Morgunblaðið - 09.02.2019, Page 2
2 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 9. FEBRÚAR 2019
Tjarnargata 4, 3. hæð | Sími 546 1100 | investis@investis.is | www.investis.is
Fyrirtæki til sölu
• Öflug blikksmiðja með innflutningsstarfsemi, velta um 500 milljónir
• Ferðaþjónustufyrirtæki í örum vexti, góð afkoma
• Bar/skemmtistaður á besta stað í Reykjavík, gott viðskiptatækifæri
• Ísbúðir í Reykjavík, nokkrar góðar ísbúðir á góðum staðsetningum
• Veitingastaður í 101 Reykjavík, góð afkoma, langur leigusamningur
• Austurlenskur veitingastaður í Reykjavík
• Ferðaþjónustufyrirtæki á Suðurlandi, 20m. kr. ebitda framlegð, mjög
arðbær rekstur
• Ferðaþjónusta með 20 manna eikarbát, sjóstangveiði og útsýnis-
ferðir frá Reykjavík, góð afkoma 2018
• Mjög áhugaverð sérverslun í Smáralind
Ráðgjafar / eigendur
Haukur Þór Hauksson, Rekstrarhagfræðingur, MBA
Gsm. 8939855
Thomas Möller, Hagverkfræðingur, MBA
Gsm. 8939370
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 569 1100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is
Viðskipti Stefán E. Stefánsson vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf.
„Sumarlokanir gatna í miðbænum frá
árinu 2012 og síendurteknar skyndi-
lokanir hafa leitt af sér mikinn sam-
drátt í verslun. Viðskiptavinir venjast
af því að versla hér á þessu svæði þeg-
ar götunum er lokað og ástandið
versnar í hvert sinn sem lokað er að
nýju. Á þetta hefur ítrekað verið bent,
meðal annars með veltutölum, en við
höfum talað fyrir daufum eyrum
borgaryfirvalda. Svo fór að Miðbæj-
arfélagið kærði ákvörðun um lokun
gatna til ráðherra og það mál fór einn-
ig fyrir umboðsmann Alþingis sem
komst að þeirri niðurstöðu að staðið
hefði verið að lokunum með ólögmæt-
um hætti. Borgaryfirvöld létu það álit
sem vind um eyru þjóta og héldu upp-
teknum hætti,“ segir í opnu bréfi
fjölda rekstraraðila í Miðborginni til
borgaryfirvalda.
Neikvæð áhrif lokana ná langt út
fyrir þau svæði sem lokað er, að sögn
rekstraraðilanna. „Þrátt fyrir það
boða borgaryfirvöld nú í áföngum lok-
un Laugavegar, Bankastrætis og
neðsta hluta Skólavörðustígs til fram-
búðar. Ítrekuðum óskum okkar um
samráð hefur verið hafnað og á fund-
um með embættismönnum og borg-
arfulltrúum hefur sjónarmiðum okk-
ar beinlínis verið mætt með hótfyndni
og dónaskap,“ segir í bréfinu. Þá
segja kaupmennirnir að margir í
þeirra röðum sjái ekki rekstrar-
grundvöll í lokaðri götu og telji eina
kostinn að flytja fyrirtækin annað.
Undirskriftalisti hefur gengið á
milli fyrirtækjanna þar sem lokunum
er mótmælt og hafa þegar hátt í 170
rekstraraðilar á Laugavegi, Skóla-
vörðustíg og Bankastræti skrifað
undir. Undirskriftum fjölgar dag frá
degi. Bréfritarar segja að enginn
þurfi að velkjast í vafa um afstöðu
meginþorra rekstraraðila í þessu efni.
Ein fjölmargra verslana sem líða
fyrir götulokanir borgarstjórnar er
Gullkistan, sem á sér samfellda sögu í
147 ár. Kaupmennirnir segja að versl-
unar- og þjónustufyrirtæki sem eiga
sér áratugalanga sögu séu mikilvæg-
ur þáttur í menningu borgarinnar.
„Nú er mál til komið að borgaryfir-
völd hlusti á okkur sem staðið höfum
vaktina í fyrirtækjum okkar í áratugi
og hefji raunverulegt samráð um leið-
ir til að efla verslun og þar með mann-
líf hér á þessu svæði, því án blóm-
legrar verslunar er enginn miðbær.“
gudni@mbl.is
Samdráttur í verslun
vegna lokunar gatna
Borgaryfirvöld hafa daufheyrst við kvörtunum kaupmanna
Ljósmynd/Gunnar Gunnarsson
Skólavörðustígur Lokuð gatan var nær tóm um miðjan virkan dag í maí.
Árleg hæfileikakeppni barna sem sækja frí-
stundaheimili í Breiðholti fór fram í Breiðholts-
skóla í gær. Keppnin hefur lengi verið einn vin-
sælasti viðburðurinn á vegum Frístunda-
miðstöðvarinnar Miðbergs. Tólf atriði voru
skráð og þátttakendur voru 39. Eva Rós Hall-
dórsdóttir, Katrín Ásta Jóhannsdóttir og Ragna
Björnsdóttir frá frístundaheimilinu Regnbog-
anum sigruðu en þær sungu Maístjörnuna.
Hæfileikakeppnin „Breiðholt Got Talent“ var haldin í Breiðholtsskóla í gær
Morgunblaðið/Eggert
Hæfileikarík börn í Breiðholti sýndu listir sínar
Ágúst Ólafur
Ágústsson, þing-
maður Samfylk-
ingarinnar, mun
óska eftir veik-
indaleyfi frá
störfum sínum á
Alþingi.
Hann greindi
frá þessu í
færslu á Face-
book-síðu sinni í
gær. Rúmir tveir mánuðir eru síð-
an Ágúst tilkynnti að hann færi í
tveggja mánaða launalaust leyfi
frá þingstörfum vegna áminningar
sem hann fékk frá trúnaðarnefnd
flokksins eftir að hann varð uppvís
að því að áreita konu kynferðislega
og fara særandi orðum um hana.
Í færslunni segir Ágúst að hann
hafi sýnt af sér óforsvaranlega
hegðun. Fyrir hana skammist hann
sín og iðrist mjög. Hann segist hafa
notað síðustu tvo mánuði til að
endurskoða líf sitt, hann hafi þegar
lokið fyrsta mánuði í áfengis-
meðferð hjá SÁÁ og að sú meðferð
standi enn yfir.
„Hjálpin sem ég hef fengið innan
SÁÁ hefur komið mér í skilning
um þá afneitun sem ég hef verið í
gagnvart sjúkdómi mínum. Áfengi
var farið að hafa mjög neikvæð
áhrif á líf mitt,“ skrifar Ágúst Ólaf-
ur.
Tíminn muni leiða í ljós hvenær
hann muni aftur taka sæti á þingi.
Ágúst Ólafur óskar
eftir veikindaleyfi
Ágúst Ólafur
Ágústsson
Opnun útboðs vegna fyrirhugaðra
kaupa á sjúkrabílum sem átti að fara
fram 7. febrúar hefur verið frestað
til 13. mars. Unnið er að sam-
komulagi milli heilbrigðisráðuneyt-
isins og Rauða krossins á Íslandi
(RKÍ) um lyktir samnings um útveg-
un og rekstur sjúkrabíla sem RKÍ
hefur sinnt til fjölda ára. Þetta kom
fram í sameiginlegri tilkynningu frá
heilbrigðisráðuneytinu og RKÍ.
Tímafrekt hefur reynst að ljúka
samningnum sem gilt hefur í tvo
áratugi. RKÍ lagði fram sjúkrabíla
og búnað í upphafi og lagði rekstr-
inum til fjármuni á samningstím-
anum.
Stjórn Landssambands slökkvi-
liðs- og sjúkraflutningamanna (LSS)
og fagdeild sjúkraflutningamanna
sendu tilkynningu vegna frestunar
útboðsins. Þar segir m.a. að alvar-
lega horfi með sjúkraflutninga.
Sjúkrabílar hafi
ekki verið end-
urnýjaðir síðan
2015 og nú sé í
þrígang búið að
fresta útboði. Í
landinu eru 84
sjúkrabílar.
Í fyrra fól vel-
ferðarráðuneytið
Sjúkratrygg-
ingum Íslands að
bjóða út með hraði kaup á 25 sjúkra-
bílum til að bregðast við bráðavönt-
un. Samkvæmt upplýsingum LSS er
ekki enn ljóst hvort velferðarráðu-
neytið fær fjárheimild svo að hægt
sé að standa við opnun útboðsins 13.
mars. LSS bendir á að það taki 10
mánuði að fá sjúkrabíla afgreidda.
Ríkið beri ábyrgð á rekstri sjúkra-
flutninga og málið þurfi að leysa taf-
arlaust. gudni@mbl.is
Útboði kaupa á nýjum
sjúkrabílum frestað
Brýnt að kaupa bíla, segir LSS
Sjúkrabíll End-
urnýjun frestast.
Þau sem undirrita opna bréfið til borgarstjórnar eru talin hér upp.
Rekstrarsaga hvers fyrirtækis er birt í sviga við nafn þess.
Gullkistan skrautgripaverslun (147 ár) Penninn Eymundsson (140 ár)
Verslun Guðsteins Eyjólfssonar (101 ár) Brynja (100 ár) Guðlaugur
A. Magnússon (95 ár) Listvinahúsið (92 ár) Efnalaugin Úðafoss
(86 ár) Snyrtivöruverslunin Stella (77 ár) Vinnufatabúðin (75 ár)
Dún og fiður (60 ár) Gullsmíðaverslun og verkstæði Hjálmars
Torfasonar (60 ár) Gleraugnasalan 65 (58 ár) Tösku og hanskabúðin
(58 ár) Herrahúsið (54 ár) Gullsmíðaverslun Guðbrandur J. Jezorski
(53 ár) Gull & Silfur skartgripaverslun og verkstæði (48 ár) Jón og
Óskar úra og skartgripaverslun (48 ár) Gleraugnamiðstöðin Profil-
Optik (47 ár) Linsan gleraugnaverslun (47 ár) Gilbert úrsmiður (45 ár)
Dimmalimm (30 ár) Gullkúnst Helgu (30 ár) Gullsmiðja og List-
munahús Ófeigs (27 ár) Verslunin Kós (26 ár) Caruso (25 ár) Bolli
Kristinsson.
Mótmæla götulokunum
FYRIRTÆKI MEÐ MJÖG LANGA SÖGU