Morgunblaðið - 01.02.2019, Blaðsíða 36
Menntaskóli í tónlist og leikfélagið
Hugleikur sýna á laugardag, sunnu-
dag og mánudag í Iðnó tvær nýjar
íslenskar óperur eftir Þórunni Guð-
mundsdóttur, byggðar á þekktum
ævintýrum, Þyrnirós og Gilitrutt.
Þórunn leikstýrir verkunum sjálf,
Kári Þormar stjórnar átta manna
kammerhljómsveit og á sviðinu
verða sex einsöngvarar, þrettán
manna kór og ein gimbur.
Frumflytja tvær óperur
Þórunnar í Iðnó
Sverrir Ingi Ingason, landsliðs-
maður í knattspyrnu, samdi í gær
við gríska liðið PAOK frá Thessalon-
iki sem kaupir hann af Rostov í
Rússlandi. Sverrir verður fjórtándi
íslenski knattspyrnumaðurinn til að
spila sem atvinnumaður í Grikk-
landi. Þar af er hann sá sjötti sem á
rætur að rekja til Breiðabliks í
Kópavoginum. »2-3
Fjórtándi íslenski leik-
maðurinn í Grikklandi
ÍÞRÓTTIR FÓLK Í FRÉTTUM
Tónlistarhátíðin Myrkir músíkdagar
stendur nú yfir. Meðal viðburða á
hátíðinni eru tónleikar Caput-
hópsins í Kaldalóni í Hörpu og hefj-
ast þeir klukkan 20. Frumflutt verða
hér á landi verk eftir fjögur íslensk
tónskáld, Rounds eftir Hauk Tóm-
asson, Rætur/Roots eftir
Gunnar A. Krist-
insson, Lucidity eft-
ir Pál Ragnar Páls-
son og ? (Interrob-
ang) eftir Huga
Guðmundsson. Fimm
tónleikar til
verða í mið-
borginni á ólík-
um tímum, í
Hörpu, Mengi,
Iðnó, Gamla
bíói og Húrra.
Caput frumflytur
íslensk verk á Myrkum
Gunnlaugur Snær Ólafsson
gso@mbl.is
Það er óhætt að segja að hand-
verksfólk í Mosfellsbæ láti hendur
standa fram úr ermum, en 31 sjálf-
boðaliði Rauða krossins í Mos-
fellsbæ saumar, prjónar og heklar
fatnað milli eitt og fjögur hvern ein-
asta miðvikudag í þágu alþjóðlegs
hjálparstarfs og fyrir nærsam-
félagið. „Þetta er allt mjög fært
handavinnufólk og fatnaðurinn sem
verður til fer á staði sem þurfa á
honum að halda,“ segir Margrét
Lúthersdóttir, verkefnastjóri Mos-
fellsbæjardeildar.
Hún segir að það eina sem þurfi
til þess að taka þátt í starfinu sé að
mæta og vísar til þess að á vef
Rauða krossins sé hægt að finna
hvaða deildir hans taki þátt í verk-
efninu. „Hér er alltaf heitt á könn-
unni, bakkelsi og skemmtilegt
spjall,“ bætir hún við.
Um er að ræða mikilvægan liðs-
auka í starfi Rauða krossins, að
sögn Margrétar. „Þetta eru þrír
klukkutímar á viku, tólf tímar á
mánuði, og þær taka sér bara frí yf-
ir hásumarið, þannig að þetta eru
margar vinnustundir. Svo eru marg-
ir sem prjóna og hekla líka heima-
við.“
Gæðakröfur
Spurð hvort einhverjar gæðakröf-
ur séu gerðar til þeirra sem hyggj-
ast mæta segir hún svo vera, „en
þær eru svo færar, þannig að ef ein-
hver þarf hjálp þá er það ekkert
mál. Þannig að það má alveg koma
þótt maður sé ekki hundrað prósent
fær“.
Það er þá ekki fyrir nýgræðinga
eins og mig að mæta og gera tilraun
til þess að prjóna stakan sokk?
„Jú, ég ætla að halda því fram að
þú sért alveg velkominn. Þetta eru
svo frábærir sjálfboðaliðar að þær
taka öllum liðsauka fagnandi og
kenna þá réttu handtökin,“ segir
Margrét og hlær. „En þetta tiltekna
verkefni er hugsað fyrir aðeins
lengra komna þótt allir séu vel-
komnir,“ bætir hún við.
Verkefnið hefur staðið í um níu ár
og er starfrækt á öllu höfuðborgar-
svæðinu og víða á landsbyggðinni.
Þá eru um 400 sjálfboðaliðar á land-
inu öllu sem taka þátt í starfinu og
eru sendir nokkrir gámar af fatnaði
úr landi á ári hverju.
Skiptifatamarkaður
Klukkan fjögur á miðvikudögum
hefst síðan skiptimarkaður þar sem
hægt er að koma með barnaföt sem
ekki eru lengur í notkun og taka
önnur í staðinn að kostnaðarlausu.
„Þetta er ofboðslega þarft og gott
umhverfisverkefni og frábært ef
maður er að reyta á sér hárið yfir
því hvað börnin eru fljót að vaxa
upp úr fötunum, þá er ekkert mál að
koma með fötin sem eru of lítil og fá
föt sem passa fyrir engar krónur,“
segir Margrét.
Morgunblaðið/Eggert
Hannyrðir Það er ávallt góð stemning þegar hist er til þess að prjóna hjá Rauða krossinum í Mosfellsbæ.
Prjóna, hekla og sauma
fyrir Rauða krossinn
Skiptifatamarkaðurinn þarft umhverfisverkefni
WOWVALENTINE
TIL ALLRA ÁFANGASTAÐAMEÐ KÓÐANUM
FERÐATÍMABIL: 1. FEBRÚAR - 31. MAÍ 2019
LITAÐU VALENTÍNUSARDAGINN BLEIKAN
Rósir og súkkulaði standa alltaf fyrir sínu,
en það jafnast fátt á við rómantískt frí með
elskunni. Komdu betri helmingnum á óvart
og bókaðu flug á skemmtilegar slóðir.
BÓKAÐUNÚNAÁWOWAIR.IS
*Til aðnýtaafsláttinnþarf aðbókaflug framog tilbaka fyrir kl 23:59 sunnud. 3. feb. ‘19.
Skilmálar gilda:wowair.is/smattletur
FÖSTUDAGUR 1. FEBRÚAR 32. DAGUR ÁRSINS 2019
Sími: 569 1100
Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is
Áskrift: askrift@mbl.is mbl.is: netfrett@mbl.is
Í lausasölu 641 kr.
Áskrift 6.960 kr. Helgaráskrift 4.346 kr.
PDF á mbl.is 6.173 kr. iPad-áskrift 6.173 kr.