Morgunblaðið - 01.02.2019, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 01.02.2019, Blaðsíða 10
1.729 íbúðir verða heimilaðar með þéttingu byggðar á Ártúnsholti, í Árbæ og Selási Þétting byggðar 49 íbúðir Nethylur og Stangarhylur Nýbyggingar 8 íbúðir Bleikjukvísl 3-9 Nýjar íbúðir með hækkun fjölbýlishúsa 144 íbúðir Þróunarsvæði 24 íbúðir Selásbraut 98 Nýjar íbúðir með hækkun fjölbýlishúsa 38 íbúðir Aukaíbúðir í stóru sérbýli og önnur þétting byggðar 234 íbúðir Aukaíbúðir í stóru sérbýli og önnur þétting byggðar 254 íbúðir Þróunarsvæði 60 íbúðir Aukaíbúðir í stóru sérbýli og önnur þétting byggðar 553 íbúðir ÁRTÚNSHOLT Íbúar: 1.546, íbúðir: 484* Þétting, allt að 329 íbúðir ÁRBÆR Íbúar: 3.451, íbúðir: 1.342* Þétting, allt að 679 íbúðir SELÁS Íbúar: 3.415, íbúðir: 1.136* Þétting, allt að 721 íbúð ÖLL HVERFIN ÞRJÚ, SAMTALS FJÖLGUN ÍBÚÐA Nýjar íbúðir 604 Utan hverfisskipulags Aukaíbúðir 1.041 Bjarg íbúðafélag 200-220 Þróunarsvæði, íbúðir 84 Íbúðir aldraðra 60 Samtals 1.729 Samtals 260-280 Nethylur, Ártúnsholti – aukaíbúðir heimilaðar Hraunbær, Árbæ – aukaíbúðir heimilaðar *Tölur um íbúafjölda og fjölda íbúða í hverfunum eru frá júlí 2017. Heimild: Reykjavíkurborg. Þétting byggðar: Ásinn, Rofabær 7-9 og 37-39. Hækkun fjölbýlis- húsa: Hraunbær og Rofabær 365 íbúðir Ko rt ag ru nn ur : O pe nS tr ee tM ap BAKSVIÐ Baldur Arnarson baldura@mbl.is Íbúðum í Ártúnsholti, Árbæ og Selási gæti fjölgað um 1.730 með nýjum heimildum. Verða m.a. veittar heim- ildir fyrir aukaíbúðum í sérbýli. Þá hyggst Bjarg byggja 200-220 íbúðir við Hraunbæ og í byggingu eru 60 íbúðir fyrir aldraða í Hraunbæ. Skipulagsyfir- völd í Reykjavík hafa auglýst tillögu að breyttu hverfis- skipulagi í Ártúns- holti, Árbæ og Selási (sjá kort). Sigurborg Ósk Haraldsdóttir, for- maður skipulags- og samgönguráðs Reykjavíkur, segir að á næstu miss- erum verði slíkar breytingar kynntar í níu öðrum borgarhlutum. Með þeim gæti smáíbúðum fjölgað mikið í Reykjavík, ekki síst í grónum hverf- um með bílskúrum og stórum lóðum. „Aðalmarkmiðið er að skapa sjálf- bær hverfi í borginni. Það gerum við meðal annars með því að fjölga hjóla- stígum og grenndarstöðvum og styrkja verslun og þjónustu í hverf- unum. Stóra málið er að sjálfsögðu fjölgun íbúða. Það er gert með því að gefa húseigendum meira frelsi til að breyta og byggja við eigið húsnæði,“ segir Sigurborg Ósk. Sjái hag sinn í breytingum Hún leggur áherslu á að það sé í höndum íbúa að taka ákvörðun um slíkar framkvæmdir. Hún telji líklegt að margir muni sjá sér hag í slíkum breytingum. Þær muni gerast á löngum tíma. Fjölskyldumynstrið sé að breytast og víða orðið rúmt um íbúa í sérbýli. Spurð um tilefnið segir hún að fjölga þurfi íbúðum og styrkja grund- völl fyrir verslun og þjónustu í hverf- unum með fjölgun íbúa. „Við erum líka að gefa íbúunum færi á að hafa leiguíbúðir innan síns húsnæðis sem geta þá verið tekjuauk- andi og aukið verðmæti eignarinnar. Það er til dæmis íbúðarhúsnæði í mörgum bílskúrum í dag, þótt slíkt sé ekki löglegt. Þetta snýst því líka um að stíga skrefið í átt að raunveruleik- anum. Þessar breytingar verða gerð- ar í öllum hverfum borgarinnar. Það er verið að halda í byggðamynstrið en auka nýtingarmöguleika,“ segir hún. Misjafnt milli hverfa Þá verði veittar heimildir fyrir við- byggingum á lóðum þar sem nýting- arhlutfall er lágt. Nýtingarhlutfallið sé misjafnt milli hverfa. Til dæmis sé það hátt í miðborginni og Vesturbæn- um. Fjölgun íbúða með umræddum heimildum verði því mismikil milli borgarhluta. Borgin muni til dæmis skoða möguleika á þéttingu byggðar á svæðum við fjölbýlishús. Meðal ann- ars hafi borgin horft til Birkimels í þessu efni. Þá geti komið til greina að heimila aukahæðir á fjölbýlishús sem eru án lyftu. Til dæmis þriggja til fjögurra hæða fjölbýlishúsum í Hraunbænum. Það verði í höndum húsfélaga að ákveða það. Lyftur muni bæta aðgengi. Spurð um umferðarmál samhliða slíkri þéttingu byggðar segir Sigur- borg Ósk að samhliða breytingunum verði hjólastígar gerðir, skapað gönguvænna umhverfi, almennings- samgöngur efldar og komið fyrir stæðum í borgarlandi fyrir deilibíla. „Þá verður auðveldara fyrir fólk að sleppa því að eiga bíl eða eiga aðeins einn bíl,“ segir Sigurborg Ósk. Hún segir markmiðið líka að ein- falda kerfið. Til dæmis sé mikið flækjustig í deiliskipulagi í Árbæ. „Þegar búið verður að breyta hverfinu verða allir með sambæri- legar heimildir. Íbúar munu síðan geta farið á hverfissjána, slegið inn heimilisfang sitt og fengið uppgefnar heimildir, hvernig hægt er að sækja um þær og hvernig má útfæra þær,“ segir Sigurborg Ósk. Slík hverfissjá verði tilbúin í Ártúnsholti, Árbæ og Selási með vorinu. Áformin verði kynnt á sunnudaginn kemur kl. 14.00 í Borgarbókasafninu í Árbæ. Sýning- in stendur frá 3. febrúar til 17. mars. Íbúar fái leyfi til að fjölga íbúðum  Borgin hyggst heimila 2.000 íbúðir í Ártúnsholti, Árbæ og Selási  Heimildir líka veittar í öðrum borgarhlutum Sigurborg Ósk Haraldsdóttir 10 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 1. FEBRÚAR 2019 Smiðjuvegi 9 · 200 Kópavogi Sími 535 4300 · axis.is Vandaðar íslenskar innréttingar Ævar Harðarson, verkefnisstjóri hverfisskipulags hjá Reykjavíkur- borg, segir að mest fjölgun íbúða verði í svokölluðum aukaíbúðum, eða rúmlega þúsund. Rætt er um 1.730 íbúðir á Ártúnsholti, Árbæ og Selási. Þá eru hugmyndir um að Bjarg fái lóðir undir 200-220 íbúðir og aldraðir byggja nú 60 íbúðir, ásamt mögu- legum íbúðum á þróunarsvæðum. „Þetta eru 50 fermetra íbúðir sem má innrétta, t.d. með því að byggja við, skipta upp eldra rými eða breyta lítið notuðum bílskúrum í litlar íbúð- ir. Þessar aukaíbúðir eru hugsaðar fyrir fjölskyldumeðlimi eða til út- leigu. Óheimilt er að selja þær frá aðalíbúð enda má sameina þær aðal- íbúð aftur ef eigendur óska þess. Í skilmálum stendur að aðalíbúð og aukaíbúð skuli tilheyra sama matshluta og vera í einni eigu,“ segir Ævar um þessar reglur. Aukaíbúðir að jafnaði 50 fermetrar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.