna um dagana. Og eru hvergi nærri hættir. x x x En ljúkum þessu endilega á öðrukvóti í Filippus drottningar- mann, þann aldna höfðingja. Í sam- ræðum um hjónaband varð honum einu sinni að orði: „Ef eiginmaður opnar bíldyr fyrir konunni sinni er það annaðhvort nýr bíll eða ný kona.“ vikverji@mbl.is Víkverji Drottinn er góður, athvarf á degi neyð- arinnar, hann annast þá sem leita hælis hjá honum (Nahúm 1.7)

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.