Morgunblaðið - 09.02.2019, Blaðsíða 8
8 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 9. FEBRÚAR 2019
Skeifunni 8 | Sími 588 0640 | casa.is
2097/30
Gino Sarfatti, 1958
Verð frá 199.000,-
Spunlight T2
Sebastian Wrong, 2003
Verð frá 139.000,-
Taccia small
Achille & Pier Giacomo Castiglioni, 1962
Verð frá 129.000,-
Frisbi
Achille Castiglioni, 1978
Verð 62.900
Smithfield S
Jasper Morrison, 2009
Verð frá 119.000,-
Snoopy
Achille & Pier Giacomo Castiglioni, 1967
Verð 142.000,-
Meirihlutinn í Reykjavík féll ísíðustu kosningum en Við-
reisn stóð undir nafni og reisti
hann við að kosningum loknum.
Þrátt fyrir þessa viðreisn hins
fallna meirihluta
rétt hangir hann á
einum manni í 23
manna borgar-
stjórn.
Og tæpt stóð, þvíað Samfylk-
ingin átti síðasta
mann inn og með lítilsháttar
breytingu hefði Sjálfstæðisflokk-
urinn bætt við sig manni en Sam-
fylkingin tapað manni. Þá hefði
Viðreisn ekki dugað til og Dagur
og félagar ekki getað haldið
áfram óráðsíunni og stjórn-
leysinu.
Þegar svo tæpt stendur er nýrúrskurður Persónuverndar
enn meira umhugsunarefni en ella
væri.
Fyrir kosningar réðust fallandiborgaryfirvöld í að láta
borgina senda líklegum kjós-
endum sínum sérstök skilaboð
með hvatningu um að mæta á
kjörstað. Persónuvernd hefur nú
komist að þeirri niðurstöðu að
með þessu hafi lög verið brotin. Á
það var líka bent, meðal annars
með bréfi dómsmálaráðuneytisins,
að ósatt væri sem haldið væri
fram í skilaboðum borgarinnar að
það væri skylda að kjósa.
Hvernig hefðu úrslit kosning-anna orðið ef borgaryfirvöld
hefðu ekki misnotað aðstöðu sína
og hverjir væru þá í meirihluta í
borginni nú?
Um það er engin leið að full-yrða en efinn undirstrikar
hve alvarlegur glæpurinn var.
Dagur B.
Eggertsson
Kosningabrot
Reykjavíkurborgar
STAKSTEINAR
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar-
greinum Morgunblaðsins á slóðinni
http://mbl.is/mogginn/leidarar/
Alls leituðu 115 á heilsugæslur og
bráðamóttökur í síðustu viku vegna
inflúensulíkra einkenna. Það er
aukning frá vikunum á undan, en
inflúensan er nokkuð seinna á ferð-
inni nú en fyrri ár. Enn er lítið um
innlagnir á Landspítala vegna stað-
festrar inflúensu.
Þetta kemur fram í samantekt
Embættis landlæknis.
Flestir þeirra, sem greinast með
inflúensu eru með inflúensu
A(H1N1) og í þeim hópi er fólk á öll-
um aldri. Nokkrir hafa greinst með
inflúensu af öðrum A-stofni, sem
heitir A(H3N2) og eru það helst eldri
borgarar. Tveir hafa greinst með
inflúensu af B-stofni það sem af er
vetri.
Í samantektinni segir að inflúensa
hafi verið að aukast á meginlandi
Evrópu. Leitt er að því líkum að
hugsanlega seinki bólusetning gegn
inflúensu útbreiðslu hennar hér á
landi og dragi úr fjölda sýkinga,
einkum meðal eldri borgara.
Af öðrum sýkingum, sem greind-
ust í síðustu viku má nefna að níu
greindust með RSV-veiruna, flestir
þeirra voru börn á fyrsta og öðru
aldursári og 20 greindust með veirur
sem valda niðurgangi. Í samantekt-
inni segir að sá fjöldi sé eins og gera
megi ráð fyrir á þessum árstíma.
Inflúensan er seinna á ferðinni í ár
Fáir inni á spítala vegna inflúensu
Bólusetning talin seinka útbreiðslu
Morgunblaðið/Hari
Inflúensa Bólusetning er talin
seinka útbreiðslu hér á landi.
Guðrún Erlingsdóttir
ge@mbl.is
Embætti landlæknis hefur sent frá
sér athugasemd vegna fréttar Stöðv-
ar 2 um sjálfsávísanir lækna. Í at-
hugasemdinni kemur fram að sjálfs-
ávísanir lækna séu heimilar
samkvæmt lögum og séu undir sér-
stöku eftirliti. Ekki sé litið svo á að
sjálfsávísanir og fíkn lækna sé um-
talsverður vandi.
Undir þetta tekur Reynir Arn-
grímsson, formaður Læknafélags
Íslands. Hann segir að árið 2018 hafi
1.500 læknar verið með læknaleyfi á
Íslandi, rúmlega 500 hafi ávísað á sig
lyfjum og í 10 tilfellum hafi land-
læknir tekið mál til skoðunar. Af
þessum tíu læknum voru þrír eldri
læknar. Reynir segir niðurstöðuna
betri en hann hafi gert sér í hug-
arlund.
„Á meðan læknar eru með lækn-
ingaleyfi hafa þeir rétt á að ávísa lyfj-
um. Læknar sem starfa utan spítala
verða að geta ávísað lyfjum sem þeir
þurfa að hafa með sér þegar þeir fara
í vitjanir eða koma að slysum. Lækn-
ir getur t.d. þurft að ávísa parkódíni
við verkjum eða afhenda svefnlyf til
fólks eða aðstandenda vegna áfalla,“
segir Reynir sem kannast ekki við
umræðu um að læknum verði bannað
að ávísa lyfjum á sjálfa sig. Hann seg-
ir rafrænt eftirlit með lyfjaávísunum
hafa skilað sér í betra eftirliti.
Kristófer Þorleifsson, formaður
öldungadeildar Læknafélags Íslands,
segir lækna hafa leyfi til þess að
starfa á sjúkrahúsum eins lengi og
þeir geti og að læknar hafi leyfi til
þess að reka stofu til 75 ára aldurs.
Eftir það þurfi þeir að undirgangast
skoðun öldrunarlæknis og sálfræð-
ings. Fyrst á tveggja ára fresti og síð-
ar á hverju ári. Hann segir tæknina
koma í veg fyrir að sumir eldri
læknar geti ávísað ávanabindandi
lyfjum því það sé einungis hægt raf-
rænt í gegnum lyfjagáttina.
Sjálfsávísanir lækna
ekki stórt vandamál
Betri niðurstöður
en formaður Lækna-
félagsins átti von á
Morgunblaðið/Kristinn
Læknataska Nauðsynlegt er fyrir
lækna að hafa með sér lyf í vitjanir.