Morgunblaðið - 01.02.2019, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 01.02.2019, Blaðsíða 23
MINNINGAR 23 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 1. FEBRÚAR 2019 ✝ Júlíus Snorra-son fæddist 26. mars 1938 í Baldurshaga á Dalvík. Hann lést á Sjúkrahúsinu á Akureyri 20. jan- úar 2019. Foreldrar hans voru Snorri A. Arngrímsson frá Vegamótum á Dal- vík, f. 17.3. 1908, og Kristín Aðalheiður Júlíus- dóttir frá Sunnuhvoli á Dalvík, f. 9.4. 1917. Systkini Júlíusar eru Snorri Snorrason, f. 14.2. 1940, d. 2.11.2003, María Snorradóttir, f. 8.5. 1943, Ingi- gerður Snorradóttir, f. 1.2. 1946. Valdimar Snorrason, f. 7.12. 1949. Júlíus giftist 22.4. 1958 Að- albjörgu G. Árnadóttur, f. 4.12. 1934, d. 14.12. 2004. Þau eignuðust saman fjögur börn, auk þess sem Júlíus ættleiddi 1958. Börn hennar eru Júlíus Gunnar Bóasson, f. 11.3. 1980, Guðríður Aðalbjörg Þorsteins- dóttir, f. 16.8. 1982, Brynjar Már Magnússon, f. 27.8. 1997. 5) Ingigerður Sigríður, f. 3.8. 1965. Júlíus ólst upp og bjó á Dal- vík allan sinn aldur. Hann vann ýmis störf til sjós og lands á fyrri hluta starfsævi sinnar, var m.a. vélstjóra- menntaður og með skipstjórnarréttindi, en ein- beitti sér alfarið að rekstri eigin fyrirtækja frá 1979 til dánardags. Kom hann meðal annars að rekstri veit- ingastaða, hótela og gistihúsa og hvalaskoðun, auk þess sem hann sat í bæjarstjórn um margra ára skeið. Samhliða rekstri eigin fyrirtækja var hann einnig virkur í ýmsum félögum og félagasamtökum, m.a. Kiwanis og Frímúr- arareglunni. Útför Júlíusar fer fram frá Dalvíkurkirkju í dag, 1. febr- úar 2019 og hefst athöfnin klukkan 14. Önnu dóttur Að- albjargar af fyrra sambandi. 1) Anna Jóna, f. 8.10. 1954, sambýlismaður Björn Sigurðsson, f. 25.10. 1962. Hennar börn með Jóni G. Jósefssyni eru Arna Guðrún, f. 7.8. 1976, Aðal- björg Birna, f. 13.7. 1983, Laufey, f. 18.3. 1987. 2) Kristín Júlíus- dóttir, f. 27.2. 1958, hennar börn með Erni Arngrímssyni eru Kolbrún Edda, f. 31.7. 1983, Ómar Örn, f. 30.8. 1988. 3) Árni Anton Júlíusson, f. 6.9. 1959, kvæntur Freygerði Snorradóttur, f. 4.5. 1961. Þeirra börn eru Katrín Sif, f. 6.7. 1980, Árni Freyr, f. 1.3. 1983, Aðalbjörg Júlía, f. 22.3. 1988. 4) Jónína Amalía, f. 2.6. 1961, sambýlismaður hennar er Hannes Ársælsson, f. 10.10. Elsku pabbi, nú þegar komið er leiðarlokum og þú að leggja upp í þína hinstu för héðan til Sumarlandsins, langar mig í nokkrum orðum að kveðja þig og þakka þér fyrir allt það góða sem við höfum átt saman gegn- um öll þau árin. Ég minnist allra góðu samverustundanna okkar kringum Dúlluna, dútlið við að koma trillunni á flot, skemmtilegt fiskiríið á firðinum og allt sem við gátum unnið úr aflanum. Ég minnist dásamlegra mat- arboðanna í Goðabrautinni sem við unnum oft saman að, tím- anna okkar í garðvinnunni, brassins í bílskúrnum og grill- stundanna á pallinum. Ég hugsa oft um vinnuna okkar kringum signa fiskinn og grá- sleppuna, sviðalappirnar, harð- fiskinn, hangikjötið og allt hitt. Mikið var oft gaman hjá okkur og vissulega lærði ég alveg heilmikið. Þú varst svo klár og útsjónarsamur, pabbi. Þú kunn- ir til verka – og þér féll sko heldur betur aldrei verk úr hendi. Þú varst vandvirkur, samviskusamur, iðinn og til þín var gott að leita. Saumamerk- ingar þínar voru einstakar og aldrei léstu neitt frá þér nema það væri fullkomlega unnið. Ég á eftir að sakna þín mikið, spjallsins á hverjum morgni í símanum, samverustundanna í matseldinni, heimsóknanna til þín og alls þess sem við feðg- inin áttum saman. Það er ómetanlegt að hafa fengið tækifæri til að vera þér samferða gegnum árin. Takk fyrir allt, elsku pabbi. Nú þegar þú hefur kvatt, veit ég með vissu að mamma hefur tekið á móti þér með brosið sitt blíða og faðminn sinn hlýja. Ég sakna þín mikið. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (Valdimar Briem) Þín dóttir, Ingigerður. Elsku Júlli bróðir. Mig langar hér með fáum orðum að kveðja þig. Ég þakka þér góðar stundir, vináttu og þau kærleiksbönd sem enginn getur slitið, þó þú sért horfinn á braut. Við hittumst á ný – en þang- að til mun ég sakna þín og minnast samverustunda okkar. Nú kveðja þig vinir með klökkva og þrá því komin er skilnaðarstundin. Hve indælt það verður þig aftur að sjá í alsælu og fögnuði himnum á, er sofnum vér síðasta blundinn. (Hugrún) Guð blessi minningu þína. Þín systir, María. Farinn er inn í Sumarlandið sannur vinur. Kæri Júlli mágur, þakka þér alla samfylgd gegnum tíðina. Kær ég þakka kynni, kostaríkan mann. Ég í orði og verki, oft ég lengi fann. Við á Fiskifleyi, fram um ránarhyl, báðir sóttum saman, sjó um árabil. Mildar mæðu sára, mýkir tregans streng. Ástblíð endurminning, eftir góðan dreng. Sem á sefans himni, sumarfögur skín. Er góðs manns heyrist getið, er gott að minnast þín. Áttir trúr og traustur, tryggð sem aldrei brást. Vef í vinarkveðju, virðing, þökk og ást. Finnumst síðar frændi, við Friðarstranda-mar, og glaðir saman sjóinn, við sækjum aftur þar. (H.Z.) Kveðja, Símon J. Ellertsson. Kæri Júlli okkar, ljúfur móðurbróðir, vinur og félagi. Nú þegar komið er að leiðar- lokum hér á þessu jarðvistar- sviði og samfylgd okkar endar, kveðjum við þig með eftirsjá, en jafnframt þakklæti í huga. Við þökkum þér allar góðar stundir í gegnum tíðina, hvort sem var hér heima eða erlend- is, og minnumst um leið já- kvæðra og gefandi uppákoma með þér af ýmsu tagi. Öll skemmtilegu matarboðin með drekkhlaðin borð af signum fiski eða skötu í Goðabrautinni lifa í minningunni um ókomna tíð, líka glæsilegu kaffiboðin þar fyrrum, um jólin. Dásam- legir markaðsdagar kringum Fiskidagana fá áfram að lifa í huganum, og líka öll skemmti- legu ferðalögin þar sem ýmis- legt skondið var brallað. Létt- væg stríðnin og gletturnar hvers konar, spjall og íhuganir um lífið og tilveruna er eitthvað sem við öll munum ylja okkur við áfram. Okkur varstu hlýr og mildur og til þín var ætíð gott að leita. Hafðu nú, okkar kæri, þökk fyrir allt. Við ætlum að trúa því að það sé vel tekið á móti þér í Sumarlandinu fagra þegar þú siglir þangað að ströndu, þín bíði þar opinn faðmur og kær- leikur. Rétt eins og þú rækt- aðir hérna með okkur og veittir af gleði þinni. Vel sé þér, vinur, þótt vikirðu skjótt Frónbúum frá í fegri heima. Ljós var leið þín og lífsfögnuður, æðra, eilífan þú öðlast nú. (Jónas Hallgrímsson) Ættingjum öllum sendum við okkar innilegustu samúðar- kveðjur. Jónína, Vignir, Kristín Aðalheiður, Bjarni, Arnar, Jón Arnar, Svana Rún, Ríkarð og börn. Júlli pabbi hennar Ingu var allt í senn, pabbi, vinur, lista- kokkur, stýrimaður og einkabíl- stjóri. Hann kunni og gat flest, verkaði hangikjöt og harðfisk betur en flestir, gerði að og græjaði. Hann var einstakur öðlingur sem við vinkonurnar munum sakna. Við vorum samstarfsmenn Ingu í Íþróttamiðstöð Breiða- bliks og stofnuðum sauma- klúbb, fórum í helgarferðir í bústaði og fleira. Eftir að Alla, mamma Ingu, féll frá flutti Inga heim á Dalvík, bestu vík í heimi. Síðan hafa helstu ferðir klúbbsins verið norður. Júlli hefur alla tíð verið lykilmaður í öllum norðurferðum sauma- klúbbsfélaga, líka fjölskyldu- og starfsmannaferðum, bæði áður en Inga flutti heim og auðvitað á eftir. Júlli á líka sinn þátt í því að hópurinn heldur alltaf saman og fer reglulega norður. Sterkt samband þeirra feðg- ina Ingu og Júlla hefur alltaf hrifið okkur vinkonurnar. Hún keypti bát og þurfti ekki að kunna neitt. Pabbi kunni þetta allt og var stýrimaður. Inga var náttúrulega skipstjóri frá upp- hafi, enda gáfum við henni skipstjórahúfu. En Júlli kenndi henni allt. Traust, vinátta, virðing og kærleikur skinu af öllum sam- skiptum þeirra feðgina. Hjá Júlla höfum við farið í skemmtilegustu matarboðin, fengið besta hangikjötið og besta fiskinn, bæði ferskan og hertan. Norðurferð saumaklúbbsins án matarboðs hjá Júlla hefur alltaf verið óhugsandi. Júlli gerði Dalvík að bestu vík í heimi. Nú siglir stýrimaðurinn á ný mið og okkur vantar einkabíl- stjóra. En hann skilaði góðu verki. Inga er fær í flestan sjó með kaskeitið fína við stýrið á Dúllunni. Við vottum Ingu vin- konu og fjölskyldunni allri dýpstu samúð okkar. Góða ferð, elsku vinur, takk fyrir allt og allt. Saumaklúbburinn; Ásta B., Margrét, Ágústa, Björg og Anna Lovísa. Júlíus Snorrason ✝ Sigurbjörg Sig-urðardóttir fæddist í Reykjavík 27. maí 1951. Hún lést á heimili sínu 5. janúar 2019. Foreldrar Sigur- bjargar eru Sig- urður Baldvinsson, f. 6. júní 1924, d. 7. júlí 2003, og Magðalena Stefáns- dóttir, f. 24. janúar 1928. Systkini hennar eru Esther, f. 20. desember 1946, Stefán Baldvin, f. 13. apríl 1948, Sigrún Jensey, f. 14. júní 1955, og Sigurður, f. 25. jan- úar 1958. Eiginmaður Sigurbjargar var Remo Rollini, f. 20. apríl 1941, d. 22. desember 1991. Þau eignuðust eina dóttur, Flavíu Ann- is, f. 21. apríl 1975. Útför Sigur- bjargar fer fram frá Fossvogs- kirkju í dag, 1. febrúar 2019, klukkan 11. Sigurbjörg frænka mín var maíbarn, vormánuður sem minnir mig helst á Sigurbjörgu úr æsku. Mæður okkar voru systur. Þegar við systkinin fór- um í heimsókn á hennar æsku- slóðir í Kópavoginum var einatt stílað upp á gott veður svo allur barnaskarinn gæti verið úti að leika í stóra garðinum á Álf- hólsveginum. Við systrabörnin vorum samtals ellefu og mikill gangur í barnauppeldi systr- anna með svona stóra hópa. Í minningunni var Sigurbjörg ró- legt og viðkvæmnislegt barn, geislandi með ljósa hárið sitt al- sett liðum sem hrundu mjúk- lega niður og fram í fallega andlitið hennar. Fermingarár Sigurbjargar 1965 var sérstakt að því leyti að það voru fimm systrabörn sem fermdust, tvíburabræður mínir þar á meðal og var ein veisla haldin fyrir þau öll í stórum sal í Reykjavík. Á táningsárum okkar minkaði samband okkar Sigurbjargar og minnist ég bara að hafa hitt hana í mý- flugumynd. Hún fór til Svíþjóð- ar mjög ung, 17 ára gömul, og þaðan nokkrum árum síðar til Ítalíu og settist að í Róm, gifti sig og eignaðist eina dóttur. Á Ítalíuárunum kom hún endrum og eins til Íslands og þá var alltaf hittingur heima hjá mömmu. Þá fyrst kynnist ég Sigurbjörgu. Fyrir mér var það framandi að búa í Róm, giftast Ítala og búa við gjörólíkar að- stæður en ég á Íslandi. Hún hélt heimili með maka sínum og móður hans ásamt dóttur sinni. Það var áhugavert að heyra hvernig heimilislíf fjölskyldunn- ar á Ítalíu var ólíkt okkar – ein- kenndist m.a. af mikilli útiveru og að borða einatt úti, veitinga- hús voru líka þeirra heimili. Ég man hvað það var gaman að hlusta á hana segja frá lífinu í Róm og hvernig hún tók afstöðu með femínískum gildum verandi þátttakandi í þessu karlveldi/ feðraveldi sem Ítalía er. Hún var snillingur í að benda á tákn- myndir karlaveldisins sem ekki náðu athygli allra, samanber turnbyggingar og stórar myndavélalinsur og ótal margt fleira. Sigurbjörg sneri aftur heim til Íslands árið 2001 eftir rúm- lega 30 ára útiveru. Hún varð ekkja ung en hélt áfram að búa á Ítalíu þangað til skólatíma dóttur hennar lauk og rúmlega það. Sigurbjörg vann við ýmis störf eftir heimkomu, lengi vel tengd ferðaþjónustu. Við hitt- umst nær árlega í frænkuboð- um sem voru og eru ómissandi stundir til skrafs og skemmt- unar. Sumarlandið hefur tekið á móti Sigurbjörgu eftir skamm- vinn veikindi. Æðruleysi hennar var einstakt í veikindunum, hún var ekki hrædd við dauðann. Hugheilar samúðarkveðjur til elsku Flaviu, Möddu og syst- kinanna. Auð né heilsu ræður engi maður, þótt honum gangi greitt; margan það sækir, er minnst um varir, engi ræður sættum sjálfur. (Úr Sólarljóðum) Edda. Í dag kveð ég yndislega móðursystur. Á uppvaxtarárum mínumbjó hún á Ítalíu og ég horfði alltaf á hennar líf sem eitt stórt ævintýri, sérstaklega því hún var svo fín á brúð- kaupsmyndinni í pelsinum sín- um heima hjá ömmu og afa. Auk þess þegar hún kom til Íslands áttu hún og Flavía allt- af svo mikið af fínum snyrtivör- um. Ég man svo vel þegar við systkinin fórum ásamt foreldr- um okkar að heimsækja hana til Ítalíu, dvöldum í sumarhúsi og skoðuðum eðlurnar. Þegar við komum til Rómar fannst okkur systkinum stór- merkilegt að gæludýrið þeirra væri skjaldbaka í skókassa á svölunum. Þegar ég var tvítug fór ég að heimsækja Sigur- björgu til Rómar og skjald- bökurnar voru á sínum stað í skókassanum. Hún tók svo vel á móti mér og ég fékk innsýn í líf hennar í Róm. Eftir að Sigurbjörg greindist með krabbamein breyttist lífsviðhorf hennar og var eftirtektarvert hvað hún fylltist miklu æðru- leysi og tókst á við þetta nýja verkefni af bjartsýni og já- kvæðni. Þegar ég heimsótti hana á spítalann hlógum við að hárkollunum og hvernig hún gæti breytt um hárkollu eftir því hvernig skapi hún væri í þann daginn. Í okkar síðustu samtölum ræddi hún um lífið og hvað hún væri heppin að fá hana Flavíu sína heim til sín. Elsku Flavía, amma, mamma, Siggi, Stefán og Esther, innilegar samúðar- kveðjur. Heiða Ösp Kristjánsdóttir. Sigurbjörg Sigurðardóttir Ástkær móðir mín, STEINUNN SIGURÐARDÓTTIR, fyrrv. flugfreyja, lést á Landspítalanum laugardaginn 26. janúar. Jarðarförin fer fram frá Hallgrímskirkju föstudaginn 8. febrúar klukkan 13. Gunnar Þór Sigþórsson Hjartans þakkir til allra sem sýndu okkur hlýhug og samúð við andlát og útför ástkærs föður okkar, tengdaföður og afa, RÓBERTS RÓBERTSSONAR, vörubifreiðarstjóra, frá Brún, Biskupstungum, Grænumörk 2, Selfossi. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki Heilbrigðisstofnunar Suðurlands á Selfossi fyrir einstaka umönnun, nærgætni og hlýju. Vörubifreiðastjórafélaginu Mjölni eru færðar bestu þakkir fyrir stuðning á síðastliðnum mánuðum og aðstoð við útför. Bryndís G. Róbertsdóttir Anna Rósa Róbertsdóttir Tómas Luo Shunke Róbert Sveinn Róbertsson Þórunn María Bjarkadóttir Álfgeir A. Önnuson, Bjarki Fannar og Birkir Róbert Róbertssynir ANNA GUNNLAUG EGGERTSDÓTTIR, Hlaðhömrum 2, Mosfellsbæ, lést á Landspítala-Háskólasjúkrahúsi miðvikudaginn 30. janúar. Hún verður sungin til moldar frá Áskirkju klukkan 15 fimmtudaginn 7. febrúar. Magnea Jóhannsdóttir Sölvi Sveinsson Eggert Jóhannsson Friðrik Jóhannsson Hildur Guðnadóttir Guðrún Jóhannsdóttir Jóhanna Jóhannsdóttir Kjartan R. Guðmundsson Ingibjörg Jóhannsdóttir Einar Falur Ingólfsson Þórný Jóhannsdóttir Peter Lund barnabörn, barnabarnabörn, systkin og aðrir vinir og vandamenn

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.