Morgunblaðið - 09.02.2019, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 09.02.2019, Blaðsíða 18
BAKSVIÐ Þóroddur Bjarnason tobj@mbl.is Markaðsvirði Icelandair Group lækkaði um tæpa átta milljarða króna í gær þegar gengi hlutabréfa félagsins lækkaði um tæp 16 pró- sent. Gengið er nú 8,67 en var 10,31 við upphaf viðskipta í gærmorgun. Snorri Jakobsson hjá Capacent segir spurður um ástæður fyrir þessari snörpu lækkun að uppgjör Icelandair fyrir fjórða ársfjórðung 2018 sem birt var á fimmtudag, hafi valdið vonbrigðum. „Sætanýt- ing á ársfjórðungnum hefur ekki aukist nóg, og kostnaður er of hár. Það kom mér mest á óvart hvað launakostnaðurinn er hár,“ segir Snorri og bætir við að hann hafi haldið að flugreksturinn væri að rétta meira úr kútnum en raun ber vitni. Leiðsögnin mjög varfærnisleg Elvar Möller hjá Greiningardeild Arion banka segir að ástæðan fyrir lækkuninni sé margþætt. Bæði hafi greiningaraðilar og félagið sjálft haft væntingar um betri niðurstöðu í uppgjöri félagsins, og einnig sé leiðsögn félagsins inn í nýja árið mjög varfærnisleg. Markaðsaðilar hafi margir vonast eftir bjartari tón, eins og Elvar orðar það. Hann nefnir einnig að einhverjir hafi einnig gert sér væntingar um að félagið myndi hverfa frá áætl- unum um 625 milljóna króna hluta- fjárútboð á fyrri hluta 2019, eink- um vegna þess að útlit sé fyrir sölu Icelandair Hotels og Iceland Trav- el. Félagið stefni hinsvegar enn að útboðinu. Átta milljarða lækkun  Icelandair Group lækkaði um 16% í Kauphöllinni í gær  Ónóg sætanýting og of mikill kostnaður  Greiningaraðilar og félagið höfðu betri væntingar um uppgjör Tölur úr rekstri Icelandair +7% aukning 2017-18 -24% lækkun 2017-18 -1,7 prósentu- stig ’17-’18 Heimild: uppgjörstilkynning Icelandair Group 2017 2018 82,7% 81% 2017 2018 2017 2018 220 42% 235 32% S æ ta ný ti ng Heildartekjur Farþegafjöldi Icelandair Milljónir 28 flugfélög er ráðgertað fljúgi til og frá Íslandi sumarið 2019 Samkeppnin Eiginfjárhlutfall Milljarðar kr. 2017 2018 3.073 3.208 Meðal fluglengd, km Fjöldi flugvéla í flotanum 2017-2018 10% umfangsmeiri ísætiskílómetr- um árið 2019 en 2018 Flugáætlun Icelandair 4,7 milljónir er áætl-aður heildarfjöldi farþega árið 2019 Farþegafjöldi árið 2019 Hæsta og lægsta hlutabréfaverð á árinu 2017 2018 25 20 15 10 5 0 23,53 13,13 16,55 6,53 2017 2018 Farþegar til Íslands 1,46 1,49 Farþegar frá Íslandi 0,47 0,54 Farþegar um Ísland 2,12 2,11 Samtals 4,05 4,14 Af heildarkostnaði: 22% 36% hækkun2017-18 2017 2018 8,5 11,5 Eldsneytis- kostnaður Af heildarkostnaði: 38% 10% hækkun2017-18 2017 2018 13,8 15,2 Laun og annar starfsmanna- kostnaður Á 4. ársfjórðungi 2017 og 2018 Milljarðar kr. Kostnaður vegna óstundvísi og rekstrartruflana á flugáætlun 3,28 milljarðar kr. árið 2019, sem er lækkun úr 5,4 milljörð- um árið 2018 2,2% fjölgun farþega2017 til 201851 462017 2018 18 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 9. FEBRÚAR 2019 ALMAR BAKARI BAKARÍ / KAFFIHÚS / SALATBAR Sunnumörk 2, Hveragerði, sími 483 1919, Almar bakari Opið mánudaga til laugardaga kl. 7-18, sunnudaga kl. 8-18 SÉRBAKAÐfyrir þig SALATBAR ferskur allan daginn Eltak sérhæfir sig í sölu og þjónustu á vogum Bjóðum MESTA úrval á Íslandi af smáum og stórum vogum Skannaðu kóð- ann til að sjá gengið eins og það er núna á þeim grundvelli lagt mat á hvort við- komandi verktaki sé hæfur til þess að taka umrætt verk að sér. „Þetta er lánshæfismat sem er reiknað og við höldum úti. Hingað til hafa þetta bara verið fyrirtæki í reikningsviðskiptum og láns- viðskiptum sem hafa nýtt þessa vöru, en nú erum við að opna þetta fyrir alla. Þannig að einstaklingar sem eru að fara í viðskipti við fyr- irtæki eða verktaka geta flett hon- um upp og skoðað lánshæfið,“ segir Dagný Dögg Franklínsdóttir, for- stöðumaður viðskiptastýringar hjá Creditinfo, og bendir á að þetta geti hvatt til aukins öryggis í viðskiptum. Viðskiptasaga Hún segir lánshæfismatið taka með- al annars tillit til viðskiptasögu þess sem um ræðir. Það er hins vegar að- eins ein breyta, en sé fyrirtæki nýtt og hefur ekki skilað ársreikningi mun viðskiptasaga vega þyngra. „Lánhæfismatið segir til um líkur á vanskilum á næstu tólf mánuðum,“ útskýrir Dagný. „Þú sérð líka hvern- ig lánshæfið hefur verið að þróast síðustu átján mánuði og þú sérð líka hvernig lánshæfismat þessa aðila sem er til skoðunar er miðað við meðaltalið í greininni.“ Hún telur þetta tæki sem hægt er að nýta þeg- ar fólk fer í stórar fjárfestingar heima hjá sér. gso@mbl.is Creditinfo hefur nú gert almenningi og smærri fyrirtækjum og félögum kleift að öðlast aðgang að gagna- banka sínum án þess að vera í áskrift. Öllum er því fært að nálgast upplýsingar um lánshæfi, eignar- hald og rekstrarsögu fyrirtækja. Þá geta til að mynda einstaklingar sem hafa leitað tilboðs verktaka í fram- kvæmdir slegið inn kennitölu við- komandi rekstraraðila og fengið upplýsingar um rekstur hans og á Aukið öryggi viðskipta við verktaka  Öllum kleift að skoða lánshæfi verktaka og fyrirtækja í gagnagrunni Creditinfo 9. febrúar 2019 Gengi Kaup Sala Mið Dollari 120.37 120.95 120.66 Sterlingspund 155.3 156.06 155.68 Kanadadalur 90.86 91.4 91.13 Dönsk króna 18.275 18.381 18.328 Norsk króna 14.016 14.098 14.057 Sænsk króna 13.027 13.103 13.065 Svissn. franki 120.05 120.73 120.39 Japanskt jen 1.0951 1.1015 1.0983 SDR 167.34 168.34 167.84 Evra 136.42 137.18 136.8 Meðalgengi/Viðskiptavog þröng 167.37 Hrávöruverð Gull 1306.6 ($/únsa) Ál 1862.0 ($/tonn) LME Hráolía 62.5 ($/fatið) Brent Fasteignir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.