Morgunblaðið - 09.02.2019, Page 10

Morgunblaðið - 09.02.2019, Page 10
10 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 9. FEBRÚAR 2019 Dalvegi 10-14, 201 Kópavogi - Sími: 555-1212 - handverkshusid.is Opið frá kl. 8 - 18 virka daga og 12 - 16 laugardaga VILTU LÆRA SILFURSMÍÐI, TÁLGUN EÐA TRÉRENNSLI? Fjölmör stuttnáms í handve g keið rki. Skráning og upplýsingar á www.handverkshusid.is KJARAKAUP 4.490.000 kr. Mitsubishi Eclipse Cross Intense 1.5 / FWD / Bensín / Sjálfskiptur Fullt verð: 4.790.000 kr. 300.000 kr. Afsláttur KJARAKAUP 4.490.000 kr. Mitsubishi Outlander PHEV Invite / 4x4 / Rafm./Bensín / Sjálfskiptur Fullt verð: 4.690.000 kr. 200.000 kr. Afsláttur Skoðaðu úrvalið af bílum á www.hekla.is/kjarakaup. Fullt verð er verð hvers bíls með aukabúnaði. Aukabúnaður á myndum gæti verið annar en í auglýstum verðdæmum. 5 ára ábyrgð fylgir fólksbílum HEKLU að uppfylltum ákvæðum ábyrgðarskilmála. Þá er að finna á www.hekla.is/abyrgd HEKLA · Laugavegi 170-174 · Reykjavík · Sími 590 5000 · hekla.is 2 ára þjónustu- skoðun fylgir með!2 ára þjónustu- skoðun fylgir með! KJARAKAUP Náðu í nýjan bíl hjá HEKLU! Nú færð þú frábær kjör á nýjum bílum hjá HEKLU. Nýttu þér QR kóðann og smelltu þér beint á bílinn. Þú getur líka séð úrvalið og valið þann sem þér líst best á, í sýningarsal okkar á netinu www.hekla.is/kjarakaup Smelltu þér beint á bílinn. Smelltu þér beint á bílinn. Guðrún Erlingsdóttir ge@mbl.is Ráðstefna UTmessunnar var sett í 9. sinn í Hörpu í gær en UTmessa er ráðstefna og sýning fyrir fagfólk í upplýsingatækni. „Eftir því sem fleiri þráðlaus nettengd tæki eru á heimili því fleiri snerti- punktar opnast fyrir óprútna að- ila að nýta sér leiðir til þess að komast inn í þráðlaus snjall- tæki og þaðan á net heim- ilismanna,“ segir Ingvar Guð- jónsson, frá Opnum kerfum sem hélt fyrirlestur um snjallvæðingu heimila og hvort og þá hvað beri að varast. Ingvar segist ekki vilja vera með hræðsluáróður en fólk verði að vera meðvitað um hætturnar sem fylgi þráðlausum snjalltækjum á heimilum. Hugsa áður en samþykkt er „Ég held að Íslendingar séu að- eins að vakna og verða meðvitaðri en þurfi þó að venja sig á að taka öllu með fyrirvara. Hugsa áður en t.d. linkar eru opnaðir, lykilorð gefin upp eða þeim breytt og til- kynningar um breytingar á inn- heimtu,“ segir Ingvar og bendir á að ef þjónustufyrirtæki sendi upp- lýsingar um nýja leið til að borga reikninga eða vilji uppfæra korta- upplýsingar þá sé öruggara að hringja í fyrirtækið og kanna hvort að fyrirspurnin sé frá þeim. Snjallsjónvörp, eftirlitsmynda- vélar og ísskápar eru meðal þeirra heimilistækja sem tengjast netinu þráðlaust. Til þess að koma í veg fyrir að utanaðkomandi aðilar eigi möguleika á að tengja sig inn í önnur tæki á heimilinu segir Ingv- ar nauðsynlegt að kaupa búnað með eldvegg á milli neta. Sá bún- aður sé í eigu kaupanda og ekki þurfi að greiða mánaðarlega fyrir afnot á honum. Með búnaðinum sé hægt að hafa þráðlausu snjalltækin á einu neti, net heimilismanna á öðru og þriðja netið fyrir snjall- tæki gesta sem hugsanlega geta borið með sé óboðnar óværur. Vaknað í dagsbirtu Ingvar segir hægt að auka lífs- gæðin með þráðlausum snjall- tækjum og spara orku. „Það er hægt að setja tæki á ofna sem stilla þá þannig að ákveðið hitastig sé í ákveðnu rými. Skiptir þá engu hvort óvænt norðanátt skellur á eða glugginn er óþéttur. Snjall- tækið hækkar á ofnunum þar til réttu hitastigi er náð og lækkar ef of heitt er í rýminu. Fyrir utan þægindi geti slíkt tæki lækkað orkureikninginn. Annað dæmið er vekjaraklukka sem byrjar að veita dagsbirtu inn í svefnherbergið korteri áður en hún hringir. Hrey- fiskynjarar sem slökkva ljós ef engin hreyfing hefur verið í rými í ákveðinn tíma og öryggismyndavél sem gerir slíkt hið sama og fer í gang þegar allir eru farnir úr húsi,“ segir og Ingvar og bætir við til séu ísskápar sem skanni neyslu- venjur heimilismanna og láti vita þegar t.d. mjólkin sé að verða búin. Ísskápurinn sendir svo pöntun í gegnum Amazon og þegar líður á daginn mætir sendill með það sem pantað var. Slíka þjónustu er enn ekki að finna hér á landi að sögn Ingvars. Þægilegt, ekki lífsnauðsynlegt Snjalltæki sem stýra glugga- tjöldum, opna og loka hurðum og gluggum eru eflaust fæstum lífs- nauðsynleg en geta aukið lífsgæði,“ segir Ingvar sem ítrekar að fólk sé meðvitað um hvaða áhættur fylgi þráðlausum snjallheimilistækjum og kaupi ekki ódýrustu tækin ef öryggi þeirra er ábótavant. Tryggja þarf öryggi snjallheimilistækja  Þrjú net á heimili til að tryggja öryggi  Snjalltæki geta aukið lífsgæði og sparað orku  Skynjari sem slekkur ljós ef enginn er í rými  Snjalltæki til að stýra hita á ofnum  UTmessan í níunda sinn Ingvar Guðjónsson Thinkstock/Getty Images Tækni Snjalltæki geta einfaldað heimilislífið en þau geta líka verið varasöm ef ekki er gætt að öryggismálum. Ríkisstjórn Íslands mun standa straum af tveggja milljóna króna verðlaunafé vegna nýrra alþjóðlegra bóknenntaverðlauna sem kennd verða við Halldór Lax- ness. Þetta var samþykkt á ríkisstjórnarfundi í gær- morgun eftir tillögu forsætisráðherra. Tilefnið er m.a. að nú eru hundrað ár liðin frá því að Halldór gaf út Barn náttúrunnar, sína fyrstu skáld- sögu. Í tilkynningu frá ríkisstjórninni segir að verðlaunin verði veitt virtum erlendum rithöfundi fyrir endurnýj- un sagnalistar og þau verða afhent á Bókmenntahátíð í Reykjavík. Fyrsta afhending verðlaunanna verður í apríl næstkomandi, en síðan verða þau veitt annað hvert ár. Að verðlaununum standa forsætisráðuneytið, mennta- og menningarmálaráðherra, Íslandsstofa, Bókmenntahátíð í Reykjavík, Forlagið sem er útgáfa verka Halldórs og Gljúfrasteinn. Valnefnd verður skip- uð fulltrúum þessara aðila, auk þess höfundar sem síð- ast hlaut verðlaunin. Ný verðlaun kennd við Laxness  Ríkisstjórnin greiðir tvær milljónir í verðlaunafé Morgunblaðið/ Einar Falur Halldór Laxness Nýju alþjóðlegu bókmenntaverðlaun- in eru kennd við hann og verða veitt í fyrsta sinn í vor.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.