Morgunblaðið - 09.02.2019, Page 22
22 UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 9. FEBRÚAR 2019
Nú á þorranum höfum við verið rækilega minnt á að hér á landi get-ur verið allra veðra von, ýmist gert hörkufrost og stillur eðahláku og rok, og mörgum hefur því miður orðið hált á svellinu oghlotið byltur og beinbrot. Og eins og fyrri daginn mega þeir sem
lúta einræðisherrum heimsins vita að þar getur verið allra veðra von; vinátta
orðið fjandskapur áður en varir og hefur mörgum orðið hált á svellinu í sam-
skiptum við þá.
Íslenskan á ótölulegan fjölda orðatiltækja sem orðið hafa til í aldanna rás,
jafnan með vísun til dag-
legrar reynslu og hug-
myndaheims kynslóðanna.
Þau samsvara reyndar
býsna oft erlendum orða-
samböndum. Í orðatiltækj-
unum býr oft yfirfærð merk-
ing; einhverjum eða
einhverju kann að vera líkt
við það sem felst í hinni bók-
staflegu eða beinu merkingu
orðanna. Ég er hvorki að
tala um nagla né poka þegar
ég segi að Gunna hafi hitt
naglann á höfuðið eða átt ým-
islegt í pokahorninu.
Orðatiltækin um að það sé allra veðra von og einhverjum verði hált á svell-
inu eru að því leyti svolítið óvenjuleg og skemmtileg að þau eru, eins og dæm-
in sýndu, ýmist notuð í óbeinni eða yfirfærðri merkingu – til dæmis um sam-
skipti við fláráða fanta og harðlynda herra – eða þar sem fólk er beinlínis að
tala um veðrabrigði eða svell.
Ekki vantar íslenskuna
orð um veður. Nær væri að
segja að við málnotendurnir
mættum vera duglegri við
að rifja upp og beita hinum
fjölskrúðuga orðaforða um
náttúruna. Frosthörkur
hafa verið í fréttum und-
anfarið og þeim má lýsa á íslensku með fjölbreyttu orðafari. Benda má á
merkilegan orðasjóð sem er að finna í Íslensku orðaneti Jóns Hilmars Jóns-
sonar (á vefnum, ókeypis aðgangur). Þar er til dæmis minnt á margvísleg lýs-
ingarorð sem hafa má með nafnorðinu: frostið getur verið biturt, bítandi,
brakandi, grimmt, harðnandi, hart, lint, marrandi, morrandi, nístandi, skarpt
og snarpt. Og ekki vantar glæsileg nafnorð og fjölbreytt: aftakafrost, fimb-
ulfrost, gaddharka, grimmdarfrost, heiftarfrost, helgaddur, límingsgaddur,
stálfrost o.fl. Ísland er stundum nefnt land frosts og funa og svo skemmtilega
vill til að líking við eld og bruna er ekki langt undan í orðaforða sem lýsir
hörkufrosti: bálfrost og frostbál, brunafrost og frostbruni, brunagaddur,
brunakuldi, brunanístingur.
Á dögunum skoðaði ég fróðlega sýningu Náttúruminjasafns Íslands þar
sem fjallað er um vatnið í náttúrunni frá ýmsum sjónarhornum. Með vísun til
þess vatns sem skýin geyma eru rituð á veggi geysimörg orð um ský í ýmsum
myndum og er af nógu að taka í þeim hugtakaforða: blikuský, bólstraský,
glitský, steðjaský o.s.frv. En skýjaorð í íslensku vísa ekki endilega beint til
náttúrufyrirbrigðanna. Þau fela sum hver í sér myndlíkingar, ekki síður en
orðatiltækin; það kunna að hrannast upp óveðursský í efnahagsmálum og
ófriðarský í alþjóðamálum.
Hált á svellinu
Tungutak
Ari Páll Kristinsson
aripk@hi.is
Hált á svellinu Í orðatiltækj-
unum býr oft yfirfærð merking.
Morgunblaðið/Jim Smart
Hvað er unga fólkið á Íslandi að hugsa?Hvers konar samfélag vill æska Íslandsbyggja upp? Hver eru baráttumál hennar?Vill þetta unga fólk Íslandi allt eins og
ungmennafélögin forðum daga?
Það er ekki að ástæðulausu að spurt er. Það heyrist
svo lítið í ungu fólki í samfélagsumræðum. Hvað veld-
ur því? Hafa þau ekkert að segja? Er ekki lengur fyr-
ir neinu að berjast? Okkur tókst að stofna sjálfstætt
ríki. Við náðum yfirráðum yfir auðlindum hafsins.
Kalda stríðinu lauk með sigri lýðræðisríkjanna.
Kommúnisminn var lagður að velli. Er þá ekki lengur
fyrir neinu að berjast?
Eða eru samfélagsmiðlar ástæðan? Þau tali saman
sín á milli á lokuðum síðum? Er það ástæðan fyrir því
að það telst til tíðinda ef ungliðasamtök einhvers
stjórnmálaflokks efna til opinna umræðufunda?
Þetta eru áleitnar spurningar vegna þess að það
vantar eitthvað inn í þjóðfélagsumræðurnar ef unga
fólkið er víðs fjarri.
Að vísu er það fullmikið sagt að þau séu víðs fjarri.
Ásmundur Einar Daðason fé-
lags- og barnamálaráðherra
verður 37 ára á þessu ári. Hann
setti af stað í upphafi síns ráð-
herraferils undirbúning að um-
fangsmestu breytingum sem
ráðizt hefur verið í á Íslandi í
málefnum barna, verkefni sem byrjað er að vekja at-
hygli í öðrum löndum.
Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir ferðamála- iðnaðar-
og nýsköpunarráðherra verður 32 ára síðar á þessu
ári. Hún er í forystu fyrir uppbyggingu nýrrar at-
vinnugreinar á Íslandi, þar sem er ferðaþjónusta.
Það verður því ekki sagt að unga kynslóðin sé
áhrifalaus. En það breytir ekki því, að t.d. flokkur á
borð við Sjálfstæðisflokkinn, sem einu sinni höfðaði
sterkt til ungs fólks, virðist ekki gera það lengur.
Sennilega á það við um alla hefðbundna stjórn-
málaflokka.
Fyrir skömmu birtist viðtal á danska vefritinu alt-
inget.dk við unga konu sem heitir Sana Mahin Doost
og er að hverfa úr forystu samtaka danskra há-
skólanema þar sem hún spáir því að loftslagsmálin
verði lykilþáttur í næstu uppreisn æskunnar. Það má
vel vera að það sé rétt. Framtak sænskrar unglings-
stúlku, Gretu Thunberg, sem efndi til verkfalls fram-
haldsskólanema fyrir framan þinghúsið í Stokkhólmi
sl. haust í þágu loftslagsmála, gæti bent til þess. Hún
vakti svo mikla athygli að hún var fengin til þess að
flytja ræðu á ráðstefnu Sameinuðu þjóðanna um lofts-
lagsmál í desember sl. Í ræðunni sagði hún fullorðna
fólkinu til syndanna.
Fyrir 60 árum snerist stúdentapólitíkin um kalda
stríðið og þar tókust á tvær fylkingar, bæði hér og á
alþjóðavísu.
Þegar gamall Vökumaður, sem starfaði í Vöku, fé-
lagi lýðræðissinnaðra stúdenta, sem nú heitir Vaka,
hagsmunafélag stúdenta, kynnir sér stefnuskrá þess
merka félags, eimir lítið eftir af þeirri fortíð – og þó.
Nú eins og þá telur formaður Vöku nauðsynlegt að
sverja af sér tengsl við Sjálfstæðisflokkinn. Jóhann H.
Sigurðsson segir í kosningablaði Vöku:
„Það eru ákveðnir aðilar innan háskólans sem eru
gríðarlega duglegir við það að ýta undir þá
staðreyndavillu að Vaka sé einhvers konar nýlið-
unarstarfsemi fyrir ákveðinn flokk í landspólitík á Ís-
landi … Við í Vöku erum í hagsmunabaráttu fyrir
stúdenta og blöndum okkur ekki í mál sem skipta
nemendur háskólans engu máli.“
Þessar athugasemdir hljóma kunnuglega!
Tvennt vekur athygli í þessu blaði: Annars vegar að
ungar konur eru með afgerandi hætti áberandi í há-
skólapólitíkinni, sem er mikil breyting frá því sem var
fyrir rúmlega hálfri öld, og hins vegar áherzlurnar í
stefnumálum Vöku.
Þær áherzlur eru fyrst og
fremst félagslegar. Settar eru
fram harðar kröfur um bætt að-
gengi í byggingum háskólans til
hagsbóta fyrir þá sem eiga við
einhvers konar fötlun að stríða.
Hagsmunamál fjölskyldna námsmanna eru ofarlega á
blaði, hvort sem þau varða húsnæðismál eða ýmis
fjárhagsleg málefni. Hið sama á við um jafnréttismál
og málefni hinsegin fólks, samgöngumál og umhverf-
ismál, svo að nokkuð sé nefnt.
Vaka er ekki og hefur aldrei verið í skipulagslegum
tengslum við Sjálfstæðisflokkinn. Það breytir ekki því,
að margir, sem komið hafa við sögu félagsins, hafa
jafnframt látið að sér kveða innan Sjálfstæðisflokks-
ins.
Þegar stefnuskrá Vöku vegna kosninga til stúd-
entaráðs, sem fram fóru fyrr í þessari viku, er lesin,
vaknar sú spurning hvort Sjálfstæðisflokkurinn geti
eitthvað af henni lært í viðleitni til þess að endur-
heimta sitt fyrra kjósendafylgi. Að undanförnu hefur
Sjálfstæðisfélag Kópavogs efnt til fundar á hverjum
laugardagsmorgni í tilefni af 90 ára afmæli flokksins í
vor, þar sem staða flokksins er til umræðu. Það fram-
tak er til fyrirmyndar og jafnframt til marks um að til
eru trúnaðarmenn í Sjálfstæðisflokknum sem telja að
leiðin til þess að endurheimta fyrri styrk sé ekki að
þegja um núverandi stöðu. Og raunar má velta því
fyrir sér við lestur á stefnuskrá Vöku hvort frjáls-
hyggjuskeiði síðustu fjögurra áratuga sé að ljúka.
En þegar velt er vöngum yfir því hvað unga Ísland
sé að hugsa koma fleiri við sögu en Vökumenn og
framtíðarsveit Sjálfstæðisflokksins.
Það eru vísbendingar um að sósíalisminn sé að
vakna til lífsins á ný og þá ekki sízt meðal yngra
fólks, sem lítur svo á, að það séu engin tengsl á milli
Sovétríkjanna og hugmyndafræði sósíalismans.
Kannski er meira um að vera hjá unga Íslandi en
gamla Ísland áttar sig á.
Hvað er unga Ísland að hugsa?
Félagslegar áherzlur Vöku,
hagsmunafélags stúdenta,
vekja athygli.
Af innlendum
vettvangi …
Styrmir Gunnarsson
styrmir@styrmir.is
Á dögunum var málverk í Seðla-bankanum af nakinni konu tek-
ið niður að ósk viðkvæms starfs-
manns. Mynd í Menntaskólanum á
Ísafirði af umdeildum fyrrverandi
skólameistara var einnig fjarlægð
nýlega að beiðni nemanda. Ég ætla
ekki að fella hér dóm um réttmæti
þessara ákvarðana, heldur aðeins
minna á að brjóstmynd af Brynjólfi
Bjarnasyni stendur fyrir framan há-
tíðarsal Háskóla Íslands.
Brynjólfur var fyrsti og eini for-
maður Kommúnistaflokks Íslands,
sem var stofnaður í nóvember 1930
og hafði byltingu á stefnuskrá sinni,
enda var rótin að klofningi komm-
únista og jafnaðarmanna á önd-
verðri tuttugustu öld að kommún-
istar voru ekki reiðubúnir að afneita
ofbeldi til að ná þeim markmiðum
sem hóparnir tveir deildu. Flokk-
urinn var í Alþjóðasambandi komm-
únista, Komintern, en í stefnuskrá
þess frá 1920 var kveðið á um að
leynilega skyldu skipulagðir hópar
sem hrifsað gætu völd ef tækifæri
gæfist. Áttu íslenskir kommúnistar
vopnabúr og stofnuðu bardagasveit,
Varnarlið verkalýðsins, sem
þrammaði ósjaldan um götur
Reykjavíkur á fjórða áratug og
sveiflaði kylfum. Sló iðulega í harða
bardaga milli kommúnista og lög-
reglu á þessum árum, aðallega í
vinnudeilum. Flokkurinn þáði fé á
laun frá Moskvu og sendi þangað 23
Íslendinga í byltingarþjálfun og
þrjá sjálfboðaliða til að berjast í
borgarastríðinu á Spáni.
Brynjólfur og aðrir leiðtogar ís-
lenskra kommúnista skiptu ekki um
skoðun þótt þeir legðu flokk sinn
niður haustið 1938 og stofnuðu
ásamt ýmsum vinstrimönnum Sósí-
alistaflokkinn. Höfðu kommúnistar
tögl og hagldir í hinum nýja flokki,
eins og kom í ljós eftir árás Stalíns
á Finnland í nóvemberlok 1939. Þá
voru þeir ófáanlegir til að fordæma
árásina og kallaði Brynjólfur mót-
mæli við henni „Finnagaldur“.
Brynjólfur var fulltrúi Sósíalista-
flokksins á þingi kommúnistaflokks
Ráðstjórnarríkjanna 1952 og lauk
ræðu sinni þar á orðunum: „Lifi
kommúnistaflokkur Ráðstjórnar-
ríkjanna, ágætur af verkum sínum,
þar sem hið undirokaða mannkyn á
allt sitt traust. Lifi hinn mikli for-
ingi hans, Stalín.“ Eftir ferð til Kína
haustið 1958 dáðist Brynjólfur sér-
staklega að því að nú gætu allir satt
hungur sitt þar eystra. Þá var að
hefjast óskapleg hungursneyð í
landinu.
Samkvæmt Svartbók kommún-
ismans, sem Háskólaútgáfan gaf út
2009, týndu um hundrað milljónir
manns lífi af völdum kommúnism-
ans á tuttugustu öld. Ef einhver rök
eru til fyrir því að fjarlægja ekki
brjóstmyndina af Brynjólfi þá þætti
mér fróðlegt að heyra þau.
Athugasemdir og leiðréttingar vel þegnar
Hannes H. Gissurarson
hannesgi@hi.is
Fróðleiksmolar úr sögu og samtíð
Brjóstmyndin
af Brynjólfi
Mjög nýlegt 3ja herbergja raðhús, með sólpalli í Dalshverfi.
Stærð 74,7 m2
Verð kr. 31.500.000
Laufdalur 43b, 260 Reykjanesbæ
Nánari upplýsingar á skrifstofu s. 420 6070 eða eignasala@eignasala.is