Morgunblaðið - 01.02.2019, Page 12

Morgunblaðið - 01.02.2019, Page 12
12 DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 1. FEBRÚAR 2019 Kristín Heiða Kristinsdóttir khk@mbl.is Hljómsveitaræfingar erufyrst og fremst gleði-stundir. Við fáum okkureitt vínglas í upphafi hverrar æfingar en svo tekur spilerí yfir af slíkum krafti að fæstar ná að klára úr þessu eina glasi. Við ætluð- um upphaflega að hittast annað slag- ið en það var svo gaman hjá okkur að nú verðum við að hittast vikulega. Þegar við byrjuðum að spila fylltumst við af hamingju sem við höfðum sakn- að, við vissum bara ekki af því,“ segja Ukulellurnar sem voru alveg sprikl- andi sprækar þegar blaðamann bar að garði á æfingu hjá þeim. Ukulellur eru 13 konur sem skipa hljómsveit þar sem allar utan ein spila á ukulele og þar af ein á ukulele-bassa. Sú þrettánda er hrynsveitarmanneskja og skekur hristur. „Hugmyndin kviknaði þegar Hinsegin kórinn, sem við erum allar í, fór til München á kóramót síðastliðið vor. Þar hittu Guðrún Jarþrúður Baldvinsdóttir og Hildur Heimis- dóttir ástralskar konur sem sögðust vera í ukulele-bandi heima í Ástralíu. Þá fór allt af stað,“ segir Ragnhildur Sverrisdóttir og Hildur bætir við að þær Guðrún hafi strax fjárfest í uku- lele þegar þær komu heim til Íslands og sent með hraði svohljóðandi skila- boð til Susan Nicholls í Ástralíu: „Nú eigum við ukulele.“ „Við fengum svar um hæl: „Þá vantar ykkur aðeins hljómsveit.“ Við komumst að því að Ukulell- ur væri of gott nafn á hljómsveit sem að mestu er skipuð lesbíum til að sleppa því að stofna slíka. Svo við óð- um í verkið. Hún Susan í Ástralíu er að sjálfsögðu í hljómsveitinni okkar en mætir fjarlægðar vegna illa á æf- ingar. Hún er öflugur stuðningsaðili og er óþreytandi að senda okkur ýmsar ábendingar,“ segir Hildur og bætir við að ukulelehljómsveit Susan í Ástralíu sé vinaband íslensku Uku- lellanna. „Ég er í daglegu sambandi við Susan og Ukulellur stefna að sjálfsögðu á Ástralíuferð.“ Alveg bannað að tala sig niður Ukulellur eru vinkonuhópur á aldursbilinu 30 til 70 ára og þær segj- ast eiga saman alls konar fortíð, sam- tíð og nútíð. „Sumar okkar hafa þekkst alveg síðan í barnaskóla, aðr- ar kynntust síðar á lífsleiðinni og öll þessi vinabönd flæktust svona saman í Hinsegin kórnum. Hér er fullkomið jafnræði og enginn stjórnandi; við skiptumst á að ver’ann, og sú sem er- ’ann í það skiptið ræður öllu í því lagi sem verið er að æfa. Það eru örfáar ófrávíkjanlegar reglur hjá Ukulell- um, sú fyrsta er að það er bannað að tala sig niður, hvað þá aðra hljóm- sveitarfélaga. Þetta er mikilvægasta reglan,“ segir Hildur og Guðrún tek- ur undir það og segir Ukulellur vera uppbyggingarband en ekki niðurrifs. „Við erum gleðigellur og lellur. Ef heimspeki Ukulellanna kemst til skila út í samfélagið þá er hún afar mannbætandi og heimsbætandi,“ segir Hildur og bætir við að engin þeirra hafi kunnað á ukelele þegar þær fóru af stað í júlí, en boltinn hafi rúllað hratt síðan þá. „Ég fékk hring- ingu þar sem mér var tilkynnt að ég væri komin í hljómsveit og ætti að fara í bláu búðina við Klapparstíg og kaupa mér ukulele,“ segir Ragnhild- ur, sem hlýddi möglunarlaust. Þóra keypti sitt ukulele fimm mínútum fyrir fyrstu æfingu og var þá þegar búin að redda giggi sem átti að vera tíu dögum síðar. „Þá slógum við í klárinn, sömd- um texta með hraði og áður en við vissum af var þetta orðið að lífsstíl hjá okkur. Í þessu fyrsta giggi, sem var í stórafmæli hjá eiginkonu einnar Ukulellunnar, eignuðumst við strax aðdáanda, Felix Bergsson, sem póst- aði um hæl myndbandi af okkur að spila og í framhaldinu vorum við kall- aðar í útvarpsviðtal þar sem við spil- uðum og sungum í beinni. Við kom- um fljótt fram í öðru stórafmæli, að þessu sinni hjá einni okkar, en þá vorum við búnar að koma þrisvar fram en aðeins haft fjórar æfingar,“ segja Ukulellur og skellihlæja. „Við höfum komið fram hjá ein- um pólitískum flokki og líka hjá Sam- tökunum og við eigum bókað eitt febrúargigg. Síðan verða pop-up- tónleikar með okkur 29. mars hjá Pink Iceland. Það er magnað hversu frægar við erum orðnar á Íslandi og auk þess heimsfrægar í Ástralíu, en þó hafa fáir heyrt í okkur. Þetta er dulúð Ukulellanna.“ Stela frá Jónasi ef þarf Ukulellur frumsemja nær alltaf texta við lögin sem þær syngja. „Fyrst þegar við kunnum aðeins að spila eitt lag á hljóðfærin okkar, þá sömdum við bara nýjan texta við það eina lag við hvert tilefni, hvort sem það voru afmæli eða jól. En nú erum við orðnar svo forframaðar að við tökum hvaða lag sem er og semj- um nýjan texta við, til dæmis þorra- lagið okkar þar sem segir frá hunds- lappadrífu, hraglanda og hríðarbyl. Við látum okkur annt um íslenska tungu og leggjum okkur fram um að hafa málfar vandað í okkar söng- textum, stelum frá Jónasi Hallgríms- syni ef þurfa þykir,“ segir Ragnhild- ur en þær Hildur sjá að mestu um textasmíðina. Ragnhildur segir Hildi semja textana á labbi, þegar hún gengur til vinnu á morgnana. „Ég sem svo á móti henni, við köstum þessu á milli okkar.“ Hildur segir regluna vera þá að textarnir séu meira og minna samdir í sam- vinnu, en sjálf nýtur hún oft góðs af samstarfi við Guðrúnu konu sína. „Því þegar verið er að semja þvælu þá þurfa að vera viðhlæjendur, svo það verður að vera einhvers kon- ar samstarf. Það má hafa skoðun á því sem fram kemur í textunum og jafnvel koma með breytingartillögur, en sá sem semur textann ræður hvort hann tekur mark á slíkum til- lögum,“ segir Hildur. Ukulellur eru með samnefnda fésbókarsíðu þar sem þær taka öllum lækum fagnandi. Þorralagið Helga Margrét, Hugrún á hristu, Margrét, Eva Lind og Margrét Ágústa. Glittir í Önnu á ukulele-bassa. Húsráðendur Hildur og Guðrún bjóða heim til æfinga og þá er þétt setið. Stuðið er oft svo mikið að sjóðheitt verður inni. Gaman Margrét Ágústa, Hanna María og Elísabet voru ein- beittar í spili og söng en létu það ekki hamla gleðinni. „Við erum gleðigellur og lellur“ „Það er magnað hversu frægar við erum orðnar á Íslandi og auk þess heimsfrægar í Ástralíu, en þó hafa fáir heyrt í okkur,“ segja hinar spriklandi spræku Uku- lellur sem á æfingum skiptast á að ver’ann. Morgunblaðið/Árni Sæberg Ukulellur á æfingu Lengst t.v. er Hanna María Karlsdóttir og við hlið hennar og áfram t.v. í aftari röð Anna Jó- hannsdóttir, Elísabet Thoroddsen, Þóra Björk Smith, Herdís Eiríksdóttir, Eva Lind Weywadt Oliversdóttir og Mar- grét Grétarsdóttir. Fremri röð f.v. Guðrún Jarþrúður Baldvinsdóttir, Margrét Ágústa Þorvaldsdóttir, Helga Mar- grét Marzellíusardóttir, Ragnhildur Sverrisdóttir, Hugrún Ósk Bjarnadóttir og Hildur Heimisdóttir. Hver man ekki eftir sci-fi-grín- spennumyndinni Men in Black, með þeim Will Smith og Tommy Lee Jon- es? Í kvöld, föstudaginn 1. febrúar, er lag að sjá hana í bíó og leyfa krökk- unum að njóta þess að fara á slím- námskeið áður en myndin hefst. Bíó Paradís stendur fyrir ókeypis slímgerðarnámskeiði í tengslum við fjölskyldupartísýningu á kvikmynd- inni Men in Black í kvöld, slím- námskeiðið verður frá klukkan 19-20 en sýningin á myndinni hefst kl. 20. Miði á myndina gildir á slím- námskeiðið. Myndin er sýnd með ís- lenskum texta en hún fjallar um leynifulltrúana K og J sem starfa fyrir háleynilegu samtökin Men in Black (MIB), sem sett voru á stofn til að fylgjast með athöfnum geimvera á jörðinni. Þeir komast í hann krappan þegar geimhryðjuverkamaður kemur til jarðar til að myrða tvo sendifull- trúa frá óvinaplánetum sínum. Men In Black – Slímugasta mynd allra tíma verður sýnd í kvöld í Bíó Paradís Slímnámskeið og föstudagspartísýning Eitursvalir Tommy Lee Jones og Will Smith fara á kostum í Men in Black. Nú finnur þú það sem þú leitar að á FINNA.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.